Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.11.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. nóvemiber 1963 ÞlðÐVIUINN ÁRNASAFN — höfuðstöð íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu Vorið 1720 silast lest suður hraunið til Hafnarfjarðar, 30 klyfjahestar með þung koffort þræddu Gömlufjarðargötur frá Hraunsholti, álútir, varkárir, og fótvissir. Þröngir troðningar voru markaðir í hraunklöpp- ina af óteljandi lestum, sem höfðu lötrað þennan stíg um aldir og flutt alls kyns vam- ing. Að þessu sinni var flutn- ingurinn mesta dýrmæti, sem lyft hafði verið til klakks á Norðurlöndum. Lestin kom frá Skálholti, höfuðmenntasetri |hins foma fslands, og í koff- ortunum voru þækur, gulnað og velkt bókfell, elju- og snilld- arverk íslenzkra þúsunda. Þær voru safn Árna Magnús- sonar, og það skyldi flytjast til Kaupmannahafnar. f 8 aldir hafði verið unnið að þessum bókum um dreifðar byggðir ís- lands, og nú áttu þær að auka og treysta frægð hins danska fslenzku handritin í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Jélakort tíl hjálpar börnum í þróunar- löndunum frá S.Þ. Dani og Svíi eru á meðal þeirra Iistamanna, sem gert hafa teikningar af 18 kortum Bamahjálpar S. Þ. (UNICEF) eem gefin verða út í ár. Kort Danans, Ottos Nielsens, heitir ,,Jólakvöld”, og Sviinn Ruben Freidwall hefur teikn- að „Hreindýra-fantasíu”. Bamahjálpin gerir sér von- ir um, að heegt verði að selja 30 miiljónir jóla- og nýárs- korta í rúmlega 100 löndum. I fyrra seldust 26 milljón kort. Nettó-tekjur af þeim urðu 1,6 milljónir dollara, eða nægilegt fé til að kosta starfsemi Bama- hjálparinnar í tvær vikur. Barnahjálpin veitir bömum þróunarlandanna hjálp og hef- ur þannig á sínum snærum tvo þriðjuhluta af öllum böm- um heims. Sá sem kaupir eina samstæðu af UNICEF-kortum (10 kort með umslögum) gerir Bama- hjálpinni kieift að bólusetja 50 böm gegn berklum. 10 sam- stæður gera Barnahjálpinni kleift að kaupa tæki í minni- háttar hjúkrunarstöð fyrir mæður og böm. Kortin verða til solu í Reykja- vik fyrir jólin. (Frá S. Þ.). Tveir nýir fsjóð- fánar hjá S.Þ. Tvö af aðildarríkjum Sam- einuðu þjóðanna hafa breytt þjóðfánum sínum á þessu hausti: Kongó (Lcopoldville) og Mal- ajsía (áður Malaja). Kongó hafði áður bláan fána með stórri gulri stjörnu í miðju og sex gulum smástjörnum lóðrétt til vinstri. Nýi fáninn hefur líka bláan grunmlit, en nú liggur rauð lína skáhallt milli hornanna og er hún með gulum jöðrum. Á fánanum er aðeins ein stjarna. Hún er gul og liggura ofarlega á vinstra helmingi fánans.. Blái liturinn á að tákna vonina, sá guli auð- æfi, stjaman einingu og rauða línan blóðið sem fórnað hefur verið til að öðlast þessa ein- ingu. Hin breytingin stendur i sam- bandi við það, að Malaja hefur myndað samb.r.íki með Sab- ah (Norður-Bomeó), Sarawak og Singapore. Hjá Sameinuðu þjóðunum var nafninu breytt 16. september úr Malaja í Mal- ajsáa. Malaja hafði þjóðfána með rauðum og hvítum jöðmm, hálfmána og stjömu í gulum lit á bláum fleti í efra homi vinstra megin. Nýi fáninn er svipaður, nema nú eru 14 rendur við jaðarinn og 14 oddar á stjömunni i staðinn fyrir 11. Sambandsríki Malaja voru 11, en sambandsríkin í Malajsáu eru 14. Hálfmáninn er tákn Múhameðstrúar. (Frá S. Þ.). konungsveldis í höfuðborg rík- isins. ,J>essi lest með sín þungu koffort er eins og tákn- mynd um niðurlægingu ís- lands þar sem hún silast á- fram með bækur þess úr hin- um foma menningarhöfuðstað til hins danska skips í Hafnar- firði“, segir Jón Helgason í Handritaspjalli. Lestin hefur þrætt stíginn ofan Háaklif, sem nú nefn- ist Reykjavíkurvegur, þokazt suður Malimar og út á grand- ann hjá Óseyri. Þar skilaði hún auðæfunum á skipsfjöl. Bækurnar voru afreksverk íslenzkrar hámenningar, sem átti sér fótfima fararskjóta að forsendu. Hesturinn hafði sigrazt á öllum torfærum og fimindum íslands og gert það að einni samfélags- og menn- ingarheild. Hann hafði borið foma stjómskipan um landið, á fótum hans hvíldi þinghaldið á Þingvelli við Öxará og forn sagnaritun. Nú hafði hann flutt bækur íslands yfir öll torleiði til strandar. Þær höfðu verið tíndar saman í rústum hins foma íslenzka samfélags, og voru fluttar á nýjan á- fangastað, en þar beið þeirra það hlutskipti að hefja sokkna þjóð úr niðurlægingu. f dag teljast 300 ár frá fæð- ingu handritasafnarans mikla, Árna Magnússonar. Hann kom til Kaupmannahafnar 1683 og gat sér brátt mikið orð fyrir glöggskyggni og þekkingu á fomum fræðum. Hann varð prófessor „antiquitatum dani- carum” eða í danskri fomfræði fyrstur manna og stofnaði höf- uðstöð norrænna fræða, sem síðar hlaut nafnið Stofnun Árna Magnússonar í Kaup- mannahöfn (Det Amamagnæ- anske Xnstitut). Aðalstarf hans var söfhun og rannsókn handrita, ekki einungis islenzkra, heldur einn- ig danskra og norskra og ann- arra, sem lengra voru að komin. Hann eignaðist langstærsta og dýrmætasta safn íslenzkra handrita, sem nokkru sinni hefur verið í eigu einstaklings eða stofnunar. Um handritin aflaði hann sér allrar þeirrar þekkingar, sem þá var hægt að öðlast, og þá um leið þekk- ingar á sögu fslands og bók- menntum. Þann 20. október 1728 var eldur laus í Kaupmannahöfn, og brann þá bóka- og hand- ritasafn Árna Magnússonar. Það „verður um aldur talinn einn svartasti óheilladagur í sögu íslendinga, og hafa þó margir ógóðir verið“, segir Jón Helgasqn. Nafni hans frá Grunnavík telur, að mestallar prentaðar bækur safnsins hafi brunnið og a.m.k. helmingur handritanna. Engu að síður var það, sem bjargaðist, mesta og merkasta handritasafn ís- lenzkt, sem til er. Að bana kcaninn ánafnaði Ámi Hafnarháskóla safnið og lagði eigur sínar í sjóð þvi til eflingar og styrktar tveimur ís- lenzkum stúdentum. Þannig varð til íslenzk lærdómsmið- stöð við háskóla ríkisins, og hún var í nánum tengslum við heimalandið. Sumir hafa talið, að Árni Magnússon hafi ekki orðið þjóð sinni neinn sérstakur hamingjuhrólfur. Hann gekk manna rösklegast fram í því að sópa handritum úr landi. Erlendis hrúgaði hann þeim á einn stað og bar ekki gæfu til að vernda þau frá eyðingu. Þann 20. október 1728 sleiktu eldtungur helft allra heimilda um íslenzka sögu fyrir siða- skipti. í dag erum við að SÍÐA Árni Magnússon. reyna að geta í eyðumar eftir eldsvoðann. Allir, sem fást eitthvað við eða hugsa um ís- lenzka miðaldasögu, þeir verða að róta og leita í brunarúst- um. Ekkert erlent safn ís- lenzkra handrita hefur goldið slíkt afhroð og Árnasafn ó- happadaginn mikla. Árni skildi sjálfur manna bezt, hvílíkt reginslys hafði orðið. Hann lézt rúmu ári síðar bugaður maður. Það mun varla teljast arð|- vænlegt athæfi á gullöld við- reisnar að eyða löngum stund- um í það að harma 243 ára slys. Árnasafn brann ekki gjörsamlega, heldur er það mesta safn íslenzkra handrita, sem til er. Ámi Magnússon kom á fót merkustu vtfsinda- stofnun sinnar tegundar í ver- öldinni, og þessi stqfnun varð útvirki íslenzkrar þjóðernis- vakningar og sjálfstæðisbar- áttu. Ámi var enginn frumkvöð- ull að útflutningi íslenzkra handrita. Snemma á 17. öld komust fslendingar að raun um, að það gat orðið málum þeirra til framdráttar, ef þeir gaukuðu skinnbók að dönsk- um mektarmanni, sem hafði ráð þeirra í hendi sér. Þeir höfðu aldrei verið auðugir af glóandi málmi, sem opnar 'mönnum leiðir um hallirnar. Fomar bækur urðu meðmæla- bréf þeirra og mannréttinda- skirteini á fund fursta, sem skópu þjóðum örlög. Safn Áma var flutt til Kaupmannahafnar af því að þar var höfuðstaður fslands og Hafnarháskóli var orðinn æðsta menntastofnun fslend- inga í stað Skálholts og Hóla. Það er ekki niðurlæging þjóð- arinnar sem birtist í flutning- unum, heldur eru þeir tákn- mynd um tímamót í sögu hennar. Skeið mestu niðurlæg- ingarinnar var liðið, og það tekur að elda aftur, þótt marg- ar ógóðar ákomur yrði hún að þola, áður en dagur rann. Meira að segja biskupsstól- arnir voru að því komnir að liðast í sundur. Það var Ámi Magnússon, sem stofnaði sjálf- stætt ísland úti í Kaupmanna- höfn, þegar þjóðin heima var flestu rúin. „Og aldrei um eilífð verður til neitt ísland utan það fsland, sem Amas Ameus hefur keypt fyrir líf sitt“, lætur Laxness Jón Mar- teinsson segja í íslandsklukk- unni. Árnasafn var og er sérstæð stofnun við Hafnarháskóla. Safnið var í raun og vem fyrsti háskóli fslendinga. Þeir voru ómissandi fylgjunautar bóka sinna, og þær opnuðu þeim leið til nokkurra mann- virðinga og áhrifa hjá ein- valdsstjórninni í hinum nýju heimkynnum og jafnvel að- gang að bakdyrum konungs- hallarinnar. Kringum hinar fomu bækur varð til nýlenda íslenzkra mentamanna, og það- an komu fslendingum, seim heima sátu, talsmenn og leið- togar. Ámasafn varð höfuð- stöð íslenzkrar þjóðfrelsisbar- áttu, þegar stundir liðu. Marg- ir af helztu forystumönnum ísL á 18. og 19. öld voru starfsm. safnsins lengur eða skemur: Bjami Pálsson, Eggert Ólafs- son, Hannes Finnsson, Pinnur Magnússon, Konráð Gíslason og Jón Sigurðsson. Jón var styrkiþegi og starfsmaður Ámasafns frá 1835 til dauða- dags 1879. Hvort sem hin framsækna sveit fslendinga var kennd við Fjölni æða Fé- lagsrit, þá var kjarni hennar tengdur stofnun Áma Magnús- sonar. Þjóðfrelsisbarátta okkar við Dani er til lykta leidd. Árna- safn hefur skilað miklu hlut- verki bæði sem vísindastofn- un og virki þjóðfrelsismanna. Leitun mun vera á stofnun, sem hefur verið jafnsamgróin þjóð sinni og þetta safn velktra skinnbóka og snjáðra pappirsblaða. Engin þjóð mun eiga neinni stofnun _ jafnmikið að þakka og við íslendingar safninu hans Árna Magnússon- ar. Við reisum því aldrei nægi- lega vegleg salarkynni við heimkomuna. Ást og virðingu sýnum við einkum á verki með því að leggja alúð og ræktar- semi við það, sem við eigum dýrmætast, fsland og íslenzka menningu. Björn Þorsteinsson. <$>- Jólakort Asgrímssafns Eftir BJÖRN ÞORSTEINSSON Fyrir jólin 1961 hóf Ásgríms- safn útgáfu listaverkakorta í litum. Var fyrsta kort safns- ins gert eftir olfumálverki af Heklu. Nú er lokið prmbun S Jola- korti þessa áris, og er þaðprent- að eftir málverki úr Borgaxfirð- inum, frá þeim stað sem Ás- grimur hafði miklar mætur á. í*etía nýpremtaða foort er í sömn staerð og hin fyrri, tvö- falt, með enskum og dönskum texta á bakhlið, ásamt mynd af listamaiminum við vinnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.