Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ~ ÞIÓÖiVILIINN Miðvikudagur 13. nóvember 1963 Löggæzluvaldið og friðhelgi fráskilinna kvenna „Kunnugur” heíur sent blað- inu greiin til birtingar og fer hún hér á eftir nokkuð stytt: Margt gerist nú á dögum undir björtu og fáguðu yfir- borði Reykjavíkurborgar sem hinn almenni borgari hefur ekki hugmynd um, nema þegar upp úr kveður hjáróma raust einhvers uppivöðsluseggs, ösk- ur ölóðra manna eða framinn hefur verið einhver glæpur, sem að kveður, svo sem að maður hafi myrt konu sína, böm eða unnustu í óstjómlegri afbýrði, geðbdun eða ölæðí. nema aUt komi til. Þegar slíkt kemur fyrir er uppi fótur og fifc dagblöð og útvarp segja hinar hroðalegu fréttir, en líf hinna föllnu fæst ekki til baka. Að lolcnum þessum stutta for- mála vil ég víkja máli að at- burðum sem átt hafa sér stað á síðasitliðnu ári og enn eru að ske. Hjón hér í borg á bezta aldri skildu á næstliðnu sumri og var frá öllu gengið á formlegan hátt og með samkoanulagi beggja aðila. Ástæðan var eink- um ofdrykkja húsbóndans, en i ö'læði greip hann oft sMk vit- firring að hann braut í íbúð þeirra hjóna allt sem hönd á festí. Hræðslu bama þeirra þegar faðirinn var i þessum ham verður ekki lýst. Oft kom það fyrir að 2—3 lögregluþjón- ar urðu að flytja hann í jám- um í fangageymslu. En málurn konu þessarar var ekki lokið með skilnaðinum, heldur tók maður þessi að of- sækja hana. ekki einungis á heimili hennar heldur og á vinnustað, bæði persónulega og í síma, hafði í frammi hvers- kyns hótanir og æmmeiðingar í viðurvist fjölda gesta sem við" staddir voru. Hann hefur fram- ið mörg innbrot í íbúð hennar, brotið hurðir og glugga, og má segja að ekki hafist undan að setja rúður í gluggana, en fram til þessa hefur konunni tekizt að forða sér, ásamt yngri telpu þeirra. Víðar hefur maður þessi bor- ið niður, því að ofsóknir og svívirðingar hafa dunið á vin- konum konunnar, ásamt hús- broti hjá einni þeirra, þó að þær hafi ekkert til saka unnið annáð en að hafa samband við heimili konunnar og skjóta yf- ir hana skjólshúsi, þegar hún verður að flýja heimili sitt vegna ofsókna manns þessa. Ég fjölyrði ekki meira um þetta. Það yrði of langt mál að telja hér upp allt; málskjölin em að sögn fulltrúa sakadóm- ara komin til saksóknara rfk- isins. En ekki bólar á að- gerðum i málinu þrátt fyrir margar ítrekanir um að hraða því og leysa konuna undan þeirri martröð ofsókna af mannsins hendi sem hún býr undár. Getur löggæzluvaldið tekið á- byrgð á afleiðingum þess að maður þessi gangi laus? Og ennfremur vil ég spyrja: Er þetta sú vemd sem löggæzlu- valdið veitir þeim ólánsömu konum, sem verða fyrir ofsókn- um manna sem þær hafa neyðst til að skilja við, bæði sín og bama sinna vegna? Oft hefur maður þessi komið í leigubíl til að framkvæma fólskuverk sín og látið hann bíða á meðan, og er það undar- legt, ef bflstjórar þeir sem aka honum og bíða á staðnum, eru sér þess ekki meðvitandi, hvað er að ske. Nú vil ég spyrja: Hvað veld- ur því að mál þetta fær ekki afgreiðslu? Er ekki nóg kom- ið, eða á að bíða eftir því að konan verði fyrir líkamsmeið- ingum eða öðru verra, ef hún skyldi verða of sein að flýja eins og henni hefur tekizt til þessa og þó með naumindum oft? Hver er ábyrgur ef verra hlýzt af en orðið er? Málið er í höndum löggæzlu- valdsins en því er kastað þar á milli manna og embætta. Konan sem ofsótt er krefst að- gerða; almenningsálitið krefst aðgerða, aðstandendur hennar sömraleiðis, eða er þeim síðast- töldu ætlað að jafna sakir þessar með hnefarétti? Enn vil ég spyrja: Eru ís- lenzk lög þannig úr garði gerð, að ekki sé hægt að hefta mann- inn í þessum árásum? Er kon- an dæmd til að búa undir þeim máske ævilangt? Engar sektir hindra hann í áframhaldi þess- ara verka sinna, loforð hans um að hætta ofsóknunum hafa reynzt einskis virði hingað til. Það er því augljóst mál að hið eina sem getur hjálpað er tafarlaus frelsissvipting á ein- hvem hátt, því að eina afsök- un manns þessa er að um sjúk- legt ástand hans sé að ræða en afleiðingar þess eru ekki síður hættulegar. Nokkur tími er liðinn síðan ofanritað var samið, og eftir ó- ljósum grun um að mál þetta fengi afgreiðslu fljótlega setti ég það til hliðar um tíma. En ofsóknum mannsins linnir ekki og ganga kærur rétta boðleið til sakadómara, en ekki bólar á aðgerðum. Hvað dvelur mál þetta? Það er ekki nóg að keyra manninn af árásarstað og setja inn í Síðumúla f skjóli frænda síns, en svo geti hann eftir 1 — 2 tíma verið kominn aftur til sömu verka, eins og eitt sinn átti sér sitað. Ef engra aðgerða verður vart í máli þessu bráðlega er ekki um annað að ræða fyrir kon- una sem hér um ræðir en að krefjast vemdar löggæzluvalds- ins fyrir sig og fjölskyldur þær sem maður þessi ofsækir. Kunnugtf Sendisvemn óskast hálfan eða allan daginn. Prentsmiðjan H 6 L A R . Viðtalstími minn verður framvegis sem hér segir: I Þingholtsstræti 21, daglega kl. 10.30 — 12, nema kl. 1 — 2 á laugardögum, sámi 19765. 1 Holtsapóteki, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5 — 6. Sími 34246. — Símaviðtalstími í síma 19714 kL 9 — 10 daglega virka daga. — Vitjunarbeiðnir í síma 13574 daglega kl. 8 — 13, nema laugardaga kl. 8 — 11. BERGÞÓR SMÁRI, læknir. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Hjúkrunarkona óskast í Sjúkrahús Hvítabandsins. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR. Sinfóníutón- leikar Aðrir tónleikar Sinfóniu- sveitatrinnar á þessum vetri fóru fram í samkomusal Há- skólans fimmtudaginn 24. þ. m. Stjómandi var Proinnsías O'Duinn eins og á fyrstu tón- leikunum. Tónleikamir hófust á hinum kunna forleik að óperunni ..Rúslan og Ljúdmila" eftir Michael Glinka (1804 — 1857), sem venjulega er talinn helzti brautryðjandi rússneskrar tón- listar. Hljómsveitin gerði verk- inu yfirleitt góð skil. Með- ferðin á fyrstu sinfóníu Brahms var og mjög virðingarverð, þó að nokkuð skorti á, að í flutn- inginum kæmi fram allt hið stórbrotna og átakanlega, sem í verkinu felst. Miilli þessara efnisatriða gerð- ist það, að hinn góðkunni kné- fiðluleikari Erlimg Blöndal Bengtson lék með hljómsveit inni konsert eftir Sjostakovitsj. Þetta er allmikið verk og á- reiðanlega mjög torvelt viður- eignar. Ekki virtist það þó vera listamanninum nein sér- stök þrekraun. Erfiðustu við- fangsefni. tækninnar eru hon- um sýnilega leikur einn. En þó knéfiðluleikur hans sé vissu- lega mikil tækniíþrótt er hann jafnframt annað og meira. Flutningur hans er fyrst og fremst sönn tónlist, full af lífi og lit. Erling Blöndal Bengt- son er snillingur á hljóðfæri sitt í þess orðs fyllstu merk- ingu. Skyldi hann ekki vera í hópi fjögurra eða fimm fremstu knéfiðlusnillinga heimsins um þessar mundir? — Listamanninum var fagnað af óvenjulegum innileik, svo sem maklegt var og verðskuld- að. B.F. Ræða Eðvarðs Framhald af 4. síðu. og víðar. Þessi viðbrögð verka- fólksins eru algjört einsdæmi og sýnir einhug þess í barátt- unni gegn frelsissviptingu og ranglætinu. Ráðherramir tala nú mjög um að þeir vilji eiga vinsamleg samskipti og við- ræður vð verkalýðshreyfinguna en drengskapur þeirra er slík- ur, að fyrst á að leggja verka- lýðsfélögin i fjötra. binda þau við staur og síðan taka upp vinsamlegar viðræður. Illa þekkja þessir menn þjóð sína — Islendingseðlið — ef þeir halda að slíkt geti tekizt. Ríkisstjórnín á eina leið — draga frum- varpið til baka Nei, ríkisstjómin á nú að- eins einn kost, sem vit er í að taka og hann er sá, að draga frumvarp sitt til baka og taka upp heiðarlega samninga við verkalýðsfélögin. Enn er ekki of seint að snúa við. En geri hún það ekki er stefnt í styrj- öld og það eitt er víst. að sú barátta verður atvinnuvegun- um og þjóðinni allri miklu dýrari i peningum — auk alls annars, en su kauphækkun, sem nú væri hægt að semja Við höfum boðið samninga- Ieiðina og frest, en verði það ekki þegið, þá skora ég á allt verkafólk að skipa sér einhuga um frelsi samtakanna og lifs- hagsmuni sína í þeirri örlaga- ríku baráttu. sem framundan er. Vera má að stjómarflokk- arnir eigi enn nógu margar ó- lamaðar hendur hér á Alþingi til að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar, en væri vilja þjóðarinnar leitað yrði það kolfellt. Þess vegna getur það aldrei orðið annað en ólög. Frá og með 3. nóv. verður símanúmer vort Iðnaðarbanki Islands h.l. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 3. ársfjórðung 1963, svo og hœkkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þesisi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ.m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skil- að gjöldunum Reykjavík, 12. nóv. 1963. TOLLSTJÖRASKRIFSTOFAN Amarhvoli t Eiginkona mín, GUÐRÚN HANNESDÓTTIR andaðist að Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavik, mánudag- inn 11. þ. m. Páll Zophaníasson. / * Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, W ÁSTRÁÐUR KRISTÓFER HERMANÍUSSON sem Iézt af slysförum þann 9. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu laugardaginn 16. nóv. kl. 10.30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Guðrún Eyjólfsdóttir, börn, foreldrar og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsynda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður. Astbjargar Jón Guðbjartsson, Dóra Guðbjartsdóttir, Ólafur H. Guðbjartsson, Jóhanna Guðbjartsdóttir Benedikt Á. Guðhjartsson, JÓNSDÓTTUR, Unnur Þórðardóttir, Ólafur Jóhannesson, Sólrún Jónsdóttir, Jean Clacssen, Maria Pétursdóttir. Maðurinn minn * HAUKUR EYJÓLFSSON Miðtúni 58, sem lézt 7. nóvember s. I. verður jarðsunginn fimmtudag- inn 14. nóvember n. k. kl. 3 e. h. frá Fossvogskapellu. Ragnhildur Guðmundsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug, við and- Iát og jarðarför HÖSKULDAR BJÖRNSSONAR Iistmálara. Hallfríður Pálsdóttir, Ingveldur Höskuldsdóttir, Óskar Einarsson, Halldór Höskuldsson. Guðrún Kristjánsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.