Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1963, Blaðsíða 6
(J SÍÐA ÞIÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1963 Morð Kennedys minnir okkur á Al Capone: PARADÍS GLÆPAMANNA □ Mörgum flaug það sama í hug, er þeir tóku að hugsa sig um eftir að morðin tvö voru um garð gengin í Dallas. Ruby — Chicago — A1 Capone. Þetta eru eðlileg hugsanatengsl, þegar þess er gætt, að lögreglan í Chicago starfaði með föntum og glæpamönnum í 14 ár. Sannleikurinn var aldrei sagður í Chicago á þeim árum, og ekki von, að menn búist frekar við að heyra hann í Dallas nú. Dauði Kennedys forseta faerði Bandarík.iamönnum með- al annars heim sanninn um, að réttarfarið í þessu forustu- ríki lýðræðisins er svo slæmt, að því hefur enn ekki tekizt að hrekja á brQtt skugga stór- glæpamannsins A1 Capone. Menn eru hættir að trúa því sem lögreglan segir þeim, og því rís hver getgátan á fæt- ur annarri. Ein þeirra er, að morðið á forsetanum hafi ver- ið eins konar forleikur að kosningabaráttunni. Og einn- ig hvíslast menn á um það hvaða þjóðfélagsöfl hafi sett þennan mjög svo óhugnanlega formála á svið. En þessari spurningu getur því miður enginn svarað, nema nætur- klúbbseigandi með mannorðið í tætlum. Spumingarnar, sem knýja fastast dyra núna eru þessar: — Er ekki álitleg fjárupp- hæð á hak við þessi tvö morð? — Var Lee Oswald ekki fórnað cins og peði á skák- borði, þar sem honum æðri menn skipuðu fyrir verkum? — Og hverjir eru þá þessir menn, sem sögðu honum fyrir verkum? Það koma ýmsir til greina. Kennedy var ekki vinsæll af öllum þegnum sínum. Á þessu ári hóf Kennedy ásamt bróður sínum Eobert dómsmálaráð- herra herferð gegn aiþjóða- glæpahringnum, Mafía. Mafía er upprunninn á Sikiley og hefur náð sérlega góðri fót- festu í Bandaríkjunum. Mafía- glæpahringnum var ekki um Kennedy gefið, og hann er sjaldan í vandræðum með að koma þeim fyrir kattamef, sem eru fyrir honum . . . Ku-Klux-Klan-samtökin voru heldur ekkert hrifin af stefnu forsetans í. kynþáttamálum. Hatursmenn Kúbu sáu rautt vegna „friðarstefnu“ hans í Kúbumálinu. Enn aðrir voru reiðir yfir gangi mála í Suður-Víetnam. Og sérstaklega í Texas hafði Kennedy eignazt óvini, sem héldu uppi látlausum, heiftúð- ugum áróðri gegn honum. Tex- asbúum var einkum uppsigað við blökkumenn, og fannst þeir fá að vaða helzt til mikið uppi. Dion O’Bannion ákvað. hvaða frambjóðandi yrði kosinn í kjördæmi Chicago. Hegðun lögreglunnar Kennedy var margsinnis að- varaður áður en hann lagði af stað í heimsóknina til Texas. Honum var hótað öllu illu, ef hann hætti sér inn fyrir landa- mærin. Daginn áður en Oswald var myrtur var sagt frá því í út- varpinu einhvers staðar i Bandaríkjunum, að sunnudag- urinn myndi reynast honum örlagaríkur. Lögreglan hegðaði sér væg- ast sagt einkennilega, er Os- wald var skotinn. Hún sagði öllum, sem vita vildu, að Os- wald yrði fluttur úr einum stað í annan. Hún hleypti ó- viðkomandi mönnum inn i fangelsisgarðinn og til fang- ans. Hún lýsti því yfir strax eftir morð Oswalds, að nú væri málinu lokið af sinni hálfu ... Spilaborgin fellur með seinna morðinu, og upp frá því er ó- gjörningur að vita hvernig hún var sett unp. Það vantar síðustu spilin Ósjálfrátt verð- ur mönnum hugsað til „fyrir- myndarbæjarins“ hans A1 Capone, Chicago. Bók um glæpalífið í Chicago Alphonse Capone, „konung- ur“ glæpamannanna, reiddi likt til höggs og gert var fyrir nokkrum dögum í Dallas. Hættuleg vitni hurfu Qg hver glæpamaðurinn á fætur öðrum var sýknaður af hinum ó- þokkalegustu afbrotum. Og lög- reglan átti náið samstarf við fanta og glæpamenn. Alls stað- ar voru spilltir stjórnmála- menn og skrifstofumenn fúsir til samstarfs fyrir mútur. Enskur blaðamaður, Kenn- eth Allsop, skrifaði bók um lífið í þessari þorg, „Glæpa- mannastríðið í Chicago’’. Stríð- ið stóð yfir i 14 ár, árin sem áfengisbannið kom öllu á ann- an endann í Chicago. 17. janú- ar, 1920, voru sett lög um á- fengisbann og upp úr þvi varð Chicagoborg alræmd, sem lastafyllsta og spilltasta borg heimsins. ☆ A1 Capone gerði það, sem ☆ enginn hefur getað leikið ☆ eftir honum fyrr né siðar, ☆ — ekki einu sinni mcð fín- ☆ gerðustu aðferðum, sem nú ☆ þekkjast og ryðja sér rúms íV í stórborgum Bandaríkj- ☆ anna, þegar heiðvirðustu ir fyrirtæki eru í rauninni ýr glæpafyrirtæki — AI Cap- ☆ one tókst að ná alræði yf- ir ir nýtizku stórborg og stjórnaði henni eins og ☆ Cesar Róm forðum. Eftir að áfengisbannið var lögfest tók Cicago stakkaskipt- um. Smáglæpamenn urðu að stórglæpamönnum. •— Þeim græddist gífurlegt fé á sölu ó- löglegs áfengis. Skýrslur frá þessum árum segja, að á einu ári hafi verið drukknir 750 milljónir litra af brenndum vínum í Bandaríkjunum. 2100 milljónir lítra af bruggi og tæplega 400 milljónir lítra af léttum vínum. Þetta ár græddu atvinnuglæpamenn Chicago- borgar 4000 milljón dollara á áfengissölu. Þeir blátt áfram „sátu“ á helztu framleiðslu Bandaríkjanna ... Árið 1930 voru um 10.000 leynikrár í Chicago. Áfengis- salarnir veltu að meðaltali 3,5 milljón dollurum á viku, og vald þeirra fór hraðvaxandi eftir því sem meira var af peningum, sem hægt var að stinga að hinum og þessum, múta í allar áttir. Chicago var skipt í borgar- hluta, sem hver glæpahringur fékk yfirráð yfir og enginn annar hringur mátti koma ná- lægt. Þetta var nú samt að- eins að nafninu til, þvi að glæpamannahríngarnir létu hver annan aldrei í friði og áttu í sífelldu stríði sín á milli. Á 14 árum voru 703 glæpamenn drepnir, en aðeins 5 eða 6 marðingjar handtekn ir! Skammbyssu-„kosn- ingar“ í „fyrir- my ndarbænum* ‘ Foringjar glæpamannaveldis- ins voru tveir ítalir, Johnny Torrio og hi.nn frægi A1 Cap- one. A1 Capone tók siðan við öllu ríkinu, eftir að hafa sent Torrio yfir um. Þeir tveir voru einráðir. Þeir voru óhultir, þar sem þeir höfðu lögregluna í vasan- um. Oft fylgdu lögregluþjónar á mótorhjólum smyglvarningn- um eftir, til þess að tryggja að hann kæmist óhultur á leið- arenda. — Ég á lögregluna, varð Torrió einu sinni að orði, og það var ekki fjarri lagi. í hverri viku veitti hann aðstoð- armönnum sínum 30.000 doll- ara mútur og mikill hluti þess- ara peninga voru beinlinis af- hentir á sérstakri skrifstofu, þar sem lögregluþjónar, emb- ættismenn og FBI-menn stilltu sér upp í biðröð vikulega til þess að fá útborgað. Múturn- ar, sem dómarar, stjómmála- menn og háttsettir embættis- menn þáðu voru afhentar með fjármálamaður og glæpamaður, stjórnaði Chicago ásamt Cap- one. meíri leynd, enda voru þaer upphæðir mun hærri. Loks fór geysimikið fé í kosningasjóð. Bifreiðaeigendur ATHUGIÐ! ■ Opið alla daga — helga sem virka — frá kl. 8.00 f.h. til kl. 23.00 e.h. ■ Höfum fyrirliggjandi flestar stærðir af fólks- og vörubílahjólbörðum. ■ Einnig flestar stærðir af snjóhjólbörðum. — Hagstætt verð. Hjólbaröaviögeröin Múla v/Suðurlandsbraut — Sími 32960- Blóðbaðið á degi hcilags Valentíns var Icngi í minnum haft í Chicago. 10 manns voru skotnir þennan dag í bílskúr — allt af því að A1 Capone var illa við þá. . . Á þeim árum voru lýðræðis- legar kosningar ekki til. Þeir, sem Capone og Torrio út- nefndu voru alltaf kosnir. Út- sendarar glæpaforingjanna voru á kjörstað, vopnaðir skammbyssum og máttu gera hvað sem þeir vildu við þá, sem ekki kusu eftir þeirra höfði. Sá, sem aðallega sá um, að kosið væri „rétt“ hét Dion O’Bannion. Þessi skrýtla var sögð um hann í Chicago einu sinni, er kosningar fóru fram: — Hvoru megin eru atkvæð- in í 42. og 43. kjördæmi? — Þau eru í skammbyssu- vasa O’Bannions . . . Þegar O’Bannion hafði tal- að af sér og fékk hægt and- lát af völdum byssukúlu frá Torríó og Capone, var Ohic- agobúum boðið til veglegustu jarðarfarar, sem gerð hafði verið þar í borg. Dómarar og vfirmenn lögreglunnar báru kistuna og æðstu menn borg- arinnar, háttsettir FBI-menn óg aðrir, sem sízt var við að búast í slíkum félagsskap, fylgdu þrjótnum til grafar. Haltu þér alltaf saman A1 Capone, maðurinn, sem stjórnaði spilavítum, hóruhús- um, spillingarbælum af öllu tagi og þar að auki opinberu lífi Chicagoborgar með byss- una í annarri hendi og pen- ingabunka í hinni, var þó hræddur við eitt: sósíalisma! Hann skrifaði vini sínum: „Við mcgum ekki sleppa bol- sévismanum inn á okkur. Við verðum að skipulcggja mót- spyrnu gegn honum og standa þétt hver við annars hlið til að varna honum inngöngu í land okkar. Við verðum að koma í vcg fyrir sjúklcika og spillingu í Bandaríkjunum. Við verðum að halda verka- mönnunum frá rauðum bók- menntum og öllum öðrum rauðum freistingum. Við verð- um að sjá til þess, að verka- menn haldi andlcgu heilbrigði sínu ... A1 Capone féll frá, en glæpa- mannaveldið lifði áfram. Árin 1945—50 voru framin 687 morð í Chicago og talan hefur ekki fallið mikið síðan. Glæpa- mennimir halda áfram störf- um, þótt þeir láti minna á sér bera en áður. Statistík segir, að nú sé framið eitt morð á klukkutíma í Banda- ríkjunum. Glæpamenn í Chicago áttu óskrifuð lög — þeir kjöftuðu aldrei frá. Jafnvel á banabeði héldu þeir sér saman. Gott dæmi um þetta er Frank Gusenberg, einn af 10, sem skotnir varu á degi heil- ags Valentíns. Glæpaflokkur- inn, sem skotinn var hafði lengi eldað grátt silfur við Capone og urðu endalok þeirr- ar deilu þau, að 10 manns voru skotnir í bílskúr í Chic- ago. Frank Gusenberg var enn á lífi, er komið var að og hvíslaði að lögreglunni i dauða- teygjunum: — Það var enginn. sem skaut mig ... Síðan gaf hann upp önd- ina, og við krufningu fundust 14 véibyssukúlur í skrokknum á honum Þeir lögregluþjónar, sem ekki vildu hlýða fyrirskipun- um glæpamannanna voru ann-^ að hvort lækkaðir í tign eða' komið fyrir kattarnef. Árið 1927 voru 727 lögregluþjónar myrtir í Chicago. Capone: Varið ykk- ur á kommunum . . A1 Capone var einn hinna fáu, sem ekki voru drepnir. Hann dó eðlilegum dauðdaga árið 1947. þá hálfgeggjaður. Áður en hann dó missti hann ..konungsembættið" og lög- reglan handtók hann — ekki fvrir nll morðin sem hann hafði á cqrmrt-VunnÍ Vrtlrlur f„„ir cVat.tsýik A1 Hanone virðist ekki hafa híáðst af samvizkubiti. eftir hessum orðum hans að dæma: vólk tröir mér til alls ills og 'krifar mie fvrir öllum mann- dránum noma listanum vfir hé --om féllu í heimsstyrjöld- innL Rubinstein „heldur sér saman“ .Tack Rubinstein naetur- klúbbaeigandi kom frá Chic- ago. — Segðu engum í Dallas, að ég sé frá Chicago og engum í Chicago, að ég sé í Dallas, sagði hann eitt sinn við vin sinn. Ruby gekk alltaf með skammbyssu á sér og sagði að það væri gamall vani frá Chicago. — Jack var borgað fyrir morðið, sagði einn vina hans við yfirheyrslu. — Jack gerði allt fyrir peninga. Hann var hálfgerður skíthæll . . . Svona er Jack Rubinstein. Maðurinn, sem lifði i skugga A1 Capone er orðinn frægur. Sorgin útreiknuB í dollurum WASHINGTON 2/tL2 — „Broadcasting“ skýrir frá því í dag að sjónvarpsfélögin i Bandaríkjunum hafi tapað 28.7 milljónum dollara (yfir milljarð fsl. kr.) á dauða Kennedys forseta. Mestur hluti tapsins eða 25,6 milljón- ir dollara stafar af því að ekki voru sendar auglýsing- ar í sjónvarpinu með fréttum af dauða og útför forsetans, en sjálf fréttaþjónustan kost- aði 3.1 milljón dollara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.