Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA HOÐVILIINN Laugardagur 4. janúar 1964 SÍBERÍA M@ira @n snjórinn og himinninn Siberia þekur ógnarmikið landsvæði. Hún er eins mikil að flatarmáli og Evrópa. Hún er eins mikil o'g öll Bandariki Norður-Ameriku. Hin stórfenglega og að þvi er virðist takmarkalausa víð- átta þessa landsvæðis skynj- ast betur á hnattmynd en flötu landabréfi. Síbería er gífurlega kúptur hluti af yfirborði hnatt- ar vors. Lengdarbaugar Síberíu hníga saman, eftir því sem norðar dregur. og það er ástæða þess, að sjóleiðin austur um Norð- urishafið er styttri en járn- brautin mikla eftir endilangri Síberiu. Það er líka ástæða þess, að þegar flogið er milli- lendingarlaust frá Moskvu til Kabarovsk, þá er farið í stór- an boga norður fyrir járn- brautarlínuna, í átt til árinnar Neðri-Túngúsku. Ég var svo heppinn að eiga þess kost að ferðast um Síber- íu svo að segja eftir horna- línu, frá kuldaskautinu við hið fjarlæga fljót Indigirku allt til hinna sólbrunnu gresjulanda við rætur Altaí-fjalla. Þetta er íimm þúsunda kílómetra vegur ef mælt er eftir hinni hlykkj- óttu ferðaleið. í vetrarmyrkr- inu norður hjá Indigirku Jivíslast stjörnumar á“, eins og Jakútar segja. í 70 stiga frosti, sem þar á sér stað, er eins og andi manns skrjáfi og gefi frá sér marrandi hljóð. Samtimis taka gresjur Suður- Síberiu undir skýlausum himni við medri sólarhita en svæðin við miðjarðarlínu.......... Já, ég hef ferðazt um Siberíu endilanga, og hún hefur komið á móti mér handan um sjón- deildarhringinn í mynd fjall- garða í hinu kaldranalega barrskógabelti, i mynd silfur- skinandi fljóta eða nýrra bæja og borga. Sibería er svo víðáttumikil, að iðnaðarstöðvar hennar verða venjulega að teljast mjög fjar- lægar hver annarri á mæli- kvarða Evrópu að mæla. Þær eru enn umkringdar víðlend- um ósnortnum skógarflæmum. Þvi er það, að þegar kemur úr frumskóginum inn í ein- hverja þessara borga. þá hnykkir manni við. Hinni frumstæðu náttúru sleppir skyndilega. Maður veit ekki fyrr en hún er horíin og allt er breytt, og manni verður skyndilega ljós háleitur mik- ilfengleiki mannsins, endur- skapanda Síberiu. Ég held, að fátt, sem nú- timamaður getur átt kost að reyna. jafnist á við það að fara yfir hið skógi klædda Angarafljót í jámbrautarlest, yfir hina miklu stíflubrú Brat- sk-aflstöðvarinnar, þar sem leiðin liggur undir hinum gríð- armiklu lyftum, en yfir belj- andi og hvítfyssandi vatnsfall- ið, sem nú er hlekkjað í jám- benta steinsteypu. Annar minnisverður hlutur er ökuferðin til Kuzbassvæðis- ins eftir nýrri og óvenjulegri leið — Suðursíberíu-aðaljárn- brautinni frá Abakan. Þegar komið er yfir hinar þurru gresjur hjá Hakassía, þar sem fornir grafsteinar slanda eins og sólbrenndir prjónandi folar, og gegnum jarðgöngin undir hið hrikalega hæðadrag við Kúznetsk Alatá, skundar iestin klukkutímum saman niður dal- drög hinnar köldu. straum- hröðu ár Tomi, sem rennur þama um barrskógasvæðið með vindfallin tré á óbyggðum bökkum sínum. Og allt í einu er þar komið, sem ekki er að sjá nein vindfallin tré, engar hvítfyssandi flúðir. engin brumber á skógarsverði. Ár- dalurinn tekur enda, og við blasir Kuznetsklægðin, mikið opið sléttlendi, sem er í raun og veru stórkostlegt mann- virkjastæði: kolanámur. afl- stöðvar, stórir múrsleinsreyk- háfar verksmiðja og iðnaðar- stöðvar, og hin nýja borg Mez- hdúretsjensk ....... Það hafa þegar risið hér um bil fimmtán borgir á Kúzbas-svæðinu. Kúznetsk-lægðin (sem kölluð er til styttingar Kúzbas) hefur birzt mér aftan frá svo að segja og reynist einnig þar vera full af iðnaðarstöðvum. Þegar höfuðborgin Túva-Ki- zýl kom í ljós, lítil, en vel skipulögð borg i djúpum dal umluktum Sajaní-fjöllunum. þá var það eins óvænt sjón og þá er flugvélin okkar. „Jak-12“ nálgaðist hana úr átt hins veg- lausa og hrikalega Todsjísvæðis eftir að hafa farið yfir hinar freyðandi straumrastir Bi.i- Khem. einnar af uppspretluám Jenissej-fljótsins. Ekki var síður slóríenglegt að sjá Úst-Nera koma i ljós undir væng flugvélarinnar á norðausturleið frá Jakútsk. Ofan úr loftinu sá ég fyrst hin kringlóttu vötn í kaldranaleg- um rjóðrum hinna endalausu skógarflæma, síðan komu snævi þaktir tindar Súntar- Khajat fjallanna. sem virtust ná nærri því upp á glugga- bninir flugvélarinnar, eins og værum við að fljúga yfir Kák- asíufjallgarð. Þá birtist skín- andi flötur Indigarka-fljóts, þar sem það sker norðurheim- skautsbaug á leið sinni norður í Ishaf. Og skyndiiega kom Úst Nera í Ijós, miðstöð Újm- jakon-héraðs. sem er kunnugt að því að eiga við að búa harðastan vetur á jörðu hér, ef frá er talin háslétta Suður- skautslands, sem er óbyggð. Við lentum, fóium yfir fljót- ið í báti. því að ferjuna hafði tekið burt í flóði. Báturinn hafði henzt til og frá í straum- köstunum, og lerkitré höfðu verið rifin upp með rótum. Fjöllin eru krýnd skarpskom- um klettabeltum. Bláhvít ís- rönd virðist hengd upp á fjaUabrúnunum yfir borgina. Hún þiðnar ekki jafnvel á mestu hlýindatíð sumarsins. En í sífrerinni jörðinni undir borgarstæðinu sjálfu liggja vel einangraðar pípur hitaveitu- kerfisins, og vatnsbUar ýra borgarstrætin. Vegir liggja frá Úst-Nera til svæða, þar sem gull er í jörðu. Þeir liggja um mýrarflæmi, ban-skóga, sedrusviðarþykkni og fjallgarða. Hvergi er þama það þorp gullgraftarmanna, að þar sé eigi sjúkrahús með rön tgensgeislatæki. 1 nánd við hverja gamla borg í Síberíu eða þvi sem næst sjást þyrpingar nýrra verksmiðja og framleiðslu- stöðva, sem stimdum taka yfir stærra svæði en hin gamla borg sjálf. Þetta var svo í Barnál og Bijsk. En ég varð í sannleika furðu lostinn yfir þéttleika iðnaðarstöðvanna, er lestin nálgaðist borgina Kras- nojarsk úr austri. Frá Kansk, þar sem eru vefn- aðargerðir og trjáviðarsmiðj- ur, verður iðnaðurinn æ stór- fenglegri með hverri röst, sem farin er í hinni rafknúnu jám- brautarlest. Á svæðinu um- hverfis Irsha-Borodín eru kola- námur, í Zaozernoje er gljá- steins- og húsgagnaiðnaður, í Újara leirkeragerð. Við augum blasa litbjartar samstæður sambýlishúsa innan um birki- lundi. og orkulínur strengjast milli raftaugatuma. Nú er komið að því, að sveigt verði ofan i Jenissej -dalinn, til borg- arinnar Krasnojarsk. Maður býst við því á hverri stundu að sjá þetta mikla fljót, en það kemur ekki í ljós. Lestin er löngu komin inn fyrir borg- armörkin, en það er eigi að síður drjúgur spölur að brúnni. öll höfum við lært. að Krasnojarsk sé á vinstri bakka Jenissej-fljóts. Áður fyrr vort engin hús hér á hægri bakkan um. Og nú sjáum við þar verk smiðju við verksmiðju, fjöld iðnaðarstöðva Það hrífur hu ann að sjá allan þennan fjö1'- iðnaðarstöðva. Hvenær lagði borgin leið s yfir ána. og hvenær var ).' betta ákafíega langa trjáse' breiðstræti. sem skírt hefr verið eftir blaðinu „Krasnot arski Rabotsii“ (Krasnniprsk- verk"n*aaiir)? Hvmær t"kst hægri bas.kanum að íara íram JÉNISSEJ lokafl. Við fijótið mikla í Síberiu, Jénissej, á afl byggja mörg stórkostleg orkuver, og hið stærsta þeirra er Krasnojarsk- orkuverið. Á þessari mynd er verið að stííla fljótið. Hið fciknalega orkuver i BRATSK ffi J t?? v.gcjSsSSS! úr þeim vinstri með hinn gamla kjarna, sem hafði verið að þróast í þrjú hundruð ár á vinstri bakkanum undir rauða- leirsbörðum sínum, sem hafa orðið íbúunum tilefni þess að kalla þennan bakka ,„rauða árbakkann"? Án þess að mikið bæri á, hefur Krasnojarsk verið að þróast í það að verða ein af helztu iðnaðarmiðstöðvum eigi aðeins Síberíu, heldur oglands- ins alls. Þar eru efnasmiðjur, sem búa til gúm„ hjólbarða, trefjavefnað og rajonefni. Þar eru sýru- og lútargerðir, pappírs- og trjámauksverk- smiðjur. 1 Krasnojarsk eru verksmiðjur sem smíða fljóta- báta, verkfærastál, tilflytjan- legar lyftur, málmsmíðisform ýmiss konar, steinlím, upp- skeruvélar og sjónvarpstæki, þar eru framleidd pensillínlyf, og innan skamms mun alúmin- íumframleiðsla verða hafin þar. Fjallið Afontova gnæfir yfir járnbrautarbrúna. Sá. sem gengur á það, fær góða útsýn yfir borgina, götur hennar 250 km að lengd, iðnaðarhverfin, sem teygjast langt út fyrir sjóndeildarmörkin, og hverfi eftir hverfi nýrra ibúðarhúsa á hæðunum og bökkum fljóts- ins. sem þversker landið allt frá upptökum sínum í Mongól- íu til Diksonseyjar. Hér verður manni raunverulega Ijóst, hfvað Síbería er á vorum dögum. Hvar í heimi er til borg, þar sem aðleið jámbrautarinnar vindur sig um hverfi svo þétt- sett verksmiðjum og iðnaðar- fyrirtækjum? Manni dettur í hug Síkagóborg. En hér er að- eins um stærðarmun að ræða. Að öðiu leyti er þetta tvennt ósambærilegt. Venjulega hugsa menn sér þessi héruð einhversstaðar langt í fjarsta austri. Það er eðlilegt. þar sem mestur hluti þjóðar vorrar á heima fyrir vestan Úralfjöll. En lítið á landabréfið. Fjarlægð Jenissej- fljóts frá vesturlandamærum Ráðstjórnarríkjanna er nokk- umveginn söm og fjarlægð þess frá austustu útmörkun- um. Krasnojarsk er því rétt i miðju landinu. Með iðnvæð- ingu þeirri, sem nú á sér stað á bökkum fijótanna Ob, Jeniss- ej og Angara, er einmitt ver- ið að vekja til lífs þau mið- héruð lands vors. sem orðið höfðu aftur úr af sögulegum ástæðum. Á tímabili því. sem liðið er, síðan ráðstjóm komst á, hefur hlutur Síberíu í iðnaðarfram- leiðslu landsins margfaldazt. Þessi iðnaðarþróun er grund- völluð á hugmynd þeirri um jafnari dreifingu framledlðsl- unnar, sem Lenín setti fram fyrir löngu í rikisáætluninni um rafvæðingu Rússlands (GO- ELRO). Hugmyndin er alger- lega sósíölsk í eðli sínu. Allt landið verður að lifa virku lífi. Auk þess er sérstök merking fólgin í iðnaðarþróun Síberíu, því að meiri náttúruauðævi er að finna austan en vestan Úr- alfjalla. Kolasvæði Síberíu eiu að víðáttu eins og heil ríki. Sums- staðar eru kolalögin tugir metra að þykkt. Á þessum svæðum er líka nægilegt málm- grýti til að koma upp nýjum stórkostlegum málmvinnslu- stöðvum. Geysimikil hráefni er þar að finna til gerviáburðar- vinnslu. Hinir víðáttumiklu skógar, sem þekja geysimikl- ar vegleysur. virðast kalla á nýtandi mannshönd, með þvi að þeir hafi staðið of lengi ónytjaðir. Orka fljótanna er svo mikil, að hver aflstöðin annarri meiri ris þar upp til þjónustu við manninn: Um þessar mundir Bratsk-aflstöðin, hin mesta í heimi, og innan skamms Krasnojarsk-aflstöðin. og sú sem þar næst kemur, verður áreiðanlega ennþá öfl- ugri en þessar tvær. Áður var ekki vitað um neina olíu í jörðu á þessum slóðum, en nú hafa olíulindir fundizt þar einnig. I heila viku ferðaðist ég upp eftir ánni Lenu. Nýir vélknún- ir flutningaprammar og ný fljótaskip til olíuflutninga fóru fram hjá gufubátnum okkar. „Eldflaugarnar“. hrað- bátar Jakútsk-Múkhtúja leiðar- innar, brunuðu fram hjá og þeyttu upp löðurdrífu, er þeir strukust með vatnsfletinum. Þetta voru hamingjudagar. Ég hafði aldrei áður séð neitt líkt þessu fljóti og mundi liklega ekki sjá síðan. Það voru hvorki hinir sérstæðu klettadrangar né brattir hamraveggir árbakk- anna. sem mig íurðaði mest á. Ég hreifst af hinum óviðjafn- anlega samræma stórfengleika. Vatnið og fjöllin virtust steypt í samfellda heild af bugðóttum farvegi fljótsins, mjúkri og skýrri sveigju þess. Breidd móðunnar og hæð skógi- klæddra fjallanna,, — þetta rann saman 1 heildarmynd, fegurð einfaldleikans. mikil- leika og hátign. Lena er sí- birsk ímynd alls, sem rúss- neskt er. 1 þokunni, sem lagzt hafði yfir um nóttina, sigum við gætilega frá dufli til dufls yfir sveigslunginn flöt árinnar, en viðvörunarhljóð kváðu við allt í kring. Og urri miðnætti sáum við gegnum þokuslæð- inginn útlinur Markovo liða hjá. Síðan birbust oliutunn- arnir. mjóir pýramídar raflýst- ir, sem minntu á jólatré með logandi rafljósum. Síbería er auðugt land. En aðalatriðið er það, að með þvi að leggja vegi um landið og færa líf þess í eðlilegt horf má takast að nytja þessi auð- ævi á tiltölulega ódýran hátt. Og þetta er einmitt það, sem einkennir aðalatriði þróunar- innar um þessar mundir. Kol eru hér tiltölulega grunnt í jörðu. Meðaldýpt jarð- laganna ofan á kolunum i Donetslægðinni nemur 367 m.. en í Kúznetsklægðinni er hún ekki nema 161 metri. Þrjár af hverjum fimm lestum Tejerem- kha-kolanna eru fengnar úr opnu kolanámi. en ekki djúp- námum. Fyrst er sprengt burt yfirborðsjarðlag, og síðan er eldsneytinu mokað upp með vélskóflum og beint í jám- brautarvagnana. 1 Nazarov- varmaorkustöðinni fer það beint úr kolanámunni undir katlana. Á þessu svæði við síbirsku aðaljárnbrautarstöðina eru kol- in sumsstaðar svo ódýr, þar sem þau eru tekin úr opnu kola- námi að þau kosta litlu meira en ódýrasta eldsneytið, sem er jarðgas. Rafmagn það, sem framleitt er með þessum kol- um er að sjálfsögðu einnig ó- dýrt. Fljót Síberíu eru svo vel fallin til orkuvinnslu. að hið lága verð orkunnar, sem þær Framhald á 2. sfðu. . uy&'. ■ -■_, - >i ...... ... ... -ond ; ríu. iu-?. * cinna helzt fslamli, landi elds og ísa. Á Kamt- s.jatka c’ ' iökl.' r rg mosi. Það e.r noialcgt að baða sig » hveruuuin ú veturna noröur á Ivamtsjatkz..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.