Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. desember 1963 HÖÐVILIINN SÍÐA 7 Fór til Stokkhólms að læra að virða hvíta menn Þetta viðtal við suðurríkjanegrann Wilbert Tatum birtist í Information, er hann átti leið um Danmörku frá Svíþjóð. Tatum segir, að hvaða forseti sem verði fyrir valinu næst, verði hann að veita bandarískum blökkumönnum jafnrét'ti við hvíta menn. Hann segir að bylting negranna sé í aðsigi og ekkert geti stöðvað hana. Tatum fór til Sví- þjóðar til þess að læra að meta hvíta menn á annan hátt. Wilbert A. Tatum er suður- rikjanegri, faeddur árid 1933 i litlum bæ í Norður-Carolina. sem Durham heitir. Faðir hans var löngum atvinnuilaus og vann til skiptis sem bóndi og rakari. Tatum er yngstur 15 bama. Þessi ungi Bandaríkjamaður er á heimleið frá Svíþjóð þar sem hann hefur dvalizt i 4 mánuði. Hann sagði okkur frá því, að hann sé meðlimur NAACP — National ascociat- ion of the advancement of col- oured perople. Þessi félagsskap- ur er bannaður víðs vegar um Bandaríkin, m. a. í Alabama og hvergi vel séður i suðurríkj- unum. Verkefni Tatums í NA- ACP er að skipuleggja frið- samlegar mótmælaaðgerðir. Hann eyðir oft öllum tíma sínum í þessa starfsemi, þótt hann fái ekkert borgað fyrir. Annars er hann blaðamaður og skrifar eingöngu um það, sem hann berst fyrir — byltingu negranna. Hann segist hafa farið til Svíþjóðar til þess að læra að hugsa hlýlega til hvítra manna. — Og lærðuð þér það? — Bæði — og. Ég kynntist mörgum Svíum, sem urðu vin- ir mínir, en ég varð líka var við álíka framkomu og ég á að venjast heima. 1 heilan mánuð bjó ég með Sígaunum og það tók mig ekki langan tíma að komast að því, að þetta er kynþáttavandamál Svía, I Dammörku hef ég ekki orðið var við kynþáttamisrétti, enda er eðlilegt, að þjóð, sem ekki er samsett úr mörgum kynþáttum sé laus við það. Ég á bágt með að trúa að Danir séu betri en Svíar að þessu leyti. Allir hafa sína hleypi- dóma, sem auðvelt er að láta bitna á þeim, sem líta öðru vísi út. Og ef engir eru í land- inu, sem líta öðru vísi út, en hinir, finna þeir bara upp á einhverju öðru. Það kom ann- ars svolítið fyrir mig i Sví- þjóð, sem ég vona, að ekki geti komið fyrir í Danmörku. Negri, hypjaðu þig til Afríku! — Hvað var það, sem kom fyrir? — Ég var viðstaddur réttar- höld yfir nokkium unglingum, sem átti aö dæma fyrir þátt- töku í mótmælagöngu gegn hervæðingu. Þessi réttarhöld minntu mig á réttarfariðheima, enginn hlustaði á það sem þeir höfðu að segja, og þeir voru dæmdir svo að segja áður en þeir komu inn í salinn. Þeir fengu þónokkrar sektir og svo var farið út úr salnum. Fyrir utan hafði hópur unglinga safnazt saman til þess að mót- mæla dómnum og höfðu sezt á götuna. Ég var svo miður mín vegna þess sem ég hafði orðið vitni að, að ég settist hjá þeim. Lögeglan kom á vettvang og hirti þá, sem henni leizt vel á og þangað till bíllinn var orðinn fullur. AUir sátu kyrrir og þegjandi. Tveir lögreglu- þjónar gripu í mig og dróu TTTA HÚSGÖGN HJA , -pT? Á HÚSBÚNAÐI: VAIBJÖRKÍi . AKHREYRI m.a. þetta nýtizktxlega sofasett„P5” -4> mig í áttina að þílnum. En ég er þungur, veg næstum 100 kí-ló, og þótt þeir væru tveir um mig, misstu þeir mig í götuna. Þetta var auðvitað allt sprenghlægilegt, en mér fannst það ekki þá, þetta var skrambi sárt. Þegar ég ætlaði að risa á fætur, ýtti annar lögreglu- þjónninn við mér með fætinum og sagði : Negri, hypjaðu þig til Afriku- Við kærum okkur ekkert um þig hérna. — Við hvaða skilyrði ólst þú upp? — Við vorum fátæk og þjuggum ýmist inni íbænum eða utan við hann. Það var sama hvar við vorum, húsin voru alltaf jafnléleg. Durham var kyrlátur bær, götumar voru eins og húsgagn, sem not- að er á daginn en lagt saman á nóttunni. Þær voru lagðar sama kl. 8 á kvöldin og tekn- ar sundur á morgnana, þegar sólin kom upp. Ég var f jögurra ára, þegar ég tók fyrst eftir því, að ég var öðru vísi en aðrir. Við mamma fórum út ‘í stóra verzlun í miðbænum og hún var að velja sér vörur og fylgdist ekki með mér. Það var heitt og ég var þyrstur, kom auga á vatnskrana og þeygði mig niður til þess að drekka. Þegar vatnsbunan kom upp í mig rákust tennumar í mér allt í einu af alefli í kranann. Ég leit upp og það var hvítrjr maður, sem hafði slegið mig í hnakkann. Hann löðrungaði mig aftur, svo að ég fékk blóðnasir og fór að gráta. Ég var nefnilega ólæs, og ofan við kranann stóð skrifað: Fyr- Ir hvíta. Mér sveið mest að mamma skyldi ekkert gera, heldur leiða mig orðalaust út úr búðinni. En þegar við kom- um heim, sagði pabbi mér, að hvítir menn væru grimmir og miskunnarlausir og ég skyldi halda mér í hæfilegri fjarlægð frá þeim. Upp frá því var ég hræddur við hvíta menn, og það er ekki laust við að ég sé það enn þá. En það er á annan hátt, og ég er ekki leng- ur hræddur við að deyja eða finna til, og þess vegna geta þeir ekki gert mér neitt leng- ur. Svona einfalt er það í raun- inni, ef maður kemst yfir ótt- ann við dauðann og sársauk- ann er maður kominn hálfa leið, og þegar maður er ekki lengur hræddur um andann — eða sálina, eins og kristnir menn kalla hana, er sigurinn unninn. — Ert þú trúlaus? — Já, ég er e’kki kristinn, en ég held, að sá guð, sem blökku- menn trúa á, styrki þá og sameini í baráttunni fyrir jafn- rétti. Hvítir negrar —Hvenær komstu fyrst til norðurríkj anna ? — Mér tókst að fá inngöngu í Lincolnháskólann í Pennsyl- vaníu. Það er fyrsti háskólinn í Bandaríkjunum fyrir blökku- menn. Þá var ég ekki nema tæplega 15 ára og hafði lok- ið miðskóila tveimur árum yngri en venja er til. Við tök- um námið oft alvarlegar en hvítir jafnaldrar okikar, líka til þess að sýna fram á að við stöndum þeim ekki að baki. Það var svo sem engin stór- kostleg breyting að koma til norðurríkjanna. Kynþáttamis- réttið hefur að vísu ekki lög til þess að styðjast við þar norður frá, en þeim mun sterk- ara almenningsálit og venjur. Við sátum á sérbekkjum í kvikmyndahúsunum, sérbekkj- um í lystigörðunum og höfðum aðgang að mjög fáum veitinga- stöðum. í flestum stórborgum í norðurríkjunum var lögunum, sem banna kynþáttamisrétti, hlýtt, en í allflestum smóbæj- um fara íbúarnir sínu fram og láta sig lögin engu varða. — Hvemig eru mörkin dreg- in milli negra og hvítra manna, ef erfitt er að sjá það á hör- undslitnum? — Ef hlutföllin eru 1 á móti 60, ein eining af negrablóði á móti 60 einingum af hvitu blóði er maður negri. Ég er sjálfur negri að einum fjórða og margar systur mínar eru alveg hvítar. I Bandaríkj- unum eru allir taldir hvítir, sem ekki hafa negrablóð í æð- um sínum, og margir reyna að leyna því. Opinberlega eru hlutföllin milli negra og hvítra manna 20 miMjónir á móti 160 milljónum hvítra manna. Ég verð að viðurkenna, að ég vorkenni hvítum mönnum i Bandaríkjunum. Þetta kann að hljóma nokkuð undarlega, en þeir hafa sjálfir skapað sér kynþáttavandamál, sem ekki getur leitt nema í eina átt. . . Biðja ekki, heldur krefiast . . : — Og hvert? — Byltingar negranna, sem nú er að gerjast og magnast. Hún mun hafa áhrif á þróun allrar mannkynssögunnar, ekki aðeins Bandarfkjunum, af þvi að hún leysir okkur úr viði- um þeirra hleypidóma, sem hefta nú svo mjög framvind- una. Negramir í Bandaríkjun- ura biðja ekki lengur um jafn- rétti. — þeir krefjast þess. Við viljum ekki beita valdi, en við viljum heldur ekki láta hræða úr okkur líftóruna. Þeir geta drepið okkur og misþyrmt 4 ára strákhnokkum, en þeir geta ekki sigrað okkur. Við fáum jafnrétti. Það er ekki hægt að stöðva byltinguna lengur. Og einhvern tíma bráðum get- ur suðurríkjanegri gifzt hvaða stelpu, sem honum lízt á og vill giftast honum, þótt það sé bannað núna. Það var slæmt, að Kennedy var myrtur, en þó var það ekki eins mikil ógæía fyrir okkur negrana og okkur fannst til að byrja með. Því að það er sama hvaða forseti verður kosinn næst, hann er nauð- beygður til að veita negrunum jafnrétti, og lögunum skal verða framfylgt. Og ef ég tryði þessu ekki gæti ég eins framið sjálfsmorð, annars væri þetta allt tilgangslaust. Ég he£ ekki verið annað en negri síð- an ég var fjögurra ára. Það er ekkert líf, mig iangar til þess að snúa mér að öðrum verkefnum. Það er hrein tíma- eyðsla að vera alltaf upptek- inn af hörundslit sínum. Við^ megum ekki missa allan þenn- an starfskraft, sem fer for- görðum. af þvi að fjöldi fólks fær ekki að njóta sín, — okk- ur er meinað að vera heilir, frjálsir og óhræddir. FBI og Oswald — Og hvað ætlarðu svo að gera þegar þú hefur unnið sig- ur? — Ég hef BA-próf í enskum bókmenntum. Svo hef ég afl- að mér þó nokkurrar þekking- ar í sálfraeði og þjóðfélags- fræði. Það er víst nóg að starfa, enda þrói ég það heit- ast. Ég lauk prófi árið 1950 og var svo sendur til Kóreu. Það er sniðugt, að við negrarnir fáum að deyja drottni okkar við hlið hvítra manna og þar er nú ekki misréttinu fyrir að fara, en við megum alls ekki drekka með þeim kaffisopa. — Hvemig varð þér innan brjósts þegar þú fréttir um morð Kennedys? — Ég var í Stokkhólmi og sat með nokkrum sænskum og amerískum kunningjum mínum. Fyrstu fréttimar hermdu, að það hefði verið negri, sem drep forsetann, og vinir mínir tóku að umgangast mig eins og mann með hættulegan, smit- andi sjúkdóm. En til allrar guðslukku var það ekki negri. Og nú á að fá mann til þess að trúa þvi, að Oswald hafi staöið að þessu einn, og ekk- ert samband hafi verið milli þeirra Rubys. — Taka menn þetta trúan- legt i Bandaríkjunum? — Já. annað er óhugsandi, vegna þess að við erum ekki undir það búin að trúa þvi að þjóðfélagið sem við búum við sé svo rotið, að þarna hafi verið um samsæri að ræða. Þess vegna kjósum við þá leiðina að trúa því, sem FBI segir okkur hvort sem það er satt eða logið. Ég fyr- ir mitt leyti er fús til að trúa þvt, að Oswald hafi haldið á byssunni, en ekki að hann hafi staðið einn á bak við þetta. Allt, sem sagt hefur verið um Ruby stríðir gegn heilbrigðri skynsemi. Ef Bandaríkin búast við því, að heimurinn taki mark á skýringu FBI, sem gæti verið login, eru þau bamalegri en ég hélt. Kennedy var okkur á marg- an hátt góður, þótt hann gæti ekki gengið lengra en stjóm- málavald hans leyfði. Ef Gold- water verður fyrir valinu næst, er allur heimurinn í hættu, og ef það verður Nixon. þá . . — Hvað þá? Ég segi ekiki meira en, að ég vildi ekki kaupa notaðan bíl af þeim manni. — Og Lyndon B. Johnson? — Hann getur ekki and- rúmsloftsins vegna annað en fylgt stefnu Kennedys, og við skulum vona, að svo verði framvegis. Bridge Hér er níðþung brídge- þraut til þess að glima við yfir jólin, en til þess að eyðileggja e'kki þessa helg- ustu stund ársins fyrir ykk- ur, ef illa skyldi ganga að ráða hana. birtist ráðningin á öðrum stað hér í blaðinu. Þrautin er þannig: Norður * Á-K-D-G-10 V ekkert * 5-4-2 * S-7-6-5-4 Vestur Austur A V ♦ * 6-5 Á-K-10- 5-3 K-D-7-6 3-2 * V ♦ * 9 S-6-4-2 10-9-8 Á-K-D- G-10 Suður * S-7-4-3-2 V D-G-9-7 * Á-G-3 * 9 Suður á að spila fjóra spaða og vinna þá, eftir að vestur hefur spilað út epaða- sexi. Það er augljóst að sagnhafi á auðvelt með að fá niu slagi — tigulás og átta trompslagi. Getur þú fundið tíunda slaginn? Það er að segja án þess að leita að honum í ráðning- unni, eins og þú ætlaðir að gera. **=h- HÚSBÚNAÐUR HP laugavegí26 simi 20970 _____SSAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENDA LÍTIÐ Á HÚSBÚNAÐINN HJÁ HÚSBUNAÐI Gleðilegjólí Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjan h.f., Kletti. Jólamessur ★ Messur. Aðventkirk j an: Aðf angadag- ur. Aftansöngur kl. 6 e. h. Jóladagur. Guðþjónusta kl. 5 e.h. Kirkja Óháða safnaðarins: Að- fangadagur: Aftansöngur kl. 6 e.h. Jóladagur: Hátíðamessa kl. 2 e. h. Séra Emil Björnsson. ★ DÖMKIRKJAN Aðfangadagur K1 6 aftansöngur. Séra Þor- steinn Jóhannesson. Kl. 11 miðnæturmessa. Biskupinn, Herra Sigurbjöm Einarsson. Jóladagur Kl. 11 messa. Séra Óskar J. Þorláksson. Kl. 2 dönsk messa. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Kl. 5 messa. Séra Björn Magnússon próf- essor. Annar jóladagur Kl. 11 messa. Séra Hjalti Guðmundsson. Kl. 5 messa. Séra Óskar J. Þorláksson, 29. desember Kl. 11 barnamessa. Séra Ósk- ar J. Þorláksson. ★ HALLGRlMSKIRKJA Aðfangadagrur Aftansöngur kl. 6. Séra Sig- urjón Þ. Ámason. Jóladagur Messa kl, 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. Messa kl. 2. Séra Magnús Guðmundsson frá Ólafsvík. Annar jóladagur * Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 2. Séra Jakob Jónsson. ★ FRÍKIRKJAN Aðfangadagur Aftansöngur kl. 6. Jóladagur Messa kl. 2. Annar jóladagur Bamaguðsþjónusta kl. 2. Séra Þorsteinn Bjömsson. ★ langholtspresta- KALL Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 6. Jóladagur Bamaguðsþjónusta kl. 10.30. Hátiðarmessa kl. 2. Annar jóladagur Messa kl. 11. Skírnarmessa kl. 3. Sunnudagur 29. des. Jólagleði fyrir eldra fólk kl. 3. Mánudagur 30. desember. Jólatréssamkoma fyrir böm 5—9 ára klukkan 3. Jólatrés- samkoma fyrir börn 10—13 ára lclukkan 8. Séra Árclíus Níelsson. ★ HÁTEIGSPRESTAKALL 1 hátíðarsal Sjómannaskólans. Aðfangadagur Aftansöngúr kl. 6. Jóladagur Messa kl. 2. Annar jóladagur Bamaguðsþjónusta M. 11. Séra Jón Þorvarðsson. ★ LAUGARNESKIRKJA Aftansöngur kl. 6. Jóladagur Messa kl. 11 f.h. Annar jóladagur Bamaguðsþjónusta kl. 10.15 f.h. Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Svavarsson. ★ KÓPAV OGSKIRK J A Aftansöngur í Kópavogs- kirkju kl. 11 e.h. Séra Gunn- ar Ámason. Aftansöngur i Réttarholtsskóla kl. 6. Séra Ólafur Skúlason. Jóladagur Messa í Réttarholtsskóla kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Annar jóladagur Messa í Kópavogskirkju kl. 2. Séra Gunnar Arnason. ★ I»ýzk jólamessa. Kaþólsk jólamessa verður i Landakotskirkju á jóladag klukkan 15.30. Biskupinn Jó- hannes Gunnarsson og séra A. Mertens flytja messuna á þýzku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.