Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.12.1963, Blaðsíða 12
 »:Í:i$i:í:íííSKWíií*i >.....I............£ WJÓLAGJÖFIN" TIL 2. OG 3. UMR. í NEÐRI DEILD: VIÐREISNARLIÐIÐ FELLDI HÆKKUNARTILLÖGURNAR □ Stjómarliðið f ne deild felldi í gær hækka bætur alman] trygginganna, ekki 1 15% eins og stjóm framvarpið gerir fyrir heldur um 40% samræmis við kja dómshækkun opinbe starfsmanna eins Hannibal Valdimars: gerði að tillögu sinni umræðurnar f g Stjómarliðið felldi sí< breytingartillögu Þórami Þórarinssyni að hækkunin nemi í í stað 15% og loks fe það tillögu Hannit um að bótafjárhae yrðu vísitölutryggðai Þrátt fyTÍr fonmgaHa á greiðslu og ósaemilegan bl ingavaðal Birgis F'.nnssonar umræður um frumvarpið hækkun bóta almannatrygg í neðri deild i gær, varð stjum- arandstaðan við þeim tilmælum ráðherra að tefja ekki fyrir af- greiðslu málsins og á þeirri for- sendu, að þrátt fyrir það hve hækkunin er skammarlega líttl vill stjómarandstaðan ekki verða til þess að ellilífeyrisþeg- ar og öryrkjar fái þessa ,,jóla- gjöf” ekki á tilskildum tíma. Ösæmandi Hannibal Valdimarsson sá sig þó tilneyddan auk Þórarins Þórarinssonar og Eysteins Jóns- sonar, að svara að nokkru Birgi Finnssyni sem lýsti afstöðu nefndar til frumvarpsins en geröi jafnframt tilraun til að verja margendurtekin ósannindi um málið. Sagði Hannibal að þetta sæmdi illa forseta Sam- einaðs þings og yrði ekki til að auka á virðingu hans meðal þingmanna. Til dæmis um mál- flutning Birgis tók Hannibal þessa röksemd hans: verkafólk hefur fengrð um 13% hækkun en opinberir starfsmenn 45%. Þó er hagkvæmara fyrir ellilífeyris- þega að bætur þeirra séu mið- aðar við hækkun verkafólks en ekki opinberra starfsmanna vegna þess að engin hækkun getur orðið á þeirra launum í tvö og hálft ár en aftur á móti geta bótaþegarnir lifað í von- inni um að laun verkafólks hækki og bætur þess jafnframt því. Hlýtur flestum að vera Ijóst hvaða tilgangi slik rök- semdafærsla þjónar. Hannibal benti og á að stjórn- inni hefði verið í lófa lagið að gefa út bráðabirgðalög um þessa hækkun strax í sumar en það sýndi áhuga hennar á þessum málum að frumvarp þetta hefði ekki einu sinni leg'ð fyrir í upn- hafi þessa þings. Um afrek viðreisnarstjór-nar- innar í trvggingarmáhim sagði Hannibal að hækkanir á trygg- ingarbótum hefðu að sjálfsögðu átt sér stað en aldrei svo miklar að um hækkun kaupmáttar væri að ræðg og því væri um beina afturför að ræða í tryggingar- málum á undanförnum árum en þó einkum hvað snerti ellilif- eyri. Minnti Hannibal enn á bá staðreynd að matvöiur hefðu hækkað um 78% á sama tíma og ellilífeyr'r hækkaði um 32% — svo ekki væri minnzt annara hækkana á lífsnauðsynjum — en gamla fólkið þarf þó fyrst cg íremst að hafa fyrir mat. Framhald á 2. síðu. Míðvikudagur 4. desember 1963 — 28. árgangur — 258 tölublað. Sinfóníuhljómsveitin: Síðustu ijom- leikar fyrir jól Á morgun fimmtudag, verða siðustu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands fyrir jól. Eru þetta jafnframt síðustu hljóm- Ieikar, sem Irinn Proinnsías 0‘Duinn stjórnar hér á landi aö sinni. Einleikari með hljómsveit- inni í þetta sinn verður Jón Nordal. Þetta eru sjöttu tónleikar, sem O'Duinn stjómar hér í bæ, en auk þess hefur hann stjómað fimm æskulýðstónleikum og tveim tónleikum utan Reykjavíkur, nánar tiltekið á Selfossi og í Keflavík. O'Duinn tekur nú tU starfa við ríkisút- varpið írska, en kemur hingað aftur í marz. Er m. a. fyrirhug- að að Sinfóníuhljómsveitin haldi þá tónleika með léttri tónlist. Á efnisskrá hljómsveitarinnar er í þetta sinn Sinfónía nr. 3 i D-dúr. eftir Schubert, Hinzta kveðja, eftir Jón Leifs, Konzert fyrir píanó og hljómsveit, A-dúr, Jón Nordal. K-488 eftir Mozart og Sinfónía nr. 2, D-dúr eftir Sibelius. Verk Jóns Leifs er samið í sept. 1961, hefur einu sinni verið flutt í út- varp, en ekki fyrr en nú á op- inberum tónleikum. Jólakauptíð- in er hafin Um síðustu helgi hófu verzl- anir jólaskreytingar sínar enda jólakauptíöin hafin. Keppast verzlanirnar við að hafa sem fjölbreyttastar og nýstárlegastar útstillingar, einkum um helgar til þess að vekja athygli væntan- legra viðskiptavina og laða þá að. Myndin sem hér fylgir var tekin á sunnudaginn af útstill- ingu í Bókabúð Lárusar Blöndals viö Skólavörðustíg og þarfnast hún ekki nánari skýringa. (Ljós- mynd Þjóðv. A. K.). Aðalfundur Sósíalista í Hofnarfirði Aðalfundur Sósíalistafél. Hafn- arfjarðar verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöld, í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði. Fund- urinn hefst kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf. önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. Stjómin. í VESTURBÆNUM Nokkur útburðar-hverfi era laus nú þegar, í yesturbænum. / yið greiðum vínnulaunin tímanlega fyrir jólin. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS. SÍMI 17-500. 20 dagar eftir þar til dregíð verftur Nú eru aðeins 20 dagar eftir þar til dregið verður í Happdrætö Þjóðviljans 1963. Aidrei hafa verið giæsilegri vinningar á boðstól- um en nú. Aðalvinningurinn er fjögurra herbergja íbúð, fokheld, að verðmæti hálf milljón króna. Hlýtur sá ósvikna jólagjöf er fær hana fyrir aðeins 100 krónur. Auk íbúðarinnar eru svo 10 á- gætir aukavinningar, þ.á.m. ferðalög ínnanlands og til útlanda, húsgögn, málverk o.fl. o.fl. Tryggið ykkur miða sem fyrst í þessn glæsilega happdrætti. 1 dag birtum við nöfn umboðsmanna happdrættisins í Vestor- landskjördæmi: AKRANESI: Páll Jóhannsson, BORGARNES: Pétur Geirsson, STYKKISHÓLMUR: Jenni Ólafsson, GRUNDARFJÖRÐUR: Jóhann Ásmundsson, ÓLAFSVlK: Elías Valgeirsson, HELLISSANDUR: Skúli Aiexandersson, DALASÝSLA: Sigurður Lárusson, Tjaidanesi. Fólk úti á landi er beðið að snúa sér með skil til umboðsmajnna happdrættisins á hverjum stað eða póstsenda skil beint til skrií- stofunnar í Reykjavík. Skrifstofa happdrættisins hefur verið beðin að útvega eftirtalin átta nr: 1075 1825 4232 8034 9995 22654 23355 og 34345. Þeir sem kynnu að hafa miðana undir höndum eru beðnir að snúa sér til skrifstofunnar, ef þeir vilja skipti á þeim íjt- ir önnur númer. Skrifstofa happdrættisins að Týsgötu 3 er opin daglega kl. 9—12 og 1—7, sími 17514. Eru menn hvattir til að gera skil til hennar fyrir seldum miðum sem allra fyrst því nú styttist óðum þar til dregið verður. Einnig verða seldir miðar úr bifreið er stendur á homi Aðalstrætis og Austurstrætis næstu daga. Tryggið ykkur miða í tíma. Takmarkið er að allir miðar seljist upp! Stolt Alþýduffokkslns ★ 1 marz 1959 nam ellilífeyrir til einstaklings krónum 829 á mán- uði en vcrður nú að viðlagðri „jólagjöf“ viðreisnarstjórnarinnar krónur 1519. Ellilífeyrir hjóna nam í marz 1959 krónum 1327 en vcrður að viðbættri „jólagjöfinni“ krónur 2735 á mánuði. ★ Er fróðlegt fyrir þá, sem meira vita um kaupmátt launa en talsmenn stjórnarinnar á þingi virðast gera, að bera þessar upp- hæðir saman við reynslu sína af að fleyta fram lífinu á mann- sæmandi hátt þessa mánuðina. VERZLUNARHALUNN JÓKST UM 593<?< (fjj Fyrstu níu mánuði þessa árs var verzlunarjöfnuður Is- Iands óhagstæður um hvorki meira né minna en 707 mlllj- ónir kr., en á sama tíma i fyrra var hann óhagstæður um 102 milljónir. Hefur verzl- unarhallinn aukizt á þessu tímaþili uin hvorki meira né minna en 593%. Ekki stafar þessi halli af því að útflutningur okkar hafi drcgizt saman; hann hef- ur aultizt úr 2.513 milljónum í 2.667 milljónir að verðmæti eða um 6,1%. „Viðskipta- freisið”. sem gerir heiidsöl- um kleift að vaða í crlcndum Iánum, veldur því hins veg- ar að innflutningurinn hefur aukizt miklu meira, úr 2.615 milljónum fyrstu níu mánuði ársins í fyrra í 3.373 milljónir á sama txma í ár eða um 29% £ Þetta ástand jafngildir því að á móti hverjum 100 krónum sem við fáum fyrir útflutningsvörur okkar kaup- um við erlendan varning fyr- ir kr. 120.90! Þessi aukni verzlunar- halli stafar að Iangmestu leyti af viðskiptum við Vest- ur-Evrópu. Verzlunarjöfnuð- urinn hefur batnað um 78 Viðreisnartölur: milljónir kr. í viðskiptum við Bandaríkin. Hann hefur vcrsnað um 75 milljónir kr. í viðskiptum við Sovétríkin. Ilann hefur versnað um 5 millj. kr. í viðskiptum við A- Evrópuríkin og batnað um 4 milljónir í viðskiptum við ýmis önnur lönd. Ert í við- skiptum við Vestur-Evrópu hefur veralunarhallinn aukizt úr 86 milljónum króna fyrslu níu mánuði ársins í fyrra í hvorki meira né minna cn 683 milljónir króna á sama tíma í ár! Verzlunarhallinn í viðskiptum við Vestur-Evr- ópu hefur þannig aukist um 694% á fyrstu þremur fjórð- ungurn þessa viðreisnarárs. 0 Fyrstu níu mánuði ársins í fyrra fórxx 59% af útflutn- ingi okkar til Vestur-Evrópu, en á sama tíma í ár fara þangað 56% af útflutning- inum. Markaður fyrir afurð- ir okkar hcfur þannig dregizt saman á þcssu svæði. Inn- flutningur okkar frá þcssu svæði nam þlns vegcr 600,n af heildarinnflutntngniim fyrstu níu mánuði ársins í fyrra, en 64,5% á sama tíma í ár. Við aukum kaup okkar til mikilla muna á sama tíma og afurðasala okkar minnkar. Hlutföllin eru allt önnur í viðskiptum viö önnur mark- aðssvæði. Til Bandarikjanna fara 18,4°/n af útflutningi okkar, en þaðan kqma 12.3°., af innflutninginum. Til Sov- étríkjanna fara I2.80,n af út- flutningi okkar, en þaðan koma 10.5n,n af innfhttningn- um. Til Austur-Evrónu fara 7,3°/n af útflulníngi okltar, en þaðan koma 6,8% af innfiutn- ingnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.