Þjóðviljinn - 22.11.1963, Page 8

Þjóðviljinn - 22.11.1963, Page 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Ályktun almenns kirkjufundar: Kristnihald þjóð- arinnar sé kannað Hinn fjórtándd almenni kirkjufundur var haldinn í Reykjavfk og í Skálholti dag- ana 25.—27. október 1963. Að- altmál fundarins var: Kirkju- íegur lýðháskóli í Skálholti. Helztu ál'tsgjörðir fundarins voru ma. þær. sem hér fara á eftir: tJm Skálholtsstað 1. Hinn 14. almenni kirkju- fundur fagnar því innilega að Skálholtsstaður hefur verið af- hentur með öllum gögnum og gæðum þjóðkirkju Isiands til fullrar eignar og umráða. Fund- urinn leyfir sér að færa þakk- ir öllum þeim, sem stuðlað hafa að endurreisn Skálholts- staðar. sér í lagi upphafsmanni þess máls, svo og Alþingi Is- lendinga og rikisstjóm fyrir aðgerðir sínar í málinu. Aðflutningsgjölcl af orgelum til kirkna Almennur kirkjufundur 1963 skorar á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því, að aftur verði lögfest í tollskrárlögum heimild til handa fjármálaráðu- neytinu að fella niður aðflutn- ingsgjöld af orgedum til kirkna. Ú tvarpsmessur Hinn almenni kirkjufundur, ha'ldinn í Reykjavík dagana 25.—26. október 1963, ályktar að æskúegt sé að útvarpa öðru hvoru guðsþjónustum utan af landi frá ýmsum landshlutum, svo að útvarpshlustendur fái víðtækari kynni af kristnihaldi þjóðarinnar en verið hefur. Þjóðfélagsleg þjónusta (díakóníu) kirkjunnar Ragnhildur Jónasdóttir og Jónas Árnason inni í Fannardai. Undir fönn—ný bók eftir Jónas Undir fönn er nafn á nýútkominni bók eftir Jónas Árnason rithöfund, frásagnir Ragnhildar Jónasdóttur um dýr og menn, „með lítilsháttar ívafi frá öðrum“, eins og segir í undirtitli bók- arinnar. 2. Hinn 14. almenmi kirkju- fundur treystir biskupi íslands og Kirkjuráði til að setja sikipulagsskrá fyrir Skálholts- stað sem sjálfstæða stofnun innan kirkjunnar, svo þegar frá upphafi verði mörkuð framtfðarstefna um fram- kvæmdir þar og leitazt á þann hátt við að komast hjá árekstr- um og mistökum. 3. Hinn 14. almenni kirkju- fundur telur það verkefni mest aðkallandi í Skálhoflti að þar verði stofnaður kirkjulegur lýðháskóli, sem hafi það hlut- verk að gefa íslenzkum æsku- lýð kost á fræðslu á trúarleg- um, siðferðislegum og þjóð- emislegum grundvelli, svo og nauðsynlega þjálfun í leik- mannastarfi t*l eflingar kirkju Krists á Islandi. Kirkjukórasamband Reykja- víkurprófastsdæmis hélt hátíð- legt 15 ára afmaeli sitt 14. þ.m. Þar var saman komið fjöl- menni úr öllum kórum sam- bandsins, svo og prestar og organleikarar, og meðal gesta voru herra Sigurbjöm Einars- son biskup, dr. Róbert A. Ott- ósson söngmálastjóri. dr. Páll Isólfsson tónskáld og Jón Is- ólfsson formaður Kirkjukóra- sambands Islands. Formaður sambandsins, Baldur Pálmason, setti sam- komuna og stjómaði henni. A skemmtisikránni voru fern söngatriði: Inga María Eyjólfs- dóttir, ung söngkona úr Hafn- arfirði,. söng við undirleik kennara síns, Maríu Markan óperusöngkonu. Tveir félagar úr Dómkómum, Friðrik Ey- fjörð og sr. Hjalti Guðmunds- son, sungu glúntasöngva, og var dr. Páll Isólfsson við hljóðfærið. Þá söng dönsk stúlka, Bente Ruager, nokkur lög við undirleik dr. Róberts A. Ottóssonar. en hún er lærð i söngfræðum og hefur tekið að sér raddþjálfun fyrir kirkjukóra sambandsins. Loks sungu kóramir allir sameinað- ir þrjú ísl. lög undir stjóm þeirra dr. Páls og dr. Róberts. Síðast en ekki sízt er svo að geta ræðu. er dr. Páll hélt. þar sem hann sagði á sinn snjalla hátt frá för sinni á fund Sig- fúsar Einarssonar, en þá var Páll innan við fermingu og átti heima á Stokkseyri. Var Páll að sýna Sigfúsi handrit að nokkrum fyrstu lögum sínum. Varð þetta lionum eftirminni- leg ferð — og hið sama áheyr- Kirkjufundurinn felur kom- andi stjóm næsta fundar að kveðja ttl fimm manna nefnd til að flytja á næsta kirkju- fundi ákveðnar tillögur um hvernig bezt sé að skipleggja líknarstörf safnaðanna innan kirkju vorrar, einkum þó með tidliti til gam'la fólksins og sjúklinganna. Ennfremur var samþykkt að visa til biskups og Kirkjuráðs tilllögu frú Jósefínu Helgadótt- ur um fjóra ferðapresita til starfa, ebn í hverjum lands- fjórðungi, þar eð það er mik- ið mól og þarfnast mikils und- irbúnings. Til sömu aðila var einnig visað tillögu Jóns H. Þor- bergssonar um könnun á kristnihaldi þjóðarinnar. endum dr. Páls á samkomunni. Eftir að skemmtiskráin var tæmd. var dansað fram til kl. 1. — Afmælisfagnaður þessi fór vel fram í alla staði. Níunda iandsþing Náttúru- lækningafélags íslands var hald- ið síðast £ októbermánuðu s.l. 18 þingfuiltrúar voru mættir. Auk hinna venjulegu þingmála, voru ýmis áhugamál félags- manna rædd og virtist mikill á- hugi hjá þingfulltrúum að vinna að útbreiðslu og eflingu nátt- úrulækningastefnunnar, m. a. með því að vinna að stofnun félagsdeilda sem víðast á land- inu. Minningarkort ★ Slysavarnafélags Islands kaupa flestir. Fást hjá slysa- vamadeildum út um allt land. I Reykjavík í Hannyrðaverzl- uninni Bankastræti 6. Verzl- un Gunnþórunnar Halldórs- dóttur, Bókaverzluninni Sögu Langholtsvegi og 1 skrifstofu félagsins í Nausti á Granda- garði. ★ Minningarspjöld Kópa- vogskirkjn fást á Digranes- vegi 6. Meginefni þessarar bókar eru frásagnir Ragnhildar af lífinu á afskekktum austfirzkum sveitabæ, þar sem hún bjó um skeið ein með dýrum sínum sem hún lýsir af næmum skilningi og skemmtilegri hug- kvæmni. Fleiri persónur koma þó við sögu en kýr og kindur, kettir, hundar og hestar. því að inn- an um frásagnir Ragnhildar vefur Jónas Ámason sínar eig- in lýsingar á hresstiegum mönnum í hinu austfirzka sjávarplássi, þar sem hann er gamalkunnugur staðháttum. Forstjóri heiHsuhælisins i Hveragerði gat þess að aðsókn sjúklinga að heilsuhselinu hefði verið góð á s.l. ári. en aldrei meiri en á yfirstandandi ári. 7 herbergja álmu hefði á þessu ári verið bætt við hælisbygginguna, og brátt myndi hefjast smíði starfsmannahúss, og fleiri endur- bætur hefðu verið gerðar. Að loknu fundarhaldi annan dag þingsins nutu þingfulltrúar góðgerða, sem NLF-búðin að Týsgötrj 8 gaf. M. a. rétta er fram voru bornir voru kökur úr nýmöluðu hveitikomi ræktuðu á Skógasandi, og þóttu þær hið mesta ljúfineti. Stjómarkosning fór fram og voru þessir kosnir í aðalstjóm: 1. forseti frú Amheiður Jóns- dóttir, námsstjóri, Reykjavík, 2. forseti Pétur Gunnarsson til- raunastjóri, Reykjavík. Aðrir í stjóm eru frú Guð- björg Birkis, Rvtfk, Klemenz Þor- leifsson kennari, Rvík og Páll Sigurgeirsson, kaupmaður Rvík. Endurskoðendur. Dagbjartur Gislason, loftskeytamaður og og Þorvaldur Jónsson. Þingsiit fóru fram sunnudag- Nokkur kaflaheiti í bókinni: „Spurðu vindinnKross- inn í Fannardal. „Dameme först“. Mýs, tóbak og rottur. Hrossin ung og gömul. Lund- arfar geita. Lífsviðhorf lóunn- ar. Kýr með „talent". Ein lítil draugasaga. Sumir eru svona gerðir. Slaknar á stritinu. Hin- ir vængjuðu prófessorar. Kons- ert uppi í fjalli. Löpp í klöss- un. ★ Margar myndir eru birtar í bókinni. sem er nær 230 síð- ur. — Útgefandi er Ægisútgáf- inn 27. október í Heilsuhælinu i Hveragerði og nutu þingfulltrúar þar ágætra veitinga. (Frá NLFl). Frá Alþingi í gær Að loknum fundi í sameinuðj Alþingi í gær þar sem leyfðar voru fyrirspurnir um byggingar- mál Listasafns rfkisins og rann- sóknarskip í þágu sjávarútvegs- ins, voru fundir settir í báðum deildum. I efri deild urðu nokkrar um- ræður um stofnlánadeild land- búnaðarins og var það fyrsta umræða. 1 neðri deild var frumvarpi um lausn kjaradeilu verkfræð- inga vísað samhljóða til annarr- ar umræðu svo og frumvarpi um vegalög. Þá var frumvarpi um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa að lokinni þriðju umræðu sam- þykkt samhljóða til efri deildar. Þá urðu í neðri deild nokkrar umræður um frumvarp um heft- ingu sandfoks. Það var fyrsta umræða. Kirkjukórasamband Reykja- víkur minnist 15 óra afmælis Nýrri álmu bætt við heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði í ár Föstudagur 22. nóvember .1963 (slenzkir unglingar tíl Bandaríkjanna— bandurískir hingað Árið 1961 hóf Þjóðktikjan þátttöku í starfsem'i, sem mið- ar að þvtf að auka kynni milli þjóða. Fór þá hópur níu ung- menn vestur um haf, er þrír amerískir unglingar dvöldu hár í eitt ár. Næsta ár voru ís- lenzku þátttakendurnir 15, en hinir amerisku 4. Yfirstandandi skiptiár dvólja 20 Islendingar vestra, en hinir erlendu gisti- vinir hér eru enn aðeins 4. Ungmennaskipti þessi hófust upphaflega eftir síðari heims- styrjöldina, er Bræðrakirkjan í Bandarikjunum beitti sér fyrir því að þýzkir unglingar fengju að d-velja á ameriskum heim- tium. Varð reynsla þessara fyrstu skipta slík, að heppilegt þótti að færa starfið inn á annað og víðtækara svið. Urðu því fleiri kirkjudeiildir tii að bjóða stuðning sinn og fleiri þjóðir hófu einnig virka þátt- töku. Ei-u skiptin nú ekki leng- ur bundin eingöngu við Evr- ópu annars vegar og Ameriku hins vegar, heldur ná þau einn- ig til Asíu og Afríku og i undirbúningi eru skipti mill'i Evrópulanda innbyrðis. Tilhögun 15. júlí næsta sumar mun ís- lenzki hópurinn halda vestur um haf. Verður flogið með Loftleiðum til New York, en síðan dválið nokkra daga í einhverjum háskóia við austur- strönd Bandarikjanna, þar sem hinir erlendu hópar blandast og fá sín fyrstu kynni af banda- rísku þjóðlifi. Síðan tvistrast hópurinn og hver heldur til þess heimtiis, sem honum hef- ur verið úthlutað og hann hef- ur áður staðið í bréfaskiptum við. Er dvalartíminn heilt ár, og eru skiptinemamir frekar fjölskyldumeðlimiir en gestir heimilisins. Stunda þeir nám í svokölluðum ,,High Schools’, sækja kirkju fósturforeldranna og sinna safnaöarstörfum. Um svipað leyti kemur banda- ríski hópurinn hingað og fær sín fyrstu kynni af íslenzku fjölskyldulífi. H'ingað tti hef- ur Keflavík verið eini stað- urinn utan Reykjavíkur, sem hefur tekið skiptinemendur öll árin, en auk þess dvaldi skipti- nemi í Hafnarfirði eitt ár. Standa vonir til, að unnt verði að taka á móti a.m.k. tórom amerískum skiptinemum næsta ár. Þátttakendur Umsækjendur verða að vera orðnir 16 ára 1. sept. 1964 og ekki eldri en 18 ára sama dag, til þess að geta tekið þátt í næstu skiptum. Þeir verða að hafa góða undirstöðuþekkingu í enskri tungu, vera félagslega sinnaðir og á allan hátt verð- ugir fulltrúar lands og kirfcju. Allar nánari upplýsingar veitir æskulýðsfulltrú'i þjóð- kirkjunnar á skrifstofu biskups. Klapparstíg 27, simi 12236, og afhendir hann einnig umsókn- areyðublöð. Verða umsóknir að hafa borizt fyrir 12. desember. (Frá æsku 1 ýðsfu 11trúa Þjóð- kirkjunnar). LANDHELGIS- GÆILAN Landhelgisgæzlan óskar að ráða flugvirkja. Upplýsingar gefur Gunnar Loftsson 1 síma 12880. Unglingsstúlka óskast hálfan eða allan daginn, til sendiferða. Má/ menning sími 22973. t Konan mín GUÐRÚN PALMADÓTTIR' andaðist aö heimili okkar Skólatröð 4 Kópavogi 21 þ.m. Sveinn Halldórsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns, sonar, og bróður. ASTRAÐS K. HERMANNlUSSONAR Guðrún Eyjólfsdóttir, foreldrar og systkini. --------1—ir—1»nrTnini—w—nii ' ' -n—i'^—ia—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.