Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. desember 19&S — 28. árgangur — 258. tölublað. HvalfjörBur tilummBu i dag? ¦ Allmiklar líkur eru á því að Hvalfjarðarmálið komi til umræðu í sam- einuðu Alþingi í dag. Fundur hefst kl. 2 síðdegis og verða þá fyrst tekn- ar fyrir þrjár fyrirspurnir. Ef umræður um þær dragast ekki á langinn er sennilegt að Hvalfjarðarmálið verði tekið fyrir áður en fundi verður frestað um klukkan fjögur, en ella á kvöldfundi, sem heyrzt hefur að boða eigi. I«H Eftir allt að 100% kauphækkun hálaunamanna og 16% almennar verihækkanir er verkafólki boðin 4-8% hækkun á dagkaupi! An þess að láta svo lítið að ræða við fulltrúa launþegasamtakanna^ birti ríkisstjórnin í gær opinberlega ,,lausn" sína á ágreiningnum um kjaramálin. Þar er verkafólki skömmtuð 4—8% kauphækkun í dagvinnu einni saman, en eftirvinna, næturvinna, helgidagavinna og ákvæðisvinna má ekki hækka um einn eyri. MIÐAÐ yiÐ RAUNVERULEGAN VINNU- TÍMA FÓLKS JAFNGILDIR TILBOÐIÐ 3 — 5% KAUPHÆKKUN! Þetta dirfist ríkisstjórnin að bjóða eftir þá óðaverðbólgu sem dunið hefur yfir í sumar og enn magnast og eftir þær stórfelldu kauphækkanir sem aðrar stéttir hafa fengið. Tilboðinu fylgja mjög loðin fyrirheit um smávægilegar útsvarsíviln- anir og „hugsanlega" kauptrygging u — eftir að búið er að framkvæma allar þær verðhækkanir sem nú eru fyrirsjáanlegar! Vill binda endi á viðrœðurnar Klukkan sex síðdegis í gær kallaði ríkisstjórnin fyrir sig samninganefnd verkalýðsfélag- anna, afhenti henni umræðu- laust plagg sem hafði að geyma „lausn" á samningamálunum og tilkynnti jafnframt að það yrði birt opinberlega. Með þessu furðulega tiltæki virðist ríkis- stjórnin hugsa sér að binda endi á samningaviðræðurnar um kjaramálin áður en þær hafa hafizt í raun og veru. I plagg- inu felst ekki aðeins það sem rikisstjórnin vill til málanna leggja, heldur tilkynnir hún pinnic hversu mikla kauphækk- un atvinnurekendur mega fallast á! Aumlegt tilboð Meginatriði tillagna ríkis- stjórnarinnar er það að almenn- ur verkamannataxti og hlið- stæðir taxtar hjá verkakonum, iðnverkafólki og verzlunarfólki megi hækka um 8%, Kaup iðn- aðarmanna og hliðstæðra starfs- hópa má hækka um 4%. Efri taxtar almennu verkalýðsfélag- anna mega hækka um 4—8%, Þó má engin hækkun koma á eftirvinnu, næturvinnu, helgi- dagavinnu og ákvæðisvinnu, og lækkar það þetta aumlega tilboð mjög verulega, því viðreisnin hefur knúið fólk til að sækja mjög drjúgan hluta árstekna sinna einmitt í þá vinnu. Verka- maður á almennum kauptaxta sem vinnur átta dagvinnutíma, tvo eftirvinnutíma og einn næt- urvinnutíma, myndi til dæmis aðeins fá tæplega 5% kaup- hækkun samkvæmt tilboði rikis- stjórnarinnar. Jafngildir verulegri kauplækkun Þetta er tilboð ríkisstjórnar- innar eftir að opinberir starfs- menn og ýmsir fleiri starfshópar hafa fengið 45% kauphækkun að meðaltali í sumar og hálauna- menn allt upp í tvöföldun á kaupi. Þetta er tilboð ríkis- stjórnarinnar eftir að verðlag hefur hækkað — samkvæmt hinni opinberu vísitölu fram- færslukostnaðar — um 11.4% síðan samið var í júní í vor. Þar að auki er kunnugt að framundan er hækkun um að minnsta kosti 6 vísitölustig, og kemst þá meðalverðhækkunin upp í 16%. Það er þannig verið að bjóða verkafólki upp á að sætta sig við stórfellda lækkun á raunverulegu kaupi. Verka- menn, verzlunarmenn og iðnað- armenn eiga að una því að búa við miklu lakari hlut en opin- berir starfsmenn og bæjarstarfs- menn sem vinna hliðstæð störf! Og þennan smánarhlut á að binda með samningum í tvö ár. Framhald á 2. síðu. MTÓ skrifar um .Skáldcttíma' Halldórs Laxness - á 7. sí3u EINROMA FORDÆMING SAMSTARFS NEFNDAR VERKLÝÐSSAMTAKANNA Samstarfsnefnd verklýðsfélag- anna, sem skipuð er fulltrúum hinna ýmsu félagaheilda sem nú eiga í samningum, hélt fund í gærkvöld til þess að fjalla um „tilboð" ríkisstjórnarinnar. Að umræðum loknum var samþykkt með atkvæðum allra fundar- manna ályktun sem birt er í heild á 3ju síðu blaðsins í dag. Þar lýsa fulltrúar launþegasam- takanna furðu sinni á vinnu- brögðum ríkisstjórnarinnar, telja kau?^ækkanir þær sem rætt er um „mjög fjarri því að vera í nokkru samræmi við það sem hugsanlega gæti orðið undirstaða væntanlegra samninga og gæti að nokkru leyti talizt sambæri- legt við kauphækkanir betur launaðra stétta fyrr á þessu ári" og vara eindregið við því að til- lögurnar séu látnar tef ja eðlilega samninga. í dag kl. 5,30 eru allar samn- inganefndir verklýðsfélaganna boðaðar til fundar að Freyju- götu 27. ÞBR HÖIUDU HANN „Þessa manns er leitað vegna land- ráða hans gagnvart Bandaríkjunum". Maður sá sem sek- ur var sagður um mesta glæp sem nokkur fremur gegn þjóð sinni var for- seti Bandaríkjanna, John Fitzgerald Kennedy, og glæp- urinn var borinn á hann í flugriti (myndin að ofan) sem dreift var um Dallasborg dagana áður en hann kom þangað til að deyja. Morðdaginn sjálfan birti helzta blaðið í Dallas, „Dallas Morning News". heilsíðuauglýsingu sem greidd var af manni að nafni Bernhard Weissman-, formanni „Amerísku nefndarinnar til að komast að stað- reyndunum", en svo nefnist eitt þeirra félaga sem er í nán- um tengslum við afturhaldssamtök- in „John Birch Society". Hér fer á eftir þýðing á texta flugritsins og getur engum dulizt það hatur sem bandarískt aftur- hald bar í brjósti til Kennedys forseta: „LEITAÐ VEGNA LANDRÁÐA. Þessa manns er leitað vegna landráða hans gagnvart Bandaríkjunum: 1. Hann hefur svikið stjórnar- skrána (sem hann sór að halda i heiðri). Hann er að afsala full- veldi Bandaríkjanna í hendur Sameinuðu þjóðanna, sem kommúnistar ráða. Hann er að svíkja í tryggðum vini vora (á Kúbu, í Katanga og Portúgal) en vingast við fjendur vora (í Rússlandi, Júgóslavíu. Póllandi). 2. Honum hefur skjátlazt í ótelj- andi málum (Sameinuðu þjóð- irnar, Berlínarmúrinn, brott- flutningur flugskeyta, Kúba, hveitisala, bann við kjarna- sprengingum o.s.frv.). 3. Hann hefur gengið slælega fram f að framfylgja lögum um skrásetn- ingu kommúnista. 4. Hann hef- ur stutt og ýtt undir kynþátta- óeirðir sem kommúnistar standa fyrir. 5. Hann hefur þvert ofan i lög sent sambandsher inn í fullvalda ríki. 6. Hann hefur skipað andkristna menn í em- bætti alríkisins. Hann styður andkristna úrskurði Hæstarétt- ar. 1 embættum alrík;sins verö- WÁNTED mi fl ItEASQN? ágata »H* UtaiNdí $»•**•»' ÍW'Ú %:-mmv\f» *fcr* «e>«**mw»*t 'sr*© ««r m#m»i9i ',Ruhí». Y»»©*.!•¦ iii* h**b*m WfcÖN>G •*-«««*•-- mm^Mpkmm'tMm^im ?*»• **? zzœ&f «1 th* y.l fUn***4 *<*f*»/ri*. - $m'&* **Í -*!****• r+me**&. €«fe*~ W%*#áé«*&*Tm%mlm*fyj*to& 3 H«r>Mb**«l*x>ft*of*rcinfjC<»m; moíut? R»«úí-f»tion Urwt. \ '*)Í««t««rf.fe> tH» 'OmIHÍWW^ ¦¦»»»#-' " «r#<< t*ásk rioH. 5 M» hm* UUfjaiiy wiv»«*«rd a tovn- i wgn St»f« ^itK imátttl troop* |<V.:H*-!i*tt 6©r«Ért«í*rty *pp*>ml*4: \ ' ¦ ámti4!fonf*tMm lo t^»<í*»«í tvff>e* - ¦:{":;¦ ¦ IJj^»4r*«tli<#>í !#»«? -S*ISa*<»*»* C«»Mr* *#%' í ttf A«ttÆr*rwHéh nrfmfj*. ¦ | í Ai«rt» »fHÍ- kiWtWn C»rt»r«u«-téts| I .éhatmd 'm f*ápr,ú offtat*. ... i 7. H* km- b««>*» tatMíjnt in f*ot»*ri«| j. .-, UES(t,* Hs«vJS^Mirk*Ti.pf:<»S>j*. i<«;;| | fK*vkkí»m»tf9Ím *r'd tíWísrc»l;| ur ekki þverfótað fyrir framandi | fáránlegum lygum að banda- lýð og kunnum kommúnistum. rísku þjóðinni (einnig um fyrra 7. Hann hefur verið staðinn að hjónaband sitt og skilnað). Kaffi hækkar í verði um 12.24% •Aj I dag kemur tíl framkvæmda mikil verðhækkun á kaffi. Nem- ur hún 6 krónum á kílói eða 12.24%. Kostar kílóið nú 55 kr. en var áður 49 krónur. •k Samkvæmt upplýsingum verðlagsstjórnarínnar stafar þessi mikla verðhækkun af þvi að felld hefur verið niður niöur- greiðsla sem verið hefur á kaffi. ~Ar I dag kemur einnig til fram- kvæmda nokkur hækkun á kaffi- bætl. Hækkar verð á honum nm 1 kr. kílóið eða úr kr. 26.50 í kr. 27.50. Er það 3.8% hækkun. Sagði verölagsstjóri að hún staf- aði af verðhækkun á kaffibæti á erlcndum markaði. * Þá hefur Þjóðviijínn fregnað að von sé á enn meiri verð- hækkun á kaffi á næstunni vegna vcrðhækkana á crlendum markaði. • Talið er að tollalækkun sú er gerð var á ávöxtum nú á dög- unum eigi að vega upp á móti kaffihækkuninnl við vísitöluút- reikning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.