Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. október 1963 ÞJÖÐVIUINN SfÐA Reykjavíkurmótið í handknattleik IR, Fram og Valur sigruðu fyrsta leikkvöld mótsins Reykjavíkurmótið í handknattleik hófst s.l. laugardagskvöld með 3 leikjum í meistaraflokki karla og tveim leikjum yngri flokkanna. Leikur meistaraliðanna einkenndist nokkuð af æfinga* skorti, sem ekki er óalgengt í meistaraflokki. Andrés Bergmann setti mót- ið með ræðu, fyrir liönd ÍBR. Kom Bergmann víða við í ræðu sinni. Ræddi hann um það að oft væri talað um vandamál æskunnar, og í því sambandi minntist hann á í- þróttahúsið sem væri í smíð- um, það væri eitt af atriðun- um til að leysa vandamál æsk- unnar að byggja íþróttahús sem æskan gæti sótt til æfinga og leikja. I lok ræðu sinnar skoraði hann á forustumenn hand- knattleiksfélaganna að sjá svo um, að ekki sé teflt fram leik- mönnum til keppni sem vafi leikur á að hafi keppnisrétt, — það sparar tíma og störf og firrir leiðindum. Þetta var orð í tíma talað, því kærur virðast vera stöðugt að færast í vöxt innan íþróltahreyfing- ingarinnar, hvernig sem á því stendur, en þær eru sjaldnast til að auka ánægjuna, og því bezt fyrir alla að vinna sam- an að því að koma í veg fyrir þær. r jr IR—Armann 6:1 Fyrsti leikur mótsins í meistaraflokki var milli IR og Ármanns, og verður ekki sagt að vel hafi verið byrjað, því leikurinn í heild var fremur þunglamalegur og laus við þann léttleik sem verður að vera með, a.m.k. svona ann- að slagið. Bæði liðin báru með sér byrjunareinkennin, eða ekki næga æfingu og enn tölu- verða ónákvæmni í sendingum og skotum. Hvað Ármenninga snertir má segja að svolítil ó- heppni hefði elt þá þannig að þeir skyldu ekki fá skorað nema eitt mark, en áttu 9 stangarskot! ÍR-ingar höfðu undirlökin í leiknum og var vöm þeirra þéttari en Ármanns og mark- maður þeirra, Jón Jónsson, varði nú betur en hann hefur nokkru sinni gert áður, en hann hefur leikið með ÍR af og til á undanförnum árum. Annars var lið IR skipað nærri sömu mönnum og í fyrra, þó var Matthías ekki með, og satt að segja er ekki gott að átta sig á styrk liðs- ins eftir þessum leik. Gunn- laugur var driffjöðrin sem fyrr, og þótt liðið ætti góða einstaklinga eins og Her- mann, Gylfa og Þórð, var leik- ur þeirra aldrei sannfærandi og skemtilegur. Ármenningar náðu sér aldrei verulega upp. Þótt leik- ur þeirra væri nokkuð léttur á köflum, tókst þeim illa fyr- ir framan markið, því eins og' fyrr segir lentu skotin annað hvort í stöngum eða þá að markmaður ÍR varði, stundum mjög vel. Þeirra lið er einnig skipað sömu mönnum og í fyrra. Þetta lið á vafalaust eftir að sýna betri ieik síðar á þessu keppnistímabili, þeir eru greinilega ekki komnir í æf- ingu. Lúðvík, Ámi, Hörður og Þorsteinn í markinu sluppu skárst frá leiknum. Óvenjufá mörk voru skoruð eða 6:1 þar sem IR sigraði, og þetta eina mark skoraði Ár- mann á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, en sá hálfleikur endaði 4:1. Mörk tR skoruðu Gylfi 2, Hermann og Gunn- laugur 1 hvor, en fyrir Ár- mann skoraði Ámi. Dómari var Sveinn Krist- jánsson. ACITROENA Brautryðjendur i bifreiðaframleiðslu 10 áre eru nú liðtn síðan DS/JD 19 CITROEN bifreið- in fyrst kom á markaðinn i sinni núverandi mynd með eftirtöldum nýjungum; ■ Framhjóladrif ■ Diskabremsur Sjálfstilltar, sem styrkjast við aukningu hleðslunnar. ■ Loftpúðaf jöðrun Stillanleg hæð eftir ástandi veganna — ÖRYGGISSTÝRI auk margra annarra þæg- inda. CITROEN ID 19 árgerð 1964 væntanlegir í næsta mánuði. CITROEN ID 19 BREAK fullkomnasta „station“-bifreið framleidd í Evrópu, fyrirliggjandi. Sólfell hf. Aðalstræti 8. — Sími 14606. Fram — Víkingur 12:7 Eftir leik Víkings og Fram var beðið með nokkurri eftir- væntingu og búizt við jöfnum leik, þar sem íslendsmeistar- amir mættu gæta sín. Það fór þó á annan veg. Víkingar voru slappari og óákveðnari er gert var ráð fyrir, og í öll- um fyrri hálfleik náðu þeir litlum tökum á leiknum. Þá skoruðu Framarar 5 mörk (Ágúst og Ingólfur 2 og Jón Friðsteins. 1 ) en Pétri tókst að skora einu sinni fyrir Vík- ing. I síðari hálfleik varð leik- urinn nokkuð jafnari. Ungur efnilegur Víkingur Gunnar Gunnarsson skorar laglega rétt eftir ieikhlé, en Lngólfur svarar með því að skora þrjú í röð fyrir Fram, 8:2 en Rós- mundur og Pétur skora tvö í viðbót. Kai'l bætir við fyrir Fram með ágætu skoti af línu. En Víkingar eru ekki af baíki dottnir og bæta þeir Sigurður Hauks og Þórarinn við sínu markinu hvor. Sigurður Einarsson skorar nú tvö mörk í röð, og þar með fóru allir möguleika,r Víkings að ógna Fram að þessu sinni. Rósmundur bætir þó einu við en Ingólfur rekur rembihnút- inn á með vítakasti, og lauk leiknum með 12:7 fyrir Fram. Þessi leikur var á köflum laglega leikinn og settu liðin upp hraða, sem þau naumast réðu við, þar sem æfingin var ekki í fyllsta iagi. Fram verður nokkra stund að jafna sig eftir missi Guð- jóns, sem enn getur ekki leik- ið með vegna meiðsla í knatt- spymu í sumar, en liðið á marga unga efnilega menn, sem fljótlega munu falla inn í þetta annars ágæta lið. Víkingar voru lengi að átta sig á hlutunum, en vafalaust munu þeir bíta frá sér á keppnistímabilinu, og brá fyr- ir hjá þeim sérstaklega í síð- ari hálfleik góðum leik. Þeir hafa sama lið og í fyrra, og er Pétur Bjarnason stjórnandinn, og hinn traustasti bakhjarl. Rósmundur var góður og þeir Ólafur Friðriksson og Sigurð- ur Hauksson eru stöðugt vax- andi menn. Gunnar Gunnars- son, ungur maður, lofar einnig mjög góðu. Brynjar í markinu slapp nokkuð vel. 1 liði Fram voru það þeir^ Ingólfur, Ágúst, Kari og Hil- mar sem báru hitann og þung- ann. 1 heild fél liðið allvel saman þótt það sé langt frá sínu bezta miðað við s.l. vetur. Dómari var Magnús Péturs- son, og dæmdi yfirleitt ákveð- ið og vel. Valur - Þróttur 17:8 Leikur Vals og Þróttar byrjaði heldur skemmtilega, þannig að liðin skiptust á um að skora, og gekk svo til allan fyrir hálfleik — 1:1, 2:2, 3:3, 4:4 og 5:5 og hálfleiknum lauk með 6:5 fyrir Val. 1 síð- ari hálfleik gáfu Þróttarar eft- ir, og tóku Valsmenn þá frum- kvæðið og um miðjan hálfleik stóðu leikar 11:6 fyrir Val en leiknum lauk með 17:8. Lið Vals er skipað ungum Ililmar Úlafsson (Fram) skorar. mönnum, sem virðast falla vel saman, og sýndu oft léttan og ieikandi leik. Ef þessir menn halda saman, ætti Valur að geta fengið þar gott framtíð- arlið, og verður gaman að fylgjast með því á komandi keppnistímabili. Þó verður ekki slegið neinu föstu um kraft þess og getu á móti hörðum liðum, til þess var mótstaða Þróttar í síðari hálfleik of veik. Það virðist lengi ætla að brenna við hjá Þrótti, að gefa eftir í síðari hálfleik eins og úthaldið sé þá búið eða þá að þeir taki þetta ekki alvarlega í tvo hálfleiki í röð. Margir piltanna búa yfir töluverðri leikni og krafti, það sannaði fyrri hálfleikur, og því furðu- legt að þeir skuli falla svona saman eins og raun varð á í þessum fyrsta leik á þessum vetri. Hefðu þeir ekki haft Guðmund Gústafsson í mark- inu hefði þó farið mun ver, þvi Guðmundur varði oft með miklum ágættun. 1 Þróttarlið- inu sluppu skást Þórður Ás- geirsson, Haukur og Birgir. Valsliðið var mjög jafnt og erfitt að gera upp á miili þeiira. Jón Dagsson, Jón Carlsson, gerðu margt vel og eins hinn ungi Gunnsteinn Skúlason. Bergur Guðnason sem mun aldursforsetinn féll betur inn í þetta lið en nokk- urt annað og átti góðan leik. Þeir sem skoruðu mörkin fyrir Val voru Bergur 5, Gunnsteinn 3, Gylfi, Jón Carlsson, Jón Dagsson 3 hver og Stefán Sandholt og Krist- mundur Óskars, 1 hvor. Fyrir Þrótt skoruðu: Þórður 4, Jens 2 og Haukur og Grétar 1 hvor. Dómari var Sveinn Krist- jánsson, og dæmdi yfirleitt vel. Frímann. Fyrstu leikirnir í yngri fiokkum Fyrstu leikirnir á nýbyrjuðu Reykjavíkurmóti voru Ieiknir af yngri flokkunum. Það voru Fram og Valur sem mættust f 2. fl. kvenna, og Víkingur og KR í 3. flokki karla. Fram—Valur 5:5 í 2. flokki kvenna. Valur og Fram léku fyrsta leikinn í Reykjavíkurmótinu i handknattleik og fóru leikar þannig að jafntefli varð 5:5 eftir að Fram hafði 4:1 í hálf- leik. Liðin voru nokkuð svipuð, nema hvað markmaður Vats var taugaóstyrkur í fyrri hálf- leik, og gaf það Fram „ódýri8 mörk. en í síðari hálfleik jafn- aðist þetta og munaði þar mestu um hin föstu skot Sig- rúnar í. Valsliðinu, en hún er gott efni. 3. flokkur karla: Víkingur— KR 10:5. Til að byrja með var leikur- inn nokkuð jafn og endaði fyrri hálfleikur 6:4 fyrir Vík- ing. Víkingar höfðu þó enn betri tök á síðari hálfleik, og náðu oft laglegum leik. Kunna þeir ýmislegt fyrir sér. Frimann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.