Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1963, Blaðsíða 12
Börn í sleðaleik t fyrrinótt snjóaði rækilega hér í Reykjavík og voru börnin fljót að fagna snjónum í gær- morgun og draga fram sleðana. Virðast bömin á myndinni skemmta sér konunglega á sleð- annm sínum.(Ljósm. Þjóðv. A.K.) Þjóðviljann vant- ar fólk til að bera blaðið út í eftirtalin hverfi: Hjarðarhaga Fálkagötu Tjarnargötu og Grunnahverfi Vinsamlegast hring- ið í síma 17500. Síðasta sýning Leikrit Max Rrisch ,,Andorra” verður sýnt í Þjóðleiíkhúsinu í kivöld í síðasta sinn. Er þetta 47. sýningin á leikritinu og má það teijast mjög góð aðsókn. Gunnar Eyjólfsson leikur sem faunnugt er aðalhlutverkið í ,-Andorra” og hefur túllkun hans á hlutverkiniu vakið verðskuld- aða athygli. Le'ikritið mun verða fkrtt á nsestunni í útvarp með sömu leikurum og þátt tóku í sýningum Þjóðleikhússins. Gylfi Þ. Gíslason lýsir yfir á Alþingi: íslenzkur landbúnaður dragbítur á hagvexti □ Ekkert er íslenzkum hagvexti meiri fjötur um fót en þau hundruð milljóna króna sem þjóðin verður að borga með landbúnaðinum á ári hverju. □ Á þessa leið fórust viðskiptamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni orð í ræðum í sameinuðu Alþingi í gær 1 fram- haldi fyrstu umræðu um frumvarp til laga um þjóðhagsáætlun framborið af Helga Bergs og fleiri Fram- sóknarmönnum. Varð mikill kurr meðal Fram- sóknarmanna í þingsalnum og frammíköll, svo að forseti varð margoft að biðja þá að gefa ráðherra hljóð á meðan hann greindi frá því, sem hann kall- aði þær bláköldu staðreyndir, er menn yrðu að gera sér grein fyrir til að skilja vandamál ís- lenzks efnahagslífs. Samkvæmt skilningi Gylfa eru þessar stað- reyndir einfaldlega þær, að landbúnaður á íslandi borgar sig ekki, frekar en í öðrum löndum Vestur-Evrópu, og neyt- endur hafa greitt allt að þrjú hundruð milljónir króna á ári og eflaust rmm meira nú. til að Gylfi Þ. Gíslason halda þessum atvinnuvegi uppi. Þessa upphæð verður að lækka en styrkgreiðsla þessi mun aldr- ei hverfa svo langt sem við get- um séð. sagði viðskiptamálaráð- herra. Vill ekki gera nauðsyn- legar ráðstafanir Raunhæfustu ráð til úrbóta taldi Gylfi vera þau, að flytja vinnuafl úr landbúnaði í sjávar- útveg og iðnað. Þetta væru beztu aðgerðir til að efla ís- lenzkan hagvöxt. En ráðstafan- ir í þessa átt vill ríkisstjómin ekki gera, sagði ráðhérrann, heldur fara gullinn rrjeöalveg. En sá sem ekld skilur fyrr- greindar staðreyndir hefur ekki gert sér grein fyrir vandamálum efnahagslífsins, sagði Gylfi und- ir lok máls síns. Loks las ráðherra. máli sínu til stuðnings, kaffla úr grein í Árbók landbúnaðarins 1963 eft- ir dr. Bjöm Sigurbjömsson, þar sem hann heldur þvi fram að mjólkurbú borgi sig ekki með færri en 30 mjólkandi kúm og sauðfjárræktarbú eigi að miða við efcki færri en 500 vetur- fóðraðar ær. Eða í stuttu máli: að fækkun fólks í landbúnaði megi ekki líta á sem hnignun landbúnaðar heldur öfúgt og tefc- ur sem dæmi um möguleika á tæknivæðingu og verkhagræð- ingu í þessari atvinnugrein að í Gunnarsholti annist einn mað- ur ellefu hundruð fjár. Föðurleg áminning Bjami Benediktsson kvaddi sér hljóðs næst á eftir Gylfa og Framhald á 2. síðu. Halldóra B. Björnsson kjörin formaður Rit- höfundafél. fsl. Aðalfundur Rithöfundafélags Islands var haldinn sL sunnudag i Aðalstræti 12. Kostn var ný stjóm, og skipa hana eftirtald- ir menn: Formaður: Halldóra B. Bjömsson, ritari: Elías Mar, gjaldkeri: Baldur Óskarsson, og meðstjómendur Þorsteinn frá Hamri og Jón frá Pálmholti. Fráfarandi formaður félagsins, Friðjón Stefánsson, baðst ein- dregið undan endurkjöri. LH FRUMSYNIR JOLA- ÞYRNA ANNAÐ KYÖLD A morgun, föstudag, frum- sýnir Leikfélag Hafnarfjarð- ar leifcritið Jólaþyrna eftir Wynyard Browne. Þýðingu gerði Þorsteinn ö. Stephen- sen, en þetta var jólaleikur útvarpsins fyrir sjö árum. Leifcur þessi fjailar eins og önnur leifcrit höfundartas um lífslygina, eða leitina að sann- leikanum, og gerist á ensku prestssetri. Með aðalhlutverk- ið fer Gestur Pálsson en aðr- ir leikendur eru: Emelía Jón- asdóttir, Áróra Halldórsdótt- ir. Jóhanna Norðfjörð, Auður Guðmundsdóttir. Ragnar Magnússon, Sigurður Krist- insson og Valgeir Óli Gí&la- son. Leikstjórn annast Kílem- ens Jónsson. Eins og nafnið ber með sér er þetta fyrst og fremst jólaleikur og fer fram á aðfangadag og jóladag. Fi-umsýning verður eins og fyrr segir á föstudagstovöld í Bæjarbíói í Hafnarfirði og verða sýningar fram yfir jól. Þess má að lokum geta að þetta er 28. leikár Leifcfélags Hafnfirðinga og mun í ráði að setja annað styfckl á svið eft- ir áramót. Formaður Leik- félagsins er Sigurður Krist- insson. Ný bók á markaðnum: ,Þér ai segja' 1 gær kom á bókamarkaðinn veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar er Stefán Jónsson fréttamaður hefur skráð og nefnist hún „Þér að segja”. I bók þessari sem er 275 blað- síður að stærð auk allmargra myndasíðna rekur sá frægi mað- ur Pétur Hoffmann Salómonsson æviferil sinn allt frá blautu barnsbeini til þessa dags og kennir þar að líkum margra grasa. Segir þama frá mörgum mannraunum sem Pétur hefur ratað í um dagana, svaðiMarir á sjó og landi, athöfnum hans margvíslegum og viðskiptum við ýmsa kunna menn. Skrásetjari bókarinnar er Stefán Jónsson fréttamaður en hann hefur sem kunnugt er sett saman tvær bækur áður, Kross- fiska og hrúðurkarla og Mína menn. er báðar hlutu miklar vinsældir og runnu út eins og bráðið smér á jólamarkaðinum. Er trúlegt að svo fari ertn um þessa bók. Útgefandi bókar þessarar er Ægisútgáfan, Guðmundur Jak- obsson, en bókin er prentuð f Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Káputeikningu hefur Atli Már gert. Svcrrir Haraldsson listmálari í vinnustofu sinni. Hann stendur þarna hjá höggmynd sem hann hcfur gert og verður á sýningunni i Listamannaskálanum. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Sverrir Haraldsson opnar sýningu í kvöld opnar Sverrir Har- aldsson listmálari málverkasýn- ingu í Listamannaskálanum. Á sýningunni eru 69 listaverk. Sýningin ber þess ljósan vott að þama er á ferðinni lista- maður sem framarlega stendur í sinni grein þótt ungur sé. Mál- verkin eru flest gerð á þessu ári og hafa aldrei komið fram á sýningu áður. Á þessari sýningu kemur Sverrir fram með algjöra nýj- ung hér á landi, hvað uppstill- ingu myndanna snertir. Hann hefur látið útbúa einkar skemmtileg statíf fyrir hverja mynd sem gera það að verkum að málverkin njóta sín mun bet- ur en þegar um vegguppheng- ingar er að ræða. Einnig mun nýr kastljósaútbúnaður verða settur í Listamannaskálann. Eins og fyrr segir verður sýn- ingin opnuð í kvöld og þá fyrir boðsgesti. Á föstudag verður opið fyrir almenning milli klukkan 2 og 11 en þannig verð- ur sýningartíma háttað eftir- leiðis. — Málverkasýningar Sverris verður nánar getið í blaðinu síðar. Tvær nýjar bækur frá Ægisútgáfu Ægisútgáfan hefur sent frá sér tvær nýjar bækur auk bók- arinnar um Pétur Hoffmann Salómonsson sem getið er ann- ars staðar í blaðinu. önnur bók- in nefnist Töfrar íss og auðna og er eftir Ebbe Munck. Þýð- andi er Gissur Ó. Erlingsson. Segir í bókinni frá rannsóknar- ferðum um hálendi Grænlands. Hin bókin heitir Hjúkrunar- neminn. ástarsaga eftir Renée Sham, og er hún einnig þýdd af Gissuri Ó. Erlingssyni. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.