Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 8

Þjóðviljinn - 24.12.1963, Side 8
8 SlÐA HðÐVILJINN Þriðjudagur 24. desember 1963 • • • • TVO JOLAKVOLD Allir eiga sínar minningar um liðin aðfanga- dagskvöld. Þær minningar eru að vonum ærið mismunandi. Hér á eftir segir dönsk kona frá 't'veimur jólakvöldum sem hún hefur upplifað og trúað dagbók sinni fyrir — en þó með 47 ára millibili. Og á þeim 47 árum hefur jólahald greinilega tekið miklum breytingum. Kæra dagbók. Á þitt fyrsta blað ætla ég að skrifa um dásamlegustu jóla- kvöld sem ég hef lifað. Jóla- tréð okkar var fagurlega skreytt og snérist í sífellu — allveg af sjálfu sér. Og það skrítna við það var að það söng jólasálm. Liklega hefur verið falin spila- dós í því, en ég hafði ekki tíma til að athuga það. Og allar gjafirnar! Ég er nú blátt áfram alveg frá mér numin, já og það eru hin víst líka. Ég gaf pabba þykka sokka Hafið gát á kertaljás- unum Pátt er skemmtilegra við jólaundirbúninginn en að taka fram jólaskrautið og setja það upp. Mislitar jólatrésseríur iiafa nú leyst kertin af hólmi, en flestum mun finnast log- andi feertaljós tilheyra jóla- skreytingunni, þótt þau séu ekki höfð á jólatrénu sjálfu. Kertastjökum er komið fyrir hingað og þangað um íbúðina og óneitanlega geta kertaljósin fremur en rafmagnsseríurnar komið okkur í hátíðlegt jóla- skap. — En kertunum fylgir alltaf mikil eldhætta. Mörgum verður á, að skreyta kerta- stjaka með greni, bómull, silfei- pappír eða öðrum álíka eldfim- um hlutum. Af þessum sökum verða árlega fjölmörg bruna- tjón. Litil og falleg kertaljós geta þannig valdið sorglegri eyðileggingu á jólahátíðinni. — sé þeim ekki komið fyrir á rétt- an hátt. Enda þótt slíkir brun- ar hafi ekki í för með sér þær hörmungar að hús brenni til grunna, eða eyðileggi mikinn hluta innbús, skerðir það jóla- gleðina ef brunagat kemur á stól, dúk eða gólfteppi. Hafið þess vegna vakandi auga með kertaljósunum nm hátíðarnar. sem ég prjónaði sjálf. Annar þeirra var að vísu eilítið styttri en hinn, en ég vona að hann taki ekki eftir því. (Ég átti ekki meira gam). Mömmu gaf ég ullarbol og handskjól. Ég sjálf fékk heitustu ósk mína uppfyllta: alvöru lífstykki sem er reimað saman á bakinu, — það er yndislegt! Friöa frænka gaf mér útsaumaðan dúk og 12 servíetur. Hún sagði annars að það væri tími til kominn að fara að hugsa fyrir . heimanfylgjunni minni, þar sem ég væri orðinn 16 ára. Auk þess fékk ég vettlinga. saumakassa með öllu tilheyr- andi, tvenna svai’ta uUarsokka silfurnælu (ekta), þrennar ull- arbuxur, ástarsögu og þessa dagbók, sem ég er að vígja. Þau hin fengu líka næstum allt sem þau óskuðu sér helzt. Valdimar litli bróðir fékk sög, lítinn upptrekktan bfl, matrósa- föt, sokka, svarta reimaða skó og 12 tindáta. Aumingja mamma fékk svo til eingöngu nytsama hiluti: ,,prímus“, blómavasa sem Valdi bjó sjálfur tH, en ég held að hún hafi verið ánægðust með nefgleraugun og hanzkana sem pabbi gaf henni. Pabbi fékk borðlampa, skinn- fóðraðan fótapoka, (hann þjáð- ist af stöðugum fótakulda), axlabönd úr silki og flösku af Rætt um jólaundir- búning og matnrgerð heimatilbúnum j arðaberj alík j - ör. Maja, vinnukonan okkar, fékk sannarlega sitt af hverju líka, peninga, 12 metra af sængurveralérefti, svuntuefni og sálmabók í ekta skinnbandi. Hún hafði aldrei fengið svona mikið í jólagjöf áður og grét af gteði. Og alílur sá dásamlegi matur sem við borðuðum, ég þoli varla að hugsa um hann! 24. desember, 1962 Kæra gamla dagbók. Nú eru liðin 47 ár síðan ég vígði þig. Ég ætla að fagna afmælisdegi þínum með því að lýsa þessu jólakvöldi. sem ég eyddi hjá Evu dóttur minni og fjölskyldu hennar. Ég ætla að byrja á því að telja upp hvað ég fékk í jóla- gjöf. Evu tókst að komast að minni leyndustu ósk: hún gaf mér árs-tilvísun að einni beztu snyrtistofu borgarinnar! Og sannið þið til, þess verður ek-ki langt að bíða að ég líti út fyr- ir að vera 20 árum yngri en ég er! Frá Friðrik tengdasyni mínum fékk ég támjóa ítalska skó með háium hæítum, og Bjössi, þessi spréllligosi, gaf mér abstrakt málverk eftir sjálfan sig. . . . Friðrik gaf sjálfum sér nýj- an sportbfl. Sá gamli var orð- inn ársgamall og þess vegna kominn ,úr tízku. Eva fékk meðal annars ferð til Kanaríeyjanna og hálsband úr gulli fyrir kjölturafckann sinn frá eiginmanninum. Bjössi gaf henni málverk og frá Línu fékk hún stórt glas af frönsku ilmvatni og kjól. Ég gaf henni bókina Grannur án sultar og hún varð svo hrifin af henni að hún tók hana með sér í rúmið. Gjafirnar drifu að Línu litlu úr öSilum áttum. Hún er nú lí-ka aðeins 16 ára og sólskins- barnið okkar. Hún fékk tvo kjóla, peysur, blússur, rús- skinnsjakka, fjögur gullarm- bönd, skíði, stóra mynd af Luis Armstrong (ég held að það hafi glatt hana mest af öllu) og síðast en ekki sízt ferðatæki. hún týndi nefnilega sínu gamla á Italíu i fyrra- sumar. Hún skoðaði litlu útskornu trésleifina sem ég gaf henni í krók og k-ring, og ætlaði að springa úr hlátri þegar ég sagði henni að þetta væri not- Framhald á 10. síðu. Ekki ails fyrir löngu var blaðamaður Þjóðviljans á fundi hjá Kvenfélagi Langhol-tssókn- ar. Þar spjallaði Þórunn Pá'ls- dóttir húsmæðrakennari um jólaundirbúning og jólamat- reiðsiu. Brýndi hún mjö-g fyrir húsmæði-um að varast að fara of geyst í sakirnar hvað jóla- undirbúninginn snertir og hvað hún alltof a-lgengt að húsmæð-ur nytu ekki jólahátíðarinnar söfcu-m ofþreytu. Einkum fannst henni hreingerningar og bakst- ur vilja ganga út í öfgar. Hreingerningar mættu sem bezt bíða til vorsins og á fiestum heimilum væri hreinasti óþarfi að baka meira en tvær til þrjár smáköikutegundir og þrjár til fjórar tertur. En flestar húsm-æður hafa lí-klega þegar lokið þessum und- irbúningi svo ástæðulaust er að fara nánar út í þá sálma. Jólamatreiðs'luna vildi Þór- unn hafa sem fyrirhafnar- minnsta fyrir húsmæður og lagði eindregið til að húsmæður hættu öilum kreddum í því sambandi! Til að spara hús- móðurinni uppvaskið um há- tíðarnar sagði hún að sjálfsagt væri að bera potta og pönnur, sem maturinn væri soðinn í, á jólaborðið. Til gamans setjum við hér upp smámatseðil sem Þórunn hefur samið og telur vel fallinn til að hafa sem jólamáltíð Máltíð þessi hefur þá megin- kosti fyrir húsmæður, að hana má hafa tilbúna með margra klukkustunda fyrirvara og upp- vaskið verður sáralítið. 1. réttur Síldarsnitta. 2. réttur Ostakarfa. 3. réttur Steik m. kartöflum og grænmeti. 4 réttur Ábætiskaka. Síldarsnitta. Kringlótt rúgbrauðssneið er smurð, síld skorin niður og lögð á raðir sneiðarinnar. Sax- aður laukur og rifin epli sett í miðjuna. Rjómi látinn yfir og síðan eplabiti eða tóma-tbiti. Ostakarfa. Smjöri og rifnum osti er blandað saman til hel-minga, ýmsum bragðefnum bætt í. Ostasmjörinu sprautað á kex og önnur kexkaka lögð ofaná og hún einnig sprautuð með ostas-mjörinu. Skreytt með k-irs- uberjum eða vínberjum. Hald á körfuna má búa til úr málm- pappír. Ostakörfumar eru sett- ar í fat og það skreytt með berjum ostbitum og appelsinu- bitum. Steíkin. Nauta- eða lam-bakjöt er steikt á venjulegan hátt, sett í ofnsk-úffu ásamt grænmetinu og málmpappír lagður þétt yfir, Skúffan sett í vollgan ofn og helzt steikin þannig heit og tilbúin á borðið. Borin fram í ofnskúffunni. Sósa er búin til á venjulegan hátt og borin fram í pottinum. Ábætiskaka, 3 egg 150 gr. sykur 1/2 bol'li hveiti 1/2 bolli kartöflumjöl 1/2 teskeið lyftiduft. Venjulegt sykurbrauðsdeig, hæfilegt í tvo botna. Vanillukrem. 2 eggjarauður 2% dl. mjólk 2matskeiðar sykur 3 blöð matarlím 1 teskeið vanilla. 1% d'l. rjómi. Matarlímið er meðhöndlað á venjulegan hátt. Allt látið i pott og hrært í þar til þykknar. Síðan kælt og þeyttum rjóma blandað saman við. Kreminu er smurt á tertu- botninn. 3 epli afhýdd skorin til helminga, fræhúsin tekín burt og eplin soðin i sykurlegi þar tfl þau eru meyr. Sveskjur eda ber sett í miðjuna. Eplin lögð ofaná kremið. Rjómanum sprautað á og kakan skreytt með ávöxtum. Ilitið á húsbunaðinn hjá okkurj samband húsgagna framleiðenda lekkert heimili án húsbúnaðarl laugavegi 26 simi 20 9 70 Ráðning bridgeþrautar Ef þú hefur gefizt upp, þá eru hér þrjár ráðleggingar, áður en þú lítur á sjálfa ráðninguna. 1. Gefðu and- stæðingunum laufaslag í öðrum slag. 2. Gefðu austri eða vestri tígulslag í þriðja siag. 3. Athugaðu vel lauf eða hjartaútspil í þriðja slag. Norður drepur trompút- spilið og spilar laufi. Aust- ur á slaginn og spilar tígul- tiu, og á slaginn. Suður drepur á ásinn næsta tígul og spilar hjartadrottningu. Vestur leggur kónginn á og norður trompar. Suður trompar lauf, spilar hjarta- gosa, vestur lætur ásinn, og norður trompar. Austur fær laufslag gefinn, suður og vestur kasta tígli. Suður trompar 4. lauf hátt, vestur kastar siðasta tíglinum, svo hann geti trompað yfir ef suður reynir að trompa iauf eða tígul með lág- trompi. Suður spilar hjarta- níu, vestur leggur tíuna á og norður trompar. Norður tek- ur trompið af vestri og aust- ur er í kasfcþröng. Austur geymir hæsta tígul og hæsta iauf en verður að kasta hjartanu. Suður trompar lauf eða tígul og á síðasta slaginn á hjartasjöið. Aðrir möguleikar frá þriðja slag. Vestur drepur tígultíuna af austri og trompar út. Norður drepur en sagnhafi getur aðeins fengið átta slagi á tronjp. Austur kast- ar tígli. Suður trompar lauf og spilar hjartadrottningu. Vestur lætur kónginn og fær slaginn, norður kastar tígli. Vestur er nú endaspilaður; hann verður annaðhvört að spila upp í tígulinn eða gefa slag á hjartagosann. Sama endaspil kemur upp, ef austur spilar laufi í þriðja slag. Suður trompar, spilar hjartadrottningu. vestur leggur á, og norður trompar. Suður trompar lauf hátt, en vestur kastar tígli. Suður spilar trompi, trompar lauf, og vestur verður að kasta hjarta. Suður spilar lijartagosa, vestur leggur á og norður kastar tígli. Vest- ur spilar fcígulkóng, fær þann slag og er endaspilaður. Ef austur spilar hjarta í þriðja slag, þá vinnur sagn- hafi spilið á víxltrompi. Ekki svo erfitt, þegar maður er búinn að leysa þrautina. GLEÐILEG JÓL!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.