Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.01.1964, Blaðsíða 2
2 «>Í**A ÞJðÐVILJlNN Flugfreyjur Loítleiðir h.f. óska að ráða til sín ílugfreyjur frá 1. apríl n.k. að telja. Til undirbúnings starfinu verður efnt til 3ja vikna kvöldnámskeiðs, sem hefst 1. febrúar 1964 að undan- gengnu inntökuprófi. Helztu umsóknarskilyrði eru: ■ Aldur: 20—30 ára. ■ Líkanishæð: 160—170 cm. ■ Menntun: Gagnfræðamenntun eða önnur viður- kennd almenn menntun. ■ Sérmenntun; Leikni í að tala og rita ensku og eitt Norðurlandamálanna, og æskilegast er að umsækj- endur kunni að auki annað livort þýzku eða frönsku. Umsóknareyðublöð fást i afgreiðslu Loftleiða, Lækjar- götu 2 og Aðalskrifstofunni, Reykjanesbraut 6. Umsóknir skulu hafa borizt. ráðningastjóra félagsins fyrir 16. janúar 1964. Ekki þar með sagt Það er leiðinlegt einkenni á íslenzkum stjórnmálum hversu mikið kapp er lagt á pex um hvers kyns ómerki- leg smáatriði. Enginn íslenzk- ur stjórnmálamaður er jafn ötull við þvílíkt japl og jaml og fuður og Eysteinn Jónsson, eins og þjóðinni hef- ur lengi verið Ijóst af ræð- um hans og greinum. Raunar aðhyllist þessi formaður Framsóknarflokksins ekki neina þjóðmálastefnu, sem þvílikt nafn sé gefandi, held- ur er málflutningur hans æv- inlega sá að hann sé betri embættismaður en allir aðr- ir stjórnmálamenn á íslandi. hann geti framkvæmt betur en aðrir hverja þá stefnu sem uppi kann að vera þá og þá. En stefnan sjálf er ævin- lega algert aukaatriði. Þvílíkur maður verður auðvitað að viðundri ef hann hættir sér út á þann hála ís að ræða um meginstefnur í þjóðmálum Þannig gerði hann sis hlægilegan í ára- jnétagrein sinni með því að uppgötva með undrun og skelfingu að kommúnismi „sé kallaður sósíalismi tii bragð- bætis, en það er raunar „þægilegt" orð, því enginn vei* Iengur hvað það þýðir. Tinnuharðir kommúnistar segjast t.d. vera sósíalistar Qg sama segja þingræðisjafn- aðarmenn. Það er búið að myrða þetta orð með því- líkri misnotkun og gera að meiningarle.vsu“ Eflaust er Eysteinn Jóns- son einasti fiokksformaður í heiminum sem ekki hefur gert sér ljósa þá sögulegu staðreynd. að sósíalistar greinast víða i kommúnista og sósíaldemókrata og sósi- alisminn verður engu óskili- anlegri af þeim sökum. Auð- vitað er vonl?ust verk að etla að skýra betta út fyrir manninum úr bví :;em kom- ið er. en það hlýtur að vera óþarfi fyrir hann að vera svona hissa á bví bótt heild- ir greinist í sundur Til að i mvnda hlýtur lifsrevnslnn a* hafa kennt booure það a'' bótt allar konur séu menr er ekki þar með sagt að ali- ir menn séu konur. — Austri. I Laugardagur 4. janúar 1964 SÍBERÍA Framhald af 6. síðu. veita, vekur furðu. Ein kiló- vattstund orku frá Krasnoj- arsk-aflstöðinni kostar ekki nema 0.03 kópeka. En undrun manns yfir þessu hverfur er hann sér vatnsílaum Jenissej- fljóts ryðjast fram um flóð- gáttina. þar sem aflstöðin stendur. Þar sem raforka er ódýr á þessum slóðum, er skynsam- legt að stofna þar til iðnaðar, sem þarf á mikilli orku að halda. Það er þessi gnægð raf- orku, sem mun að miklu leyti ákvarða megineinkenni síbirsks iðnaðar svo sem stóriðju á sviði svo nútímalegra iðn- aðargreina sem málmvinnslu og efnaiðnaðar með raforku. Síbiría mun senn verða með- al háþróuðustu iðnaðarsvæða jarðar. Hún mun sigrast á því, sem ennþá eimir eftir af vanþróuninni. því. hversu hún er háð miðsvæðunum um ýms- ar afurðir og hversu athafna- lífið er dreift. Hún mun eigi aðeins svo sem hingað til, verða ágæt af hinum miklu auðæfum sínum, heldur og af góðum og þægilegum lífsskil- yrðum almennings. Hvernig má takast að hraða þróun hinna síbirsku fram- leiðsluafla? Það má takast með öflugum tæknibúnaði og tækni- fræði, áhrifamiklum vélabún- aði, víðtækri orkuframleiðslu og sjálfvirkni. „Málmauðlegð Síbiríu er ger- samlega óþrotleg. Hana er þar að finna við vinnsluskilyrði, sem kalla á bezta vélabúnað, sem kostur er á“. Bezta véla- búnað! V. I. Lenín sagði þetta þegar árið 1920 og á þeim erf- iðleikatímum hafði hann séð fyrir það verkefni, sem verið er að ráða til lykta um þess- ar mundir. Við rætur fjallsins Afontova stendur enn timburhúsið. þar sem Lenín staðnæmdist i lok 19. aldar á leið sinni í útlegð- ina og las bækur um eína- hagslíf Rússlands, sem kaup- maðurinn Júdín átti í safni sínu. 1 glerskáp i bátabiðstöð- inni við Krasnojarsk-ána má sjá líkan gamla hjólagufubáts- ins „St. Nicolas". sem flutti Lenín til Mínúsinsk. í bóka- safni Martjanov-safnsins í Mínúsinsk sá ég gamla borðið, sem Lenín vann við. Og gamla reyrpennastöngin, sem Lenín skrifaði með. liggur á skrif- borði í gömlu timburhúsi með hlera fyrir gluggum. timburþak og viðamikið síbirskt þakskegg í þorpinu Shúshenskoje. A leið minni heim til Moskvu stanzaði ég í Novosíbirsk. Það er stórborg og tekur yfir nærri því eins mikið landsvæði og Moskva og Leníngarður. Alveg eins og Krasnojarsk, sem hef- ur vaxið og breiðzt út um hægri bakka Jenisséj-fljóts. hefur Novosíbirsk breiðzt út um vinstri bakka fljótsins Ob. Ibúatala borgarinnar er nú orðin ein milljón. Á meðan iðnaður vor var fá- breytilegri en nú er, voru borgir vorar stundum merktar á efnahagslandabréfum með rennibekk eða einhverju því- umliku ....... En hvaða merki ætti þá að velja til að tákna svo jötunaukna iðnaðarborg sem Novosíbirsk? Geysimikinn hverfirafal eða stálofn, stál- eða blýmilti. stóra vökva- fergju eða sjálfgenga sláttu- þreskivél, stórsekk af baðm- ullarvefnaði eða plasthluti ein- hvers konar eða þá „síbirskt" píanó? Það verður æ erfiðara að tákna séreinkenni síbirskra borga í stuttu máli. því að iðn- aður er þar svo langt þróaður, að jafnvei þó að einungis ætti að nefna helztu afurðir hverrar i m sig. þá myndi það verða löng skrá. Hið sama á við um ýmsar menningarstofnanir. I Novosí- birsk eru sex leikhús. fjórtán menntastofnanir æðri tegundar 'ásamt ýmsum greinum sínum, og þó nokkur dagbiöð og tíma- rit...... I vísindamiðstöð hinnar sí- birsku greinar Vísindaakadem- íu Ráðstjórnarríkjanna hefur rafreiknivél einni verið fengið, meðal annars sérkennilegt verk að vinna. Verkið fellur ekki í umgerð þá. sem tákna má með hugtakinu „Síbería", ef það hugtak er skilið hinum gamla skilningi (en vísindamenn vís- indamiðstöðvarinnar meta ekk- ert eftir gömlum sjónarmiðum, því að meðalaldur þeirra nem- ur 34 árum). Oss er tjáð. að þessi hraðvirki rafreiknir i Novosíbirsk hafi lesið úr mynd- rúnaletri Maja-indíána, sem byggðu Mið-Ameríku fyrir mörgum öldum. 1 biðsal jámbrautarstöðvar- innar í Novosibirsk má sjá minningarspjald úr marmara, þar sem stendur: „Á leið sinni í útlegðina í þorpinu Shúshen- skoje stanzaði V. I. Lenín á stöðinni við Ob hinn 2. (14.) marz 1897“. Þá var hér engin borg í barrskóginum á hægri bakka Ob-fljóts. Þar var að- eins smáþorpið Gúsevka. Það- an skrifaði Lenín eftir þriggja daga ferð frá Tsjeljabínsk. til ættingja sinna 1 Rússlandi: ,.Hér eru hvorki borgir né bú- stáðir. Stundum siást borp oe skógasvæði á stangli. Annars er hér aðeins gresjan og aftur gresjan. Snjórinn. og himinn- inn. — það var hið eina. sem við sáum þessa daga“. Svona var þetta eitt sinn. en nú er það allt orðið breytt. <S>- Fyrst® cs!þ|óSaskákmótið Framhald af 12 síðu. fyrir 500 kr. Svo erum við með það nýmæli, að bið- skákir eru innifaldar í að- göngumiðanum. Þannig segist Ásgeiri Þór frá Við hrlngdum einnig í Friðrik Ólafsson og spurðum hann um áiit hans á mótinu. Friðrik kvað það orðið nauð- syn að halda slíkt mót hér til þess að efia skákáhugann.é- sem sízt væri of mikill um þessar mundir. Erlendu meistarana þekkir F.iðrik af eigin reynd, hann býst við að hafa teflt við Tal sex eða sjö sinnum, en nokkrum sinn- um við Gligoric. Þrisvar hafa þeir Svein Johannessen og hann leitt saman hesta sína og i Hastings 1953 áttust þeir Wade við. Ekki kvaðst Frið- rik þekkja Nínu Gaprindas- villi utan hvað hann vissi, að hún væri frá Grúsfa. Við spurðum Friðrik hvort þetta væri ekki sama stúlkan og Rússar hefðu boðizt til að láta tefla við Bobby Fischer eftir að hann hafði lýst því yfir, að hann gæti gefið hvaða konú sem væri ridd- ara í forgjöf og unnið samt! Friðrik kvað það rétt vera, hefði Bobby krafizt þess að undir væru lagðir þrjú þús- und dollarar og taldi Frið- Trésmiðir Framhald af 1. síðu. vinna bæði úti- og innivinnu í ákvæðisvinnu og verður unnið eftir verðskrá Trésmiðafélags Reykjavíkur, en tímakaup iðn- aðarmannafélagsins notað við út- reikning á kaupi. Tímakaup iðnaðarmanna hér er reiknað út eftir taxta járn- iðnaðarmanna í Reykjavík, svo að ákvæðisvinna trésmiða hér hefur í för með sér mun betra kaup en stéttarbræður þeirra í Reykjavík hafa nú. Aður höfðu múrarar og mál- arar og bólstrar tekið upp á- kvæðisvinnu. Á fundinum urðu fjörugar umræður um kjör iðnaðarmanna almennt og sóttu fundinn rúm- lega fjörutíu manns og er það góð þátttaka hér á Akranesi. rik Rússum óhætt að ganga að þeim skiimálum. Fróðíegt verður að sjá heimsmeistara kvenna tefla hér i henni Reykjavík, vænt- anlega er nú kominn nokkur glímuskjálfti í kempur ís- lezkrar skáklistar, og íslenzk- ir skákunnendur eiga von góðrar skemmtunar upp úr miðjum mánuðinum. Þrettándaferð Farið verður i skálann kl. 4 í dag. Margt verður til skemmt- unar um kvöldið. Kojnið verð- ur aftur í bæinn á morgun. Fé- lagar fjölmennið. Skrifstofan er opin daglega kl. 5—7 síðdeg- is. Félagsheimilið er opið á hverju kvöldi. PIDIIISIIH LAUGAVEG! W SfMI 19HÍ 2 herb. íbúð í Kópavogi, fullbúin undir tréverk. 3 herb íbúð við Elfstasund, sér inngangur, sér hiti. 3 herb. hæð við Hverfisg., sé: inngangur. sér hita- veita, nýslandsett, laus strax. 3 herb hæð í timburhúsi við Grettisgötu. laus strax 3 herb. rúmgóð kjallara- íbúð við Fei'juvog, sér inn- gangur, sér hiti, iaus nú 1 þegar. ... . 3 herb. kjailarafbúð við Hverfisgötu, sér inngangúr ' sér hitaveita. 4 herb. nýleg efri hæð i austurborginni, sér inn- gangur. 4 herb. nýleg og góð hæð við Njörvasund með fc»íl- • skúr. ÍBCÐIR óskast 2 — 3 herb. íbúðir, mikl- ar útborganir. 3 — 4 herb. ris eða kjajl-,. araíbúð, mikil útborgun, ■■ Einbýlishús á góðum stað. Sjómenn Framhald af 1. síðu. , son, bankastjóri á Eskifirði -að gegna hlutverki sáttasemjara.- en hann hefur vísað deilunni til sáttasemjara ríkisins Torfa Hjartarsonar með samninga i huga milli L.Í.Ú. annarsvegar fyrir útgerðarmenn í Hórn'á- firði og A.S.Í hinsvegar fýrir verkalýðsfélagið Jökul. Litlar umræður hafa ennþá átt. sér stað. Átta línubátar ætla að stunda vetrarvertíð frá Höfn á komandi vertíð og haía þeir venjulega byrjað veiðar þegar upp úr áramótum STARFSFÓLK Konur og karlmenn óskast til vinnu í frysti- húsi á Vestfjörðum. Kauptrygging, ókeyp- is húsnæði. Upplýsingar í Sjávarafurðadeild S.Í.S. ' Sími 17080. Jólutrésskemmtun Sjómannafélags Reykjavíkur, verður haldin fyrir börn félagsmanna í Iðnó þann 6. þ.m. kl. 3,30 s.d. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu frá kl. 4—7 í dag og á sunnudag kl. 2—8. — Verði miðar eftir verða þeir seldir frá 10—12 á mánudag. Skemmtinefndin. Afgreiðsluna vantar fólk í dreifinguna. Vinsamlegast hringið í síma 17.500. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVIUANS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.