Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. janúar 1964 A-o'„ \ «. DACINN HðDVIUINK SIÐA 3 Viðhorf bónbjargamannsins Skringilegur veruleiki Um síðustu helgi birti Al- þýðublaðið niðurstöður rann- sóknar sem Hagstofa Islands hefur gert á því hversu mikið menn telja fram til skatts. Dró blaðið síðan býsna víðtækar á- lyktanir af tölum sínum. og taldi þær sanna að hér ríkti næsta fullkominn launajöfnuð- ur; lægstir af vinnandi mönn- um voru bændur og gróður- húsaeigendur, sem tailið höfðu fram til jafnaðar 99.000 króna árstekjur 1962; hæstir voru yf- irmenn á fiskiskipum sem það mikla síldveiðár töldu fram 206.000 krónur hver að meðal- tali; aðrar stéttir röðuðust milli þessara marka með næsta reglulegu millibili. En ekki þurfti lengi að líta á þessar töltrr til þess að sjá að í þeim birtist næsta skringlegur veru- leiki. Þannig reyndust „for- stjórar og vinnuveitendur“ vera í sjötta tekjuflokki að ofan; þeir höfðu samkvæmt eigin frajptali haft ögn lægri árstekjur en kennarar 1962 — og geta menn þá nærri hvernig ástandið muni vera nú eftir að kjaradómur hefur lagfært kjör kennara þó nokkuð en hagtir atvinnurekenda versnað til muna að sögn sjálfra þeirra. Samkvæmt skýrslunni voru mánaðartekjur atvinnurekenda og forstjóra innan við 13.000 krónur að meðaltali, og má það teljast til kraftaverka hvemig þvílíkar tekjur hafa hrokkið til þess að koma hér upp hinum veglegustu lúxusí- búðahverfum og standa undir hverskyns munaði svo að at- hygli hefur vakið jafnt inn- an lands sem utan. Að minnsta kosti mundu , hinir tekjuháu kennarar eflaust þiggja að kynnast því leyndarmáli hvemig unnt er að drýgja peningana á þennan hátt og trúlega fal'last á það síðan að lækka tekjur sínar ofan í at- vinnurekendakaup til þess að bæta kjör sín. Varasamt Þannig kunna ýmsir liðir i skýrslunni fremur að vera til marks um snilli manna í fram- tölum en raunverulegt ástand i þjóðfélaginu, og sönnun þess að ríkisstjómin gæti fundið fjármagn með ýmsu öðru móti en því að skerða tekjur al- mennings með nýrri verðbólgu. En Alþýðublaðið ætti einnig af öðrum ástæðum að varast að draga of víðtækar ályktanir af framtalaskýrslunni. Hag- skýrslur ber að nota með var- úð, einkanlega allla meðal- talsreikninga. Til að mynda sýndu hagfróðir menn fram á það í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum að ,,meðalkjör“ manna væru mjög góð, og töl- ur þeirra vroru allar réttar. Engu að síður var það jafn ör- ugg staðreynd að í þessu auð- uga landi voru þá 40—50 milj- ónir manna sem bjuggu við skort sem var svo sár hjá stór- um hluta þeirra að hann jafn- gilti vonlausri neyð. Hagur hins snauða batnaði ekki þótt hann og einhver sem vel komst af væru spyrtir saman á blaði og deilt i útkomuna með tveimur. Þegar svo er ástatt verður útreikningur á „meðal- kjörum“ aðeins til þess að fela veruleikann. Svo er hinni róttæku verk- lýðshreyfingu fyrir að þakka að hér er annað þjóðfélags- ástand en í Bandaríkjunum og ólíkt meira mark takandi á meðaltölum. Samt skyldi rit- stjóri Alþýðublaðsins forðasi- að eins fari fyrir honum or> manni nokkrum sem var á gönguferð í Sviþjóð fyr'r nokkKim árum. Fyrir honum rarð stórt vatn og haa» þurfti fslenzkt stolt að komast yfir á fjarlægari bakka þess. Hann sá í leiðar- lýsingu að meðaldýpi vatnsins var ekki nema hálfur metri og á&vað því að vaða yfir það til þess að spara sér stóran krók. Hann var þó ekki kom- inn nema nokkra metra frá bakkanum þegar hann sökk á bólakaf, og hefur honum ekki skotið upp síðan. Reisn atvinnurekenda Framtöl íslenzkra atvinnu- rekenda eru ekki aðeins hag- fræðilegar staðreyndir, heldur og mjög athyglisverð félagsleg trúa á gagnsemi auðvaldsþjóð- félagsins og reyna að lýsa at- vinnurekendum sem forustu- liði og dugmiklum athafna- mönnum sem beri þjóðfélagið á herðum sér. Einmitt við- re'snin, sem þó átti að færa sönnur á yfirburði þess þjóð- skiplags, hefur sýnt almenn- ingi að íslenzku gróðastéttinni er það gersamlega um megn að stjórna efnahagsmálum án þess að af hljótist botn- laus glundroði. Því mæna for- ustumenn stjórnarflokkanna á erlenda atvinnurekendur og vilja fá þá til íslands, til að færa sönnur á stjómmáilahug- myndir þær sem innlendir at- vinnurekendur rísa ekki undir. í Morgunblaðinu bendir til þese að nú séu ákvarðanir skammt undan. Þannig sa,gði Morgunbl. í forustugrein á fimmtudag- inn var: „Sem betur fer gera þó æ fleiri sér grein fyrir því hve geysiilegan hag við gætum haft af því. ef erlendir aðilar feng.just til að taka þátt í stór- iðju hér á landi. í því efni mættum við gjarnan taka Norðmenn til fyrirmyndar, en eins og kunnugt er hafa þeir byggt upp ýmsan stóriðnað á þann veg að heimila útlend- ingum þátttöku, og reynslan hefur orðið slík að þeir hafa sótzt eftir meiru erlendu fjár- magni. . . Hér á landi verð- ur að rísa stóriðja. ef okkur í engu sjálfstæðt ríki Islenzkir valdhafar hyggja á allt annað en það að fylgja hinu varkára fordæmi Norð- manna; þeir eru aðeins í blekkingaskyni að láta eins og þjóðirnar séu jafnstórar og ámóta öflugar efnahagslega. Ekkert hefur verið látið uppi um það hvað fyrirhuguð alú- miníumverksmiðja og virkjun í hennar þágu myndi kosta. Erik Brofoss sagði hins vegar í fyrirlestri þeim sem áðan var vitnað t:l, að heppilegasta stærð fyrir álúminíumverk- þessi röksemd á nákvæmlega eins v:ð um erlend stórfyrir- tæki. Þess eru mörg dæmi — m.a. úr sögu okkar sjálfra — hversu háskalegt það er að eiga afkomu sína undir er- lendum aðilum sem einvörð- ungu hugsa um gróða sinn; til að mynda mátti eyjan Malta sanna það þegar' Bretar lögðu n'ður flotastöð sína og stór- athafnir fyrir nokkrum árum og leiddu alvarlegustu örðug- leika yfir eyjarskeggja. Þessi röksemd sannar okkur hitt. að við megum aldrei binda afkomu okkar við nein fyrirtæki — hvorki innlend né erlend — sem séu svo stór- að hrun þeirra ríði okkur að fullu, eins og gjaldþrota alúminíum- verksmiðja myndi til dæmis gera. Stærð fyrirtækja á Is- landi ber að miða við fjölda landsmanna og fjárhagsgetu, og við okkur blasa óþrjótandi verkefni sem við ráðum sjálf- ír við. Er þar efst á blaði fullkominn fiskiðnaður með nútímatækni, en fiskveiðar Is- lendinga eru sem kunnugt er miklu arðbærari en nokkur stóriðja sem vitað er um í veröldinni. Fiskveiðar Islcndinga eru miklu arðbærari en nokkur stóriðja. og sálfræðileg fyrirbæri. I öflugum auðvaldsþjóðfélögum þykir atvinnurekendum það styrkur og metnaðarauki að auglýsa sem bezta afkomu fyrirtækja sinna og greiða sem hæst opinber gjöld; þanmg færa þeir sönnur á að þeir séu svokallaðar máttarstoðir þjóðfélagsins. En hér þykir sá atvinnurekandi fremstur sem er mestur snillingur í því að berja sér og kann að losna við allar þjóðfélagslegar skuld- bindingar. Þetta er raunar af- leiðing af því að atvinnurek- endur hér lifa yfirleitt pólitísku sníkjulífi; þeir fá afhenta fjár- muni allmennings í bönkum til þess að „eignast“ fyrirtæki sín, og það er síðan helzta verk- efni ríkisstjóma og alþingis að finna upp á endalausum úrræðum til þess að bjarga rekstri þeirra, gengislækkun- um. uppbótakerfi, og hvað þau nú heita öll þessi hagfræði- legu snilldarbrögð. Menn sem ekki eru neitt af sjálfum sér, heldur lifa á pólitísku betli, eru ekki líklegir til að sýna mikla reisn í framkomu sinni; það er i samræmi við annað þegar þeir keppasl vi<* að aug- lýsa fátækt sína á framtals- eyðublöðum skattstofunnar. Erlent fjármagn Það er ekki að undra þótt fvamkoma af þessu tagi renni fi&ikn Aioasau^a iil Á&a t&m llöngunin í erlent fjármagn hefur mótað alla pólitíska hugsun stjómarflokkanna síð- ustu árin. Þeir gerðu sér á sín- um tíma vonir um að það vandamál leystist sjálfkrafa með aðildinni að Efnahags- bandalaginu, en eftir að sú von brást eru hafnar alvarlegar samningaviðræður við erlend auðfélög um fyrirtæki hér á landi, alúminíumverksmiðju, olíuhreinsunarstöð o.fl. Þann- ig er ætlunin að bjarga auð- valdsskipulaginu á Islandi og sýna almenningi framan í sanna kapítalista sem ekki leggi kapp á að lýsa sjálfum sér um einhverjum undirmáls- mönnum <í þjóðfélaginu. Eftirvæntingar- tónn Það er í samræmi við venjuleg pólitísk vinnubrögð á íslandi, að almenningur fær ekkert að vita um samninga þá sem staðið hafa yfir við auðhring- ana um langt skeið. Hér í blaðinu hefur margsinnis ver- ið krafizt greinargerða um málavexti, en engin svör hafa heyrzt. 1 staðinn hefur komið almennur áróður um það hví- líkur happafengur erlend auð- fyrirtæki yrðu þjóðinni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kemur þessum áróðri að í hverri ræðu sem hann flytur, Víoutodi efárv^sn.fel£3ftáa» á að auðnast að bæta lífskjör- in verulega.” Ósvífin fölsun Ástæða er til að rifja það enn einu sinni upp að rök- semdin um fordæmi Norð- manna er ósvífin fölsun. 1 er- indi sem Erik Brofoss, banka- stjóri Noregsbanka, flutti við Háskóla Islands í septmeber- mánuði 1961 Skýrði hann svo frá að þá næmi erlend hluta- bréfaeign í Noregi 455 mi'lj- ónum norskra króna; það jafn- gildir um það bil 2.700 milj- ónum íslenzkra króna, en sú eign hefur safnazt saman á mörgum áratugum. Miðað við fólksfjölda væri hliðs.tæð er- lend fjárfesting hér á landi rúmar hundrað miljónir ís- lenzkra króna. Sú mikla er- lenda fjárfesting sem talað er um f Noregi og talin er for- dæmi fyrir Islendinga jafngild- ir semsé því, að erlendir að- ilar ættu tvo stóra togara hér á landi! Auðvitað þyrfti fjár- festing af silíku tagi ekki að vera hættuleg Islendingum, hún myndi á engan hátt sporð- reisa efnahagskerfi okkar eða veita útlendingum hættulegt áhrifavald; hins vegar er vand- séð hver ávinningur væri að smiðju væri 100.000 tonn. „I slíkri alúminíumverksmiðju á- samt orkuveri. sem er svo að segja óaðskiljanlegur hluti hennar, myndi heildarfjárfest- ingin vera 1.000—1.100 milj. no. kr.“ Kostnaðurinn yrði þannig 6—7 þúsund miljónir islenzkra króna eða semsvar- ar öllum útflutningstekjum Islendinga í tvö ár! Erlend fjárfesting af þessu tagi fyr- irfinnst ekki í nokkru sjálf- stæðu ríki á jarðarkringlunni. Dæmi um hana er einvörð- ungu að finna í nýlendum og hálfnýlendum, svo sem ýmsum ríkjum Afríku og rómönsku Ameríku. Hvarvetna hefur reynslan orðið sú að hin er- lendu auðfyyjrtæki hafa drottnað yfir hag landsmanna, ráðið öllu sem þau vildu, og baráttan gegn ofurvaldi þeirra hefur einpiitt sett sérstakan svip á sögu síðustu ára. Röksemd gegn risafyrirtæki I áróðursgrein sinni segir Morgunblaðið að hættulegt sé fyrir Islendinga að stofna stór- fyrirtæki með erlendum lán- tökum, „því að aldrei er fyrir- fram öruggt með öllu að þau verkefni sem ráðizt er í, skili arði. Þannig getur orðið um stórfelldar tækniframfarir að ræða, sem geri tiltöíulega nýtt fyjártæki óacdga^alegt'V Eu Það er til marks um niður- lægingu íslenzkrar hugsunar á þessum hemámstímum, að hér- lend stjómarvöld leggja ofur- kapp á að búa landsmönnum þau örlög sem öll önnur ný- frjáls ríki vilja umfram allt forðast. Það íslenzka stolt sem um má lesa í fomum sögum og skáldskap er horfið víðar en af skattaframtölum hér- lendra atvinnurekenda. Hvar- vetna blasa við dæmin um viðhorf b'ónbjargamannsins,. Nýlega var til að mynda sagt frá því í blöðum, að hemáms- liðið væri að hugsa um að leggja hitaveitu á Keflavíkur- flugvöll, samkvæmt þeirri kenningu að vel skuli vanda það sem lengi á að standa. I frásögn Morgunblaðsins fylgdi það með að ráðmenn Keflavík- ur og Njarðvíkur hefðu haft mikinn áhuga á þessari ráða- gerð, því þeir væntu sér að ,.njóta góðs af“. Þannig átti að gera þessa myndarlegu fiskibæi að halaklepp á her- stöðinni að þessu leyti. Um þessar mundir er það einnig helzta verkefni Guðmundar t. Guðmundssonar utanríkisráð- herra að berjast gegn því að Bandaríkjamenn fækki ís- lenzku starfsliði á herstöð sinni, enda hafa skjólstæðing- ar hans jafnt í fríhöfninni sem verktakaframkvæmdum sýnt mjög eftirbreytnisvert framtak að undanfömu. Ekki stendur heldur á því, að þús- undir manna telji það fagn- aðarefni að eiga þess kost að „horfa ókeypis" á áróðurssjón- varp erlendrar henstöðvar. Það er þetta viðhorf sem valdhaf- arnir vilja innræta þjóð sinni, það betlandi hnigarfar sem er sérkenni hinna snauðu íslenzku atvinnurekenda; og takist það mega þeir vissulega með nokkrum hætti teljast fomstu- stétt á Islandi. — Austri. Hjálparsjóður Magnús Sigurðsson, skóla- stjóri Hlíðaskóla hefur afhent biskupsembættinu til vörzlu kr. 100.000,00. Er það ágóði, sem orðinn er af sýningum kvikmyndarinnar: Ur dagbók lífsins. Með framlagi þessu hyggst Magnús Sigurðsson stofna sjóð, Hjálparsjóð æskufólks, er hafi það markmið að bæta böl barna og unglinga, sem í raun- ir rata, og flýta fyrir byggingu heimila fyrir afvegaleidda æsku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.