Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. nóvémber 1963 — 28. ádgangur — 240. tölublað. VIDRÆDUR AÐ BYRJA ¦ Tveir ráðherranna, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Emil Jónsson félagsmálaráðherra, hafa nú hafið viðræður við full- trúa atvinnurekenda og launþega af hálfu ríkisstjórnarinnar og ræddu þeir í gærmorgun við fulltrúa frá verkalýðshreyfingunni. ¦ Viðræðurnar snerust einvorðungu um tilhögun þeirra samn- ingaumræðna sem fyrirhugaðar eru. ¦ Samningafundur með fulltrúum frá verkamannafélögunum, landsnefndarfélögunum, og fulltrúum atvinnurekenda er ákveðinn á morgun, fimmtudag, kl. 4 eftir hádegi. ÓLAFUR THORS BIÐST LAUSNAR Þjóðviljanum bars'f í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá forsætisráðherra: „Læknar mínir hafa tjáð mér, að mér sé nauðsynlegt að taka mér algera hvfld frá störfum í nokkra mánuði. Ég get því ekki unnið að lausn hinna ýmsu vandamála, sem framundan bíða. Haustið 1961 stóð svipað á fyrir mér. T6k ég mér þá hvíld frá störfum í þrjá mán- uði. Ég tel ekki rétt að hafa sama hátt á nú og hef því ákveðið að biðjast lausnar frá embætti mínu. Reykjavík, 12. nóv. 1963. Ólaf ur Thors." Krafízt frá- vísunar á Milwoodmáli 7. NÓV. SL. er Milwoodmálið var tekið til munnlegs mál- flutnnings bar verjandi Jotans Smith skipstjðra, Gísli G. Is- leifsson hdl.> fram þá kröfu fyrir hönd skjólstæðings síns að málínu yrði vísað frá dóminum þar eð ekki væri hægt samkvæmt íslenzkum lögum að dæma f jarverandi mann. FRAVlSUNARKRAFAN var send saksóknara ríkisins, Valdimari Stefánssyni, til at- hugunar og fyrirsagnar og skýrði hann Þjóðviljanum svo frá í gær að úrskurður myndi felldur um kröfuna á næstunni. Fríhafnarmálið sent til sak- sóknara ríkisins Samkvæmt upplýsingum Harð- ar Helgasonar deildarstjóra * varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins verða skýrslur rífcis- endurskoðunarinnar um Príhafn- armáUð svoneínda sendar sak- sóknara ríkisins einhvern næstu daga til fyrirsagnar. en sem kunnugt er er mál þetta þannig vaxið að ríkisendurskoðumn komst að því fyrir nokkru að gjaldkeri fríhafnarinnnar á Keflavíkurflugvelli hafði gerzt sekur um stórfeUdan fjárdrátt 1 starfi sínu.. 95-100 MILLJÓNIR VANTAR TIL AÐ FULLNÆGJA LÁNAÞÖRFINNI ¦ Fyrir röskum mánuði voru fyrirliggjandi hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins um 1400 umsóknir um lán til íbúðabygginga í kaupstöðum og kaup- túnum landsins. ¦ Hefur umsóknum fjölgað enn síðan og mun láta nærri að þær séu nú ekki færri en 1700. Heildarláns- fjárhæðin sem sótt er um nam í septemberlok um 140 millj. króna, þar af 87,3 millj. til íbúða sem eru fokheldar eða lengra komnar og því í lánshæfu ástandi. Upphæðir þessar hafa hækkað verulega síðan þar sem daglega ber- ast nýjar umsóknir og viðbótarumsóknir og vottorð um að hús og íbúðir, sem sótt er um lán út á séu komin í fokhelt ástand. Nefnd til að rannsaka um- ferðarslys Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 11. nóv- ember 1963: Dómsmálaráðherra hefur í dag ákveðið að skipa nefnd til þess að rannsaka orsakir hins sívax- andi fjölda umferðarslysa og að gera tillögur um ráðstafanir til úrbóta. 1 nefnd'inni eru: Lögreglustjór- inn í Reykjavík, sem er formað- ur nefndarinnar. vegamálastjór- inn og forstöðumaður bifreiðaeft- irlits ríkisins, en jafnframt hafa Slysavarnafélag íslands, Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda og félög atvinnubifreiðastjóra verið beðh': að tilnefna fulltrúa í nefndina. Þjóðviljinn fékk þessar upp- lýsingar hjá Guðmundi Vigfús- syni borgarfulltrúa. en hann á sem kunnugt er sæti í Húsnæð- ismálastjórn. Innti blaðið hann eftir fréttum af ástandi og horf- um í lánsfjármálum húsbyggj- enda í tilefni af þeim mikla og vaxandi skorti á íbúðarhúsnæði sem almenningur á nú við að stríða. — Eftirspurnin eftir lánsfé er mikil og vaxandi, enda hafa engar lánveitingar farið fram hjá Húsnæðismálastjórn síðan i aprfl. s.l. er lánaðar voru 86 millj. kr. Þegar talning lánsum- sókna fór fram 30. september s.l. lágu fyrir 1391 umsókn' bg heildarupphæð lánsbeiðna nam 139 millj. 393 þús. kr. Þar af var sótt um 54,5 millj. út á íbúð- ir sem ekki höfðu þá vottorð um að vera komnar í fokhelt ástand, en það er skiíyrði fyrir að lánveiting sé heimil. Um- sóknir , út á lánshæfar íbúðir námu því samkv. þiessu 87,3 millj. kr. og tala þeirra íbúða var 1087. Þessar tölur hafa allar hækk- að verulega síðan 30. sept. Dag- lega berast nýjar umsóknir um lán eða viðbótarlán og nær dag- lega berast vottorð um að íbúð- ir séu orðnar fókheldar og þar- með lánhæfar. Mér kæmi ekki á óvart þó raunveruleg lánsfjár- þörf næmi hú 95 — 100 millj. króna. —• Er méira hyggt í ár en — A því leikur varla vafi. Má draga þá ályktun bæði af vax- andi fjölda umsókna hjá hús- ¦næðismálastjórn og stóraukinni sölu teikninga frá húsnæðis- málastofnuninni. Sala teikninga á vegum stofnunarinnar hefur verið meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Að vísu er það ekki öruggur mælikvarði á fjölda íbúða í byggingu, þar sem menn virðast nú fyrst vera að átta sig almennt á þessari þjónustustarfsemi Húsnæðis- málastofnunarinnar. En það er Stálbátur smíðaður íKópavogi M Fyrsta bátnum sem Stál- M skipasmiðjan h.f. í Kópavogi M smíðar var hleypt af stokk- I unum sl. laugardag. Daginn áður hafði hann verið skírður ¦ við hátíðlega athöfn að viðstöddum gest- um. Eigendur bátsins eru Sveinn Jónsson, Höfnum. og Gisli Þorsteinsson, Þorláks- höfn. Skipstjóri á bátnum verður Elías Bjarnason og það var tíu ára dóttir hans, Elísabet Birna, sem skírði bátinn, en hann hlaut nafn- ið Dímon. • Heimili- hans er í Höfnum . og einkennisstafir GK 35. . . Dímon er 25 lestir að stærð og var byrjað að smíða hann i apríl sl. Þetta er stálbátur, og anriaðist Stál- skipasmiðjan alla smíði hans, nema tréverk sem Sverrir Gunnarsson skipasmiðúr sá um, en raflagnir annaðist Ás- laugur Bjarnason rafvirkja- meistari. Framkvæmdastjóri Stál- skipasmiðjunnar h.f. ar Ólaf- ur H. Jónsson. gömul reynsla sem alltaf endur- tekur sig, að eftir nokkurra ára samdrátt í íbúðabyggingum taka þær kipp á nýjan leik. Við ls- lendingar höfum búið við áber- andi og hættulegan samdrátt í íbúðabyggingum allt frá 1960 að „viðreisnin" hófst. Þess vegna búum við við húsnæðisskoröriri i dag og það okurverð á íbúð- um og leigu sem raun ber vitni. Góðærið sem óvenjuleg afla- brögð hafa skapað og .auknir tekjumöguleikar með því að leggja á sig takmarkalitla auka- vinnu hafa í ár brotið skörð í stífluna og hrundið auknum f- búðabyggingum af stað. Öfull- nægð húsnæðisþörf hafði hlaðizt upp undanfarin þrjú viðreisnar- ár og fólk er í öðaönn að reyna að fullnægja henni þrátt fyrir alla erfiðleika. —Hverjar eru horfur nú í lánsfjármálum? — Þær eru þvi miður ekki góðar. Samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar eiga aðeins 110 millj. kr. að koma til lán- veitinga á vegum Húsnæðis- málastjórnar á þessu ári. Af þeim hafa þegar verið veittar 86 millj. og þvi einungis eftir að lána 24 millj. kr. það sem eftir er ársins. Þessi upphæð er þó ekki tryggð enn og allt i 6- vissu um hvenær lánveiting get- ur farið fram. En höfuðatriðið er að fjárhæðin er gjörsamlega ófullnægjandi miðað við núvef- andi aðstæður. Þreföld Framhald á 2. síðu. Bjarni Ben. arftaki Ólafs Thors Við tíðindin nm lausnar- beiðni Ólafs Thors má því bæta, að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins mun hafa samþykkt að fela Bjarna Benediktssyni, dómsmála- ráðherra, að taka við starfi Ólafs. Skýrði útvarpið frá þessu í gærkvöld, og einn- ig Því, að þingflokkur AI- þýðuflokksins muni hafa lýst yfir hollustu við rík- isstjórn undir forsæti Bjarna Ben. í stað Ólafs Thora.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.