Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 4
4 BÍÐA Ctgefandl: Sameiningarilokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Rltstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Samningsleið til kjarabóta ¥Teíðí ríkisstjómin birt stríðsyfirlýsingu gegn verkalýðshreýfingunni eins og frumvarp til laga um Iaunamál og fleira, ef hún he'fði talið víst að alþýðusamtökin stæðu jafneinhuga um samningsrétt sinn og verkfallsrétt og raun varð á, dagana sem baráttan um stjórnarfrumvarpið var Háð, innan þings og ufan? Svarið við þeirri spumingu varðar miklu, verkamenn og aðrir launþegar gætu margt af því lær't. T íklegt ma telja að ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins hafi því aðeins lagt til höfuðorustu við verkalýðsfélögin að hún hafi falið þau sundruð og vanmegna 'til einbeittrar vamar, í vífund um hlutdeild sfjórnar'flokkanna i sfjórnum verkalýðsfélaga, jafnvel þótt samn- ingsrétfurinn og verk’fallsrétturinn væri í húfi. Anægjulegasta atriðið við vörnina gegn þvingun- arlögunum er tvímælalaust samstaðan í verka- lýðsHreýfingunni sem varð öflugri hvem dag er baráífan stóð. Enginn mælti þvíngunarlögunum bót! Prenfarar og bókbindarar hófu mótmæla- verkföll sín. Mótmælum rigndi ýfir Alþingi. Reyk- yískir verkamenn sýndu dæmafáan einhug og einbe’ifni með snöggum vinnustöðvunum og fjölda- fundí. Og loks hinar örlagaríku ákvarðanir fjölda verkalýðsfélaga undir forystu manna úr öllum sfjómmálaflokkum sem boðuðu verkföll 11. nóv- ember, enda þótt ríkisstjómin ætlaðist til að þá væri bann við verkföllum og hvers konar launa- bófum og kauphækkunum orðið að lögum. Og við- námið á Alþingi varð nógu hratt til þess að verka lýðsfélögunum gæfist tóm til vamarráðsfafana, vanfraustsumræðumar skýrðu málin fyrir alþjóð, hver einasti þingmaður stjómarands'töðunnar faldi ríkisstjórnina vantrausts verða. Og sigur vannst, einstæður í sögu verkalýðssam'takanna: Ríkisstjórnin neyddist til að hver'fa 'frá lög’fest- 'ingu þvingunarlaga. TTvað fekur nú við? Verkalýðshreyfingin kre’fst ** þess að gengið sé án fafar til heiðarlegra samn- inga. Andstæðingar hennar ættu að vera farnir að skilja að þvingunarleiðin er ekki ’fær, þó at- vinnurekendur og ríkisvald leggist á eitt. Verka- lýðshreýfingin gengur nú til samninga styrkari en áður, hún hefur neytt aflsmunar og sannað rík- isstjórninni að samningaleiðina verður að fara, gripið um hendur ofbeldismannanna sem fleygðu þvingunarfrumvarpinu inn á Alþingi 31. október. Ljóst er orðið að málið verður ekki leyst nema láglaunafólkið. verkamenn og verkakonur, verzl- unarmenn og iðnaðarmenn hljóti tilsvarandi kjarabætur og aðrar starfssféttir. Hiklaus viður- kenning andstæðinga verkalýðshreyfingarinnar, ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda, á réttmæti þeirra kjarabóta hlyti að auðvelda lausn, sem einnig heir aðilar mættu við una — og verða við að una. — s. ÞJðÐVILIINN Miðvikudagur 13. nóvember 1963 VERKAMENN UNA EKKI MISRÉTTI OG ÓLÖGUM Herra forseti! Góðir áheyrendur! Engin ríkisstjóm hefur unnið sér jafn rækilega til óhelgis í augum allra launþega og sú sem nú er lýst vantrausti á. Hún hóf feril sinn með stór- felldri gengislækkim í ársbyrj- un 1960. Afleiðingin varð gíf- urleg verðhækkun á öllum vörum, en samtímis var vísi- talan tekin úr sambandi. Með lagaboði voru þau ákvæði í frjálsum samningum verka- lýðsfélaganna að engu gerð, er kváðu á um, að verðlags- uppbætur skyldu greiddar á kaupið. Þessi sjálfeagða ráð- stöfun, að kaup launþega hækkaði ef verð á vörum og þjónustu hækkaði, var afnum- in og samkvæmt gengislækk- unarlögunum áttu launþegar að taka á sig allar verðhækk- animar algerlega bótalaust. Kauphækkun afmáð með gengislækkun Þannig stóðu málin fram á mitt árið 1961 að verkalýðsfé- lögin knúðu fram 10% kaup- hækkun og gerðu samninga, er tryggja áttu vinnufrið í tvö ár, en vegna beinna afskipta ríkisstjómarinnar kostaði þessi smávægilega launahækkun margra vikna verkfall. Eins og frægt er orðið, svar- aði ríkisstjómin þessum kaup- hækkunum með nýrri gengis- fellingu á égúst 1961. Fyrir þeirri gengslækkun voru. engn hagfræðleg rök, hún var bein hefndarráðstöfun gegn verka- ' lýðshreyfingunni. Og hafði þann tilgang einan, að sanna verkafólki að kauphækkanir l væru tilgangslausar. Nýrri dýr- tíðaröldu var hleypt af stað og samningar verkalýðsfélaganna, sem áttu að tryggja vinnufrið í tvö ár voru að engu gerðar. Síðan hafa verkalýðsfélögin neyðst til að hækka kaupið einu sinni., tvisyar og jafnvel þrisvar á ári vegna síendurtek- inna og gengdarlaysra verð- hækkana. óðadýrtíð mögnuð A síðustu vikum hafa verð- hækkanimar keyrt um þver- bak. Frá því að verkalýðsfé- lögin frestuðu samningum sín- um í sumar, eftir að hafa fengið 71/2% kauphækkun, hef- ur verð á matvömm hækkað um 15°/(, að meðaltali, sam- kvæmt vísitölu Hagstofunnar, eða hækkað helmingi meira en kauphækkuninni nam. Kaupmátturinn hefur farið sfminnkandi í tíð þessarar rík- isstjómar vegna aðgerða henn- ar i peninga- og verðlagsmál- um. Síðan í ársbyrjun 1960 hefur vísitala vöru og þjónustu hækkað um 63%., en á sama tíma hefur kaup verkamanna hækkað um aðeins 35%. Ef borið er saman árskaup verkamanns fyrlr dagvinnu annarsvegar og útgjaldaupp- hæð vísitölunnar hins vegar, lítur dæmið þannig út: 1 marz 1960 hafði verkamaðurinn 1287 kr. afgangs af árskaupi sínu þegar hann hafðl keypt það vörumagn, sem vísitalan reikn- ar með. en nú skortir verka- manninn 11.546 kr. á árskaupið til þess að geta keypt þetta vörumagn. Verkamann vantar nú nærri 13 þús. kr. á árskaupið til þess að standa jafn gagn- vart verðlaginu og hann stóð f marz 1960. Verkafólk rís gegn wísrétti Það er þessi þróun verðlags- málanna, sem er höfuðrök- semdin fyrir hinum sjálfsögðu kröfum verkalýðsfélaganna nú um hækkað kaup. En við þetta bætist svo, að hópar háláuna- manna í þjóðfélaginu hafa nú hækkað sín laun langt fram yfir það, sem nemur kröfum verkamanna. Ég á ekki hér við nauðsynlegar kauphækkanir til ýmsra hópa opinberra staris- manna. sem höfðu lág laun fyrir, þeirra kaup er sízt of hátt, heldur á ég við menn, sem hafa margföld verka- mannalaun laun sem eru langt út úr öllu launakerii okkar og virðast miða að því að koma hér á meira launamisrétti, en þekkzt hefur áður. En þeirri þróun ætlar verkafólk ekki að una. Ofbeldislög undirbúin Núverandi ríkisstjóm, sem í upphafi ferils síns hafði ó stefnuskrá sinni að samtök launþega og atvinnurekenda ættu ein að gera út um kaup- gjaldsmálin, kórónar nú sín Ijótu afskipti af þeim málum með frv. um launamál o.fl. sem nú liggur fyrir Alþingi. 1 þessu frumvarpi íelst hat- rammari árás á frelsi verka- lýðsfélaganna og kjör verka- fólks, en áður þekkist I þing- sögunni. Eftir hinar miklu verðhækk- anir og kauphækkanir til há- launamanna á nú að banna allar kauphækkanir og leið- réttingar til þeirra. sem lægst hafa laun og verst eru settir og svipta verkalýðsfélögin þeirra helgasta rétti — verkfaUsrétt- inum, sem er einn af hom- steinum lýðræðisins í landi okkar. Sagt er, að aðeins sé um að ræða frest í tvo mánuði með- an verið sé að finna lausn málanna. ..Aðrar Ieiðir“ ólafs Thors Því er til að svara, að ríkis- stjómin hefur haft nægan irest. hún hefur haft frest síð- an um miðjan júnímánuð í sumar að verkalýðsfélögin frestuðu samningum sínum til 15. október. ,Hafi hún ekki not- að þann frest hefur hún flotið sofandi að feigðarósi. Hexini átti að vera fullvel ljóst áð hverju fór. . Forsætisráðhesra var einnig boðinn frestur í allt að hálfan mánuð áður en frumvarpið var lagt fram til þess að þrautreyna samnings- vilja. Það var ekki þegið. Það vírðist því eitthvað annað liggja á bak við en aðeins að fá frest, enda sagt í frumvarp- inu að ætlunin sé að skipa þessum málum með nýrri lög- gjöf fyrir áramót þegar þessi lög eiga að missa gildi — gæti reyndar eins orðið með bráða- birgðalögum eftir að Alþingi hefði verið sent heim í jóla- leyfi. Engar yfirlýsingar hafa feng- izt um að í þeirri löggjöf, sem taka á við af þessari, verði ekki sömu þrælatökin á verka- lýðshreyfingunni og nú eru fyrirhuguð. 1 framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu sagði forsætisráðherra að bæta ætti kjör hinna lægst launuðu eftir öðrum leiðum en kauphækk- unum. Virðist þetta ótvírætt benda til að áfram eigi að banna kauphækkanir. Verðhækkanir leyfðar Svo er látið heita. að í frum- varpinu sé einnig lagt bann við verðhækkunum, en þetta er rangt. Dyrum er haldið opn- um fyrir verðhækkunum og í framsögu sagði forsætisráð- herra, að leyfðar væru hækk- anir, sem 6töfuðu af hækkun- um á erlendum vörum og hækkun á tilkostnaði á undan- fömum mánuðum. Það er því opin leið til að hækka verð á vörum og þjón- ustu, svo sem eins og raf- magni, hitaveitu- og strætis- vagnafargjöld, en þetta hefur allt staðið til að hækka að undanfömu. Það má allt hækka, nema kaupið. Heimtuðu verka- menn innflutning 3000 bíla? Aðalrökin, sem fram eru færð fyrir frumvarpinu eru þau, að neyzla og fjárfesting hafi aukizt meira en hægt sá að veita og þetta hafi leitt til mjög óhagstæðs verzlunarjöfn- unar. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, var svo smekklegur að segja hér fyrir nokkrum dögum, að kaup- hækkanir í fyrra og á þessu ári ættu sök á þessari þróun. Ætli það sé ekki kaupgetu verkafólks sem hallað hefur á inn innflutning 3000 bila á þessu ári og ætli það sé enn þetta fólk sem byggt hefur t.d. verzlunarhallimar hér inn með Laugarveginum. Nei, því fer víðs fjarri. Kauphækkanimar dugðu ekki einu sinni til að halda I við verðlagið hvað þá meira, eins og marg-sannað er. Nei, það er stefna sjálfrar ríkisstjómar- innar sem sökina á. Hið ó- hefta frelsi auðmannanna og braskara í verzlun og fram- kvæmdum og möguleikar þeirra til að sölsa undir sig lánsfé og gróða. það er mein- valdurinn. En þetta eru gæðingar rikis- stjómarinnar og við þeim má ekki hrófla. Þess vegna á að leysa vandann á kostnað þeirra, sem minnst bera úr býtum og hefta frelsi þeirra. Og þennan dans virðist Al- þýðuflokkurinn ætla að dansa — þó ekki af hjartans list — nema þá helzt menntamálaráð- herra og svo sannarlega ætti það þá að verða hans dauða- dans á stjómmálasviðinu. ^em liði mætti breyfa önnur röksemd fyrir frum- varpinu er sú, að útflutningsat- vinnuvegimir beri ekki hærra kaup. Þó að þetta væri rétt bar að hafa í huga. að kaupið er ekki nema lítill hhíti af til- kostnaði t.d. hraðfrystihúsanna, líklega um 20%. Stærri hundr- aðshlutar eru háðir ákvörðun- um stjómarvaldanna; t.d. vext- ir og útflutningsgjaldlð. Með því einu að fella niður 7.4%í útflutningsgjaldið væri hægt að hækka kaup fólksins í frystihúsunum um minnst 30% Og það verða allir að gera sér ljóst. að kaup þessa fólks, sem leggur nótt með degi til að bjarga hinum mestu verðmæt- um, verður óumflýanlega að hækka. 'óSín vís gegn Það má óhikað fullyrða að ekkert þingmál hefur mætt jafn eindreginni andúð allrar þjóðarinnar, sem frumvarp ríkisstjómarinnar um iauna- mál og fleira. Það stríðir al- gerlega gegn allri siðgæðis- og réttarvitund almennings. Mót- mælunum rignir yfir frá verkalýðsfélögunum. iafnt þeim sem hlíta forustu stiórn- arsinna sem annarra. H.I.P. — undir forustu Alþýðufiokks- manna hefur nú staðið í viku mótmælaverkfalli. hafnar- verkamenn i Reykjavík lögðu niður vinnu sem einn maður daginn, sem frumvarpið var lagt fram. Mótmælafundurinn á Lækjartorgi s.l. mánudag var einn sá fjölmennasti sem hér hefur sést. Éins var á Ak- ureyri. 1 öllum þýðingarmestu atvinnugreinum stöðvaðist öll vinna eftir hádegi á mánudag f Reykjavík. Kafnarfirði. á Akureyri, í Vestrppnnaeyjum Framhald á 8. sfðu Ræða Eðvarðs Sigurðssonar í útvarpsumræðum um vantraust á ríkisstjórnina 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.