Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. janúar 1964 ÞIÚÐVILIINN Friðarboðskapur sovétstjórnarinnar um áramótin: 011 ríki heims skuldbindi sig til þess að forðast hvers konar valdbeitingu MOSKVU 3/1 — Sovétstjórnin hefur sent ríkisstjómum allra landa ný- ársboðskap þar sem lagt er til að öll ríki heims skuldbindi sig til að forð- ast hvers konar valdbeitingpu í skiptum við önnur ríki og leitast við að leysa öll ágreiningsmál, einnig landamæradeilur, með friðsamlegum hætti. Þessi friðarboðskapur hefur fengið heldur daufar undirtektir í höfuðborg- mn vesturlanda, en fréttaritarar hafa eftir bandarískum embættismönn- mn að sovétstjómin hafi með birtingu hans „unnið áróðurssigur“. BoAskapur sovétstjómarinnar er undirritaður af Nikita Krúst- joíf og sendur forsætisráðherr- tim og öðrum stjómarleiðtogum í öllum löndum heims á gaml- árskvöld, en Tassfréttastofan birtí hann í dag. Er hér um all- langt mál að ræða, eða 21 les- málssíðu. Krústjoff segir að nú á dög- mn eigi að vera kleift að koma i Teg fyrir alla valdbeitingu rfkja i milli og hann leggur til að gerður verði alþjóðasáttmáli í þessum fjórum meginatriðum: öll ríki skuldþindi sig hátíðlega til að beita ekki valdi i þvi skyni að breyta landamærum sínum. ©Þau fallist einnig á að aldrei megi beita árásum, hersetu cða valdi á annan hátt í samskiptum ríkjanna, hvort sem tilgangurinn væri að afla sér pólitískra, efnahagslegra eða hemaðarlegra yfirburða. 6 Kíki heims lýsi yfir að aldrei megi afsaka vald- beitingu með ólíkum viðhorfum til stjómar- eða hagkerfa eða skorti á stjórnmálatengslum milli ríkja. o öll ríki heims skuldbindi sig til að leysa landa- mæradeilur sínar á friðsamlegan hátt, með samningum, mála- miðlun eða öðrum sáttaraðgerð- um. enda séu slíkar aðgerðir i samræmi við stofnskrá Samein- uðu þjóðanna. I boðskapnum segir ennfremur að sovétstjómin sé sannfærð um að slíkur sáttmáli myndi vera mikilvægt skref í friðarátt. Þeg- Sýfilisfaraldur ó Vestur-Grænlandi eÓÐVON 3/1 — Komizt hefur upp um möfrg tilfelli af sýfilis á Góðvon á Grænlandi og óttast heilbrigðisstjómin að faraldur sé kominn upp bæði þar og í öðrum byggðarlögum á Vestur- Grænlands sem ekki verði við ráðið. Margir eru undir eftirliti, grunaðir um að hafa tekið sótt- ina, þ. á. m. allmargir Danir. Nokkrir hafa verið i sóttkvi dög- um saman. Það var þýzkur sjómaður sem bar sjúkdóminn til Grænlands, en hann kom til Góðvonar í okt- óberlok. Það er talið víst að hann hafi smitað a. m. k. tvær grænlenzkar stúlkur og vitað að hann átti kynmök við enn .fleiri. Heilbrigðisstjómin hefur beðið alla sem kunna að hafa smitazt að gefa sig fram við lækni. Þessi áskorun hefur verið send um mestalK landið, þar sem ótt- azt er að sóttin kunni að hafa breiðzt mjög viða út síðustu tvo mánuðina. Sjúkdómseinkennin koma ekki í ljós fyrr en sjö — átta vikum eftir að menn taka veikina. ar hann hefði verið gerður myndi reynast miklu auðveldara að finna lausn á helztu deilu- málum á alþjóðavettvangi. Landadeilur Sovétstjómin bendir á að nú að undanfömu hafi það sann- azt að hægt sé að draga úr við- sjám í heiminum, ef ríkin legg- ist á eitt og er þar greinilega átt við Moskvusáttmálann um takmarkað bann við kjarna- sprengingum. Hún telji það skyldu allra stjómarleiðtoga sem beri ábyrgð á friðnum og fram- tíð þjóðanna að ganga enn lengra á þeirri braut að bægja frá stríðshættunni. Halda eigi áfram að vinna að því að koma á allsherjar af- vopnun, en áður en því marki sé náð sé gagnlegt að vinna að samkomulagi á öðrum sviðum, ekki sízt að jafna landamæra- deilur sem geti skapað hættu- lega úlfúð milli ríkja. Sovétstjómin bendir þó jafn- framt á að ekki séu allar landa- deilur sama eðlis og nefnir í þvi sambandi sérstaklega Formósu- deiluna. Formósa hafi frá fomu fari verið hluti af Kína og væri það enn i dag, ef framandi ríki hefðu ekki skorizt í leikinn. Það verði þvi að binda enda á her- nám Bandaríkjanna á Formósu. Hin nýfrjálsu ríki hafi rétt- mætar kröfur til þeirra land- svæða sem enn séu undir ný- lendustjórn og sama máli gegni um frelsiskröíur þeirra þjóða sem enn séu undir nýlenduok- inu. Herstöðvar Sovétstjórnin telur að leggja beri niður allar herstöðvar ríkja í löndum annarra þjóða. Hún varar sérstaklega við valdbeitingu til að leysa þau vandamál sem upp komu við skiptingu landa eins og Þýzka- lands. Kóreu og Vietnams og telur að friðnum stafi sérstök hætta af landakröfum þeirra ríkja sem áttu upptökin að síð- ustu heimstyrjöld. — Viðleitni sósíalistísku land- anna til að tryggja friðinn og forða stríði byggist á þeirri stað- reynd að við hvorki getum né viljum beita valdi til að jafna landamæradeilur og við erum sannfærðir um að valdbeiting til lausnar slíkum málum getur aldrei verið í þágu neinnar þjóðar, segir í orðsendingu sov- étstjórnarinnar. „Áróðurssigur“ Talsmenn ríkisstjóma vestur- veldanna hafa fátt viljað segja um þennan friðarboðskap sovét- stjórnarinnar. Fréttaritari Reut- ers í Washington hefur þó eft- ir bandarískum embættismönn- um að með honum hafi Sovét- rikin unnið enn einn „áróðurs- sigur“. ----------------SÍÐA 3 Kommúnistar í Svíþjóð halda þing STOKKHÓLMI 3/1 — Þing Kommúnistaflokks Svtþjóðar hófst í dag í fundarsal neðri deildar Ríkisþingsins. Formað- ur flokksins, Hilding Hagberg, flutti skýrslu miðstjómar og talaði í rúma klukkustund. Mikiar umræður urðu að lok- inni ræðu bVms og voru sum- ir fulltrúanna allharðorðir í garð flokksforystunnar. Þing- inu mun ljúka á sunnudag. Ráðstefna haldin í London um Kýpur Castro í hátíðaræðu Byltingin á Kúbu nú föst í sessi HAVANA 3/1 — Fimm ára sigurafmæli byltingarinnar á Kúbu var fagnað í gær f Hav- ana og hvarvctna í landinu með iklum hátíðahöidum. Fidel Castro forsætisráðhcrra Nenni refsar andstæðingum Sósíalistar Ítalíu í hörðum deilum RÖM 3/1 — Deilur magnast enn í sósíalistaflokki Italíu og eru nú taldar auknar horfur á að flokkurinn klofni. Fjórtán af þingmönnum flokksins var í dag vikið úr honum um stundarsakir fyrir andstöðu þcirra við þá á- kvörðun mcirihluta miðstjórnar- innar undir forystu Nennis að ganga til stjórnarsamstarfs við Kristilega demókrata, en Nenni er varaforsætisráðhcrra í ný- myndaðri stjórn Aido Moro. Eftirlitsnefnd miðstjómarinnar vék sjö þingmcnnum flokksins i öidungadeödinni úr flokknum í eitt ár og fimm öðrum öldunga- deildarmönnum í sex mánuði, en tveimur þingmönnum í full- trúadeildinni í eitt ár. Fyrir hátíðar var 23 þingmönnum flokksins vikið úr honum um stundarsakir fyrir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu um traust á stjórn Moro og Nenni. Vinstrimenn sem andstæðir eru stjórnarsamvinnunni við Kristi- lega áttu um 40°/n fulltrúanna á síðasta flokksþingi, og á þingi em styrkleikahlutföll flokks- brotanna svipuð. ______________ télt ræðu á aðaltorginn f Havana og talaði f tvær klst. Ræðunni var bæði útvarpað og sjónvarpað. Castro sagði að byltingin á Kúbu væri nú algerlega föst i sessi og enginn gæti lengur gert sér vonir um að snúa við hjóli tímans. Efnahagsástandið í land- inu væri ágætt, þrátt fyrir ýms skakkaföll. Hann fór hörðum orðum um hina bandarísku heimsvalda- stefnu. Eina ástæðan til þess að heimsvaldasinnar Bandaríkjanna létu Kúbumenn í friði væri sú að þeir vissu að Kúba stæði ekki ein heldur ætti sér öfluga bandamenn, sem myndu koma henni til hjálpar, ef á hana yrði ráðizt. LONDON 3/1 — Samkomulag hefur tekizt milli þjóðarbrot- anna á Kýpur og brezku stjórn- arinnar um að haldin verði ráð- stefna í London til að reyna að ráða fram úr öllum deilum þeirra. Gert er ráð fyrir að ráðstefn- an hefjist einhvem næstu daga, en Makarios forseti, leiðtogi Grikkja, sagði í dag að málinu yrði skotið til Sameinuðu þjóð- anna, ef samkomulag tækist ekki. Kýpurstjóm hafði farið fram á að öryggisráðið yrði kvatt saman til að ræða ógn- anir Tyrkja við sjálfstæði eyj- arinnar, en tók aftur þau til- mæli þegar ráðstefnan í London var ákveðin. Engar óeirðir hafa orðið i Ni- kósíu síðasta sólarhringinn og brezka stjómin mun ekki ætla að senda fleiri brezka her- menn til Kýpur. Þar eru nú um 13.000 þeirra. Danir veita landhelgisbrjót skaðabætur KHÖFN 3/1 — Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi í dag skozku togarafélagi skaðabætur fyrir það að togari þess, Greg- or Paton, var tekinn í landhelgi við Færeyjar í sumar og færður til Þórshafnar. Skipstjórinn hafði verið dæmdur í 40.000 danskra króna sekt f Þórshöfn, en danski dómstóllinn sýknaði hann af ákærunni um landhelg- isbrot. Sjú og Sén í Tríana TIRANA 3/1 — Þeir Sjú' Enlæ forsætisráðherra og Sén Ji utanríkisráðherra Kína ræddu í dag lengi við Enver Hox'ha og aðra forystumenn albanskra kommúnista og fór vel á með þeim að sögn Tiranaútvarpsins. Kínversku gestimir hafa ferðazt um Albaníu siðustu daga, en í gær voru þeir gestir kúbanska sendiherrans sem hafði boð inni í tilefni af byltingarafmælinu á Kúbu. Barry Goldwater gefur kost á sér PHOENIX 3/1 — Barry Gold- water, helzti íramámaður í- haldsaflanna í Repúblikana- flokknum, tilkynnti í dag að hann myndi gefa kost á sér til forsetaíramboðs fyrir flokkinn ef hann verður tilnefndur á flokksþinginu í sumar. Rockefell- er ríkisstjóri í New York hefur þegar gefið kost á sér. ■< 4*- Flugfreyjur / f* / Ver oskum a'ð raSa íslenzkar stulkur, sem. flugfreyjur' til starfa á fluglei'ðum utan U.S. A, Fyrstu 6 mánuðina eru launin kr,-1 3. 000. 00 á mánuði, síðar geta þau orðið kr. 26.000.00. Einungis ogiftar stulkur koma til greína verða þær. að uppfylla eítirfarandi lagmarksskilyrði: Aldur : 21-27 ára. Hæð ; 158-173 cm Þyngd : 50-63 kg. Menntun : GAgnfræða þrof eða önnur hliðstæð' ménntun. Goð •kunnattá í ensku asamt einuöðru erlendu tungumáli ér nauðsynleg. J Þær stulkur, sem til greina koma',verða að sækjá 5 vikna namskeið, sér að kostnaðarlausu, x aðalstöðvum félagsins 1 New York, áður en endanleg ráðning á sér stað. Skriflegar umsoknir' berist. skrifstófu Fan.American, Háfnarstr. 19Reykjavík fyrir 7. jan. 1964. Umsækjendur komi til viðtals í Hotel Sögu, miðvikudaginn 8. januar kl'. 10.00 - 17.00. ma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.