Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. desember 1963 ÞlðÐVILIINN SÍÐA 7 LAXNESS LÍTUR UM ÖXL Halldór Laxness: — SKÁLDATXMI. Helga- fell. 319 bls. Þeir sem kvartað hafa yfir deyfð í síðustu bókum Hall- dórs Laxness ættu að geta ver- ið ánægðir. Hvað eftir annað í Skáldatíma tekst honum eft- irminnilega upp, snilliyrðin fjúka, lystilega sagðar sögur, smellnar, átakanlegar eða hvorttveggja í senn, reka hver aðra, eftirminnilegar mann- lýsingar flykkjast íram, rifjuð eru upp áhrif af verkum sumra fremstu skálda samtímans og lagður á þau dómur. Margt í þessu safni riss- mynda frá fimmtán ára tíma- bili stenzt fyllilega samanburð við það bezta sem höfundur hefur áður látið frá sér fara af sama tagi. Oft hefur hann drepið á klausturvist sína, en frásögnin í fyrsta kafla Skálda- tima frá Saint Maurice de Clervaux er jafn fersk fyrir þvi. Strax á þessum fyrstu síðum ber fyrir ófá dæmi um stórfengleg örlög sem virðast leggja kunningjahóp Halldórs í einelti, og er slíkt mikið happ höfundi hetjusagna. Útyfir tek- ur þó lffshlaup Dom Alardo ábóta, þess höfuðklerks og ljúfmennis, sem siðast spurð- ist til í París í hjúskap við eina af fegurðardísum heims- borgarinnar og önnum kafins að stýra ávöxtun digurs sjóðs sem hann hafði með sér úr klaustrinu þegar hann gekk þaðan á næturþeli á vit heimsins. Svona mætti lengi rekja hverja myndina annarri til- komumeiri af mannlegum af- káraskap og reisn. Hvort sem í hlut eiga gigólóar og kynvill- ingar í Taormina. alþjóðlegt samsafn stórskrítinna gesta í fjöllskylduhóteli í Barcelona. gömlu hjónin á Hamrendum í Breiðuvík eða leiðsögumenn boðsgests í Sovétríkjunum leikur lýsing og frásögn í hönd- um höfundar. Með þessari bók fjölgar að mun þeim persón- um, sem list Halldórs Laxness hefur gætt varanlegra lífi en þeim hefði að öðrum kosti hlotnazt. Ótaldar eru hér að framan þær lýsingar samferðamanna sem höfundur hefur lagt mesta alúð við. Erlendi í Unuhúsi og Eggert Stefánss.vni er til dæmis heigaður sinn kaflinn hvorum. Frá þessum ólíku mönnum er forkunnarvel sagt. Höfundur gerir sér far um að lýsa margforotnum persónu- leika Erlendar, en fólk sem umgekkst Erlend mikið segir mér að þar hafi slæðzt inn missögn, hann hafi haft það fyrir reglu að gefa drykkju- mönnum ekki peninga fyrir á- fengi, þótt hann veitti þeim mat og liðsinnti á annan hátt. Sízt skal úr því dregið sem segir j Skáldatíma um víðsýni Erlendar og hleypidómaleysi, en hinu má ekki gleyma að afstaða hans í stjómmálum var eindregin. Af erlendum mönnum sem Halldór Laxness kynntist á þessum árum verður honum einna tíðræddast um þá Upton Sinclair og Willy Munzenberg, sem báðir voru á sínum tíma víðfrægir áróðursmenn f.yrir vinstrisinnaðar skoðanir, ann- ar i Bandarikjunum en hinn í Þýzkalandi, en mega nú heita gleymdir. Sinclair lifir í hárri elli f Kalifomíu Qg boðar andatrú og þjálfun meltingar- færanna af svipuðum eldmóði og sósíalisma forðum, en Múnzenberg fannst myrtur i París skömmu eftir að Þjóð- verjar hertóku borgina 1940. Sinclair tók Halldór undir verndarvæng sinn þegar Vest- ur-fslendingar reyndu að fá hann gcrðan landrækan úr Bandaríkjunurp fyrir grein sem hann skrifaði í Alþýðublaðið, en á snærum Múnzenbergs fór hann sina f.yrstu ferð til Sov- étríkjanna. Frásögnum af kunnings- bókmenntir skapnum við báða þessa inn- blásnu hugsjónamenn og lodd- ara lýkur á sama angurværa tóninum. Múnzenberg kannast ekki við Halldór þegar þeir hittast í forsal Parísaróperunn- ar, og Sinclair minnist ekki einu orði á hann í firnalangri sjálfsævisögu sinni. Þetta eru lítil en einkennandi dæmi ‘um hversu sjálfhverf bók Skáldatími er. og er það sem Rússar kalla jeshoffshina, það er svona álíka og þegar höfundi kristinnar trúar er kennt um rannsóknarréttinn og albígensakrossferðina. Um þær mundir sem gyðingaleik- arinn Mikhúels var myrtur á bílferð í nánd við Minsk svo sem frá er sagt í Skáldatíma, hét Halldór Laxness ritlaunum fyrir næstu skáldsögu sína að verðlaunum hverjum þeim sem ar höfundur leit þau fyrst í lok baráttunnar um samyrkj- una bæti miklu við það sem segir um sama efni í fyrri bókinni. En fyrir bragðið verð- ur siðferðisvottorðið sem þar er gefið stjómarfarinu áhrifa- rikara en ella. Höfundur Gerska æfintýrsins á við engan frekar að sakast en sjálfan sig þegar útkoma Skáldatíma veld- ur andlegu áfalli hjá mönnum sem með þá bók til halds og trausts streitast við að telja sér trú um að ávirðingar stal- ínstjórnarinnar séu ekkert ann- að en uppspuni úr óhræsinu honum Krússa. Annars á höfundur Skálda- tíma sammerkt núverandi for- Halldór Laxness í hópi sovézkra rithöfunda. Myndin var tekin á siðastliðnu ári, er nóbclsskáldið og kona hans voru á ferð í Sovétríkjunum. í senn styrkur hennar og veikleiki. Flest sem fram kem- ur við höfundinn fær ris og spennu sem veitir því frásagn- argildi. En þegar hið persónu- lega viðhorf hrekkur ekki til, þar sem meira reynir á sögu- lega yfirsýn en einstaklings- reynslu, vill heldur en ekki snarast á hrossinu. Til dæmis vill Halldór endilega telja ep- ísk afreksverk Joyce, sögumar Ulysses og Finnegans Wake, hátind súrrealistisks skáldskap- ar. enda þótt sú fyrri, sem hann tekur langt framyfir hina, kæmi út tveim árum áður en súrrealistaávarpið varð til. Það helzta sem Joyce og súrrealistarnir eiga sameigin- legt eru áhrif frá sálfræði- kenningum Freuds. Þeim manni eru ekki vandaðar kveðjumar í Skáldatíma, en þó eru það smámunir hjá öllum hnútun- um sem beint er að Karli Marx. Ekki ber að fyrirlíta þá skemmtun sem hafa má af hnútukasti, en kastarinn verð- ur að vita hvar markið er. Víst era þeir hjákátlegir sem gert hafa kreddukerfi úr rit- um Marx og Freud, en braut- ryðjendastarf þeirra hvors á sínu sviði stendur jafn óhagg- að fyrir því. Þessir tveir guð- lausu gyðingar mynda ásamt lúterstrúarmanninum Kierke- gaard þann aflvaka sem hugs- un margra beztu heila sam- tímans sækir orku til. Glósur um þýzka heimspeki verða harla ankannalegar þegar þeim er beint að mönnum sem átt hafa flestum meiri þátt í að þoka athugun manna á sjálfum sér og samfélagi sínu frá háspekilegum heilaspuna til hlutlægrar rannsóknar. „Nasjónalsósíalisminn er jaín óhugsanlegur án Marx eins og stalínisminn", segir í Skáldatíma. Látum vera þó frumkvöðli kommúnismans sé kennt um hreinsunina miklu sannað gæti að hann hefði sak- að stjóm Stalíns um gyðinga- ofsóknir. Nú heiti ég eintaki af verkum Halldórs þeim sem rakið getur andlega ættartölu frá kommúnisma Marx til kynþáttakenninga Hitlers. Að þvi er margsinnis vikið í Skáldatíma hve Rússar og reyndar aðrar þjóðir sem ferðamaður fyrirhittir í Sovét- ríkjunum era yndislegt fólk í viðkynningu. Þar hitti höfund- ur meðal annarra góðra manna skáldið Dsjambúl. ólæsan og óskrifandi hirðingja frá Kas- akstan. Skáldskapur öldungs þessa er Halldóri mjög hug- stæður, en finnur nú þann ljóð á að þar fer æði mikið fyrir lofdýrð um Stalín. En fleiri en þessi menningarlegi samtíma- maður Egils Skallagrímssonar áttu það til á þessum áram að mæra húsráðanda í Kreml í ljóði. Á blaðsíðum 126 og 127 í bók sem nefnist Gerska æfín- týriö má lesa nokkur vers af slíkum kveðskap. Nú kemur á daginn að skáldi því sem það Ijóð varð af munni er hann rölti eitt sinn sem oftar yfir Rauða torgið með Kremlmúra fyrir augum, var þá þegar Ijóst að margt fór aflaga þar um slóðir, ekki bara sökum undanfarandi ó- stjómar, stríðshörmunga og fákunnáttu margvíslegrar held- ur einnig af völdum harðúð- ugra yfirvalda. Því er lýst á- takanlega í Skáldatima er leynilögreglan sækir heim konu nokkra. einmitt þegar höfundur er þar staddur að taka við skilaþoðum til ís- lenzks bamsföður hennar í Stokkhólmi. Fúslega skal viðurkennt að Gerska æfintýrið er mun tempraðri bók en mörg önnur verk sem til sömu bókmennta- greinar teljast. Til að mynda fæ ég ekki séð. að lýsingamar í Skáldatíma á hrollvekjandi aðkomu í Sovétríkjunum þeg- sætisráðherra Sovétrikjanna um tilhneigingu til að skella allri skuld af mistökum og hryðjuverkum á vankanta eins dauðs manns. En hrakyrða- flaumur um Stalín og upptaln- ing á ódæðum sem unnin vora í nafni hans er alls ekkertupp- gjör við fortíð sem varðar vissulega alla sósíalista, von- andi einnig þá sem í Moskvu era titlaðir prógressívir menn og gúmanistar. Ekki bætir úr skák að þekkingin er gloppótt svo ruglað er saman aftöku landflótta foringja p>ólskra kommúnista skömmu fyrirstrið og handtöku samningamanna pólsku útlagastjómarinnar í London undir stríðslok og einn atburður gerður úr þessu tvennu eins og á sér stað á blaðsíðu 289 í Skáldatíma. Af þeim Islendingi sem einna kunnugastur er Sovétríkjunum hefði mátt vænta ríflegra framlags til nýs og haldbetra mats en bókfestingar á við- brögðum sem birta fátt annað en ranghverfuna á svonefndri persónudýrkun. M. T. Ó. Gosvísur Byltist íslands hafsbrún helg hrauni gýs úr kafi, eldar lýsa sollinn svelg sést Ey rísa úr hafi. Hraun og leir úr heitum hver höf að eyrum teygja, út við Geirfugls úfið sker öldur heyrast deyja. Mökkur treðst úr mararslóð, mistur hleðst að sjónum. Öldin gleðst því upp sér tróð eldfjall neðst úr sjónum. Var sem hrint í hafið inn hrauni og innt til veðra. Vel er sinnt um söfnuðinn. Svona er kynt í neðra. Sé ég gegnum sextugt djúp svörtu regni sleginn, þann sem egnir Ægishjúp — undir hegning dreginn. Gígnum krýpur Ægir að elda grípur striða görugt sýpur gneista vað græðis dýpið víða. Kjarna hörðum hlaðast fjöll hafið um svörðinn æðir meistarans gjörð er máttug öll meðan jörðin fæðir. Nakin úr hafi Séstey sést sæinn af sér toga. Undir trafið æstir mest eldar á hafi loga. Vísdóms Harar Fróni frá fram við mararsetur tungum snara eldsins á alheims varaletur. Eldar rísa og æsast því allt sem gýs þeir kanna og gíginn hnísast ofan í ármenn vísindanna. Þar sem mest er lævið loft og leir á festist vanga út við Séstey sjást þeir oft sjóinn í lestum ganga. Af þeim hrekkur aldan grá ólög fækka og lækka undir mekki eins má sjá eyjuna hækka og stækka. En aumt er Séstey allt þitt safn upp þá nestið gengur og illa festist á þér nafn ef þú sést ei lengur. Tryggvi Emilsson. Aðalfundur Bandalags kvenna Framhaid af 4. síðu. borgaryfirvöld Reykjavíkur ad beita sér fyrlr því, að sérverzl- anir skiptist á um að hafa op- ið á kvöldin í öllum borgar- hlutum. 9. Fundurinn fagnar sam- þykktum borgarstjórnar frá 28. marz sl. um byggingu leigu- húsnæðis og væntir þess, að framkvæmdir hefjist án frek- ari tafa. Jafnframt bendir fundurinn á. að Wnn tilfinn- anlegi skortur á leiguhúsnæöi bitni ekki hvað sízt á ungu fólki, sem er að hefja búskap og beinir því þeim tilmælum t*l borgarstjói-parinnar, að hún láti einnig byggja leiguhúsnæði, sem ætlað sé ungu fólki fyrstu búskaparárin. Ennfremur bend- ir fundurinn á í þessu sam- bandi, að byggingarkostnaður er svo gífurlegur, að efnalitlu fólki er ókleift að byggja eða standa undir venjulegum leigu- kjörum í nýju húsnæði, og skorar þvi á Alþingi og ríkis- stjóm að veita lánsfé með lág- um vöxtum til fbúðarbygginga eða byggingarsamvinnufélags, sem síðan geti leigt þær með vægum kjörum. 10. Fundurinn skorar á borg- arstjórn að láta fara fram athugun á því, hvort ekki sé hægt að setja á fót stofnun sem hafi milligöngu um sölu og leigu húsnæðisins í borginni. til þess að fyrirbyggja húsa- brask og okur, sem nú á sér stað. 11- Vegna þeirrar dýrtiðar. sem myndazt hefur á undan- fömum árum og eðlilega kemur mjög við heimilin í landinu. skorar fundurinn á stjómar- völd oc löggjafarþing að af- létta að verulegu leyti sölu- s.katti og innflutningsgjöldum af brýnustu nauðsynjavörum. 12. Fundurinn mótmælir af- námi ákvæða um hámarksá- lagningu verzlana á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem bús- áhöldum, glervöru. kvenskó- fatnaði. fatnaði og byggingar- efni og krefst þess. að aftur verði sett ákvæði um hámarks- álagningu á þessar vörur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.