Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. nóvember 1963 — 28. árgangur — 249. tölublað. Stutt æviágrip hins látna Bandaríkjaforseta ásamt minningarorðum á 3. síiu KENNEDYMYRTURITEXAS Skotinn til bcma þegar opin bifreið hans ók um eina aðalgötuna í Dallas í Texas, riffilkúlan hœfði hann í vinstra gagnauga og hann lézt skömmu síðar á siúkrahúsi DALLAS, Texas 22/11. — John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, lézt í sjúkrahúsi hér í dag kl. um 1 eftir hádegi að staðartíma (kl. 18 að íslenzk- um tíma). Hálfri klukkustund áður hafði kúla úr byssu tilræðismanns hæft hann í höfuðið. Nánari atvik tilræðisins eru enn óljós. Forsetinn var ásamt konu sinni á leið frá flugvelli inn í borgina o? óku þau í opnum bíl með fylkis- stjóranum John Connally og frú hans. í öðrum bíl var Lyndon B. John- son varaforseti. Þegar bílalestin ók uui fjölfarna götu í miðbiki borgar- innar, þar sem saman var komið margmenni að hylla forsetann, kváðu allt í einu við þrjú byssuskot, hvert af öðru. Eitt skotið hæfði forsetann í vinstra gagnaugað og hné hann þegar niður í sæti sínu og lagði alblóðugt höfuðið í kjöltu konu sinnar, sem við hlið hans sat. Tvær kúlur hæfð i Connally fylkisstjóra. Bíl þeirra var þegar ekið til sjúkrahúss, en lífi forsetans varð ekki bjargað; hann lézt rúmri hálfri klukkustund síðar án þess að hafa fengið meðvitund, en fy!kisstjórinn lá enn þungt haldi in, þegar síðast fréttist. Frásagnir sjónarvotta af þess- um atburði eru annars mjög a reiki og stangast á hver við aðra. Samkvæmt einni þeirra komu skotin frá þriðju hæð byggingar einnar, en annar sjón- arvottur er borinn fyrir því að um leið og skothvellirnir gullu við, hafi hann séð byssu dregna inn á siöttu hæð í húsinu. Lítill vafi virðist þó leika á bvf að tilræðismaðurinn eða mennirnir hafi búið um sig í þessu húsi. Bílum snúið við Allt komst á ringulreið þegar skotin féllu. Samkvæmt einni frétt. sem þó er óstaðfest, reyndi einn af lögreglumönnunum f fðruneyti forsetans að svara skotunum, en var þá sjálfur skotinn til bana. Bflum forsetans og varaforset- ans vaf snúið við. en aðrir bíi- ar f lestinni héldu áfram. Ekið var með forsetann til Parklands- sjúkrahússins. Hann var enn með lífsmarki þegar þangað kom. en komst aldrei til meðvit- undar. enda hafði kúlan hæft hann beint f höfuðið. Skotin sem hæfðu Connally fylkisstjóra voru ekki .iafnhættu- leg og var talin von til þess að lífi hans yrði biargað, þótt hann væri þungt haldinn. Lfkið flutt til Washington Kona Kennedys, Jacqueline, sat við banabeð hans þar til hann gaf upp andann. Aður höfðu ver- ið kvaddir til kaþólskir prestar og veittu þeir honum toina síðustu smurningu. þegar ljóst var hvernig fara myndi. Lík hans var borið úr spítal- anum út í bifreið og fylgdi kona hans því; föt hennar voru al- blóðug. Ekið var til fiLugvallar- ins og líkið flutt heim til Wash- ington. Johnson sver embættiseið Johnson varaforsebi fór með í flugvélinni og í henni sór hann embættiseið sinn sem 36 forseti Bandaríkjanna. Hann sór eið sinn fyrir héraðsdómara, Sarah T. Hughes að nafni. Morðingja leitað 1 húsi því sem skotin komu úr fundust á sjöttu hæð matarleif- ar og annað | sem • benti til þess að þar hefðu tilræðismaðurinn eða tilræðismennimir búið um sig í nokkra daga. Ýmsar sögur fóru af því af hvaða gerð morðvopnið hefði verið, var fyrst talað um brezk- an riffil, síðan um bandarísk- an eða japanskan herriffil og loks um þýzkan riffil af Maus- ergerð. Öllu tiltæku lögregluliði Bandaríkjanna var þegar í stað fyrirskipað að hefja leit að morðingjanum. „Nú er öllu lokið" Fjöldi manna var tekinn höndum og yfirheyrður, en sá fyrsti sem nafngreindur var, er 24 ára gamall Texasbúi, Lee Harvey Oswald að nafni. Haft var eftir lögreglunni að sterk- ur grunur lægi á honum fyr- ir hlutdeild í tilræðinu. Hann var handtekinn í kvik- myndahúsi einu í Dallas, en fyrir utan húsið hafði fundizt lík lðgreglumanns. Oswald þessi dvaldist nokkurn tíma í Sov- étríkiunum fyrir fjórum árum og hafði þá við orð að sækja um þegnrétt þar. Hann hvarf þó aftur heim og er sagður hafa verið framámaður í sam- tökum Kúbuvina. f frétt frá bandarísku upplýsingaþjónust- unni sem barst um miðnættið var hann ekki nafngreindur, en 'aðeins sagt að „24 ára gamall maður væri undir yfirhéyrslu í Dallas til að ganga úr skugga um hvort hann hefði átt nokk- urn þátt í morðinu". Eins og áður segir hafa fleiri menn verið handteknir, þ.á.m. einn í Fort Worth. en þegar sið- ast fréttist var ekkert vitað með vissu um hvort þeir hefðu verið við morðið riðnir. Útför á mánudag Lík Kennedys forseta mun að öllum líkindum verða lagt á við- hafnarbörur í Washington á sunnudag og líklegt þykir að út- förin fari þegar fram á mánu- daginn. þótt það hafi enn ekki verið ákveðið. Bræður hans Edward öldunga- deildarmaður, Robert dðmsmála- ráðherra og systir hans Eunice héldu þegar til Dallas þegar þeim bárust sorgartfðindin. Ro- bert var þá f forsæti f öldunga- deildinni í forföllum Johnsons varaforseta. Poreldrar hans fengu fregnina í Hyannisport í Massachusetts, en þau áttu von á syni sfnum þangað á fimmtudaginn í næstu viku. Maður sem var að vinnu f garði þeirra heyrði fréttina í útvarpi og bar þeim tfðindin, l».ióðarsorg Það er ekki ofmælt að þjóðar- sorg hafi orðið í Bandarfkjun- um þegar fregnin af sviplegu láti forsetans barst um þau. og hann er einnig harmaður víða um heim. eins ög getið er. annars staðar í blaðinu. Þögn sló á fólk begar fregnin barst og það máUi le<ia á svip þess að því veittist erfitt að trúa þvf. að hinn ungi forseti, væri látinn. John Fitzgeiald Kemnedy Sviplegt fráfall Kennedys harmað mjög um allan heim Allur heimurinn komst í uppnám í gær, þegar frétt- in um lát Kennedys barst út. Útvarpssendingar voru stöðvaðar hvarvetna til þess að flytja fréttina. Útvarpið f Moskvu gerði hlé á dagskránni til þess að lesa fréttina. Var gefið í skyn, að hægrisinnuð öfl muni standa á bak við morðið á forsetanum. Eftir að fréttin hafði verið flutt voru leikin sorgarlög. Var minnzt á það í útvarpinu, að leiðtogar Sovétríkjanna hefðu alltaf gert greinilegan mun á Kennedy og bandariskum striðs- æsingarmönnum. Greinilegt var á öllum ummælum í útvarpinu, að hinn ungi forseti átti mjög miklum vinsældum að fagna meðal æðstu manna í Sovétríkj- unum. Ríkisstjórn Sovétríkjanna mun ekki láta í Ijós skoðun á mál- inu fyrr en morðið hefur verið rannsakað fyllilega. Mikill mannfjöldi safnaðist framan við bandariska sendiráð- ið í Moskvu til þess að votta samúð sína. Er fregnin um morðið barst í Páfagarð, dró páfinn sig sam- stundis í hlé til þess að biðja fyrir hinum látna. Hann sagð- ist vera skelfingu lostinn. De Gaulle forseti FraJkklands lét svo um mælt. er hann heyrði fréttina, að Kennedy hefði dáið eins og hermanni sæmi, faliið fyrir kúlu er hann var að.gegna skyldum sínum við föðurlandið. Ludwig Erhard forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands, er áttt að eiga fund með Kennedy á sunnudaginn. vottaði Bandaríkj- unum samúð sfna. Andlátsfregnin olli og mlkllli sorg f London. Útvarpið rauf dagskrána strax og fréttin barst til þess að lesa hana. Elísabet drottning settist niður, strax og henni barst fréttin, til þess að skrifa fjölskyldu Kennedys sam- úðarkveðju. Forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson. sem staddur er í Lundúnum að lokinni opinberri heimsókn í Bretlandi sendi f kvöld Lyndon B. Johnson for- seta Bandaríkjanna, samúðar- kveðjur vegna fráfalls Kenne- dys Bandaríkjaforseta og bað Framhald á 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.