Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 4
4 StBA ÞJðÐVILIINN Laugardagur 7. desember 1963 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.|, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Sfmi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 & mánuði. Trygging fyrír sigrí það er jafnan háttur atvinnurekenda þegar deilt er um kaup og kjör að reyna að sundra laun- þegum innbyrðis, og þær tilraunir hafa ekki lát- ið á sér standa nú frekar en endranær. Reynt hefur verið að binda kauphækkanir til þeirra sem lægst laun hafa því skilyrði að faglærðir verka- menn fái miklu minni bæfur og helzt engar og þannig stefnt að því að koma á innbyrðis deilum milli þessara sjálfge'fnu samherja. Á sama hátt hafa röksemdir þær sem verkamenn hafa sótt í augljós fordæmi kjaradóms verið túlkaðar þann- ig að verkamenn séu andvígir þeim leiðrétting- um sem opinberir sfarfsmenn hafa fengið, og reynf hefur verið að halda þeim skoðunum að opinberum starfsmönnum að þeim væri hagur í því að verkafólk næði sem minnstum árangri í kjarasamningum sínum! Auk allra slíkra til- rauna til þess að blása upp sérsjónarmið ein- stakra hópa hefur að sjálfsögðu verið reynt nú sem fyrr að skipta mönnum eftir stjórnmálaskoð- unum. Sú gamalkunna aðferð að deila og drottna er enn í fullu gildi. £Jn þessi þraufreynda aðferð h'efur nú brugðizt á skýlausari hátt en nokkru sinni fyrr. Samstaða sú sem nú hefur tekizt meðal verkafólks er víð- ’tækari og algerari en dæmi eru um áður hér á landi. 50—60 félög með um 20 þúsundir félags- manna hafa boðað verkföll á miðnætti aðra nótt hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Þarna er bæði að finna gamalreynd verklýðsfé- lög sem oft hafa staðið í ströngu og yngri sam- tök sem ekki ha'fa áður lagt til harðvítugra hags- munaátaka, eins og samtök verzlunar- og skrif- stofufólks um land allt, en ’fyrir þau samtök er úrskurður kjaradóms til að mynda hið augljós- asta fordæmi. í þessum átökum standa hlið við hlið trúnaðarmenn verklýðshreyfingarinnar úr öllum stjórnmálaflokkum á íslandi og utanflokka- menn, forustumenn sem oft áður hafa háð hinar illskeyttustu deilur um starfsaðferðir og markmið. jþessi víðfæka samsfaða er full trygging fyrir sigri. Einhuga verklýðssam’tök, sem beita afli sínu á þann hátt sem nú geris'f, eru sferkasti aðil- inn í þ'jóðfélaginu, enginn 'fær brofið slík samtök á bak aftur. Hvemig svo sem einstökum st'jórn- málaleiðtogum og afvinnurekendum kann að vera innanbrjósís ber þeim að horfasf í augu við veru- leikann a'f fullu raunsæi og beygja sig fyrir óhjá- kvæmilegum staðreyndum. Verklýðssam'tökin hafa sýnf í verki að þau eru reiðubúin til samninga. og hefur langlundargeð þeirra raunar verið frá- bært. En verði sá naumi tími sem nú er til stefnu ekki hagnýttur til óhjákvæmilegra tilslakana af hálfu ríkisstjórnar og atvinnurekenda eru átök- in óhjákvæmileg. Hver maður sér að slík átök, sem næstum því jafngilda allsherjarverkfalli á íslandi, geta aðeins sfaðið skamma stund og úr- slitin geta aðeins orðið á einn yeg. — m. Þakkir Konur í Styrktarfélagi van- gefinna þakka af alhug þá miklu vinsemd, er starfi þeirra var sýnd með fádæma góðri að- sókn að bazar og kaffisölu, í „Lido“, sunnudaginn 1. des- ember s.l. Einnig vilja félagskonur þakka samtökum þeim, sem konur í erlendum sendiráðum í Reykjavík, hafa efnt til, fyrir ómetanlegan stuðning. Hafa þau samtök gefið dagheimilinu Lyngási dýrmæt tæki auk stór- gjafa til bazars og kaffisölu. Alúðarþakkir vilja félagskon- ur færa öllum þeim mörgu, sem með gjöfum og góðvild hafa stutt starfsemi þeirra fyrr og SÍðttS. Daabók lífsins Framhald af 3. síðu. er 1 þessari kvikmynd. Kvikmyndarar eru ekki á eitt sáttir um það hvaða að- ferðir megi nota við gerð heim- ildarkvikmynda. Þar sem þessi grein kvikmyndalistarinnar á að fjalla um sanna atburði úr mannlífinu, eru sumir sem hallast að því að ekki megi taka nokkra mynd mest megn- is með því að stilla upp liðn- um atburðum og láta leika heldur verði að kvikmynda at- burðina þegar þeir gerast og ailHar tilraunir til leiks geri myndina samstundis að falsi — og þá er kjaminn horfinn: heimildarkvikmynd orðin föls- un á heimildum, ómerkileg eft- iröpun á veruleikanum. Sjaldnast mun þó mögulegt að komast hjá því að endur- skapa liðna atburði að meira eða minna leyti og þá er ekki fyrst og fremst spurt: að hve miklu leyti, heldur liggur list- in í því hvemig þetta vanda- verk er leyst Magnús Sigurðsson velur greiðfærustu leiðina og þá ein- földustu: lætur leika myndina frá upphafi tiil enda. Með vandaðri vinnubrögðum hefði honum verið í lófa lagið að bæta myndina, blása í hana lífi. Hann hefði getað fylgzt með störfum lögreglu og bama- vemdamefndar og verið þeim samferða þangað sem þeir eru kallaðir á vettvang og kvik-^ myndað þar raunverulegt fólk. aðstæður, sjálft mannlífið. Segja má að þessi aðferð krefj- ist bæði of mikillar vinnu og tíma og góðra tækja. Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði þó verið auðvelt að kvikmynda krakka að leikjum með þessu móti. Þessi listgrein getur ekki orðið list ef veruleikinn sjálf- ur er ekki kvikmyndaður í stað leikinna atriða, þar sem því verður mögulega við kom- ið. Höfundur ætti- þá heldur að velja sér náskylda tján- Ingamáta: blaðagreinar eða ritgerðir. Sem áður er sagt verö* kvikmyndarar í þessari grein oftast að endurskapa einhverjar staðreyndir sem þeim eru nauðsynlegar í mynd- ir sínar. Alla jafna tekst þetta bezt þegar minnst er byggt á svipbrigðaleik, en reynt að endurskapa atburðinn eftir öðrum leiðum, sem reyndir kvikmyndaleikarar beita með betri árangri, til dæmis þannig, að endurskapa aðstæður og fylla þær með talandi smá- atriðum. í þessa átt er þokka- lega farið með atriðið þar sem drykkfelld móðir er rétt búin að sálga afkvæmi sínu smáu í ölvímu. Enn eru ekki allir gallar upptaldir: hroðvirkni í klipp- ingu myndarinnar og meðferð textans. Hann er með afbrigð- um illa samræmdur myndinni. Æ ofan í æ er sami hlutur- inn tvísagður bæði á mynd og í texta — og stundum jafn- vel fyrr 1 texta en á mynd, og hér sjáum við kjamann í mistökum við þessa mjmd. Hún er myndskýring við stað- reyndir og hugsanir sem höf- undi liggja á hjarta — ekki sköpun í myndum. Staðreyndir þessar eru þó vissulega tímabært umhugsun- arefni. Okkur er sýnt fram á þau einföldu sannindi að ekki eru til léleg böm — hins veg- ar lélegir foreldrar. Lengra er ekki farið — þó bregður aðeins fyrir fálmkenndum til- raunum til þess að leita hinna dýpri orsaka. Fávíslegt er að nema staðar við mismunandi ómerkilegar hvatir vesælla foreldra. Hvaða þjóðfélagsað- stæður spilla sjálfum foreldr- unum? Þessi mynd verðskuldar sem sagt harða dórna, en það væri ekki ómaksins vert að dæma hana, ef hún hefði ekki fleiri kosti en góðan vilja. Kennar- inn í Magnúsi tekur öll ráð af listamanninum, sem við sjáum þó sannarlega bregða fyrir í myndríenni hugsun. Ein stúlka í boltaleik við vegg, símtal í spegli og myndir frá Breiðuvik bera því vitni að Magnús getur hugsað í kvik- mynd. Reynslunni ríkari er það vonandi að listamaðurinn geri harðari kröfur til sjálfs sín og þá eigum við vonandi eftir að sjá fleiri og betri myndir eftir Magnús. Hafi hann og þeir sem studdu hann til þessarar kvik- myndagerðar heila þökk fyrir þessa þörfu hugvekju. M. J. ...for the world of today Austurstrœti 22 mm^mmmmmmmmmmm Nýkomin ensk karlmannaföt N.I6 Haukur lögregluflugkappi Út er komin ný bók um Hau löðreglu-flugkappa lofts- ins, en fyrsta bákin um þessa söguhetju, „Fífldjarfir flugræningjar,“ kom út í fyrra og hlaut þá fádæma vinsældir. Höfundar bókanna eru tveir: hinn þekkti brezki rithöfundur Eric Leyland og T. E. Scott Chard, sem er yfirflugstjóri hins heimsþekkta brezka flug- félags B.O.A.C. Þekking hins reynda flugmanns á öllu er að flugi lýtur ásamt hinni spenn- andi og viðburðaríku frásögn á drýgstan þáttinn í hinum miklu vinsældum, sem þessar bækur hafa hlotið viða um heim. Bókina hefur þýtt Snæ- björn Jóhannsson. en útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er prentuð i Prentverki Akrancss Nótt í Kalkútta Nýkomin er út hjá Sunnuút- gáfunni bókin „Nótt í Kal- kútta“ eftir sænska rithöfund- inn Uno Axelsson. Höfundurinn hefur skrifað fjölda bóka sem selzt hafa í stórum upplögum. Bækur hans um Indland hafa vakið sér- staka eftirtekt, enda hefur hann kynnt eér rækilega sögu þess og þjóðlíf, þar sem hann hefur dvalizt langdvölum. Bókin greinir frá leit ungs Hindúa að móður sinni, sem gerð hefur verið brottræk- úr stétt sinni á þeim upplausnar- tímum sem ríktu, þegar þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt éftir síðari heimsstyrjöld. Atburðarás er mjög hröð og lýsir vel spennunni milli Hindúasiðar og Múhameðstrúar. Bókin er 224 bls. og kostar 190 kr. + sölusk. Þýtt hefur Reidar G. Albertsson. Kápu- teikning: Bjarni Jónsson. Karl Marx fyrirlesturinn 1963 heldur Haraldur Jóhannsson hagfræðing- ur í Aðalstræti 12 kl. 2 í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.