Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.10.1963, Blaðsíða 12
Mesta verðbólgustökk í sögu landsins: ■ 1. september s.l. hækkaði hin opinbera vísi- tala framfærslukostnaðar um fimm stig. Fyrsta október s.l. hækkaði hún um 6V2 stig í viðbót. Á einum mánuði hefur þannig komið til fram- kvæmda vísitöluhækkun sem nemur 11V2 stigi, en það jafngildir 23 stigum samkvæmt gömlu vísi- tölunni. Þetta er ofsalegasta verðbólguþróun sem nokkru sinni hefur verið mæld á íslandi. Til sam- anburðar má geta þess að í allri valdatíð vinstri- stjórnarinnar — á nærri því hálfu þriðja ári — hækkaði gamla vísifalan um 16 stig. Samt fór vinstristjórnin frá vegna verðbólguháskans — og viðreisnarstjórnin tók sérstaklega að sér að vinna bug á honum! ■ í septembermánuði síðastliðnum hækkaði matvöru- vísitalan um hvorki meira né minna en 15 stig, og er hún nú komin upp í 175 stig. Matvæli þau sem vísitölufjöl- skyldan þarf að nota eru að meðaltali 75% dýrari en þau voru í upphafi viðreisnar. Hafa matvæli hækkað meira og örar en nokkur annar kostnaðarliður í vísitölugrund- vellinum. ■ f september hækkaði vísitalan fyrir „fatnað og álnavöru“ einnig um fjögur stig, og er hún nú komin upp í 146 stig. B Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu“ hækkaði um þrjú stig og er nú 163 stig. Hafa hækkað um nærri tvo þriðju ■ Alls hefur vísitalan fyrir „vörur og þjónustu" — allar nauðsynjar vísitölufjölskyldunnar nema húsnæði — þá hækkað um níu stig að jafnaði í septembermánuði. Er sú vísitala nú 163 stig; það vantar þannig ekki mikið upp á að almennar nauðsynjar hafi að meðaltali hækk- að um tvo þriðju síðan viðreisnin hófst! ■ Húsaleiguvísitalan er látin haldast óbreytt 108 stig. Húsnæði á þannig aðeins að hafa hækkað um 8% síðan í ársbyrjun 1959! Allir vita að þetta er fáránleg fjarstæða; aðeins á þessu sumri og hausti hefur húsnæðið tekið stökk- breytingar til hækkunar, og mun óhœtt að fullyrða að húsnœði hafi sízt hækkað minna en matvaran á viðreisn- artímabilinu. ■ En með því að halda húsaleiguliðnum óbreyttum og draga frá fjölskyldubætur (þótt aðeins hluti launþega njóti þeirra) fæst hin opinbera vísitala framfærslukostn- aðar. Hún hœkkaði í septemb'ermánuði um sex stig (nán- ar tiltekið 6V2) og er nú 144 stig. Me& kökukeflin reidd í heimsókn Akranesi 14/10 — Sandstorm-<?>búum. Allur Suðurskaginn er ur geisaði hér í dag eins og þeir tiðkast í Saharaeyðimörk- inni og á rætur sínar að rekja til skeljasandsbirgða Sements- verksmiðjunnar, sem mynda fjailháa bingi efst við Suður- götuna. Þetta bregzt ekki í suð- austan og sunnan hvassviðrum og er ákaflega hvimleitt bæjar- Tveir brunar á Akureyri Síðastliðinn sólarhring kvikn- aði í tveimur húsum á Akur- eyri. Skömmu eftir miðnætti að- faranótt mánudags var slökkvi- liðið kvatt að húsinu Ásgarður 2 í Glerárhverfi. Hafði kvikn- að út frá olíukyndingu í kjall- ara hússins. Skemmdir urðu litl- ar. Skömmu fyrir hádegi í gær- ' ’g var slökikviliðið svo kvatt -j húsinu Hamarsstíg 14. Hafði kviknað út frá rafmagnstöflu í kjallara hússins og eyðilögðust rafmagnsleiðslur í. húsinu og nokkrar skemmdir urðu af reyk. meira og minna undirlagður af sandbyl. Hvimleiðast er þetta þó íbúum við Suðurgötu, Skagabraut og Jaðarsbraut og smitar inn í húsin fingerðu dufti sem þekur allt og eru húsmæður á þönum frá morgni til kvölds með af- þurrkunarklúta sína. Sandurinn er svo fíngerður, að hann smit- ar inn um dyraumbúnað og lok- aða glugga. Þá skefur þetta málningu af bflum og veldur stórtjáni. Hvergi er vært fyrir þessu fín- gerða dufti utan húss eða inn- an og sezt það ekki sízt í augu og öndunarfæri fólks og veldur heilsutjóni. Kvartað hefur verið við stjóm Sementsverksmiðjunn- ar og beðið um leiðréttingu á þessum hlutum og hefur því ekki verið sinnt frá upphafi. Sérstak- lega eru húsmæður æstar og vilja sumar taka fram kökukefli sín og gera stjóminni heimsókn. Skagakonur eru skapharðar, ef því er að skipta og vita stjómamefndarmenn á hverju þeir mega eiga von. , Á sunnudagsmorguninn var haldin fegurðarsýning á hrút- um inná Skeiðvelli. Búnaðar- fél. og Fjáreigendafél. Reykja- víkur og fjáreigendur í Kópa- vogi og Seltjamameshreppi stóðu að sýningunni, 1. verð- laun hlaut Barði, eign Sæ- mundar Ólafssonar forstjóra, en önnur verðlaun Þristur, eign Torfa Þorbiömssonar jámsmiðs. Málin eru nokkru nákvæm- ari en á Langasandi eða: þyngd, brjósthæð, hæð á herðakamb, hæð undir bringu spjaldhryggsbreidd og lengd framfótleggja. Mál Barða eru: 111 — 114 — 80 —35 — 28 — 139 en Þrists: 98 — 110 — 83 — 36 — 27 — 136. Fyrstu verðlaun eru bikar sem Þorkell Einarsson gaf á sínum tíma og var ranghermt í blaðinu á sunnudag að handhafi þess bikars væri Ólafur á Reynisvatni; hann vann aftur á móti litla bikar Fjáreigendafélagsins til eign- ar á síðustu sérsýningu fé- lagsins. Á efri myndinni gefur að líta „herra Reykjavík 1963-‘ ásamt eiganda gínum, Sæ- mundi Ólafssyni. Á neðri myndinni ber mest á Sóma, fyrrverandi bikars- hafa, og svo þessum litlu stúlkum, sem verða kannski einhvemtíma líka settar upp á pall og mældar og vegnar. Eigandi Sóma er Gunnar Daníelsson, Hlíðargerði 18. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Hrútar á verí- launapallinum! Tveir verkamenn slösuðust í gær f gærmorgun varð það slys við höfnina, að þung stál- plata þeyttist á tvo verkamenn er unnu við uppskipun úr Herjólfi og fótbraut þá báða. Mennirnir heita Hannes Pálsson Meðalholti 9 og Guðlaugur Jónsson Karlagötu 15. Hlaut Hannes opið brot. — Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, var vindhæð um þetta leyti nær átta vindstigum og fór ört hækkandi og má gera ráð fyrir að hún hafi verið mun meiri í byljum á opnu svæði sem þama. Guðlaugur og Hannes voru að vinna við uppskipun úr Herjólfi en áveðurs við þá var verið að láta þungar stálplötur á vörubíl. Var lyftari notaður við verkið. Plötumar, sem lentu á mönnun- um, voru komnar uppfyrir skjól- borð bifreiðarinnar er vindkviða skellti þeim fram af göflum lyft- arans niður á plötustafla sem fyrir var á bílpallinum og síðan runnu þær niður af bílnum hinu megin og lentu á mönnunum tveim og fótbraut þá báða eins og áður segir. Slys á verkamönnum viðhöfn- ina eru orðin ískyggilega tíð og verður að gera einhverjar ráð- stafanir hið bráðasta til þess að koma í veg fyrir þau ef hægt er. Standa nú yfir umræður sem Dagsbrún hefur gengizt fyrir um þetta vandamál milli full- trúa frá Dagsbrún, öryggiseftir- litinu og atvinnurekendumu Við aðstæður eins og voru við upp- skipunina í gærmorgun verður að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar í einu og öllu og óverj- andi að stofna lífi og limum verkamannanna í hættu vegna hirðuleysis eða óvarkámi. Vestmannaeyja- bátur sökk í fyrrad Síðastliiðinn sunnudag. sökk i Vestmannaeyjabáturinn Sæbjðrg fyrir Suðurlandi, nánar tiltekið út af Mýrdalssandi, en þar var báturinn á togveiðum. Mann- björg varð. Slysið varð í blíð- skaparveðri. Skipsmenn urðu varir við það á sunnudagsmorguninn um kl. níu, að leki var kominn að skip- inu. Hafði lekinn komizt í véi- arrúmið, óx óðfluga og fengu skipverjar ekki við neitt ráðið, en vélin stöðvaðist. Þegar fyrir- sjáanlegt var, að skipið myndi ekki haldast öllu lengur ofan- sjávar hafði skipstjórinn, Hiim- ar Rósmundsson, samband við nærstaddan Vestmannaeyjabát. Gyilfa VE-201. Kom hann fljót- lega á vettvang, og fóru skip- verjar á Sæbjörgu í gúmmíbát yfir í Gylfa. Stóðst það endum, að Sæbjörg sökk skömmu eftir að þeir voru komnir heilu og höldnu yfir í hinn bátinn. Sæbjörg var einn af hinum svonefndu Svíþjóðarbátum, 52 tonn að stærð, smíðaður 1946. Enga grein geta þeir skipverjar gert sér fyrir orsökum þess leka, Tvö umferðarslys á Miklubrautinni Um kl. 7.30 si. laugardags- kvöld varð það slys á mótum Lönguihlíðar og Miklubrautar að 15 ára piltur, Egill Haraldsson, Hamrahlíð 7, varð fyrir bifreið og meiddist allmikið. Pilturinn sem var á skellinöðru kom sunn- an Lönguhlíðina og mun hafa ætlað á gnlu ljósi yfir Miklu- brautina en lenti þá fyrir bif- reið er ók vestur götuna. Kast- aðist pilturinn í götuna og fót- brotnaði auk þess sem hann hlaut fleiri meiðsli. Var hann fluttur í sjúkrahús. Laust eftir kl. 7 á sunnudags- kvöldið varð 66 ára gömul kona, Pálína Friðriksdóttir, Bræðra- borgarstíg 34, fyrir jeppabifreið á Miklubraut rétt sunnan við mót Mikiubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Meiddist hún talsvert á fótum og höfði og var flutt í sjúkrahús. er svo skyndillega kom að skip- inu. Fimm manna áhöfn var á skipinu, skipstjóri er sem fyrr segir Hilmar Rósmundsson, en vélstjóri Theodór Ölafsson. Eru þeip jafnframt eigendur bátsins. Afmælissöfnun Þjóðviljans: 10 dagar eftir NtJ BIRTUM við fyrstu tölur úr samkeppni sósialistafélaganna utan Reykjavíkur. Átta félög eru komin á blað og sum all- vel. Á fimmtudaginn birtum við stöðuna næst og síðan ann- an hvern dag. ÞAÐ ER orðinn stuttur tími til stefnu og við þurfum því að taka vel á ef við eigum að ná 500 þús. króna markinu 24. október, á 25 ára afmæli Sós- íalistaflokksins. SENDIÐ OKKUR framlögin strax. Utanáskriftin er: Þjóð- viljinn, Þórsgötu 1, síminn: 17514. REYKVÍKINGAR! A morgun birtum við næst röð deildanna. Gerið skil í dag. Opið klukkan 10-12 og 1-6 á Þórsgötu 1 og f skrifstofu Sósíalistafél. Reykja- víkur, Tjarnargötu 20. RÖÐ sósíalistafclaganna erþessi: 1. Mosfellssveit 30% 2. Hveragerði 12— 3. Rangárvallasýsla 10— 4. Kópavogur 3— 5. Miðneshreppur 2— 6. Vestmannaey.iar 2— 7. Selfoss 2— 8. Keflavík 1— HVAÐ VERDA möre félög komin til viðbótar á fimmtii- daginn? HERÐUM SÓKNINA! i 4 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.