Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. október 1963 HðÐVILIINN SÍÐA 3 Wilson mun heimta kosningar tafarfaust HOME lávarður valínn forsætisráð herra Breta LONDON 18/10 — Elísabet Bretadrottning hefur falið Douglas Home, lávarði og utanríkisráðherra, að mynda nýja ríkisstjórn. Þessi ákvörðun, sem ’tekin er að undirlagi Macmillans hefur fengið mjög misjafnar undirtektir bæði innan íhalds- flokksins og utan. , Tilnefning Homc lávarðar, sem eftirmanns McMillans kom mjög á óvart eins og sjá má af þessari mynd sem tekin er á veðmála- stofu i London síðastliðinn þriðjudag. Eins og sjá má er Home þarna í þriðja sæti. Það fór svo, að hinn hlédrægi Douglas-Home lávarður varð fyr- ir valinu sem næsti forsætisráð- herra Breta og foringi Ihalds- flokksins. Seinasta sólarhringinn áður en hin opinbera tilkynning frá Elísabctu drottningu var gef- in út, var öllum orðið það Ijóst, að baráttan stóð um Home ut- anríkisráðherra og Butler vara- forsætisráðherra. En Butler reyndist eiga of marga óvini, og hið sama gilti um Hailsham vís- Indamálaráðherra og Maulding fjármálaráðherra, sem einnig voru fyrst taidir boma til greina. Home utanríkisráðherra er mað- urinn, sem enga óvini á í brezka íhaldsflokknum. Þetta er í annað sinn, sem Butler bíður Iægri hlut í baráttunni um völd- in í flokbnum, — hann var á sínum tíma einn skæðasti keppi- nautur Macmillans. Macmillan hafði ekki^ heilsu tu. að afhenda drottmngunni lausnarbeiðnina sjálfur. en sendi eimkaritara sinn, Tim Bhgh, staðinn, og mun það vera ems- daetmi í brezkri sogu. Nokkru síðar heimsótti drottmng sjuku- inginn á sjúkrabeðið og kom það nokkuð á ovart, þvi að Elísabet á von a barni og áður lýst yfir, að hún myndi halda sig heima á næstunm. Eftir að hafa ráðfært sig við hinn sjúka forsætisráðherra kvaddí drottning Home lávarð a sinn fund og stuttu síðar var opinberlega lýst yfir. að lavarð- inrom hefði verið fahn stjomar- myndun. Hver er maðurinn? Alexander Freerick Douglas- Home, fjórtándi jarlinn af Home, er sextíu ára að aldri. Home er sagður maður kurteis og blíður, hlédrægur og . feim- inn. En þessi horaði Skoti með órætt bros á vör er einnig sagð- ur harður í horn að taka og oft óhagganlegur í skoðunum á erfiðum samningafundmn. varð fyrir valinu, er sú, að hann á enga sérstaka fjandmenn í flokknum, en um skoðanir hans á stjómmálum er minna spurc. Vitað er, að Home hefur mjög; barizt fyrir því, að Kínverska alþýðulýðveldið fengi sæti á þingi SÞ, og hann var talinn mjög ákafur talsmaður þess, að Bretar gengju í Efnahagsbanda- lag Evrópu. Macmillan sat að völdum í sex ár Enginn annar brezkur for- . sætisráðherra á þessari öld hef- ur verið jafn lengi samffleytt við völd og MacmMlan. Hann varð fbrsætisráðherra 10. janúar 1957 og tók þá við af Sir Anthony Eden, sem neyddist til að segja af sér eftir hrakfarimar í Súes- deilunni við Egypta. Miklir erf- iðleikar urðu á vegi hans strax í upphafi: fjármálavandræði eftir hemaðinn við Súez og I- haldsfflokkurinn í mjög slæmu álití hjá brezku þjóðinni. En Macmillan styrkti stöðu fflokks- ins mjög á næstu tveimur ár- um, og í þingkosningunum 1959 vann fflokfcur hans stórsigur og jók mjög meirihluta sinn í þinginu. Á seinustu árum hefur Mac- Milílan átt við mjög erfið vanda- mál að glima og virðist flokkur hans hafa tapað verulegu fylgi. Mesta áfallið var endalok við- ræðnanna um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Efna- hagsmálin hafa einnig orðjð honum mjög óþægur Ijár í þúfu, og kvennafar hermálaráðherrans fyrrverandi, Profumos, hefur komið MacMillan í verulegan bobba. Nú á dögunum var hann að undirbúa lokaumræðumar um Profumomálið í þinginu, er hann veiktist skyndilega og varð að ganga undip skurðaðgerð. Hann gat ekki mætt á filokksþingi I- haldsmanna, sem haldið var í Blackpool á dögunum og varð þá smá saman Ijóst, að sól hans væri hnigin til viðar. Hér er hinn nýtilnefndi eftirmaður MacMillans, Home lávarður, á dansgólfinu. Stúlkan heitir Margaret Fondell og vann í ár titii- inn j.cftirlætisungfrú ungra íhaidsmanna“. Pátt hefur enn frétzt af við- brögðum foringja brezka Verka- mannaflokksins. en ljóst er af ýmsum ummælum, að þeir telja íhaldið hafa verið mjög óheppið í vali sínu, og munu þeir vænt- anlega gagnrýna Home lávarð af ýtrasta megni nú á næstunni. Wilson mun að öllum likindum krefjast þess, að kosningar fari fram hið bráðasta, enda mun hann að sjálfsögðu vilja að keppinaut- ur hans um forsætisráðherra- embættið í næstu kosningum fái sem minnstan tíma til að vinna sér hylli. Á hinn bóginn er heldur ólíklegt að Home muni sinna þessari kröfu, og verða þá kosningar ekki fyrr en naasta vor eða haust. Peronistar hyggja á byltingu BUENOS AIRES 18/10 — Þinghústorgið í Buen- os Aires logaði í slagsmálum í gærkvöld, þegar stuðningsmönnum fyrrverandi forseta landsins, Juan Peron, lenti saman við lögregluna. Lögregl- an reyndi að tvístra mannfjöldanum með táragasi og brunaliðsslöngum, og einnig kváðu við skamm- byssuskot. Tveir lögregluþjónar voru lagðir á sjúkrahús með skotsár. Fyrsta ræða Frhards í sambandsþingi Skýrði frá stefnu stjórnarinnar BONN 18/10 — Hinn nýi forsætisráðherra Yest- ur-Þýzkalands, Ludwig Erhard. lagði fram stefnu- skrá stjómar sinnar í fyrstu ræðu sinni í sam- bandsþinginu í dag. Tilefni slagsmálanna var fjöl- mennur útifundur. sem stuðn- ingsmenn Perons, sem er land- flótta á Spáni, efndu til. Innan- ríkismálaráðherra landsins, Pal- mero hafði bannað útifundinn, en í trássi við lögregluna streymdu 50.000 manns inn á torgið með myndir af Peron og látinni konu hans. og spjöld, sem á var ritað: Peron eða dauð- inn! Á útifundi þessum hafði mannfiöldinn fengið að heyra ræðu forsetans sem send varfrá Spáni á seguibandi. I ræðunni hvatti hann til bess að steypa herfori.ngiaklíkunni. sem er við völd. af stóli. Einnig hiýddu Per- onistnr á síðustu ræðu konu Pprnnc. Ecui Peron var einræðisherra í Argentínu til 1954 og studdist við ýmis. verkamannasamtök, kirkjuna o. fl. Hafa þessir stuðn- ingsmenn haldið tryggð við for- setann og vilja koma honum til valda á ný. Slagsmálin á þinghústorginu urðu aðeins fimm dögum eftir að hinn nýkjömi forseti Illia og ríkisstjóm hans tóku við völd- um. Mjög ströng lög hafa ríkt í landinu og heragi, kommúnist- ar og aðrir byltingarsinnar of- sóttir. Deilur hafa nú risið upp í hernum um, hvernig beri að bregðast við ástandinu, og vilja sumjr enn harðskeyttari stefnu. Hinn nýi forseti hefur hins veg- ar lofað að siaka nokkuð tiþ og lemna til bau iög, sem takmarka frelsi í landinu. inn í neðrideild brezka þings- ins árið 1931, áður en hann varð jari. Varð hann þá ritari þáverandi fjármálaTáðherra og síðar forsætisráðherra, Neville Chamberlain. Hann varð þó að hætta öllum stjómmálaafskipt- um í mörg ár vegna sjúkleika og var hann skorinn upp vegna berkia í hrygg. Home varð ráðherra 1945, en féll í kosningunum sama ár. Árið 1950 komst hann aftur á þing, en árið eftir erfði hann titil föður síns, Home lávarð- ur. Eins og kunnugt er eiga brezkir aðalsmenn sæti í efri- deild þingsins og mega efcki sitja í neðrideiid, nema þeir afsali sér titlinum. Home fór því upp í lávarðadeildina og varð það honum nokkur fjötur um fót á stjómmálabrautinni. Árið 1956 var Home tiinefnd- ur samveldisráðherra og 1960 varð hann utanríkisráðherra. Sú ákvörðun olli miklu fjaðrarfoki í Bretiandi og innan Ihalds- flokksins og þótti mörgum furðu- legt, að Macmillan skyldi velja líttþekfctan og litlausan jarl f slikt embætti. Einnig þótti það affleitt, að utanríkisráðherrann skyldi ekki eiga sæti í neðri- deild þingsins. En Home þykir hafa vaxið með starfinu, og í seinni tíð hefur hann átt vax- andi vinsældum að fagna. Aðalástæðan til þess. að Home Sómalí lagði fram mótm,æii hjá SÞ í gær vegna árása Eþíópíu á Sómalí undanfarið. Segir í m ótmælaorðsendingunni, að Bandaríkin beri ábyrgð á þess- um árásum, þar sem þau veiti Eþíópíu hemaðarhjá^. Vandamál Þýzkalands Forsastisráðherrann lagði sér- staka áherzlu á, að Þýzkalands- vandamálið yrði að leysa og sagði, að eins og á stæði mundu viðræður milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna mjög gagnleg- ar. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir stríð væri afvopnun undir eftirliti, og ætti Þýzka- land að styðja allt slikt, þar sem mestu máli skipti að valda- hlutfail milli austurs og vesturs Væri Vestur-Þýzkaiandi í hag. Erhard réðist harkalega á stjóm Austur-Þýzkalands, sem hann kallaði erlenda einræðis- stjóm. Hann sar^ðjst viðurkenna skiptingu Þýzkalands sem stað- reynd, en það væri sorgleg stað- reynd. Styrkur Evriópn Erherd sagðii að stjóm hans myndi gera allt, sem hún gæti til þess að bæta samkomulagið milli austurs og vesturs. Það kom greinilega fram í ræðu hans, að Atlanzhafsbanda- lagið verður grundvöllur undir utanríkisstefnu hans. Hann sagð- ist mundi berjast fyrir að Bret- land gengi í Efnahagsbandaiagið og reyna allt til þess að koma í veg fyrir sundrung í Evrópu. Lögð verður megináherzla á sameinaðar vamir Evrópuríkj- anna. Erhard þótti sigla milli skers og báru, er talið barst að af- stöðu Þýzkalands til Frakklands og Bandaríkjanna. Lofsöng hann mjög hin helgu bjind, sem tengdu Vestur-Þýzkaland og Bandarfk- in, en lagði einnig ríka áherziu á vináttu við Frakka. Talið er, að hann muni innan skamms fara í heimsókn til Frakklands. I lok ræðunnar sagði Erhard, að stjóm hans mundi gera allt til þess að þvo burt þá skörnm, sem hvílt hafi á Þjóðverjum eft- ir styrjöldina. Iðnnemar Framhald af 12. síðu. sent IðnfræðsJunefnd og er nú í athugun hjá henni. Helztu kröfur okkar í þeim efnum eru um verknámsskóla. INSl hefur alla tíð barizt gegn arðmás- fyrirkomulaginu í iðnfræðslu og teljum við iðnfræðslulögin löngu úrelt og endurskoðun á þeim ekki aðeins brýnasta hagsmuna- mál iðnnema héldur og aðkall- andi frá þjóðhagrænu sjónar- miði. Eins og segir í bréfi okk- ar til iðnfrasðslunefndar, sagði Guðbjartur Einarss'on að lokum, er höfuðgalli hins fræðilega náms, að það er algjörlega laust úr tengslum við verklega nám- ið. ,,Meistarakerfið“ tryggir iðn- nemum heldur enga verklega fræðsltu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.