Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. nóvember 1963 HðÐWUINN SlÐA 3 Stutt æviágríp Kennedys íorseta Lyndon B. Johnson Nýi forsetinn NEW YORK 22/11. — Hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Lyndon Baines Jahnson, er 55 ára að aldri. Hann er sagður eljusam- ur starfsmaður, og það var Kennedy sjálfur, sem valdi hann sem varamann sinn, þótt hann hefði verið einn harðasti keppinautúr hans í kosninga- baráttunni. Johnson er frá Tex- as og er stjómmálamaður að atvinnu. Hann kom til Washing- ton 23 ára að aldri og var þá aðstoðarmaður þingmanns nokk- urs, en var síðan sjálfur kjör- inn á þing 5 árum síðar. Fyrstu árin, sem hann dvald- ist í höfuðborginni studdi hann New Deal stefnuna og var einn af skjólstæðingum Roosevelts. Viðbrögð John Fitzgerald Kennedy var fæddur í Boston af írskum for- eldrum í báðar ættir. Faðir hans. Joseph Kennedy, var vel efnum búinn og átti auðlegð hans þó eftir að vaxa mjög. Joseph Kennedy var vinur F.D. Roosevelts forseta sem skipaði hann sendiherra í London 1937. Háskólanám sitt stundaði John F. Kennedy við London School of Economics og síðar við Har- vard og lauk prófi 1940. Hann gekk í flotann eftir árásina á Pearl Harbor og var falin stjóm tundurskeytabáts. Hann gat sér mikið orð fyrir hreysti, þegar báti hans var sökkt á Kyrrahafi. Að loknu stríði starfaði hann um sinn sem blaðamaður, en þegar árið 1946 hófst stjóm- málaferill hans, þegar hann náði kosningu fyrir Demókrata til fulltrúadeildarinnar. og var end- úrkjörinn tvívegis. Þegar hann hafði náð lágmarksaldri, 35 ára, árið 1952, bauð hann sig fram til öldungadeildarinnar og náði kosningu. Hann vakti þegar á sér athygli og var talinn einn efnilegasti ungi maðurinn í hópi Demókrata. Hann fylgdi að jafn- aði að málum frjálslyndari armi flokks síns. Stjarna hans fór hækkandi og litlu munaði að hann yrði fyrir valinu sem varaforsetaefni Demókrata í kosningunum 1956. Þá var þegar orðið ljóst að hann stefndi að því að komast í forsetastólinn og með þaul- skipulagðri herferð sem öll hin fjölmenna Kennedyætt tók þátt í tókst honum fyrst að gersigra alla keppinauta sína í flokki Demókrata og síðan að sigra með naumindum Nixon, fram- bjóðanda Repúblikana, í kosn- ingunum 1960. Hann var þá 43 ára gamall, yngsti maður sem nokkru sinni hafði verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Kennedy gaf út þrjár bækur, þá fyrstu skrifaði hann þegar hann var enn við háskólanám, og kom hún út 1940. Hún fjall- aði um andvaraleysi Breta gagnvart hættunni af nazism- anum. Aðra bók skrifaði hann 1956 meðan hann lá á spítala sökum meiðsla sem hann hlaut i stríðinu. „Profiles in Courage" hét hún og fjallaði um banda- ríska stjómmálamenn sem höfðu haft hugrekki til að hvika ekki frá skoðunum sínum, þótt óvinsælar væru. Sú bók hlaut Pullitzerverölaun. 1 ár kom þriðja bók hans, ræðusafn, en Kennedy var ræðuskörungur mikill. Hann var kvæntur Jacquel- ine Bouvier og áttu þau hjón tvö börn. Afturhaldinu er um kennt WASHINGTON 22/11 — Víst er talið hér að fráfall Kennedys forseta muni hafa mjög mikil áhrif á alla stjómmálaþróunina í Bandaríkjunum. Fréttamaðar Reuters segir að í Washington séu flestir á því að kenna „óð- um íhaldsmönnum" um morðið, enda þótt enn sé ekki vitað neitt með vissu um nánari til- drög þess. Morðið var framið í einu í- haldssamasta fylki Bandarikj- anna og telja sumir líklegt að viðbjóður sá sem það hefur vak- ið meðal alls almennings í land- inu kunni að spilla fyrir fhalds- mönnum í forsetakosningunum næsta haust, og þá helzta for- kólfi þeirra, Barry Gold- water, ef hann verður í fram- boði. Það eru óvandaðar kveðjur sem heyrast í Washington í garð afturhaldsmanna. einkum þeirra sem standa að baki John Birch- félaginu. — Birch-menn geta fagnað nú. Það voru þeir sem lögðu fingurinn á gikkinn, sagði þannig einn af þingmönnum Demókrata, Hale Bogg. Oswald neitar statt og stöðugt I nótt var skýrt frá því í Dallas, að maður- sá sem hand- tekinn var grunaður um morð Kennedys, Lee Harvey Osvald, hafi neitað því statt og stöð- ugt í margra klukkustunda yfir- heyrslu að vera nokkuð viðrið- inn morðið. Morðvopnið hefur fundizt, lá það bak við bókahrúgu á þriðju hæð hússins sem skotíð var úr, en í því eru geymdar skólabæk- ur. Þetta var japanskur riffill með Jtíki. Framhald af 1. síðu. hann votta frú Kennedy og bandarískú þjóðinni dýpstu hlút- tekningu. Guðmundur I. Guðmundsson utanrikisráðherra, sem er með forseta, hefur einnig sent Dean Rusk. utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, samúðarkveðjur vegna hins sviplega fráfalls Kennedys forseta. Strax og andlátstilkynningin hafði verið gefin út komst á ægileg ringulreið i kauphöliinni í New York. Verðbréf tóku að hríðfalla, svo að vélin sem reiknaði verðið á bréfunum hafði ekki við. Var að lokum gripið til þeirra ráða að loka kauphöllinni til bess að koma í veg fyrir að verðbréfin féllu nið- ~T úr öllu valdi. Málgagn Kommúnistaflokks /ovétríkjanna, „Pravda" segir dxá andláti Kennedys forseta í /berandi forsíðufregn og minn- ir blaðið m.a. á ræðu þá sem hann hélt í Washington í sumar, en þá hafi hann lagt á það höf- uðáherzlu, segir blaðið, að all- ar þjóðir eigi þá ósk heitasta að réttlátur friður ríki í heim- inum og þær afvopnist. Síðar lagði hann sig allan fram við að fá Moskvusáttmálann um bann við kjarnasprengingum fullgiltan. Hinir „óðu menn“ í Bandaríkjunum gerðu allt sem þeir gátu til að spilla fyrir starfi hans að þvi að bæta sam- búð á alþjóðavettvangi, segir »Pravda“. Fjórði forsetinn sem var myrtur John F. Fitzgerald er fjórði forseti Bandaríkjanna sem fell- ur fyrir morðingjahendi, ag all- ir hafa þeir verið skotnir til bana. Fyrstur var hbin ástsæli Abra- ham Lincholn, sem myrtur var í leikhúsi f Washingtan á föstu- daginn langa árið 1865, örfáum dögum eftir að þrælastríðinu lauk með sigri norðurríkjanna. Morðinginn var leikari að Nafni John Wilkers Booth. sem ætt- aður var úr suðurríkjunum. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Sig- urðar Kristinssonar, 'fyrrv. forstjóra. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. Myndm er tekin þegar úrsHt voru kunn í forsetakosningunum 1960, Jacqueline horfir að- dáunaraugum á mann sinn. I F r t ! Harmur og kvíði James Garfield var skotinn til bana 2. júlí 1881 á jámbrautar- stöð í Washington. Morðinginn var geðbilaður maður að nafni Guiteau, sem vildi hefna þess að honum hafði ekki verið veitt embætti sem hann hafði sótt um. Sá þriðji var William McRinl- ey, sem skotinn var á sýningu í Buffalo í New Yoric og var morðinginn anarkisti að nafni Czolgosz. McKinley lézt sex dög- uxp síðar. áum mönnum er gefið að setja slíkt mark á sam- tímann vegna pólitískra valda og persónulegra áhrifa, að það er eins og umskipti verði í heiminum, þegar þeir falla frá. Einn slíkur maður var John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna. Marg- ir menn hafa gegnt því em- bætti og ýmsir mikilhæfir, en þó mun vart um það deilt, að honum tókst á stuttum for- setaferli sínum að afla sér slíkrar virðingar og vinsælda að honum mun verða jafn- að til þeirra fyrirrennara hans sem mest eru metnir. John Kennedy var óvenju- legum hæfileikum gædd- J ur. Hann var vel máli farinn, B svo að af bar. Hann setti J saman bækur sem mikið þyk- H ir til koma. Hann var ein- ^ stakt hraustmenni, hugprúður H og ósérhlífinn, eins og glöggt L kom í ljós þegar á reyndi i ^ stríðinu. Hann var óvenju b snjall stjórnmálamaður, kunni " klæki og brögð bandarískra stjórnmála betur en flestir aðrir, eins og skjótur frama- ferill hans í þeim sannar. Hann hafði lag á að laða til sin hæfileikamenn. Hann unni listum og bókmenntum og var að því leyti allfrá- brugðinn hinum dæmigerða bandaríska stjómmálamanni. Hann var vel menntaður og gerði sér far um að öðlast skilning á því sem gerðist í heiminum á hans tíma, en það verður ekki sagt um alla fyrirrennara hans. Á banda- ríska vísu var hann viðsýnn og frjálslyndur og það var það víðsýni og frjálslyndi sem settu mót á stefnuskrána sem hann setti sér þegar hann tók við embætti forseta. mála. varð samt mikil breyt- ing á stjórnarstefnu Banda- ríkjanna á þeim þremur ár- um sem hann gegndi forseta- embætti. Það voru viðhorf Bandaríkjastjómar í utanrík- ismálum sem breyttust og það er ekki hvað sízt þess vegna sem fráfall Kennedys vekur mönnum kvíða. F’ | B í'|egar hann tók við völdum I Ir eftir átta ára stöðnunar- ! ['yrstu afskipti Kennedys af utanríkismálum voru að vísu ekki slík, að þau gætu vakið vonir um frið og batn- andi sambúð. Það var innrás- in á Kúbu rúmum tveimur mánuðum eftir að hann tók við embætti. En bæði varþað að ævintýrið í Svinaflóa hafði verið ákveðið áður en hann tók við embætti og hitt að hann virtist læra af þeim hrakförum. Þótt á ýmsu hafi gengið á alþjóðavettvangi síðustu þrjú árin, hefur þó þróunin mótazt af vaxandi samskiptum og batnandi sam- búð Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna og aldrei síðan stríði lauk hafa menn haft meiri ástæðu til að líta vongóðir fram á veg en einmitt nú. Þáttur Kennedys forseta f þeirri þróun var mikill, og vafalítið má telja að hann hefði gengið lengra í þessa átt ef hann hefði ekki átt við að eiga volduga aðila heima- fyrir sem vildu fara aðra leið. Því er það að við fráfall hans harma menn ekíki aðeins mikilsvirtan og vin- sælan þjóðarleiðtoga, held- ur setur að mönnum ótta vegna þess að enginn veit hvað við muni taka. Vara- forsetinn Lyndon B. John- san sem nú hefur þegar svarið embættiseið sinn sem æðsti maður Bandaríkjanna kann að vera ýmsum kost- um gæddur, en engum mun þó til hugar koma að hann geti fetað í fótspor Kennedys. Og nú er aðeins eitt ár til forsetakosninga í Bandaríkj- unum. Vald hinna ofstopa- fullu íhaldsafla í Bandaríkj- unum er svo mikið, að það hafði jafnvel verið talið að Kennedy myndi eiga í vök að verjast næsta haust, þeg- ar allar líkur benda til að frambjóðandi Repúblikana verði af svartasta sauðahúsi þess afturhalds sem ekkert hefur lært af reynslunni. Þótt engu skuli spáð er ekki annað sýnna nú en það aft- urhald muni þá aftur setj- ast á valdastóla í Bandaríkj- unum. Það er kvíðvænleg til- hugsun. ás. Þegar Kerniedy flutti innsetningarræöu sína í janúar 1961. tímabil stjómarára þeirra Eisenhowers og Dullesar, var því þess að vænta að um- skipti yrðu í bandarískum stjómmálum. En það verður að játa að þau urðu ekki með þeim hætti sem við var búizt. Sannleikurinn er sá að þær margvíslegu umbætur i bandarísku þjóðlífi, sem Kennedy boðaði 1 innsetning- arræðu sinni, em flestar enn ókomnar. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika sína tókst Kenne- dy ekki að koma áformum sínum í framkvæmd. ÖU meiriháttar fmmvörp hans sem miðuðu að því að draga úr því mikla misrétti sem ríkir í auðugasta landi heims voru drepin á þingi eða dög- uðu uppi. En þótt hið banda- ríska afturhald hafi komið í veg fyrir framgang þeirra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.