Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1963, Blaðsíða 7
w Midvifcudagur 16. október 1963 H6ÐVIUINN SfÐA 1 Sagt frá einstœSum atburði, sem gerðist fyrir 21 ári síðan í lítilli borg í Júgóslavíu // EINRÆÐIS- HERRANN'" Sýndur útvöldum hópi nazista Nikola Kadosevic „Sg var smá strákur þegar áhugi minn á kvikmyndum vaknaði og uppáhaldsleikarinn minn var Charlie Chaplin. Eitt sinn skrifaði ég honum og bað hann um eiginhandar áritun, og mér til millar undrunar sendi hann mér Ijósmynd af sér með árituðu nafni sínu. Eftir að Þjóðverjar her- námu Belgrad fékk ég vinnu hjá nefnd þeirri, sem valdi kvikmyndir er safnað hafði verið í hernumdu löndunum um allan Balkanskaga og eyðilagði þær sem ekki féllu í kram nazista. Vinir mínir, sem vissu hvar ég starfaði, hreyfðu þeirri hugmynd að nú ætti ég að skjóta undan nokkrum rússneskum eða bandarískum kvikmyndum. Og eitt sinn, er ég renndi augum yfir heiti kvikmyndanna, sem borizt höfðu, rakst ég mér til mikillar furðu á „Einræðis- herrann“ eftir Charlie Chap- lin. Einhversstaðar hafði ég lesið að þessi kvikmynd hefði verið tekin skömmu fyrir heimsstyrjöldina og hún hefði hvergi verið sýnd á megin- Á árinu 1942, þegar veldi Hitlers var hvað mest, gerð- ist einstæður atburður í borginni Valjevo í Júgóslavíu — atburður sem lýsti sérstakri hugkvæmni í andspymu- aðgerðum hemuminnar þjóðar gegn þýzku nazistunum og ögrun við herraþjóðina: Kvöld eitt, þegar þýzkir liðsforingjar og óbreyttir liðsmenn hernámsliðsins sátu í eina kvikmyndahúsi þess- arar litlu serbnesku borgar og bjuggu sig undir að njóta góðrar kvöldskemmtunar, birtist þeim að óvörum — en væntanlega til lítillar skemmtunar — kvikmynd Charlie Chaplins „Einræðisherrann“ á sýningartjaldinu. Fram til þessa hafði engum gefizt kostur á að sjá þessa frægu kvikmynd í hinni hernumdu Evrópu, en þarna birtist hún samt skyndilega á bíótjaldi í einum af virkisbæj- um þýzku nazistanna! Einn þeirra sem þarna áttu hlut að máli var 17 ára gamall piltur, Nikola Hadosevic að nafni — nú kvik- myndaleikstjóri í heimalandi sínu. Við endursegjum hér það sem hann hefur haft íjúgóslavnesku tímariti að segja um þetta: landi Evrópu vegna þesg að Þjóðverjar höfðu bannað hana fyrir grínið sem gert var að „Foringjanum“ í henni“. ,Valinn' hópur Nikola Radosevic tókst að laumast burt með filmxma undir frakkalafi sínu og hann ákvað í eamráði við nokkra vini sána að sýna hana „völd- um“ hópi Þjóðverja. Ekki gátu þeir komið áformum sín- um í framkvæmd í Belgrad, svo að þeir ákváðu að reyna í Valjevo. Tóket þeim félögum að komast yfir aðra kvik- mynd, sem senda átti til sýn- inga fyrir þýzka hernámsliðið í Valjevo, skiptu siðan um filmspólur og hentu hinni völdu mynd í kolavagn sem etóð á járnbrautarstöðinni. Þýzku liðsforingjamir og hermennirnir gengu til sæta sinna í bíóinu í Valjevo með sælubros á vör og bjuggust við ánægjulegri kvöldstund, þar sem þeir fengju að sjá Áhorfendurnir í bíóinu í Valjevo tóku hrifnir undir nazistakveðju Chaplins, þegar hann birt- ist fyrst í kvikmyndinni, en þcgar líða tók á myndina fór þá að gruna að ekki væri allt með felldu. kvikmynd. er varpaði dýrðar- ljóma á einn eða annan sigur Þjóðverja. Og þegar Charlie Chaplin birtist allt í einu á sýningartjaldinu og heilsaði með handauppréttingu og samslætti hæla að nazistasið tóku áhorfendur undir heils hugar! En smám saman, eftir þvi sem líða tók á myndina, rann upp ljós fyrir Þjóðverj- um, og þeim varð ljóst að ekki myndi allt með felldu. Nokkr- ir af liðsforingjunum byrjuðu þá að skjóta í ákafa úr byss- um sínum á sýningartjaldið. Skothríðin heyrðist út á göt- una og brátt komst svo mikil ókyrrð á íbúana að þýzku hermennimir, þeir sem ekki vom innan veggja kvik- myndahússins, héldu að skæruliðasveitirnar hefðu enn einu sinni gert árás á stöðvar þeirra í eða við borgina. Handtekinn „Eg hélt mig í námunda við kvikmyndahúsið og beið eftir þvi sem gerast myndi“ segir Nikola Radosevic. „Þegar skothrfðin var hafin, hljóp^ kvikmyndasýningamaðurinn, sem var Þjóðverji, út úr hús- inu og skipaði nærstöddum lögregluþjónum að handtaka mig. Hann kannaðist við mig vegna þess að hann var vanur að koma í skrifstofuna í Bel- grad með vissu millibili og velja þar myndir til sýningar. Eg átti ekki undankomu auð- ið og lögreglan tók mig fast- an. Farið var með mig í fang- elsi, þar sem ég hitti allmarga skæruliða úr Valjevo-héraði sem Þjóðverjarnir höfðu hand- tekið, en meðal þeirra var hinn þekkti Stevan Filipovic, sem hengdur var opinberlega nokkrum dögum siðar.“ Fréttir af þessum atburði í Valjevo barst fljótlega til þýzku yfirherstjómarinnar í Belgrad, og síðan til foringj- ans sjálfs í Berlín. Þannig datt Hitler niður á afbragðs afsökun á þeirri á- kvörðun sinni að sjá kvik- myndina, sem hafði haft hann að háði og spotti víðsvegar um heim, en stolt hans hafði til þessa komið í veg fyrir að hann bæði um að fá að sjá myndina. Sérstök, brynvarin lest var send til Valjevo eftir kvikmyndinni og Nikola Rad- osevic, piltinum unga. En á einhvem óskiljanlegan hátt var lífi hans þyrmt. Var Rad- osevic haldið í fangelsi í Þýzkalandi til loka ársins 1943, en þá tókst honum að flýja og komast síðar meir í samband við skæruliðasveit- irnar í heimalandi sínu. Það er byggt á rússneskum heimildum að sovézku her- mennimir, sem bratu sér leið inn í „Úlfahreiðrið“ undir rík- ísþinghúsbyggingunni við fall Berlínarborgar í stríðslok, hafi fundið eintak af kvik- mynd Chaplins „Einræðisherr- anum“ skammt frá liki Hitl- ers. Þar var komin filman, sem fyrst var sýnd í Evrópu í lítilli hernuminni borg i Júgóslaviu, en næst sýnd í að- alstöðvum foringjans í Berlín! Vetrarstarf Hraun- búa að hefjast Vetrarstarf Hraunbúa í Hafn- arfirðí er að hefjast um þess- ar mundir. I félaginu eru starf- andi tvær stúlknadeiidir, tvær drengjadeildir, öflug hjálpar- sveit, svannahópur og eldri skátar, alls um 350 manns. Á sL ári var nýtt sfcáta- heimill tekið í notfcun, og hafa hin bættu starfsskilyrði orðið mifcil lyftistöng fyrir fétags- starfið allt. Hraunbúap héldu stórt og vel heppnað vormót í Helgadal um hvítasunnuhelgina. Þeir sóttu og önnur skátamót heim, fóru í skálaferðir og útilegur i sumar, fóru í skemmtiferðir og tóku á móti erlendum sfcátum. Hjálparsveitin hefur oftsinn- is verði kölluð út á árinu. Hún gerir tilraun með sporhunda og á nú tvo slíka hunda. Auk Hraunbyrgis, hins nýja félagsheimilis, á félagið skála við Kleifarvatn. Félagið gefur út prentað skátablað, Hraun- búann. Félagið hefur ráðizt i það stórvirki að hafa húsvörð á launum í Hraunbyrgi. Þetta starf annaðist Hafsteinn Öskars- son iðnnemi og skátaforingi. Hefur þetta reynzt óhjákvæmi- legt, þar sem 2—3 hundrað böm og unglingar leggja leið sína í Hraunbyrgi í viku hverri yfir vetrarmánuðina. Hafnaríjarðarbær styrkir skátastaríið í Hafnarfirði með árlegum byggingarstyrk vegna Hraunbyrgis auk riflegs rekstr- arstyrks. Stjórn Hraunbúa: Vilbergur Júlfusson formaður, Hörður Zóphóniasson varaformaður, Sigurbergur Þórarinsson, Al- bert Kristinsson, Ása Guðjóns- dóttir, Birgir Rúnar Friðleifs- son og Sveinn Magnússon. Fengu sér brjóstbirtu NEISTA STÖÐUM 12/10 — Sig- urður bóndi á Neistastöðum í Villingaholtshreppi telur nýt- ingu heyja góða þar í sveit, þó að grasspretta hafi verið með lélegra móti í sumar. Þurftu bændur að slá mun stærra svæði að flatarmáli en undan- farin sumur og eru flestir bændur sæmilega birgir af heyj- um undir veturinn. Hermundur hóndi í Egilsstaðakoti átti fimmtugsafmæli síðastliðinn þriðjudag og komu bændur úr sveitinni saman til þess að hylla þennan góða nágranna sinn og fengu sér brjóstbirtu af þessu tilefni. Home líklegur eftirmaður Macs? LONDON 14/10 — Ársþingi brezka Ihaldsflokksins lauk í Blackpool á laugardag. Engin á- kvörðun var tekin á þinginu um eftirmann Macmillans, en búizt er við að hann verði út- nefndur einhvern allra næstu daga. Enn ríkir fullkomin óvissa um hver verðup fyrir valinu, en margir hallast nú að því að það ' ur. verði Home lávarður, núverandi utanríkisráðherra. og fullyrt að hann myndi fá starfið ef hann kærir sig um það sjálfur. Hann myndi þá verða að afsala sér aðalstign. Reynist hann fráhverfur þvi eins og ýmsir ætla þykir Ric- hard Butler enn sigurstrangleg- SAMTAKA NU! Það er margs að minn- ast á tuttugu og sjö ára starfsferli Þjóðviljans. Á þessum tíma hefur hann markað dýpri spor í lífi íslenzkrar alþýðu en nokkurt annað blað. Þeg- ar sótt hefur verið að lífs- kjörum fólksins frá öll- um hliðum og þeir, sem áður þóttust til þess kjörnir að standa á verði fyrir hagsmunum alþýð- unnar, brugðust hlutverki sínu, hefur Þjóðviljinn öll þessi ár síðan hann hóf göngu sína, verið trúr hagsmunum fólksins og staðið trúlega á verði gegn hverskonar árásum. íslenzk alþýða hefur líka kunnað að meta hans fórnfúsa starf. Án stuðn- ings hennar væri hann ekki til. Peningur, lagð- ur fram af litlum efnum, hefur oft fleytt honum yf- ir stærstu örðugleikana og svo mun enn verða. Þjóðviljinn á ekki að- gang að digrum sjóðum til síns reksturs, ekkert annað en velvild og fórn- fýsi velunnara sinna, og þeir eru margir sem halda því fram með fullum rétti að engum peningum sé betur varið en þeim, sem fari til styrktar Þjóðvilj- anum; hann hefur verið okkar sverð og skjöldur og án hans væru lífskjör okkar miklu verri en þau nú eru, og ef við missum hann eigum við ekkert málgagn til að verja okk- ar hagsmuni. Því heitir Þjóðviljinn nú á alla alþýðu þessa lands, til sjávar og sveita, að gera nú stórt átak til að treysta útgáfu blaðs- ins. Þessi tímamót eru til- valið tækifæri til að þakka það sem vel hefur verið gert á undanförnum árum. Lítill peningur er jafn vel þeginn og stór, ef fjöldinn leggur á eitt er sigurinn auðunninn, Verum öll samtaka nú eins og oft áður hegar mikið hefur legið við. Zóphónías Jónsson. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.