Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 1
Áríðandi félagsfundur trésmiða
★ Sáttasemjari ríkisins hefur boðað sátta-
fund í vinnudeilu trésmiðanna á morgun,
sunnudag, kl. 4. Boðað er þá einnig til fund-
ar með fulltrúum annarra iðnaðarmannafc-
Iaga sem eiga óleystar vinnudeilur i hönd-
um sáttasemjara, en það eru félög múrara,
málara og pípulagningarmanna. Þau félög
hafa sem kunnugt er enn ekki boðað verk-
fall.
★ Xrésmiðafélag Reykjavíkur boðar til fé-
lagsfundar á sunnudagsmorgun, kl. 10 f.h.,
í Breiðfirðingabúð. Stjórn félagsins telur
þetta mjög áriðandi fund og hefur bcðið
blaðið fyrir hvatningu til félagsmanna að
mæta vel á hann.
Otboð á olíu- oq benzínkaupum Reykiavíkurborqar og stofnana:
OLÍUFELÖGIN SENDU ENGIN TIL-
BOD, ADEINS SAMHUÓDA AFRIT!
Olíufélögin þrjú hafa nú öll sent svör sín við út-
boði Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar á sölu
olíu og benzíns til borgarstofnana. Á daginn kom
það sem margan hafði rennt grun í, svo sem áður
hefur verið greint frá hér í Þjóðviljanum: Félögin
hafa gert samkomulag sín á milli um að senda
öll samskonar „tilboð“, upp á hvern einasta eyri
samhljóða!
Vinnubrögð þessara þriggja af mestu auðfélögum Iandsins, Olíu-
fclagsins hf, Olíufélagsins Skeljungs hf og Oliuverzlunar Islands
hf, eru ljóst dæmi um mat hringaauðvaldsins á margumræddri
„frjálsri samkeppni", þegar á það reynir hvort hugtakið cr meira
en orðin tóm.
Tug milljóna viðskipti
Eins og áður hefur verið skýrt frá, var hér um að ræða eitt
stærsta útboð sem gert hefur verið á vegum Reykjavíkurborgar eða
stofnana hennar. Skiptir viðskiptafjárhæðin vafalaust nokkrum
tugum milljóna króna áriega.
Á hinn bóginn mun þessi árangur af útboðinu einsdæmi; það
hefur ekki áður komið fyrir að útboðum hafi verið svarað þannig,
að bjóðendur hafi ekki sent tilboð heldur gert samsæri um að
Ieggja fram samhljóða kópíur af samningsuppkasti. Þessari aðferð
beita sem sagt nú mestu auðfélög landsins og á sama tíma liggja
þau sjálfsagt í stjómarvöldunum og heimta æ meira í sinn hlut.
Enginn afsláttur til ríkisins
Ihaldsmeirihlutinn i borgarstjóm og stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hafði sem kunnugt er fellt ár eftir ár tillögur
um að útboð yrði gert á olíu- og benzínkaupum borgarstofnana.
Nú gerist það svo í lok nóvembermánaðar að blaðinu var snúið
skyndilega við og útboð samþykkt. Orsök þessara sinnaskipta mun
vera sú. að olíufélögin sögðu upp fyrir nokkru samningum sínum
við Innkaupastofnun ríkisins um afslátt á oliusölu til ríkisins,
þannig að horfur eru á því, að frá 1. apríl n.k.. þegar samnings-
tíminn er útmnninn, verði ekki um neinn afslátt til ríkisins að
ræða af hálfu olíufélaganna.
-----------------------------------------------------<
Trésmiðir á Akranesi
fá fram kauphækkun
Árekstur á
Hringbraut
Um hálf íjögur í gær-
dag skcmmdust þrjár bif-
reióir á mótum Furumels
og Hringbrautar. Bar það
þannig til, að bifreið ók
án mikillar varkárni af
Furumcl inn á Hringbraut
og þvcrt fyrir bifreið er
kom cftir Hringbrautinni.
Ökumaður þeirrar bifreið-
ar reyndi að forða árekstri
með því að sveigja til hlið-
ar en þá rakst bifreið
hans á tvær aðrar sem
stóðu kyrrar og valt síð-
an á hliðina inná graseyna
milli akreinanna. Bifrcið-
arnar þrjár skemmdust
töluvert en engin meiðsl
urðu á mönnum.
Samvinnubanka-
útibú í Hafnarf.
í dag, laugardag 4. janú-
ar, kl. 10 opnar Samvinnu-
bankinn útibú i Hafnar-
firði að Strandgötu 28 og
mun útibúið anna:t' öll
innlend bankaviðskipti.
í sama húsnæði vcrður
framvegis einnig umboð
Samvinnutrygginga í Hafn-
arfirði.
Guðmundur Þorláksson,
sem verið hefur umboðs-
maður Samvinnutrygginga
undanfarin ár, mun einn-
ig veita útibúinu forstöðu.
Afgreiðslutími verður kl.
10—12,30 og 1,30—4 alla
virka daga og föstudaga
kl 5,30—6,30 síðdegis.
Bátur týnist
A nýársdag slitnaði ell-
«fn tonna vélbátur frá
bryggju í Höfnum á Reykj-
anesi og rak bátinn út ós-
inn og þar sást síðast til
hans. Báturinn heitir
Straumur. Ekkert hefur
spnrzt til bátsins síðan
Eigandi bátsins var Valgeir
Sveinsson.
■ Iðnaðarmannafélag Akra-
ness hefur auglýst nýjan
kauptaxta, sem samþykktur
var á félagsfundi í fyrra-
kvöld og er hér um tölu-
verða kauphækkun að ræða
og er nú kaup iðnaðarmanna
á Akranesi mun hærra en
hjá stéttarbræðrum þeirra í
Reykjavík.
■ Þar á meðal hafa húsa-
Vélstjórar hafa samþykkt
en skipstjórnarmenn ekki
★ Eins og frá hefur verið skýrt hér i blaðinu náðust samningar
milli jóla og nýárs um kaup og kjör yfirmanna á bátaflotanum.
Samkvæmt upplýsingum Farmanna- og fiskimannasambandsins í
gær hafa Mótorvélstjórafélagið og Vélstjórafélagið nú samþykkt
samningana fyrir sitt leyti.
★ Skipsstjómarmannafélögin hafa hinsvegar ekki enn haldið fundi
um málið. Eru það eftirtalin félög: Aldan í Reykjavík, Hafþór á
Akranesi, Verðandi í Vcstmannaeyjum. Skipstjórafélag Norður-
lands á Akureyri og Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir á
Siglufirði. Mumi fu-nrUr væntanlega haldnir í þessum félögum um
wrmningana nú um helgina.
smiðir á Akranesi samþykkt
að vinna aðeins ákvæðis-
vinnu hér eftir. Iðnaðar-
mannafélagið er blandaður
félagsskapur af sveinum og
meisturum.
AKRANESI 3/1 — A fundi
í Iðnaðarmannafélagi Akraness,
sem haldinn var hér í gærdag-
var einróma samþ.vkkt að hækka
allt kaup um 15%. Gildir það
jafnt fyrir tímakaup sem ákvæð-
isvinnu og eftirvmnu- og næt-
urvinnutaxta.
Þá samþykktu húsasmiðir að
Framhald á 2. síðu.
Höfuðstöðvar olíufélaganna í Reykjavík
Stöð Olíuvcrzlunar íslands h.f. (BP) nálægt Laugarnesi.
Birgðastöð Olíufélagsins Skcljungs h.f. (SHELL) í Skerjafirði.
SJÓMENN í H0RNAFIRÐI
B0ÐA VERKFALL II. ÞM
Verkalýðsfélagið Jökull í Höfn í Hornafirði hefur boðað
verkfall ellefta þessa mánaðar, ef samningar hafa ekki
náðst við útgerðarmenn um bátakjör sjómanna á staðnum.
Sjómenn á Hornafirði fara fram á sömu kjör og stéttar-
bræður þeirra í Eyjum og vilja útgerðarmenn í Höfn ekki
fallast á þessi kjör að sinni.
Útgerðarmenn í Hornafirði
hafa þó komið til móts við
sjómenn og hafa boðið tuttugu
og níu og hálft prósent til ell-
efu manna og þrjátíu og eitt
og hálít prósent til tólf manna.
í fyrstu átti Kristinn Júlíus-
Framhald á 2. síðu.
Kjör bátasjómanna i Iiorna-
firði eru þannig verri en í Eyj-
um og vilja sjómenn þar ekki
sætta sig við skarðari hlut frá
borði.
Þannig er þrjátíu og tveim pró-
entum af aflanum ennþá skipt í
þrettán hluti os miðað við þrett
án manna áhöfn á línubátum og
i eru aðgerðarmenn í landi taldir
I til áhafnar á linubát frá Horna-
firði
I Eyjum er tuttugu og niu
og hálfu prósenti af aflanum
skipt í tíu hluti og bætast þar
tvö prósenl við heildarnoohæð
til skintanna. með hverjum
manni J>ar yfir.
Flokkurinn*
Deiidarfundir n. k. þriðjudags-
kvöld. Formannafundur í dag,
laugardag, kl. 6 síðdegis.
Sósíalistafélag Rcykjavíkur.