Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 2
2 BÍBA HðDVILIINN pjoiisim IAUGAVBSM8 SIMI 191T3 T I L S ö t U Stofa meö svefnkrók og eldhús við Rauðalaek. 2ja herbergja góð íbúð við Blómvallagötu. 2ja herbergja kjaliaraíbúð við Hofteig, teppalögð, í ágætu standi. 2ja herbergja risibúð í Mos- gerði, verð kr. 275 þús., útb. kr. 125 þúsund. 3ja herbergja hæð við Efstasund, sér inngangur, sér hiti. 3ja herbergja nýleg og góð íbúð í Laugamesi, með einu herbergi í kjallara. Lóð með steyptum grunni við Bræðratungu. Elnbýlishús í smiðum í Holtagerði. Höfum kaupendur með miklar átborganir að ðll- um tegundum íbúða. Frá vinstri: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Kristbjorg Kjeld, Bryndís Pétursdóttir, Nína Sveinsdóttir og Jóhanna Norðf jörð í hlutverkum sínum. framloldduf med elnkoloyfl- ftó ARNESTAD fiROK/ Osío. hennar er almennara og minna, í þróttmiklu og inni- legu tali hennar hvergi fars- aður tónn; orðaskipti þeirra Guðbjargar eru með miklum ágætum. Þóra er elzt í hópnum, sjö bama móðir og á von á því áttunda, slitinn vinnuþræll, en föst fyrir og lætur ekki bug- ast, hún er reyndari og skyn- samari en hinar, mæðuró og myndug í senn og lítur á lífið raunsæjum augum. Lýsing Þóru er í raun og veru það eina sem skáldið leggur til fé- lagslegra vandamála, og Helga bregzt ekki í neinu. Hún er ósvikin fátæk og fómfús al- múgakona, og útlit og göngu- lag, kvíði, áhyggjur og gleði sannfærandi í öllu; verkakon- um hefur tæplega oft verið lýst eins vel á íslenzku sviði. Bryndís Pétursdóttir er líka dæmigerð og eftirminnileg verksmiðjustúlka, ung og ný- gift og komin á steypirinn, og ákaflega hreykin af stráknum sem hún á f vændum. Ein- beitni og barnaleg einfeldni Mirku varð ljós og lifandi í höndum Bryndísar, og engu miður myndugleiki hennar er hún gerist fyrirliði hópsins; leikkonan hefur aukið hróður sinn méð þessu hlutverki. Rikka er annað aðalhlut- verk leiksins, eigingjöm, næst- um sálsjúk stúlka sem hefur reynt að svipta sig h'fi, hún hatar sjálfa sig og virðist næst- um að því komin að fara i hundana. Kristbjörg Kjeld er fönguleg og falleg stúlka eins og Rikka á að vera og leikur hennar víða mjög þróttmikill og einlægur, þótt út af geti brugðið, framsögnin aflmikil og skýr, en ekki alltaf tækni- lega fullkomin. Henni tekst mætavel að vekja þá óbeit á lygum og kvalalosta hinnar hamslausu stúlku sem við á, en öllu síður þá samúð og meðaumkvun í lokin sem skáldið ætlast til. Rikka er margslungið og næsta torvelt viðfangsefni, og sama má segja um Xeníu sem falin er Bríeti Héðinsdóttur, ungri, sér- kennilegri og efnilegri leik- konu. Xenía er útlend stúlka, ættuð úr Miðevrópu að því helzt verður séð, taugaveikluð í meira lagi, enda komin úr fangabúðum. Að tækni Bríetar má að vonum finna, og hún leikur of sterkt á stundum, en hún er skapheit og lifir hlut- verk sitt sem bezt má veröa, lætur sannarlega að sér kveða. Útlit hennar og æði eru hæfi- lega framandi, hún stingur réttilega í stúf við hinar; Xenía talar mjög bjagað mál og Bríet nær erlendum hreimi með þeim ágætum að ég man ekki til að ég hafi heyrt það eins vel gert á landi hér. Seigja er skvísan í flokkn- um, komung óhemja, ófyrir- leitin og illkvittin og kvíðir bæði og íagnar krakkanum sem einhver skeytingarlaus strákgopi hefur gert henni. Þóra Friðriksdóttir leikur víða hnittilega og af verulegum dugnaði og þrótti, og er reglu- lega fönguleg stúlka, en orð hennar og ærsli urðu þó elrlri alltaf sannfærandi í öllu. Þá er Margrét Guðmundsdóttir átján ára sveitastúlka og byrj- andi f verksmiðj unni, hrædd og feimin og átakanlega ör- yggislaus í fyrstu. Margrét er sjálfri sér h'k, enda hefur hún alltaf farið með sviplík hlut- verk áður, en hún er viðkvæm, saklaus og mjög ástfangin, fá- breytt orð hennar rata til hjartans. Loks koma þrjár stúlkur minna við sögu, Brynja Benediktsdóttir, Jóhanna Norð- fjörð og nýliðinn Oktavía Stefánsdóttir; þær mæla fátt, en fylla út heildarmyndina og gera skyldu sína. AOigera sér- stöðu hefur umsjónarkonan gamla Nína Sveinsdóttir og er tvímælalaust á réttum stað, skoplegust hinna mörgu kvenna, forvitín, drykkfeld og jórtrar tyggigúmið í sífellu. Leikkonan er talsvert kátbros- leg og drjúgfyndin þegar svo ber undir og ýkir ekki for- grip þennan í neinu. A. Hj. Laugardagur 18. janúar 1964 Ásvallagötu 69. sími 33687. kvöldsími 23608 ■ I I L S ö L U : 3 herb. íbúð á 2. hæð í sambýlishúsi í Stóragerði. Frágengin lóð. • Útsýni, góðar svalir. 3—4 herb. íbúð í sambýlis- húsi við Hjarðarhaga. Teppalögð. Uppþvottavél fylgir eldhúsi. Þvottavélar 1 sameign. Á efstu hæð fylgir herb. með aðgangi að eldhúsi og baði. Laus strax. Bílskúrsréttur. 2ja herb. 1. hæð á kyrrlát- um stað. Tvær íbúðir á gangi. 4 herb. íbúð í Laugames- hverfi. Bílskúr. Hitaveita. Mjög góð íbúð. 4 herb. risíbúð í Hlíðahv. Ekki mikil súð. Óvenju skemmtileg íbúð með stór- um svölum mót suðri. 1 S M I Ð U M : Lúxushæðir f tvíbýlishúsi á hitaveitusvæðinu. Splj- ast uppsteyptar með b£l- skúr. Sér irmgangur. Hverfi gluggar. Glæsileg. teikning. 4 og 5 herb. íbúðir í sam- býlishúsum i Háaleitis- hverfi. Seljast tilbúnar undir tréverk og málun til afhendingar í vor. Sér hitaveita. 6 herb. glæsileg hæð í sam- býlishúsi í Háaleitíshverti. Ibúðin er 139 ferm. Selst tílbúin undir tréverk og mábiingu tíl afhendingar 14. maf, næstkomandi. Bíl- skúrsréttindi. Endaibúð. Sameign fu'llgerð — verk- . smiðjugler — hitaveita. höfum kaupendur : Ibúðarhæð 5—6 herb. ( tví- býllshúsi. Aðeins ný og glæsileg fbúð kemur til greina. Útborgun ca. 700.000,00 kr., eða eftír samkomulagi. Veralunarhúsnæði. Eitt þekktasta innflutnings fyr— irtæki landsins vill festa kaup á nokkur hundruð fermetra verzlunar- ©g geymsluhúsnæði. Aðeins viðurkenndur staður kem- ur tíl greina. 4 herb. íbúð í húsi með lyftu óskast. 3 herb. fbúð f vesturbæn- um óskast. Aðeins góð i- búð kemur til greina. Út- borgun 500.000,00 kr. 2 herb. íbúð f háhýsi. Út- borgun 300.000.00. Þarf1 ekki að vera laue strax. 5—6 herb. íbúð í smíðum f tvíbýlishúsi óskast. Að- eins íbúð sem selst undir tréverk kemur til greina. Mikil útborgun f boði. I SKIPTUM: 4 herb. íbúð í Reykjavfk óskast fyrir stórt einbýl- ishús á einni hæð í Kópa- vogi. Húsið er í smíðum, tilbúið undir tréverfc. Ca 200 ferm. MUNXÐ Að EIGNASKIPTI ERU OFT MÖGULEG HJÁ OKKUR. — NÆG BlLASTÆÐI — BÍLA- ÞJÓNUSTA. Svo mæla fróðir menn að hinn fjölhæfi sænsk-finnski höfundur Walentin Ohórell sé í allra íremstu röð leikskálda á Norðurlöndum sem nú lifa, virtur og dáður í sínu leik- menntaða heimalandi, og „Læð- urnar“ eitt af fremstu og vin- sælustu verkum hans. Engu að síður get ég ómögulega hrifizt af þessu snoturlega leikriti, það er hvorki búið verulegum göllum né skáldlegri drn^atískri snilli, skortir list- ræna glóð, lætur mann létt snortinn. „Læðumar" em mjög hefðbundið verk, raunsætt og natúralískt að eðli og sniði, undarlega fomlegt og slitið þótt vart sé þriggja ára að aldri og ber með sér andblæ liðinna daga. Ný raunsæ leik- rit geta að sjálfsögðu verið minnisstæð, frumleg og fersk; mér koma ós/álfrátt í hug sum af verkum Amolds Weskers, Englendingsins unga — þar er um ærinn sjónarmun að ræða. Niðurlæging norrænnar leik- rttunar er mikil orðin á okk- ar dögum, og verður þeirri hugsun sízt varizt þegar horft er á þessa velleiknu og vönd- uðu sýningu. í meira en hálfa öld voru norræn skáld höfuð- meistarar leikrænna bók- mermta í heiminum og sannir brautryðjendur; til þeirra mændu allra augu; og þótt Ibsen og Strindberg hnigju f valinn áttu Skandínavar all- mörg góð leikskáld um langa hríð. Nú virðist ekki um ann- að en miðlungsmenn að ræða þegar bezt lætur, og er illt til að vita; hvenær ris norræn leikritun úr öskunmi? Kostir leikslns og skálðsins leyna sér ekkl: Walentin Ohor- ell er hagleiksmaður og gáfað- ur sálkönnuður og reynist auð- velt að skapa sterkar myndir skýrra og sérstæðra einstak- linga, stundum með fáum dráttum; og umtoverfi sitt þekkir hann út í æsar. Heiti leflksins er ágætt' — þessar verksmiðjustúlkur breytast bókstaflega í ketti þegar öld- úmar rísa hæst, þær mjálma og hvæsa, beita kjafti og klóm. Það taka aðeins konur þátt f leiknum og er sú aðferð ekki ný af nálinni, en hitt kynið kemur þó mjög við sögu; kon- ur þessar tala vart um annað en bameignir, karlmenn — og Ioks kynvillu. „Hvað er lífið?", spyr ein þeirra; „ef það er ekki stafað karlmaður skal ég éta trefilinn rninn?" Chorell lýsir ekki þessum ellefu ólíku kornun af sérstakri hrifningu: þær eru hrottalegar, tilfinn- ingasamar, móðursjúkar, fyllt- ar öftmd og öryggisleysi, en líka mikilli ástúð og við- kvæmnl. Karlmermfmir sem þær tala um eru velflestir ó- nytjungar eða kjánar eða jafn- vel venjuleg svín; þannig reyn- ast högnamir læðunum sízt betri. Leikurinn fer allur fram í kaffistofu kvenna í finnskri spunaverksmiðju. Sagan er ó- brotin, em átökin stundum á- köf og sterk. Marta verkstjóri hefur lengi vakið andúð hinna kvennanna þrátt fyrir hjálp- fýsi og drengilega framkomu, hún er of fínlát, alvörugefin, þögul og stirfin í þeirra aug- um. Þegar Rikka, fegurðardís- in í hópnum, afvegaleidd og móðursjúk stúlka, sakar Mörtu um kynvillu og ósæmilega á- leitni, trúa þær óðara orðum hennar eins og nýju neti, ehda þótt hún sé skreytin í meira lagi, miður sín af dufli og drabbi, ekki með öllum mjalla. Konumar heimta vægðarlaust að Marta segi af sér og komi ekki framar fyrir þeirra augu, þær setjast að í kaffistofunni og leggja niður vinnu. Sann- leikurinn kemur í ljós vonutn bráðar, Marta er alsaklaus af þessum áburði, en engu að síður „öðruvísi" en hinar. Hún hefur rótgróna og óviðráðan- lega óbeit á karlmörarum og getur engum gefið sig á vald: „ég vil ekkert hafa saman við karlmenn að sælda og kven- fölkið flæmir mig burt", segir hún, og ljóstrar loks nauðug og hrygg upp leyndarmáli sínu — henni var nauðgað tólf ára bami, en þorði engum að skýra frá glæpnutn, bar harm sinn í hljóði. Rikka hefur greini- lega tilhneigingu til kynvillu, þótt hihi reyni að spoma við henni með því að fleygja sér drukkin í faðm óþekktra nautnaseggja; báðar eru úr- hrok að áliti hinna, og fer hvor sína Ieið. Leikurinn er skipulega saminn og hlýtur röklegan enda, og þó er eins og baráttan renni út í sand- inn. Hin sérstæðu kynferði- legu vandamál verða of lítt hugtæk og nokkuð bragðlítil og fjarræn í höndum hins gáfaða og vel verfki fama skálds, og tilfinningasemi er honum ekki f jarri. Það bregzt sjaldan að leik- húsunum reykvísku takist að gera hefðbundnum, raunsæjum og skipulega sömdum verkum góð skil, og svo er í þetta sinn. Sýningin er íslenzkum leikkonum tíl sóma og ekki sízt leikstjóranum Baldvin Halldóiásyni. 1 fyrsta lagi er skipað í hlutverk af ósvikinni alúð og glöggsýni, og um stað- setningar hans er llka allt gott að segja, en toonumar ellefu eru tíðast allar á sviðinu í einu, þyrpast ýmist saman í hópa eða greinast i smærri dreifðar einingar. Sviðsetning er yfirleitt hnitmiðuð, vand- lega unnin og auðug að blæ- brigðum, og oft tókst leik- stjóra og leikendum að skapa sterkan. hugblæ og andrúms- ioft á sviðinu. Baldvin Hail- dónsson hefur líka reynzt leikkonum sfnum farsæll leið- beinandi, skilið sálarlíf og sér- kenni hinna fátæku kvenna, bent þeim á réttar brautir. Við hlið hans er málarinn góð- kunni Gunnar Bjamason og vinnur einnig verk sitt af vandvirkni og lagni; „allt er máð og ömurlegt, einnig vinnu- fötin,“ segir höfundurinn sjálf- ur, og þeirri ábendingu er fylgt tíl hins ýtrasta. Þýðing Vig- dísar Finnbogadóttur er mér yfirleitt að skapi, orðfærið ferskt og mergjað, þó ég sé ekfci öllum setningum sam- mála; lifandi íslenzkt talmál er henni réttílega efst í huga. Guðbjörg Þorb j am ardóttir leikur. Mörtu, sakbominginn saklausa, og sýnir enn að hún er mikilhæf og stórbrotin leik- kona. Allt útlit hennar og fas er fjábasrt að mínum dómi, reisn hennar og framganga gætí vart verið betra, og við gleymum aldrei návist hennar þótt hún mæli fremur sjaldan orð af vörum; henni tekst að skapa þá þögn á sviði og i sal sem ætlazt er tíl. Um fram- sögn hermar og túlkun kunna einhverjir að deila, en hvort- tveggja fellur mér vel. Guð- björg beitir hógværum ráðum, en við skynjum samt strax að þessi kona er óvenjuleg og sérstæð: dul með afbrigðum, algerlega einmana og kvalin á sál sinni, etekkur aldrei bros. „Hún er hrein og hvít og fög- ur,“ eins og Rikka segir um hana, og hlýtur að standa ein; og ofstækisfull óbeit hennar og hræðsla við karlmenn er deginum ljósari. Ég hlýt Iíka að dást að sterkum og raunsæjum leik Helgu Valtýsdóttur, hlutverk eftir WALENTIN CHORELL Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Fylkingin Skrlfstofa Æ.F.R. er opin alla virka daga kl. 5—7 nema laug- ardaga kl. 2—7. Félagar eru hvattír tíl að hafa samband við skrifstofuna. Símanúmer Æsku- lýðsfylkingarinnar er 17513. Fé- lagsheimilið er opið á hverju kvölsjj. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.