Þjóðviljinn - 25.10.1963, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 25.10.1963, Qupperneq 12
 Landhelgis- brjóturínn hlaut 260 þús. kr. sekt 1 gærmorgun var kveðinn upp á Isafirði dómur í máli Olesons skipstjóra á brezka togaranum Lifeguard frá Grímsby sem tek- inn var að ólöglegum veiðum í íslenzkri landhelgi fyrir fá- um dögum eftir langan og strang- an eitingarleik. Dómurinn féll á þá lund að skipstjórinn var dæmdur í 260 þús. kr. sekt og til að greiða sakarkostnað. Ennfremur voru afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjóri áfrýjaði dómnum þeg- ar til Hæstaréttar. Enn ekki búið að ná togar- anum út 1 gærkvöld hafði enn ekki tekizt að ná út brezka togaran- um Northem Spray sem strand- aði undir Grænuhlíð í fyrra- kvöld. Varðskipið Óðinn bjarg- aði 12 mönnum af áhöfninni en 8 höfðu komizt um borð í ann- an brezkan togara, James Barr- ie. Hélt Óðinn sig á strandstaðn- um í gær til þess að reyna að ná togaranum út. Þessi sami togari strandaði fyrir nokkrum árum í svo- nefndri Prestabugt rétt við ísa- fjarðarkaupstað og var áhöfn- inni þá bjargað í land í björg- unarstól. Nýir bílar hrannast upp í Fossvogi. Eina leiðin út úr ógöngum .■viðreisnarinnor": Áætlunarbúskapur í stað stjórnleysisástandsins! Eitt af hinum nýju stórhýsum bifreiðaumboðanna. íslandi verður ekki stjórnað, svo að vel fari og frelsi lands- búa og velferð sé tryggð, nema hugsað sé um land vort sem eitt þ jóðarbú, þannig að þjóðin skipu- leggi aðalsölu útflutningsafurð- anna, stjórni innkaupum þjóðar- búsins í samræmi við nauðsyn útflutningsins og hagsmuni þjóð- arheildarinnar, ráði í aðaiatrið- um stefnu fjárfestingarinnar til þess að tryggja undirstöðu fram- Ieiðslunnar og hraða og rétta þróun hennar. Innan slílcs heild- arskipulags verður svo að tryggja og hagnýta I þjóðarþágu jafnt framtak einstaklings, félags sem annarra heilda. Það stjómleysisástand, sem ríkt hefur undanfarin ár undir nafninu verzlunarfrelsi, hefur Dagskrá aímælis - hátíðahaldanna Á afmælishátíð Sósíalistaflokksins sem hefst kl. 9 á Hótel Borg verður þessi dag- skrá: 1. Kjartan Ólafsson framkvæmdastjóri flokksins setur hátíðina og stjórnar henni. 2. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flyt- ur ræðu. 3. Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari syngur einsöng. 4. Eining er afl samfelld dagskrá úr 25 ára sögu Sósíalistaflokksins, lesarar: Briet Héðinsdóttir, Einar Laxness, Óskar Hall- dórsson og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. 5. Dans. Aðgöngumiðar verða til sölu í skrifstofu flokksins í Tjarnargötu 20 á morgun, laug- ardag. Undirbúningsnefndin. einkennzt af því að beygja allan þjóðarbúskapinn, allt efna- hags'lífið undir sérhagsmuni verzlunarauðvaldsins. Innflutn- ingiur bílaþúsundanna 1963 og bygging bílaumboðshallanna við Suðurlandsbraut í Reykjavík, á- samt sölu nýjustu togaranna úr landi, mun verða minnisvarði efnahagsstefnu verzlunarauð- valdsins og forsjár þess fyrir þjóðinni. Það hefur verið ógæfa Islands, hve sterkt einmitt þetta auðvald hefur verið hér og hvemig það hvað eftir annað hefur komið efnahagslífi ísi. í öngþveiti með yfirdrottnun sinni. Þetta eru shittir kaflar úr greinargerð sem Einar Oigeirs- son lætur fylgja frumvarpi sinu um áætlunarráð rikisins. Verður þessa merka máls getið hér í blaðinu nónar einhvem næstu daga, ásamt fleiri nýjum þingmál- um, m.a. frumvarpi Einars til laga um breytingar á áburðarverk- smiðjuiögunum og þingsályiktun- artillögu Gils Guðmundssonar og Bjöms Jónssonar um skipun rannsóknamefndar til rannsókn- ar á verðbréfa- og víxlakaupum banka og annarra lánastofnana, sem verðbréf kaupa. Föstudagur 25. október 1963 — 28. árgangur — 231. tölublað. Afmælissöfnunin Framlengd til mánaðamótanna Það var ágætur sprettur í gær I afmælissöfnuninni. 1. deild fór yfir 100% og 6 deildir eru um og yfir 50%. Vegna eindreginna áskorana frá deildarstjórnum og til þess að snarbretnsa ekki höfurn við ákveðið að fram- lengja söfnunina um viku eða til mánaðamóta. Gefst því enn tælkifæri til að leggja fram af- mælisgjafir til Sósíalistaflokks- ins í tilefni 25 ára afmælisins. Við höldum áfram deildasam- keppninni og þökkum fjölmarg- ar gjafir og árnaðaróskir. Röð deildanna er nú þannig: Iðnþing íslendinga var sett í gær 25. Iönþing lslendinga var sett á Hótel Sögu kl. 2 í gær. Forseti Eandssambands iðnaðar- manna Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari setti þingið með ræðu. Hann ræddi m.a. um hina öru framþróun iðnaðarins og þýðingu hans vegna aukins fólksfjölda í landinu. Þá gat hann um nauðsyn þess, að f jöl- breyttni útflutningsafurða lands- manna ykist. enda óhagkvæmt að byggja alla gjaldeyrisöflun þjóðarinnar á einum atvinnu- vegi. 1 því skyni væri nauðsyn- legt að auka iðn- og tækni- menntun þjóðarinnar og stæði nú yfir endurskoðun iðnlöggjaf- arinnar, sem miðaði að því, að meira tillit væri tekið til breyttra aðstæðna. Þá ávarpaði Bjami Benedikts- son, iðnaðarmálaráðherra, bing- ið. Hann ræddi m.a. lánamál iðnaðarins og ýmis fleiri mál- efni varðandi iðnaðinn. Eftir þingsetninguna var fundi haldið áfram í Iðnaðarbanka- húsinu við Lækjargötu. Forseti þingsins var kosinn Grímur Bjamason, pípulagn- ingarmeistari, Reykjavík, en 1. varaforseti Adolf Bjömssonj Sauðárkróki og 2. varaforseti Kristinn Vigfússon, Selfossi. Þingritarar voru kosnir þeir Vilberg Guðmundsson, Reykja- vík, og Eggert Ölafsson, Vest- mannaeyjum. Þá var kosið í fastanefndir þingsins, fjármálanefnd, skipu- lagsnefnd, fræðslunefnd, löggjaf- amefnd allsherjamefnd og kjör- nefnd. Að loknum kosningum flutti Framhald á 2. síðu. 16. 9 — 25% 17. 11 — 16% 18. 13 — 7% 19. 12 — 4% í dag höfurn við opið frá kl. 10—12 og 1—6 á Þórsgötu 1 Qg Tjamargötu 20. Frumvarp um hækkun bóta til 2. umræðu 1. 1 deild 106% 2. 8b __ 93% Frumvarp þriggja þingmanna 3. 14 75% Alþýðubandalagsins um 40 % 4. 15 — 75% hækkun almannatryggingabóta 5. 3 — 67% og vísitölutryggingu þeirra var 6. lOb — 50% til 1. umr. í efri deild Alþingis 7. 8a — 49% í gær. Fyr.sti flutningsmaður, Al- 8. 2 — 47% freð Gíslason, hafði framsögu- 9. 5 — 43% ræðu sem rakin verður nán- 10. 4a — 37% ar hér í blaðinu siðar, en aðrir 11. lOa — 33% flutningsmenn eru Björn Jónsson 12. 6 — 31% og Gils Guðmundsson. Frum- 13. 7 — 27% vaipinu var vísað til 2. umr. 14. 16 — 27% og heilbrigðis- og félagsmála- 15. 4b 25% nefndar. Júní strandaði en skemmdist lítið Laust eftir miðnætti í fyrri- nótt strandaði togarinn Júní frá Ilafnarfiirði á svonefndri Lamb- húsflögu sem er um 10 mínútna siglingu frá Hafnarfirði. Var togarinn að leggja af stað til Englands með um það bil 115 tonn af fiski. Togarinn komst á flot aftur af eigin ramleik um kl. 6 í gærmorgun og reyndist hann litið skemmdur. Haföi skrúfublað bognað lítilsháttar og kjölurinn dældaðist smávegis. Þegar togarinn strandaði var leiðinda veður. Voru menn að vinnu á dekki og sigldi togarinn aðeins á hálfri ferð af þeim sök- um. Togarinn sigldi þegar hing- að til Reykjavíkur er hann hafði losnað og var hann tekinn upp í slipp í gær til athugunar. Júní er eign Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og er 13 ára gamall. Venlunarmenn samþykkja heimild til vinnustöðvunar Á trúnaðarráðsfundi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld var samþykkt heimild til félagsstjórn- arinnar að boða vinnustöðvun, en ekki miðað við neinn vissan tíma. Ekkert samkomulag varð á fundi sem samninganefnd Verzlunarmanna- félagsins átti með samninganefnd at- vinnurekenda og sáttasemjara á mánu- dagskvöld, en fundurinn stóð til kl. 4 um nóttina. Voru þá settar undir- nefndir til að ræða um sérstök atriði samninganna, einkum flokkaskipunina, og hafa þær starfað síðan. Gert er ráð fyrir sameiginlegum samningafundi í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.