Þjóðviljinn - 19.10.1963, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1963, Síða 4
4 8ÍÐA Ctgefandi': Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Tvískinnungur Frumsóknur jT'róðleg var írásögn Guðmundar í. Guðmunds- sonar utanríkisráðherra um fyrri afstöðu Framsóknarflokksins til kröfugerðar um herstöðv- ar í Hvalfirði. Að vísu er Guðmundur vitni sem ’taka ber með varúð, en Framsóknarmenn hafa ekki borið framburð hans til baka, aðeins reynf að drepa honum á dreif með almennum orðum. Guðmundur skýrði frá því að 1. marz 1956 hefði Atlanzhafsbandalagið samþykkt fjárveitingu til stórfelldra hernaðarframkvæmda í Hvalfírði, en það væri föst regla að slíkar fjárveitingar væru aldrei ráðnar nema gengið hefði verið frá sam- þykki allra aðila. Á fundinum sem samþykktina gerði var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, Kristinn Guðmundsson, og gegndi þá meira að segja embætti sem forseti Atlanzhafsbandalags- ins! Er ekki annað vitað en hann hafi greitt a’t- kvæði með fjárveitingunni til stórframkvæmda í Hvalfirði. Í formin um Hvalfjörð eru í samræmi við aðrar ráðagerðir Bandaríkjanna á íslandi um þær mundir. Þá stóðu yfir samningar um herskipa- höfn í Njarðvík, um flugvallargerð á Rangárvöll- um og höfn við Suðurlandsundirlendið. Bandarík- in stefndu auðsjáanlega að því að gera ísland að- albækistöð sína á þessum hluta hnattarins, eina öflugustu herstöð sína utan heimalandsins. En tæpum f jórum vikum eftir að Aflanzha’fsbandalag- ið hafði samþykkt fjárveitinguna til Hvalfjarðar- framkvæmda undir forsæti Kristins Guðmunds- sonar gerast þau tíðindi að Alþingi íslendinga samþykkir að faka skuli hernámssamninginn til endurskoðunar í því skyni að herinn hverfi a’f landi brott. Reynslan hefur sýnt að þeirri sam- þykkt fylgdu lítil heilindi af hálfu Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins, heldur löngun til þess að ná í kjósendur á fölskum forsendum, en Bandaríkin tóku ályktunina alvarlega. Það var snarhætt við áformin um stórauknar framkvæmd- ir á íslandi, en í staðinn einbeittu Bandaríkin sér að því að margfalda herstöðvar sínar á Grænlandi og koma þar upp þeirri aðstöðu sem hafði verið fyrirh'uguð hér. Voru þau umskipti ákaflega mik- ilvæg fyrir íslendinga, þótf ályktunin frá 28. marz 1956 yrði að öðru leyti aðeins pappírsgagn. rpvískinnungur Framsóknarflokksins 1956 hefur einkennt öll afskipti hans af hernámsmálum 'fyrr og síðar. í þeim flokki er þannig ástatt að yf- irgnæfandi meirihluti kjósenda er andvígur her- náminu og tekur þátt í baráttunni gegn því. Pen- íngamenn flokksins hafa sótzt jafn ákaflega eft- ir hernámsgróða og gripið hvert tækifæri sem þeim bauðst til slíkra athafna, löglegt sem ólög- legt. En pólitískir forustumenn flokksins hafa1 ævinlega litið á hernámsmálið sem leik í refskák stjómmálanna; þeir hafa beitt sér gegn hernám- inu þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og þurftu að safna kjörfylgi; en um leið og þeir komust í stjórn hafa þeir verið með hernáminu og greitt hermöngurum sínum leið að jötunni. — m. ÞJÓÐVIUINN Guðmundur Gíslason Innan við KRON-búðarborðið — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). GUÐMUNDUR GÍSLASON sjötugur Það tók mörg ár, jafnvel ára- tugi að fá verkalýðsfélög við- urkennd sem aðila til að semja við atvinnurekemdur um kaup og kjör verkafólks. — Það tók ótrúlega langan tíma að vekja skilning fjölda verkafóiks á nauðsyn eigin stéttarsamtaka. Þeir, sern á undan gengu, í verkalýðsbaráttunni áttu eigi aðeins yfir höfði sér fjandskap atvinnurekandanna, heldur einnig óvild fjölda stéttarsyst- kina, sem leit á „vinnuveitand- ann“ eins og bjargvætt sinn og trúði.kenningum hans umskað- semi verkaíýðssamtaka og á- virðingar þeirra, er fluttu boð- skap samtakanna. Baráttuaðferðir auðstéttar- manna gátu því verið í þanr tíð öHu hreinni og krókamimni heldur en í dag, á tíma hinna margslungnu stjómmálalegu bellibragða: Þeir beinlínis skáru upp herör meðal stétt- válltra verkamanna og milli- stéttarmanna gegn þeim verka- mönnum, sem vildu mynda stéttarsamtök, hindruðu með valdi vinnustöðvanir og vemd- uðu verkfallsbrot. — Að sjálf- sögðu nutu hinir stéttvilltu for- gangsréttar til vinnu og þess, sem vannst fyrir baráttu hinna, sem urðu að gjalda baráttu sinnar með útskúfún frá vinnu þ. e. bláköldum skoxti. — Það gefur því auga leið að þeir, sem ruddu brautina, þurftu að hafa sitt af hverju til brunns að bera, svo sem fullkomið geig- leysi andspænis voldugum at- vinnurekenda, samfara sérstöku umburðarlyndi gagnvart per- sónulegum mótgerðum sein- þroska stéttarbræðra, þolgæði- sem trúin á góðan málstað og vaxandi þroska manna, ein fær skapað. Þessir ármenn ' verka- lýðssamtakanna þurftu ekki einungis að vera gæddir óbifan. legri sannfæringu, heldur og siðferðisþreki, sem hvorki gull né grjót fær bugað. Þetta og þessu líkt leitar á huga minn í dag á sjötugsaf- mæli félaga mfns og fomvinar Guðmundar Gíslasonar deildar- stjóra í KRON. Sem frábær baráttumaður hlaut Guðmundur eldvígslu sína þegar verkalýðssamtök Vest- mannaeyja voru í mótun. Og um svipað leyti varð hann snortinn áhrifum af hinum snjalla brautryðjanda, Ólafi Friðrikssyni, svo sem raun varð á um fleiri unga menn, og gerðist róttækur sósíafliisti. — Snemma var þó athygli hans vakin á því er okkar gamli Al- býðuflokkur tók að beygja tii hægri. Var það bví engin til- viljun að hann varð fiinn aí stofnenðnm K'n— —,',„'-+-'■1-1-1 - fslands En þar gegndi hann jafnan margvíslegu forystu- starfi. Síðar varð hann einn meðal stofnenda Sameiningar- flokks alþýðu, Sósíalistaflokks- ins, þegar kommúnistar og vinstri Alþýðuflokksmenn gengu til flokkslegrar samein- ingar haustið 1938. Hér gefst ekki rúm til að rekja margþætta sögu Guð- mundar í verkalýðssamtökum Eyjanna. Þess má þó geta, að hann var um árabil formaður Verkamannafélagsins Drifanda og í stjórn þess lengur en flest- ir aðrir. — Og ef ég renni huganum yfir hið viðburða- ríka tímabil i sögu verkalýðs- samtaka Eyjanna frá 1930 — 1940, verða fá nöfn mér hug- og sKaici gout. Anuga- samur um flest málefni síns byggðarlags, fylgist með áhuga- málum samborgara sinna og lætur þvi fátt mannlegt sér óviðkomandi. — Þetta er Sig- urdór Sigurðsson hafnarvörður á Akranesi. Þannig er mynd hans geymd frá því fyrst, að fundum okkar bar saman á Akranesi haustið 1937. Því kemur þessi mynd mér í hug að Sigurdór var sérstak- ur persónuleiki og gleymist ekki þótt margt annað fyrnist Síðar kynntist ég Sigurdóri betur og mér til ánægju. Vann með honum að félagsmálum meðan við vorum báðir bú- settir á Akranesi. Sigurdór Sigurðsson hafði mótazt af beim hugsjónaeldi og þeirri vakningu sem fór um landið eins og eld- ur í sinu uppúr aldamótunum Hann tók þátt í þeirri félags málastarfsemi sem þá miðaði til fegurra og betra lífs, en hann var sjálfur alinn upp við óblíð kiör verkalýðsæsku þeirra tíma. Hann lét sig snemma varða 'úagsmái og tók jafnan þátt kíörum heirra sem harðasf urðu úti í lífsbaráttunni, var stæðari heldur en nafn hans. Þó er enn ógetiö þess þátt- ar verkalýðsbaráttunnar, sevn Guðmundur hefur mest og lengst helgað líf sitt og starf. En sá þáttur er samvinnusam- tökin. I ársbyrjun 1931 var Guð- mundur í hópi þeirra fáu verk- amanna, sem undir forystu ís- leifs Högnasonar beittu sér fyr- ir stofnun Kaupfél. verka- manna í Vestmannaeyjum. Þar með hófsit langt og gifturíkt starf hans í neytendasamtök- um alþýðunnar. Hann gerðist þegar í byrjun starfsmaður þessa kaupfélags og náinn sam- starfsmaður ísleifs í stjóm þess. —■ Starfi þessu gegndi hann í samfleytt 15 ár eða þangað til hann flutti til Reykjavíkur 1946 og réðist til KRON, sem þá naut enn forystu félaga að segja, að hann hafi verið að öllu leyti hamingjunnar barn. Heilsuleysi herjaði heimili hans. meir en almennt gerist, en hann tók þeim erfiðleikum með sér- stakri karílmennsku. Fyrri konu sína, Indíönu Skarphéðinsdóttur, missti hann árið 1933, frá þrem dætrum, sem nú eru allar búsattar á Akranesi. Þær eru Ólafía, Hall- dóra og Elínborg. En síðari konu sína, Guðrúnu Tómasdótt- ur, missti hann 1951 frá tveim bömum, Sigurdóri og Ragnhildi. sem nú eiga heima í Reykja- vfk. Sigurdór var fæddur 11. nóv. 1895 á Klöpp á Akranesi. Ungur byrjaði hann a* stunda sjóinn eins og fleiri Ak- urnesingar; fór svo í land, eins og það er kallað, og gerð- ist löggæzlumaður, þar til hon- um var veitt hafnarvarðarstað- an við Akraneshöfn. Arið 1941 gerðist hann bóndi á Bárustöðum í Borg- arfirði, en varð þó að bregða búi eftir fimm ár vegna heilsu- leysis á heimilinu og fluttist bá til Akraness. Fór hann ,þá aftur að gefa sig að félags- og stjórnmá'lun*. Laugardagur 19. október 1963 hans cg vinar ísleifs Högna- sonar. Það er ekki á mínu færi að leggja mat á nærri 34 ára samfellt starf Guðmundar í neytendasatökunum. En svo mikið veit ég, að þótt hann hafi verið kominn af léttasta aldursskeiði þegar hann réð- ist til KRON, að fáir munu hafa unnið þar farsælla starf en hann — að öllum öðrum ó- löstuðum — og margur lang- skólagengÍTin gæti margt þarf- legt af honum lært i þessu starfi. Eitt sinn við sérstakt tæki- færi heyrði ég Guðmund segja eitthvað á þessa leið: Hjá neyt- endafélagi eða öðru fyrirtæki alþýðunnar getur sósíalisti og samvinnumaður ekki gert siig ánægðan með að skila forsvar- anlegu starfi sem réttur og sléttur launþegi þess; þar ber honum að líta á sjálfan sig sem sérstakann áhugamann, í starfi fyrir sjálfan sig ekki síð- ur en fyrirtækið og viðskipta- mennina, — annars er ekki að vænta tilætlaðs árangurs. Þetta er vissulega vél og vituriega mælt. En hitt skiptir þó meira máli, að þennan hug sinn hefur Guðmundur sýnt í verki innan samvinnuhreyfing- arinnar í nærri hálfan fjórða áratug og verið það öðrum td fyrirmyndar. Ekíki verður svo skilið við þessar fátæklegu afmælishug- leiðingar um Guðmund vin minn, að konu hans, Mörtu Þorleifsdóttur, sé ekki getið. Það hefur löngum þótt hátt- vísi og riddaraskapur við há- tíðleg tækifæri að kalla hús- freyjuna betri helming hjóna- bandsins, og sízt sæti á mér gömlum vini hennar og aðdá- anda, að reyna að hafa þetta af henni. Þó læt ég nægja þá viðurkenningu henni til handa. að án hennar eða hennar líka mundi saga hugsjónamannsins og starfshetjunnar, Guðmundar Gíslasonar, hafa orðið önnur og minni. — Fyrir því þakka ég henni hér með fyrir Guð- mund og þeim báðum. hvoru fyrír annað, með innilegustu ámaðarósikum í tilefni af sjö- hann átt margs að minnast, því þar hafði hann búið flest sín manndómsár, eytt orku sinni við margvísleg störf, því aldrei sást Sigurdór óvinnandi. Sem netagerðarmaður að iðn, tók hann aftur til við fag sitt, þeg- ar hann fluttist úr sveitinni. Þótt Sigurdór væri talinn mikill starfsmaður, áð hverju sem hann gekk og lægi ekki á liði sínu, þá átti hann að venj- ulegu mvinnudegi loknum af- gangs orku til félagsmálastarfa á ýmsum sviðum; þar kom hafði meðal annars mikið yndi af leiklist og munu margir minnast hans á leiksviðinu; mun hann hafa verið Leikfá- lagi Akraness góður kraftur meðan hann var og hét. Það hafa hér orðið þáttaskil, stóru dagsverki hefur verið skil- að. Ég fullyrði, að allir sem kynntust honum sakna nú góðs drengs. Farðu vel félagi. Við hjónin þökkum þér samstundimar á samleið okikar. Halldór Þorsteinsson ☆ ☆ ☆ Fáir Akurnesingar frá bernsku- árum mínum standa mér jafn lifandi fyrir hugskotssjónum Framihald á 5. siðu. tugsafmælinu. Jón Rafnsson. KVEÐJUORÐ Sigurdór Sigurðsson fæddur 1 1. nóv. 1895 — dáinn 7. okt. 1963 Maður íremur hár vexti, kvikur og frjáls í öiflum hreyf- ingum og fasi, ber höfuðið hátt og ávarpar glaðlega vegfarend- ur, sem hann þekkir og tekur þá tali. Umræðuefni skortir ekki, því maðurinn er greindur vel, fjöl- málafylgjumaður og stóð jafn- an fremstur manna í barátt- unni fyrir bættum kjörum verkamanna á Akranesi meðan hann dvaldist þar um árabil. Sigurdór var með mestu þrek- mönnum og hefði frekar brotn- að en bognað enda kom það sér oft vel, því ekki er hægt var bæjarfulltrúi sósíalista og frambjóðandi til Alþingiskosn- inga en á þessu tímabili, jókst fylgi sósíalista hvað mest í kjördæminu og gætti þar vin- sælda hans. Eftir að hann missti síðari konu sína, Guðrúnu Tómas- dóttur, fluttist hann búferlum alfarinn til Reykjavíkur og bió þar til dauðadags. Sigurdór heimsótti oft Akra- nes eftir að hann fluttist það- an, þar kom til ræktarsemi hans við menn og miálefni. Dætur hans þrjár eru þar myndar húsfreyjur, og margt gamaflla lcunningja frá baráttu- árum hans þar. Þaðan hefur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.