Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 10
J0 SÍÐÁ ÞTÓÐVILÍINN Miðvikudagur 4. desember 1963 myndu gera við brautina strax og öruggt væri að engir óvinir væru lengur á ferli. Þeir fóru mjög varlega, stönz- uðu á nokkurra kflómetra fresti til að spyrjast fyrir um Japani. Vitað var um hóp þrjú hundruð manna i nágrenninu, alls staðar var minnzt á hann, en hann var alltaf annars staðar. Þeir héldu ferðinni áfram og komu til Taunsaw um miðjan dag. Fram- undan lá brúin, glæsilegt mann- virki úr stáli. sem lá brotið niðri f ánni. Þeir fylltu vélina á ný og hlóðu síðan jámi í vagnana. Það var komið kvöld þegar því var lokið; þeir ákváðu að halda kyrru fyrir um nóttina, svo að þedr kveiktu eld og suðu sér máisverð fyrir rökkur og slökktu eldinn að því búnu. Morgan sat hjá Utt Nee og reykti f hálfrökkrinu. þeir sátu á pallbrún og horfðu yfir ána og eyðilögðu brúna. Honum fannst hann að sumu leyti bera ábyrgð á eyðileggingunni, og honum þótti það leitt. Jám- brautin sem lá yfir brúna hafði ekki starfað siðan 1942, þegar Japanir höfðu fiæmt Breta frá Burma. en 1945 hafði flughem- um verið gefið þetta skotmark og nú lá brúin brotin í ánni. Morgan þótti þetta tilgangslaus eyðilegging. Loks sagði hann: — Það er hreint ekki lítið sem þarf að lagfæra í þessu landi. Burmabúinn við hlið hans sagði: — Ertu að hugsa um brúna? Flugmaðurinn kinkaði kolli. — Það verður að endurbyggja hana. Ég get ekki skilið hvers vegna við þurftum að brjóta hana niður. Utt Nee sagði: — Það er gremjulegt. Þessi jámbraut kom Hárgreiðslan Hárgreiðslu oe snyrtistofa STEINTJ og DfiDrt Laneavegf 18 III. h. flyítal SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðslu- oe enyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsia við allra hæfl TJARNARSTOFAN. Tjamargðtu 10. Vonarstrætis- megin. — SfMI 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmunðsdóttirl taugavegi 13 — SÍMI 14656 •— Nnddstofa á sama stað. — hér aö góðu gagni. Það verður erfitt fyrir fólk í Bassein að verzla í Hanzada fyrr en brúin er aftur komin f lag. — Hvað heldurðu að það taki langan tíma að gera við hana? — Langan tíma? Ég veit það ekki. Ef nokkrir af ykkur yrðu um kyrrt til að hjálpa okkur að koma öllu í lag, þá líður ekki á löngu þangað tíl aflt kemst f rétt horf. Annars er hætt við að það taki mjög lang- an tíma. Flugmaðurinn sagði: — Við höfum ekki sérlega marga vél- virkja hér. 35 — Vélvirkjar eru nauðsynleg- ir, sagði Burmabúinn. — En okkur vantar fólk sem getur sagt vélvirkjunum hvað þeir eigi að gera. Hann leit á Morgan. — Menn eins og þig. sagði hann og hló. Flugmaðurinn varð hissa. — Ekki get ég sagt vélvirkja hvað hann á að gera. Utt Nee sagði: — Þú komst þessari jámbraut í gang. — Það er aflt annað mál, sagði flugmaðurinn. — Það hef- ur bara verið gaman. Burmverjinn hló með honum. — Öll verk sem maður hefur áhuga á, er gaman að vinna, sagði hann. — Og nú er jám- brautin komin f gang, en áður en þú fórst að skemmta þér við hana. var hún óstarfhæf. Hann sneri sér að Englendingn- um. — Hvað ætlaröu að gera? spurði hann. — Ætlarðu aftur til Englands og vinna þar fram- vegis sem arkitekt? — Ég á dálítið erindi þangað, sagði flugmaðurinn. — Hér eru ótal verkefni handa þér. sagði Burmabúinn, — ef þér finnst gaman að gera við jámbrautir og það sem brotið er. Morgan sat þegjandi langa stund og starði yfir ána í vax- andi húminu. Hann hafði séð nægilegt síðan hann kom úr fangelsinu til að vita að þetta var ekki neitt léttúðarhjal. Síðast liðna viku hafði hann búið hjá málsmetandi fólki; Moung gamli Shway Than var áhrifamikill maður í Rangoon á friðartímum; Utt Nee var hátt settur í Sjálfstæðishemum. Þetta var atvinnutilboð eða eitthvað í þá átt; boð um að vinna með fólki sem honum féfl vel að vinna með í landi sem honum þótti þegar vænt um. Loks sagði hann: —Þiðmynd- uð ekki kæra ykkur um Eng- lending f neina ábyrgðarstöðu hér. Nú er það Burma fyrir Burmabúa. Utt Nee: — Það er satt að vissu marki. En okkur skortir ennþá menntaða menn til að stjóma þessu landi án nokk- urrar hjálpar utanfrá. Það eru alltaf til ábyrgðarstöður í Burma handa Englendingum sem eru ekki of merkilegir með sig til að deila kjörum okkar og líta ekki á það sem neina vansæmd að vinna undir stjórn Burm- verja, ef hann er færari maður. Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af slíku. Aftur varð löng þögn. Loks sagði Morgan: — Það eru fleiri vandkvæði á. Ef ég yrði hér um kyrrt. myndi ég byðja Nay Htohn að giftast mér. Ég býst við að þú vildir heldur að ég færi til Englands. Utt Nee yppti öxlum. — Ég kæri mig ekkert um að sjá systur mína í ástasorg. Þú hlýt- ur að vita að hún er mjög ást- fangin af þér. — Ertu þá ekki á móti blönd- uðu hjónabandi? spurði Morg- an. — Hví skyldi ég vera á móti því, ef það gerir hana ham- ingjusama? Ég myndi samgleðj- ast henni. Ég veit um nokkra Englendinga sem gengið hafa að eiga Burmastúlkur og reynzt þeim góðir eiginmenn. Þetta er ekki Indland eins og þú veizt. Stúlkurnar okkar giftast þeim sem þeim sýnist. Rétt eins og heima hjá þér. — Hvað um föður þinn? Yrði hann því mótfallinn? — Ég býst við að hann yrði ánægður með það. — Veiztu að ég er giftur? Að ég á konu heima í Englandi? Burmverjinn sagði: — Ég hef hugmynd um það. Nay Htohn sagði að hún væri þér ótrú. — Það lætur nærri. Flugmað- urinn sagði honum f stuttu máli hvemig málum væri háttað og svaraði fáeinum spumingum. — Svo að ég er dálítið ataður, ef svo mætti segja. — Ég býst ekki við að syst- ir mín líti þannig á þig. Og þvf skyldirðu þá gera það sjálf- ur? Hann sneri sér að Morgan. — Hugsaðu málið, sagði hann lágri röddu. — Ég þekki nokkra Englendinga sem ég vildi gjam- an að yrðu hér kyrrir, og ég þekki marga sem við verðum fyrir hvem mun að losna við. Þú hefur þrek landa þinna og þú ert ekki of stoltur til að semja þig að háttum okkar. Ef þú giftist Nay Htohn. þá verður hún þér góð eiginkona, og bæði faðir minn og ég vildum gjam- an að þú ílentist hér. Þessa nótt svaf Morgan á gólfinu f einum vagninum með teppi sitt yfir sér og með höf- uðið á poka. 1 kringum hann lágu innbomu hermennimir sem ekki voru á verði; hann gat tal- að ögn við þá um einföldustu hluti og skilið þá ef þeir töluðu hægt. Hann var orðinn vanur brúnu hömndi þeirra og lifnað- arháttum. Honum fannst þeir ekki lengur framandi menn, kaldir og tortryggilegir. Hon- um þótti þeir viðfelldnir, svip- aðir honum í hugsunarhætti og þeir hlógu að því sama og hann. Þeir sýndu honum alúð og virð- ingu. vegna þess að hann kunni að stjóma flugvélum og gera við jámbrautina. Hann lá lengi vakandi og horfði á stjömumar yfir undar- lega vöxnu banyan-tré. I aug- um hans var England skóla- ganga, hermennska. loftárásir og dauði og aumlegt og niðurlægj- andi hjónaband. Burma var honum hins vegar tákn ótal verkefna, bilaðra jámbrauta og brotinna brúa og lekra báta inn- anum fólk sem virti hann og treysti honum; þar beið hans ást góðrar stúlku. sem stóð honum ofar í þjóðfélagsstöðu. Hann var í engum vafa um hvað honum bæri að gera; hann vafði tepp- inu þéttar að sér og sofnaði út- frá hugsuninni um Nay Htohn. Þeir komu aftur til Henzada um miðjan dag, höfðu skilið hóp viðgerðarmanna eftir miðsvæðis við teinana og tekið farm af bambus og pálmablöðum. Þeir höfðu tilkynnt komu sína með blístri síðustu kílómetrana og talsverður hópur fólks tók á móti þeim. Nay Htohn kom til móts við Morgan þegar hann steig niður úr vélinni, óhreinn og kámugur í einkennisbúningi sínum. Moung Shway Than var með henni. Gamli maðurinn sagði: — Rákuzt þið á nokkra Japani? — Engan, sagði flugmaðurinn. — Brautin er opin alla leið til Taunsaw; ef ekki væri vegna brúarinnar, hefðum við getað farið alla leið til Bassein. Hann sneri sér að stúlkunni. — Þetta var regluleg skemmti- ferð. Hún brosti. — Ég ímyndaði mér ....... aflt hið versta. Hann brosti líka. — Ég ímynd- aði mér líka sitt af hverju. Ég hugsaði sem svo að við værum með alla hermennina með okk- ur í lestinni. og ef til vill hefðu Japanimir komið hingað meðan við værum í burtu. Hún hló. — Okkur líður á- gætlega. Þeir eegja að einn prammanna þeirra hafi farið niður ána í gær hlaðinn jap- önskum hermönnum og að brezkur fallbyssubátur hafi sökkt honum fyrir sunnan Danu- byu. Ég veit ekki hvort það er satt. Hann sagði: — Eru Bretamir svona skammt undan? — Svo er sagt. Hann fór aftur heim til húss- ins með henni og þvoði sér og fékk að borða og svaf stundar- kom í hengirúminu; undir kvöld vaknaði hann og komst að þvi, að á meðan hann svaf hafði hún aftur þvegið og pressað ein- kennisbúning hans. Hann fór út á veröndina; þar sat hún við sauma með blóm í hárinu. Hann þakkaði henni fyrir þvottinn á fötunum og sagði síðan: — Hef- ur frétzt meira af brezku fall- byssubátunum ? Hún hristi höfuðið. — Aðeins að þeir eru komnir til Danu- byu. Þeir geta komið hingað á hverri stundu. Hann kinkaði kolli: — Ég verð að fara um borð og gefa skýrslu þegar þeir koma. Hún sagði: — Verður þú að fara burt með þeim? — Ég býst við þvi, sagði hann. — Annars skrá þeir mig senni- lega sem liðhlaupa. Varir hennar skulfu og hún sagði: — Það verður dapurlegt hjá okkur þegar þú ferð. Hann sagði: — Það er betra að ég fari. Ég þarf líka að ganga frá þessum skilnaði við konuna mína og til þess verð ég að fara til Englands. Hann leit á hana þar sem hún sat á mott- unni við hné hans. — En ég gæti komið aftur. Hún leit snöggt á hann. — Þegar þú ert kominn til fólks- ins þíns í Englandi, þá kærirðu þig ekki um að koma aftur til Henzada. — Ég veit ekki um Henzada, sagði hann. — Ég myndi alltaf vilja koma aftur til þín. Hún sagði lágt: — Ég gæti gert þig hamingjusaman. Hann strauk öxl hennar og I háls; hún sneri sér við og hall- SKOTTA (j; King Featurea Syndlcate, Ine., 1962. World rlghta reaerreÆ ' Þú skalt ekki búast við símahringingu frá mér á næstunni Sigga ..... símareikningurinn kemur á morgun. Skrifstofustuíka Stúlka óskast tfl skrifstofu- og gjaldkerastarfa við Eðl- isfræðistofnun Háskólans- Ensku- og dönskukunnátta nauðynleg. Umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun skal senda Eðflsfræðistofnun Háskólans fyrir 15. þ.m. Sími 17-500 Nokkur útburðarhverfi hafa losnað um mánaðarmótin. — Afgreiðsla Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.