Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 12
Sameiginlegar aðgerðir olíu-|n]f|[nf|l||NN félaga vegna borgarútboðs? Sunnudagur 8. desember 1963 — 28. árgangur — 262. tölublaS. □ Eítis og Þjóðviljinn hefur skýrt frá, gerðust þau tíðindi á fundi stjómar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir nokkru, að sam- þykkt var með þrem samhljóða a'tkvæðum mættra stjórnarmanna að leggja til við borgarráð að útboð verði látið fara fram á benzín- og olíu- kaupum borgarinnar. □ Nú eru þær grunsemdir famar að vakna, að íhaldið hafi aðeins fallizt á þessi málalok í trausti þess að olíufélögin geri með sér sam- komulag um að bjóða ekki — eða gera öll nákvæmlega samskonar tilboð að öðrum kosti. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls, en tilboðsfrestur er til 20. þessa múnaðar. Borgarfulltrúar Alþýöubanda- lagsins hafa ár eftir ár flutt til- lcgu um að reynt verði að ná Dagsbrúnar- fundur í dag kl. 4 í Iðné Verkamannafélagið Dagsbrún heldur félagsfund í Iðnó i dag kL 4 síðdegis. Á fundinum verða rædd samningamálin. Þar sem búast má við miklu fjölmenni á fundinum verða fé- lagar að sýna s'kírteini við inn- ganginn. VR-fundur í dag Verzlunarmannafélag Reykja- vikur heldur félagsfund í dag W. 2 e.h. í Iðnó og verða kjara- xnálin þar til umræðu. hagkvsemari innkaupum á þess- um vörum með almennum út- boðum, en íhaldið hefur jafn- an lagzt gegn málinu, þar til nú. Eitt stærsta útboðið Og hér er ekki um neitt smá- ræði að ræða, heldur eitt stærsta útboð á vörukaupum sem Rvík- urborg hefur gert t*l þessa. Þetta er útboð á olíukaupum til allra togara Bæjarútgerðar Reykja- víkur, átta talsins, til strætis- vagnanna, til Rafmagnsveitu Reykjavíkur, ennfremur á brennsluolíu fyrir toppstöðina við Elliðaár, olíu og benzín til starfsemi vatnsveitu og hHa- veitu, slökkviliðs, lögreglunnar að mi'klu leyti og allra bifreiða í eigu borgarsjóðs, kyndingarol- fu fyrir bæjarhúsin. Samkwmulag félaganna Olíufélögin hafa sérstakan samning við Innkaupastofnun ríkisins, en þau hafa jafnframt gert samkomulag sín á milli um að bjóða ekki hvert á móti öðru, þannig að útboð á vegum rik- isins er af þeim sökum í reynd tilgangslaust. Nú leikur grunur á, eins og áður var getið. að oliufélögin hafi gert samikoroulag með sér um að beita svipuðum aðferðum gagnvart útboði Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar. *** * * *** Þess skal að lokum getið til fróðleiks að tveir af stærstu eig- endum í olíufélaginu Skeljungi h.f. — því félagi sem löngum hefur setið að mestri olíusölu við Reykjavíkurborg — eru þeir Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Þorbjöm Jóhannesson, vara- bæjarfulltrúl ihaldsins og stjóm- armeðlimur Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Hafa þeir ár- um saman barizt gegn því að út- boð yrð* gert til þess að leita hagkvæmastra innkaupa á olíu og benzíni fyrir Reykjavíkur- borg og stofnanir hennar, Geir í borgarráði og borganstjóm og Þorbjöm í stjóm Innkaupastofn- unarinnar. Húsmæður ekki matvinnungar í umræðum í efri deild um frumvarpið um hækk- un bóta almannatrygginga sá frú Auður Auðuns á- stæðu til að upphefja mærðarlegt lof um aðgerð- ir viðreisnarstjórnarinnar í tryggingarmálum o.g varð Alfreð Gíslason fyrír svör- um. Hann kvaðst ekki vilja tefja fyrir þvi að á- kvæði frumvarpsins kæm- ust til framkvæmda og sagði að vist bæri að þakka það litla sem núver- andi stjóm hefði gert til endurbóta á tryggingarlög- gjöfinni en minnti jafn- framt á, að þær endurbæt- ur væm áreiðanlega ekki runnar undan rifjum þess stjórnarflokksins sem frú- in er fulltrúi fyrir og kvaðst jafnframt vilja benda henni á eitt lítið at- riði í tryggingalöggjöfinni. Þar er ákveðið að húsmæð- ur skuli eiga rétt á sjúkra- bótum og til grundvallar lögð áætluð laun þeirra fyrir hússtjórnarstörf. Og mánaðarlaun húsmæðra eru eftir þeim útreikningi eitt þúsund fimm hnndrnð tuttugu og sjö krónnr, og íslenzkar húsmæður þvi ekki taldar matvinnungar að mati trygginganna. Leggst útgerð á Hofsósi niður vegna hafnleysis? HOFSÓS 7/12 — Leiðinlegt tíðarfar hefur verið hér síðast- liðinn mánuð. Sunnan rok eða norðanátt með snjókomu. Þetta tíðarfar hefur komið illa nið- ur á sjósókn, en héðan stunda tveir þilfarsbátar róðra. Hafn- arskilyrði eru líka frumstæð fyrir slíka báta og mega menn hafa sig alla við að verja bát- ana fyrir skemmdum, ef eitt- hvað er að veðri. Liggja að baki margar vökunætur. SJð- menn eni orðnir þreyttir á að búa við svona aðstöðu og má búast við að útgerð leggist nið- ur, ef ekki verður gert eitt- hvað til bóta í hafnarmálum á næstunni. Atvinna þorpsbúa byggist nær alveg á því, sem úr sjó fæst. Ef útgerð dregst saman, þá er atvinnnlíf þorpsins í kaldakoU. V.B. Bazar MFIK ó morgun Basar Menningar og friðar- samtaka íslenzkra kvenna verður haldin á morgun, mánu- dag, í MlR-salnum, Þingholts- stræti 27, og verður hann op- inn frá kl. 3 síðd. til kl. 10 um kvöldið. Verða þar fjöl- breyttir og eigulegir munir á boðstólum og tækifæri til að gera góð kaup. •Ar ★ ★*k ★**• Munum á basarinn verður veitt móttaka kl. 4—6 í dag á sama stað. MORGUNGANGA Hringið til okkar ef þið getið tekið að ykk- ur blaðburð í Vesturbænum. Útborgun fyrir jól. AFGREIÐSLA ÞJÖÐVILJANS. Sími 17-500. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ NÝ BÓK FRÁ HEIMSKRINGLU AFLAMElN Jónas Árnason sá um útgáfuna. HÖFUNDAR BÖKARINNAR: Ási í Bæ Indriði G. Þorsteinsson Stefán Jónsson Björn Bjarman Jökull Jakobsson. PERSÖNUR BÖKARINNAR: Binni í Gröf Jónas Sigurðsson Pétur Hoffmann Salómonsson Garðar Finnsson Guðjón Illugason. Jónas Slgurðsson Pétur Hoffniann Salómonsson Binni í Gröf Guöjon Illuffason Verð kr, 320 + sölusk. Jólabókin í ár 49 myndasíður Höfuudarnir Garðar Finnsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.