Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.10.1963, Blaðsíða 12
KLOFNINGSTILRAUNIN Á ÞINGIIÐNNEMA MISTÓKST Páll Magnúss. kosinn form. /NSÍ 21. þingi Iðnnema- sambands tslands lauk á sunnudagskvöld. Páll Magnússon var kjörinn íormaður. Vísir segir frá því í gær að mmnihluti „kommúnista" hafi náð meirihluta á þinginu o.g að „lýðræðissinnar", sem þó stjóm- uðu þinginu að frásögn blaðs- ins, hafi að lokum gengið út til að mótmæla bolabrögðum kommúnista. Ber frétt Vísis það með sér að höfundur hennar muni ekiki þekkja ýkja mikið til annarrar iðju en fréttaþjónustu af þessu tagi; er það líka mála sanast, að ekkert blað utan Þjóðviljinn sendi fréttaritara á þingið. I>ví verður ekki að óreyndu trúað, að fulltrúar iðnnema í Vestmannaeyjum séu heimildar- menn heildsalablaðsins að þess- um skrifum þó að um aðra virðist ekki geta verið að ræða að svo komnu máli. Verður nú reynt að gera grein fyrir því sem fram fór á þinginu. Kosning þingforseta Um þessar mundir virðist eitt höfuðbaráttumál iðnnema, kraf- an um gagngerar breytingar á iðnfræðslulögunum, hafa feng- ið einhvem hljómgrunn hjá lög- gjafarvaldinu. Bar þingið það Afmælissöfnun Þjóðviljans: Fiórír dagar eftir Þá eru allar deildir komnar á blað. 14. deildin lagði sjóöi á borðið og er nú komin í þriðja sætið og ógnar bæði 1. og 8B deild. Fer nú að verða handa- gangur í öskjunni, enda orðinn hver síðastur. Akureyri og Hafnarfjörður bættust á blað í gær, þannig að nú eru komin 10 félög á blað. Við birtum nú aðeins sam- keppni deildanna í Reykjavík. Opið er í dag frá kl. 10—12 og 1—6 á Þórsgötu 1 og Tjnmar- götu 20. Röð deiidanna: 1. 1. deild 86% 2. 8b — 79% 3. 14 — «9% 4. 15 — 58% 5. 8a — 49% 6. 4a — 30% 7. lOb — 26% 8. 5 — 23% 9. 7 — 23% 10. 2 — 18% 11. 6 — 18% 12. 9 — 16% 13. 3 — 13% 14.1 Oa — 10% 15.16 - 9% 16.4b — 8% 17.11 — 8% 18. 13 — 7% 19. 12 — 4% Hvaða deild verður fyrst í 100%? Hannibal Valdiimarsson, forseti Alþýðusambands Islands, ávatpar 21. þing INSl.—Ljósm.Þjóðv. A.K. 4-------------------------------------------------------------- Glæsilegt átak í sjúkrahúsmálum frá upphafi með sér, að flest- allir fulltrúa gerðu sér grein fyrir því, að sjaldan hefði iðn- nemum verið meiri nauðsyn að standa saman en nú, þegar bar- áttan fyrir afnámi arðránslag- anna er komin á lokastig. Sýndu fulltrúar það umburð- arlyndi og einhug í upphafi, að kjósa yfirlýstan hægrimann sem þingforseta: Jón Stefánsson frá Vestmannaeyjum. Auk þess samþykkti þingið umdeild kjör- bréf fulltrúa frá Iðnnemafélagi Hafnarfjarðar, en þessi kjör- bréf og gögn er þeim skyldu fylgja bárust klukkustundu fyr- ir setningu þings. „Lýðræðissinni" sem forseti Ekki reyndist Jón Stefánsson verður þess trausts, er þingið. Framhald á 2. síðu. Akranesi 21/10. — Síðastliðinn Iaugardag samkykkti bæjarstjóm- in að taka tilboði frá Dráttar- braut Akraness í viðbótarbygg- ingu við Sjúkrabús Akraness, en verkið var boðið út í sumar. Til- boð Dráttarbrautarinnar hljóðaði upp á 6 milljónir og 210 þús. krónur. Fyrir utan tilboð Drátt- arbrautarinnar komu tilboð frá Guðmundi Magnússyni, Jóni Guðmundssyni og Pétri Elíssyni, sem allir em þekktir bygginga- meistarar hér á Akranesi. Viðbótarbyggingin er 1200 m. að flatarmá'li og eru tvær sam- tengdar að mestu á þrem hæðum og er tiiboðið miðað við steypu- bygginguna fokhelda með raf- magnsrörum í veggjum og lofti. Ásamt húsa og lóðakaupum, sem verða að fara fram í sambandi við bygginguna er kostnaður á- Framhald á 2. síðu. Margir litu á skjaldbökuna Mikill fjöldi manna kom að Fiskifélagshúsinu um helg- ina til þess að skoða hina vííffrægu sæskjlalábcjku, en einkum þótti börnum þetta furðulegt kvikindi. — Ég hélt fyrst að ég hefði fundið rommkút, tjáði Einar Hansen, frá Hólmavík, blessuðum börnunum, þegar hann sýndi þeim Böggu sína. Á efri myndinni sést Einar Hansen uppfræða börnin, en neðri myndin er af ungum náttúru- skoðara, sem athugar með gaumgæfni tennumar í sæ- skjaldbökunni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Þriðjudagur 22. október 1963 — 28. árgangur — 228. töublað. Slasaðist mikið SELFOSSI 21/10. — Rétt fyrir kl. sex á laugardagskvöld varð tólf ára gömul stúlka fyrir Volkswagen bifreið á þjóðvegin- um og slasaðist mikið. Þetta skeði á þjóðveginum vestan við ÞSngborg á móts við Lamba- staði. Stúlkan var í skyndi flutt iil Reykjavíkur á sjúkrabús og kom þá í Ijós, að hún hafði fót- brotnað, handleggsbrotnað og axlarbrotnað. Stúlkan heitir Anna María Karlsdóttir og er dóttir bóndans á Lambastöðum. Stúlkan var að reka fimmtán hross með föður sínum og þriðja manni eftir veginum og var ætl- unin að koma hrossunum fyxir f girðingu þarna rétt hjá sunnan vegarins. Faðir hennar var að opna hlið á girðingunni og stúlkan gekk eftir veginum, þegar Volkswag- enbifreið merkt X bar að aust- an vegin og ók á stúlkuna með þessum afleiðingum. Málið er f rannókn hjá lögreglunni á Sel- fossi. — G. V. Skólastjóraskipti við heimavistar barnaskóla EIÐUM 21/10. — Hér starfar í vetur heimavistarbamaskóli fyrir böm úr tveimur nærliggj- andi sveitum. Hann tók til starfa 6. október og er skólastjóri Bjöm Magnússon áður kennari við AI- þýðuskólann á Eiðum. Undanfar- in ár hefur Þórólfur Friðgeirs- son gegnt því stari, en hann er nú skólastjóri á Fáskrúðsfirði í vetur. . : iiij..- L Á. H. Fréttaritarinn í lífshættu HALLORMSTAÐ 21/10. — Ein- hver lifandis ósköp hefur rignt hér um helgina á Austurlandi og er vonandi ekki byrjun á Nóaflóði. Þetta upphófst á föstudag og rigndi þá 40 millimetra þann daginn. A laugardag og sunnu- dag óx svo regnið og varð 50 millimetrar hvom daginn og ennþá rignir hann mikið. Senni- lega er þó meiri úrkoma niðrl á fjörðunum. Þrumuveður var hér á laugardagskvöld og sáust þrjú leáftur á Héraði. Er það fágætt á Austurlandi. Undirrit- aður var á heimleið um sjö Ieyt- ið á laugardagskvöldið frá Egils- stöðum og var kominn um tíu kílómetra frá þorpinu, þegar skæru leiftri sló niður á veginn rétt fyrir framan bílinn. 1 ágústmánuði og septembcr- mánuði rigndi líítið hér á Aust- urlandi og er þetta mikla regn gott fyrir jörðina. Snjó hefur tekið úr fjöllum og er Jökul- dalsheiði fær stórum bílum. Fóru stórir bílar yfir heiðina í gær og dag samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni. — sibl. Borað að Suður-Reykjum MOSFELLSSVEIT 21/10.—Stóri borinn frá Hitaveitu Reykjavík- ur er nú að bora þessa dagana eftir heitu vatni skammt frá stórbúinu að Suður Reykjum. Borinn er kominn á annað þús- und metra niður og ekki bólar á neinu vatni ennþá. Óvíst er talið um árangur á þessum stað. — R. J. Skipuleggur æskustöðvarnar S AUÐÁRKRÓKI 21/10. — Hing- að er væntanlegur á næstunni Stefán Jónsso arkitekt á gamlar æskuslóðir til þess að hyggja að skipulagi bæjarins í framtíðinni. Stefán er gamall Sauðkrækling- ur og lék sér hér sem strák- hnokki áður en hann hlcypti heimadraganum. Stefán er son- ur Jóns Bjömssonar, fyrrverandi skólastjóra hér um áratugi og er honum þetta verkefni hug- stætt að líkum. Jón faðir hans er einn af hinum þekktu Vcðra- mótabræömm. Bæjarstæðið er í skeifulaga hvilft við botn fjarðarins og horfir mót austri við sjónum. Það takmarkast að ofan af svo- kölluðum Sauðárbrekkum og er byggðin á fiatlendisræmu fyrir neðan brekkurnar og þannigtal- að um Norðurkrók og Suður- krók. Brekkurnar vom áður kallaðar nafir og undirlendið ey- lendið. Hið gamla aristókratí eins og cmbættismenn og meiriháttar bústólpar bjó á Norðurkróknum, en nýbyggðin með aðfluttu fólki er á Suðurkróknum og þokast byggðin til Suðurs. Æviinlega þótti Norðurkrókurinn hærra scttur hjá guði. Nú hefur það heyrzt að Stef- án vilji láta byggja f brekkun- um, en þar hefur lítið sem ekk- ert verið byggt. Verða þar falieg húsastæði með trjágörðum. tJtsýni lil hins víða fjallahrings kringum fjörð- inn að ógieymdri Drangey, Málm- ey og Þórðarhöfða sem söguleg- um perlum. Þá vill Stefán Iáta byggja nýtt torg á Suðurkróknum hjá svo- kölluðu sýsiuhcsthúsi sem mót- vægi við gamla torgið fyrir neð- an Kirkjuklauf, en þar er til- dæmis fyrirhuguð bankabyggiing og hóteibygging. Þá vill hann létta á umferðarþunganum á Skagfirðingabraut og Aðalbraut og leggja veg niður við sjóinn gegnum kaupstaðinn og yrði þar aðalþungavöruflutningar í fram- tíðinni. Getur það þó valdið erf- áðleikum, þar sem stór stein- bygging er í veginum eins og vörugeymsluhús K. S. Verksmiðjuhverfi vill hann láta byggja nyrst á Norður- króknum. Lofgjörð á viðreisnartímum MOSFELLfíSVEIT 21/10.— Ný kirkja er í smíðum að Mosfelli og verður sennilega forkunnar- fögur smíði. Þannig verður á henni hvolfþak gert úr kopar og styrnir af því eins og gulli í kvöldsólinni. Fyrir andlát sitt gaf Stefán hreppsstjóri Þorvalds- son allar eigur sínar til þessa málefnis. . — R J„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.