Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA------------------------------ -------------------------------------------þjÓÐVILJINN--------------------------------------------- --------------- Miðvikudagur 4. desember 1963 XJnga stúlkan á myndinni sýnir okkur það nýjasta sem fram hefur komið í sportklæðnaðú Svart-hvít-köflóttar hnébuxur og vesti úr teygjunæloni, og undir því er hún í rauðum sokka- buxum og peysu sem auðvitað er með háum kraga. Uftast kæruleysi ai kenna þegar börn ná í eitur I vikuriti danskra lækna var nýlega farið hörðum orðum um kæruleysi fólks í sambandi við geymslu ýmissa eiturefna. Rannsóknir á sjúkrahúsum landsins hafa sannað að fjöldi bama, sem náð hafa í eitur, hefur margfaldazt síðustu tutt- ugu árin. A sama tíma hafa dauðsföH af þessum orsökum fækkað um helming. Þetta getur stafað af þvi að í heim- ilishaldi hafa ný og hættu- myrtni efni leyst hinar sterku sýrur, sem áður tíðkuðust, af hólmi, og jafnframt hafa kom- ið fram gagnlegri upplýsingar um eiturinnihaldið og notkun- arreglur. I vikuritinu segir að það sé skylda allra að reyna að koma i veg fyrir slik slys. Lyf og önnur eitruð efni verði að geymast á stöðum sem böm hafi ekki möguleika á að ná til þeirra. En það eru fleiri að- ferðir til að draga úr áhætt- unni. Hættuleg efni er hægt að gera mjög bragðvond og einnig minnkar það áhættuna ef töfl- ur eru seldar innpakkaðar hver í sínu lagi. 1 Sviþjóð hafa rannsóknir leitt í Ijós að það tekur böm mjög langan tíma að ná töflum úr slíkum pakkn- ingum og einnig mætti fram- leiða þannig tappa á flöskur að ógerlegt sé fyrir böm að ná þeim af. Að síðustu mæltu læknamir eindregið með að hafa upp- sölumeðal til taks á hverju heimili þar sem smáböm eru. Það er fljótlegt að gripa til þess ef grunur leikur á að bamið hafi náð í eitur. Kennedy-morðið Framhald af 7. síðu. og um 13.40 var hann stadd- ur fyrir framan skóverzlun, og gaf búðarstjórinn honum gæt- ur. Hotnum tókst að leynast fyrir lögreglubíl sem fór þar fram hjá. Um leið og hættan var Hðin hjá hélt hann leiðar sinnar í átt til kvikmyndahúss- ins „Texas Theatre" og þar var hamn tebinn höndum að tilvísan skóbúðareigandans. Ruby og Tippit Frásögn vitnisins Helene Markham af því þegar þeir hittust Oswald og Tippit bendir eindregið til þess að þen'r hafi þefekzt og að Oswald hafi a.m.k. í fyrstu, ekki talið sig hafa neitt að óttast af hálfu lögreglumannsins. Annars hefði hann varla, eins og á stóð, farið að rabba við hann kunn- uglega um daginn og veginn. eins vitninu sýndist. En ýmis- legt bendir einnig til þess að Tippit heitinn og Ruby hafi verið kunnugir og allt miðar að því að þeir Oswald og Ruby haf-i þekkzt. Vitni hafa þannig borið að Oswald hafi verið í næturklúbb Rubys, ,,Carousel“, skömmu fyrir forsetamorðið. Er það tilviljun? 1 september sl. leigði Oswald herbergi hjá hinu bandaríska KFUM (YMCA) í Dallas. en Ruby var tíður gestur í næsta húsi við, þar sem var leikfimi- salur. Það var einmitt á þeim tíma að Oswald, sem þá fram- fleyttí lífinu á atvinnuleysingja- styrk, féfek allt í 601«, 26. sept- ember, ráð á því að teigja sér — eða kaupa — bíl til Mexikó, en erindið var að flá ferðaleyfi til Kúbu eða Sovétríkjamna — eða svo lét hann það heita. Hvaðan kom honum fá til beirrar erindisleysu? Er það tilviljun að hún var fairin ein- mitt rétt eftir að tilkynnt hafði verið að Kennedy myndi hætta sér í heimsókn til Dallas í nóvember? Hvað veldur síaukinni notkun sterkra Ijósa? Lýsing heimjla og vinnustaða er sífellt að verða sterkari og sterkari. 1 staðinn fyrir að hafa fá og sterk Ijós í stofum ætti að nota nokkra litla lampa með góðum skermum, segir í blaðinu „Boligen.” 1 gamla daga las fólk og vann við tvö eða þrjú kertaljós og við hátíðlegri tækifæri komst það með góðu móti af með 6 til 12 kerti. Þetta fólk hafði hreint ekki verri sjón en nútímamanneskj- ur. Gullsmiðir og úrsmiðir og aðrir handiðnaðarmenn voru þá engu síðri í sínum grein- um en þeir eru núna. þegar fólk notar hundrað kerta per- ur aðeins til að lesa við. Eftir 10 ár nægja okkur ekki einu sinni hundrað kerta perur! „Boligen“ segir að kröfumar um sífellt aukna lýsingu stafi af því að stofur séu yfirleitt málaðar í mjög ljósum litum. Til að útskýra þetta nánar er gerð svolítil tilraun. Kertaljós sem hefur hvítan pappír að bakgrunni virðist ekki bera mikla birtu, en sé bakgrunnur- inn svartur verður ljósið mjög skært. Ef komið er inn í her- bergi með dökkum veggjum og daufri lýsingu frá nokkrum lömpum finnst okkur fyrst i stað að þar sé svo til alveg myrkur, en það sýnir sig þó fljótlega að við sjáum miklu betur við þessa lampa en i hvítmáluðu herbergi sem hef- ur eitt skjannabjart ljós. 1 slíku herbergi verðum við i fyrstu næstum blinduð af Ijós- inu en ef við þurfum að sjá eitthvað smágert, lesa eða sauma, þá getur svo farið að okkur finnist ekki nógu bjart. 1 „Boligen" var lýst eldhúsi sem var nánast svart á litinn. Yfir eldavélinni vaskinum og eldhúsborðinu voru lampar með góðum skermum, en að- eins 25 kerta perum. Þessi lýs- ing var fullkomlega nægileg. Mjög sterkt Ijós í slíku eld- húsi sérstaklega ef eldhúsá- höldin eru ljós eða gljáandi mundi verða óþægileg. Eldhús- áhöldin mundu þá verða eins og sjálflýsandi hlutir við dökkan bakgrunninn. Á meðan mæðurnar eru önn- um kafnar við húsverkin er oft örðugt að finna heppilegan stað fyrir yngsta meðlim fjöl- skyldunnar. Húsmóðir ein, sem átti í slíkum erfiðleikum sett- ist niður og bjó til þessa rólu handa syni sínum og eru þau bæði hin ánægðustu með ár- angurlnn. EÐAÞESSI ► ■ jWlBiZ rf* ..LÚ, EÐA EINHVER AF MIÐUNUM Sófaseft frá Húsgagnaverzl- __ ____ ____ on Ausfurbœjar .........— 14.000 ÞINUM SEM HNOSSIÐ GEYMIR ZZSSXZH- ,,M0 Málverk eftir Þorvald Skúla- son................. — 8.000 DREGIÐ A k ,..oo ÞORLÁKSMESSU | - ...o. FlugferS meS Loftleiðavél Rvik - Khöfn - Rvík _ — 8.000 FiugferS meS Loftleiðavél r I W Rvík - London - Rvík _— 7.000 ' ám 8 F Vegghúsgögn frá Húsgverzl. JgÉI 8 Axels Eyjólfssonar _—- 5.000 jjjlpjy J Fjögra manna tjald og yfir- * ______ tjald frá Borgarfelli ............................... — 4.000 DRÆTTI ALDREI FRESTAD Ljósmyndavél (Moskva) ______________— 2.000 Samtals kr. 582.000 HAPPDRÆTTI WÓDVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.