Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. nóvember 1963 — 28. árgangur — 251. tölublað. ¦¦¦¦BEaEBMHBBHBBBniHBDHBHeiKaES3BraBaBlHi^^BBaaBBMaHBS)HBaKaBBEKIBSSOHa Oswald var myrtur í höndum lögreglunnar í Dallas GRUNURUMAÐEKKISÉ ALLT MEÐ FELLDU YIÐ MORÐÁKÆRUNA DALLAS 25/11 — Grunsemdir sem vaknað höfðu um að ekki væri allt með felldu við handtöku Texasbúans Lee Harvey Oswald og ákæruna á hend- ur honum fyrir að hafa myrt Kennedy forseta mögnuðust um allan helm- ing, þegar Oswald var sjálfur myrtur í höndum lögreglunnar í Dallas í gær, svo að nú verður aldrei hægt að sannprófa það fyrir rétti, hvort nokkuð er hæft í fullyrðingum lögreglunnar að hún háfi í höndum næg- ar sannanir fyrir sekt hans. Morðið á sakborningnum hefur vakið hryll- ing manna og bandarísk blöð tala um smánarblett á bandarísku réttarfari. ÞEGAR MUNNLEGUR flutning- ur olíumálsins svonefhda hófst fyrir Hæstarétti í gær- dag hafði verið komið fyrir stórum stöflum af skjöhrm og skjalaafritum á - öllum borðum dómenda og mál- flutningsmanna, sækjanda og verjenda. MÁLIB ER SEM kunnugt er mjög umfangsmikið, enda bú- izt við að. málflutningurinn standi yfir alla þessa viku. Endurrit dómsskjala fylla 14 stór hefti, auk héraðsdóms, endurskoðunarskýrslna og efnisyfirlits. SAKSÓKNARI RÍKISINS hafði með sér frumrit dómsskjala, mikinn skjalabunka sem íyll- ir mörg innstunguhefti, 'eins og myndin hér fyrir bfan sýnir, en hún var tekin við upphaf málflutningsins í gær. — Sjá síðu 12 Oswald í járnum — nú mun aldrei fást úr því skorið fyrir rétti hvort í'ótur var fyrir morðkærunni á hann. K&sin viitæiunefnd Þetta nýja morð var framið meðan Oswald var enn í borg- arfangelsinu í Dallas, í kjallara lögreglustöðvarinnar, en flytja átti hann 1 héraðsfangahúsið á öðrum stað í borginni. í bryn- vörðum bíl. Morðið Morðinginn, fimmtugur nætur- klúbbseigandi, Jack Ruby að nafni, stökk að sögn sjónarvotta yfir girðingu sem skildi milli fangans og fréttamanna, hljóp að Oswald með skammbyssu í ¦ hendi, rak byssuna í kvið hans pg hleypti af. Oswald var þegar fluttur í Parkland-sjúkrahúsið en þangað hafði einnig verið farið með Kennedy forseta, Kúlan hafði farið inn í kviðar- holið og sat föst í nágrenni hjartans. Læknar fengu ekkert að gert og andaðist Oswald um hálftíma síðar. ' rnma •k Viðræðufundur var á laugardaginn milli ráðherranna tveggja. Bjarna Benediktssonar og Emils Jónssonar annars vegar og hins> vegar Hannibals VpJdimarssonar, Eðvarðs Sigurðssonar og Björns Jónssonar. sem rætt hafa við ríkisstjórnina sem fulltrúar lands- nefndar verkamannsfélaganna. Tilkynntu þeir ráðherrunum að hin nýja samstarfsnefnd' mundi nú kjósa viðræðunefnd við ríkis- stjórnina af hálfu allra þeirra aðila sem að samstarfsnefndinni standa. •k Viðræðunefndih við ríkisstjórnina var síðan kosin á fundi samstarfsnefndarinnai á . sunnudagsmorgun og skipa hana þessir menn: Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands Islands, Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Björn Tónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, Sverrir Hermannsson. forseti Landssambands íslenzkra verzlunar- manna og Óskar Hallgrimsson, formaður Félags íslenzkra rafvirkja. * Sáttafundur var haldinn á laugardag með fulltrúum Lands- nefndar verkamanna- og verkakvennafélaganna og fulltrúum at- vinnurekenda. Annar fundur þessara aðila hefur verið boðaður í dag, þriðjudag. Þeqm cgosiS fók breytingum Þessar myndir tók Þorleifur Einarsson jarðfræðingur rétt fyrir hádegi síðastliðinn fimmtudag, eða í þann mund sem gosið við Geirfuglasker tók þeirri breytingu að dökkir sprengjumekklr hættu að þeytast upp en vikri, gjalli og ösku tók að gjósa látlaust. Þorleifur fræddi okkur á þvi, að eina vonin til þess að eyjan ekki hyrfi afttir í sæ væri að henni tækist að loka sér lyrir sjógangi og aö hraun tæki aö renna og klæddi hana. Hann sagði eyjuna svipaða Grábrók að gerð og það hraun sem menn þættust hafa séð værti aðeins stórar hraunslettur er moluðust jafnskjótt og þær kæmu niður og rynnu sem skriður í hafið. Engin skýring Engin skýring hefur fengizt á þvi hvernig Ruby komst inn I lögreglustöðina, en þess hefur verið getið til að hann hafi laumazt þangað í fylgd sjón- varpsmanna. Það þykir hins veg- ar furðulegt að lögreglan skyldi ekki hafa betri gætur á því hverjir komust inn í húsið og ekki dregur það úr tortryggni manna að lögreglan þekkti Ruby vel. Bæði var það að nætur- klúbbur hans er aðeins stein- snar frá lögreglustöðinni og svo hitt að hann hafði oft' komizt i kynni við lögregluna sem handtekið hefur hann fyrir of- beldisárásir og líkamsmeiðingar. Úr sögunni Að Oswald látnum er mál hans úr sögunni, sagði Wade, saksóknari í Dallas, við blaða- menn í gær. Þess vegna yrði ekkert birt af þeim gögnum sem lögreglan hafði safnað og hún fullyrðir að sanni sekt hans. — Ég hef sagt lögreglunni að mal Oswalds sé nú útrætt. Nú verð- um við að einbeita okkur að máli Rubys. sagði Wade. Ruby, sem að réttu lagi heitir Rubinstein og er aðfluttur til Dallas frá Chieago, var hand- tekinn strax eftir morðið og mun verða leiddur fyrir kvið- Framhald á 3. síðu. Minningarathöfn s Dómkirkjunni f gær klukkan finun hófst f Dómkirkjunni minningarathöfn um John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. Þar voru við- staddir fulltrúar erlendra ríkja á' íslandi, alþingismenn allir, æðstu embættismenn og aðrir fulltrúar þjóðarinnar; ennfrem- ur var almenningi heimill að- gangur meðan rúm Ieyfði. Var kirkjan þéttsetin og allmargt manna safnaðist saman fyrir ut- an kirkjuna. Dr. Páll fsólfsson flutti í upp- hafi orgelforleik, Benedictus eftir Max Reger en dómkirkju- kórinn söng „Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má". Sig- urbjörn Einarsson biskup flutti minningarorð um hinn látna forseta; lagði hann áherzlu á hina mannlegu eiginleika Johns F. Kennedys sem hefðu áunnið honum traust jafnvel þeirrá sem fjarlægastir hefðu verið verksviði hans, þannig að menn hefðu borið til hans vinarmig en ekki aðeins ^virðrngu. Björn Ólafsson lék þvínæst á fiðlu Litanei eftir Schubert með urtd- irleik dr. Páls, en dómkirkju- kórinn söng „Bjargið alda, borg- in mín." Þá flutti James K. Pen- field, ambassador Bandaríkj- anna á íslandi, ávarp frá ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, en .kaþólski presturinn á Kefla- víkurflugvelli, séra S. E. Alm- asy, flutti bæn. Eftir að Diskup fslands hafði flutt blessunar- orðin söng dómkirkjukórirm. þjóðsöngva Bandaríkjanna og fslands, en að lokum lék Páll Isólfsson. W ! ¦'"'¦¦'¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.