Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 4
\ SfÐA ÞJÖÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: fvar H. Jónsson, Ma&nús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Gerðardómssnaran á lofti ITrakyrði og fullyrðingar Morgunblaðsins um -*•■■■ Trésmiðafélag Reykjavíkur og forystu þess eru ekki einungis ósvífinn áróður manna sem taka að sér að verja slæman málstað, heldur er staðreyndum þar alveg snúið við, ef verða mætti til þess að menn sem ekki þekkja til trúi því að hinir traustu og farsælu forystumenn Trésmiða- félagsins séu misindismenn eins og Morgunblaðið vill vera láta. Ctrax er rétt að geta tveggja staðreynda, að ^ Meistarafélag húsasmiða léf sig hafa það að fella samkomulag um 15% hækkun tímakaups húsasmiðanna, líklega einu afvinnurekendurnir sem svo hafa gert síðustu vikur. Og baráfta stjórn- arklíku Vinnuveitendasambandsins fyrir því að 'trésmiðir semji nú um gerðardóm, sem ákveði til- tekið atriði í kaup- og kjaramálum, er ekki vin- sælli en svo meðal meistaranna sjálfra að Vinnuveitendasambandið og Meistarafélagið hafa nú gripið til þess örþrifaráðs að boða verkbann, vegna þess að ofstækisframkoman dugði ekki og farið var að vinna um allan bæ eftir taxta Tré- smiða'félagsins. Það eru þannig Vinnuveitenda- sambandið og Meistarafélagið sem reyna að halda áfram stöðvun í húsbyggingum þvert gegn vilja og hagsmunum mikils hluta félagsmanna sinna. ¥|að er gersamlega tilhæfulaus ásökun að Tré- * smiðafélagið hafi ekki verið til viðtals um leiðréttingar á verðskránni í ákvæðisvinnu. í greinargerð sem félagið birti sl. sunnudag var sýnt fram á með Ijósum dæmum að núgildandi verðskrá, sem samin er í sameiningu af sveinum og meisturum er í ýmsum atriðum hagstæðari húsbyggjendum en fyrri verðskrá sem meistarar sömdu einir. Á verðskrá þessari, frá 1962, hafa verið gerðar á annað hundrað breytingar, einnig með samkomulagi sveina og meisfara. Og fyrir sameiginlegri nefnd þeirra um þessi mál liggja nú engar óafgreiddar breytingartillögur frá meist- urum. ¥?nda er hitf aðalatriðið eins og formaður Tré- smiðafélagsins, Jón Snorri Þorleifsson, lýsti yfir í blaðaviðtali, að félagið neitar að samþykkja gerðardómsákvæði inn í kaup- og kjarasamninga Trésmiðafélagsins, og sömu afstöðu taka önnur iðnsveinafélög. Og segja má að það sé hámark hræsninnar þegar Vinnuveitendasambandið og Meistarafélag húsasmiða vilja telja fólki trú um að barátta þeirra fyrir slíku gerðardómsákvæði sé umhyggia fyrir lítilsmegandi húsbyggjendum. Þörf væri að taka alla þá „umhyggju“ til ræki- legrar atbugunar. Vel gæti þá fundizt að miðalda- kerfið með meistara. sveina og nema, sem er raun- ar að verða á við broslega skrítlu í þjóðfélags- háttum á sjöunda tug tuttugustu aldar, væri slík maðkaveita óþarfra milliliða, sem forréttindi hefðu til að skófla gróða af vinnu annarra og okra á húsuyggiendum. að siálft kerfið yrði aftekið og eðlilegri nútímaskipan komið á þau mál. Vöm tré-! smiðanna gegn gerðardomsasókn Vinnuveifenda- sambandsins er vörn fyrir grundvallaratriði sem varðar alla verkalyðshreyf’nguna og a skilið eln- dreginn stuðning og samúð. — s. , Surmudagur 19. janúar 1964 Knattspyrr.^ Keflvíkingar unnu innanhúss-mótið Það voru Keílvíking- ar sem báru sigur úr býtum í innanhússmót- inu í knattspyrnu. Unnu þeir a-lið Fram í úrslitaleik með 6:5. Leikir síðara leikkvöld inn- anhússmótsTns voru skemmti- iegir, og talsverður spenning- ur um úrslit undir lokin. Leikir fóru þannig: fBK a — KR a 6:5 Fram a — Víkingur a 4:3 KR b — ÍBK b 8:3 Fram c — Balur a 5:4 f undanúrslitum fóru leikar þannig: Fram a— Framc 6:5 (eftir framlengdan leik). Keflavlk a — KR b 8:3 Úrslitaleikurinn var svo milli a-liða Keflvíkinga og Frani, Keflvikingar sigruðu með 6:5, og var sigurmarkið skorað á síöustu sekúndunum. Reynir Karlsson sleit mótinu og afhenti verðlaun. Sigurveg- ararnir fengu silfurbikar að verðlaunum, og sömuleiðis a- lið Fram. Þjálfaranámskeið Námskeið fyrir knattspymu- þjálfara verður hald ð á vegum Knattspyrnusambands Evrópu í Leipzig frá 21. til 27. júní n.k. Þeir, sem áhuga hefðu á að sækja þetta námskeið, ættu að hafa samband við K.S.f. sem fyrst, þar sem tilkynna þarf þátttöku fyrir n.k. mánaðar- mót. Afmælisskeyti LAS VEGAS 17/1 — Hinn frægi bandaríski hnefaleikari, Cassius Clay, er 22 ára í dag, en hann á að keppa við Sonny Liston um heimsmeistaratitil- inn í þungavigt 25. febrúar n.k. L:ston hefur notað afmæ’i Clay til nokkurs auglýsinga- gamans, eins og títt er í bandarískum íþróttum. Hann sendi afmæ'lisbarninu svohljóð- — Kæri Cassius. Það er til Cassiusar heppilegt að þú skulir eiga af- mæli svona snemma. þvi ég vil giarnan fá þig í afmælis- gjöf síðar. Sjálfur hef ég gjöf handa þér, en ég vildi gjam- an bíða til 25. febrúar og af- henda þér hana þá persónu- lega. Gættu þess nú að ofgera þér ekki svo í veizlufagnaðin- um að þú verðir ekki fær um að taka við gjöfinni frá mér. — EHympíumeistarinn 1960. 'VlZl RECKNAGEL hátíðlega á indjánavísu þegar hann kom til Squaw Valley 1960. Þar sigraði hann í skíðastökki, og norski stökkvar- inn Torbjörn Yggeseth spáir því að hann sigri einnig í Innsbruck. Bandaríkjamenn æfir vegna óhagstæðrar niðurröðunar RÁSARÖÐ í BRUNIOG SVIGI OL-LEIKANNA ÁKVEÐIN Stjórn Alþjóða-skíðasambandsins hefur nú á- kveðið rásröð keppenda í bruni, svigi og stór- svigi á vetrarolympíuleikunum í Innsbruck. í fyrstu 15 sætunum í hverri grein eru eingöngu menn frá Alpa-löndunum í Evrópu, nema hvað tveir Bandaríkjamenn eru í 11.—13. sæti í bruni. Það hefur úrslitaþýðingu fyrir keppendur í þessum greinum að komast sem fremst í rásröðina, því brautin versn- ar stöðugt eftir því sem fleiri nota hana, og þegar líða tekur á keppnidaginn myndast oft svellbungur í henni, er sólskin er. Rásröðin verður sem hér segir á olympíuleikunum í Innsbruck: SVIG; 1. Jos Minsch, Sviss 0 Wolfgang Bartels Þýzk 0 E. Zimmermann Austur. 0 4. Léo Lacroix Frakkl. 3.39 5. Karl Schranz Austurr. 2.47 J Heini Messner Austurr. 2.61 7 Adalbert Leitner Aust. 2.65 B Emile Viollat Frakkl. 2.84 9 Gerhard Nenning Aust. 3.60 10. Ludwig Leitner Þýzk. 3.80 11. Carlo Senoner Ítalíu 6.80 12. Buddy Werner USA 7.50 William Marolt USA 7.50 14. Guy Périllat Frakkl. 7.52 15 Yves Bienvenu Frakkl 8.08 STÓRSVIG: 1. Gerhard Nenning Aust. 0 2. Pepi Stiegler Austurr. 2.20 3. Jos Mínsch Sviss 2.41 4 Georges Mauduit Fr. 3.81 5. Jean-Claude Killy Fr. 5.25 6. Martin Burger Aust. 5.33 8. Karl Schranz Austurr. 6.05 7. Ludwig Leitner, Þýzk. 5.55 9. Hias Leitner Austurr. 6.68 10. Rob. Grúnenfelder Sv. 7.13 11. Wolfgang Bartels Þýzk 8.05 12. Hugo Nindi Austurr. 8.25 13 Guy Périllat Frakkl. 9.70 14 MiChel Arpin Frakkl. 10.79 15. G. Grúnenfelder Sv. 11.46 SVIG: 1. Guy Périllat Frakkl. 0 Pepi Stiegler Austurr. 0 3. Francois Bonlieu Fr. 0.22 4. Hias Leitner Austurr. 0.52 Ludwig Leitner Þýzk. 0.52 6. Italo Pedroncelli ftal. 1.45 7. Jean-Claude Killy Fr. 2.02 8. Wolfgang Bartels Þýzk. 3.10 9. Marting Burger Aust. 3.96 10. Ádalbert Leitner Aust. 3.97 11. Karl SChranz Austurr. 4.72 12. Miehel Arpin Frakkl. 4.79 13. Charles Bozon Frakkl. 4.90 14. Gerhard Nenning Aust. 5.62 15. Carlö Senoner ítalíu 5.93 an á mörgum mótum, enda stutt og auðvelt að ferðast milli þessara landa (Frakk- land, Austurríki, Vestur-Þýzka- land, Sviss og Ítalía). Skíða- menn frá Ameríku, Austur- Evrópu og Norðurlöndum hafa sjaldan tækifæri til að taka þátt í þessum mótum, sem lögð eru til grundvallar við niður- röðun rásnúmera á vetrar-ol- ympíuleikunum. Reiðir Ameríkanar Bandaríkjamenn eru mjög reiðir yfir þvi hvað þeirra menn eru neðarlega á ráslist- anum. Benda þeir á, að skíða- menn frá USA hafi verið í þriðja sæti í alpagreinum sam- anlagt á heimsmeistaramótinu í Chamoix á eftir Austurríki og Frakklandi, en á undan Þýzkalandi, ítalíu, Sviss og Noregi. Þá vekja þeir athygli á því að helzta stjarna þeirra, Buddy Werner, sigraði Jos Minsch < keppni í bruni í Bandaríkiunum á siðastliðnum vetri. Minsch er nú \ fyrsta sæti á ráalistanum, en Wern- er i 12 Fleiri þjóðir hafa kvartað yfir einokun Mið-Evr- ópuríkianna é fvrstu rásnúm- erunum, Handknafftaik*' mnfií * fcvSM I kvöld verða háðir tveir leikir í 1. deild að Hálogalandi. Annar leikurinn er milli Fram og KF en hinn milli Víkings og FH. Fvrr’ ío'Vt— -- hefst kl. 8.15. Tölurnar fyrir aftan hvern mann eru stigin sem FIS gefur keppendunum, og fá Þá beztu mennimir 0 stig. Á síðustu skíða-heimsmeist- arakeppni í Chamoix 1962 voru allir sigurvegarar meðal 10 fyrstu í rásröð. Niðurröðun sína byggir Fis á skíðamótum i Mið-Evrópu undanfarið. Þar keppa flestir afreksmenn sam- Buddy Wemer er helzta tromp Bandaríkjanna á vetrar- olympíuleikunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.