Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 10
( SlÐA HðÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar '1964 NEVIL SHUTE eins og við. — Þeir eru ekki eins skyn- samir, sagði hún íhugandi. Hann brosti. — Það er satt, sagði hann. — Náungar með svöðusár á hausnum eins og ég, ættu að hafa vit á því að hlaða ekki niður börnum, enþeirhugsa ekki allir þannig. Hún fór niður til að hugsa um matinn og innan skamms færði hún honum matinn í rúm- ið og á meðan hlustaði hann á útvarpið. Og þegar hún kom, slökkti hann á því, og sagði: — Ég hef verið að hugsa um hvort ég ætti ekki að skrifa Morgan í Burma og segja honum frá Dave Lesurier og Duggie Brent. Ég veit að honum þætti vænt um að frétta af þeim og Nay Hthon, hún heföi gaman af því líka. Og eftir matinn sótti Mollie blokkina sína og hann lá útaf og las henni fyrir langt bréf um Trenarth og Grace Trefusis og þessi hjónabönd sem voru smit- andi og um Jones og Porter og Duggie Brent. Og eftir þennan langa lestur var hann þreyttur og sofnaði meðan Mollie var niðri að vélrita bréfið og síðan svaf hann fram að tetíma, fór þá á fætur og drakk te með henni niðri í stofu og síðan fóru þau í bíó. Þetta var einn af mörgum svipuðum dögum sem komu á eftir og ef til vill var þetta ánægjulegasti tíminn í mis- jöfnu hjónabandi þeirra. Þegar honum leið vel, var hann vanur að fara á fætur strax eftir morgunverð og fara með henni út að verzla, koma síðan heim og lesa fyrir eitt eða tvö verzlunarbréf. Hann losnaði við síðustu vindlakassana þessa daga og þegar hann gerði upp sakimar kom á daginn, að hann hafði hagnazt á þeim um þrjú hundruð og fjörutiu pund, sem gerði meira en að standa undir ferðinni tU Burma. Það gladdi hann mjög. Þau létu ekki afskrá bflinn heldur höfðu hann til taks til þess að geta skroppið bæjarleið. Þegar honum leið sæmilega, var MoUie vön að aka honum til Barley Mow svo sem klukku- stund fyrir lokun. Hann hafði ekki lengur þrek til að stjóma samkvæminu, en þessar kvöld- stimdir við bjórdrykkju og góð- látlegt rabb á yfirfullum bam- um, voru honum til mikiUar á- nægju; hann var vanur að tala um þær daginn eftir og gera áætlanir um næstu ferð. Hann tók þátt í knattspymu- getrauninni í hverri viku. Hann gat ekki lengur lesið smáa letrið í fréttapistiunum, en MoUie las ’-iá fyrir hann í hverri viku og þau fylltu út kortin og sendu þau inn, eitt fyrir hann og ann- að fyrir hana. Hann vann ekki neitt, en hún vann tvö pund og fimmtán shiUinga eina vikuna, og það varð þeim báðum til mikiUar ánægju. Þegar líðan hans var verri og hann varð að taka lyf við höf- uðverknum, var hann í rúminu allan daginn, syfjaður, mókandi og hugsandi. Um miðjan októ- bermánuð féU hann útaf í éld- húsinu. Hann hafði veriö á göngu með MoUie allan morg- uninn; þegar hann kom inn í húsið, fékk hann svima; hann teygði sig eftir eldhúsbekknum; tókst ekki að ná takinu og datt og skaU með hnakkann utaní eldavélina. 1 fallinu dró hann með sér súpuskálina og þrjá 59 diska og þegar MoUie rann á hljóðið ofan af lofti, kom hún að hanum þar sem hann lá með- vitundarlaus á gólfinu í haug af glerbrotum. Hún kaliaði á frú Pocock í næsta húsi sér til hjálpar; í sameiningu tókst þeim að bera hann upp á loftið og koma hon- um í rúmið. Þegar Worth læknir kom eftir tvær klukkustundir, var hann aftur kominn til með- vitundar, en hann fór ekki fram- ar út á götuna. Frú Pocock var hjálpsemin dæmigerð. I vöntun á einhverj- um að tala við og fyrir aðstoð- ina við að koma Turner upp stigann, trúði MoUie henni fyrir veikindasögu hans; hún skýrði prestinum frá öUu saman. Þau voru ekki mjög kirkjurækin — satt að segja höfðu þau sára- sjaldan sýnt sig þar, en prest- urinn var góður og sanngjam maður og hann kom í heimsókn einn daginn þegar herra Tumer var í rúminu og var að vélta fyrir sér hvort hann ætti að klæða sig fyrir te og fara síðan út í Barley Mow. Mollie vísaði honum upp í svefnherbergið. — Hér er herra Holden kominn að finna þig, Jackie, sagði hún. Við prestinn sagði hún: — Það er mjög vin- gjamlegt af yður að líta inn. Hún skildi þá eftir saman og fór niður til að ljúka við að stjúka þvottinn. Hálftíma seinna heyrði hún að presturinn var á leið útúr pvefnherberginu og kom til móts við hann í and- dyrinu til að fylgja honum til dyra. Herra Holden sagði: — Hann virðist vera hress og kátur, frú Tumer. — Það er satt, svaraði hún. — Það er eins og ekkert komi honum úr jafnvægi. — Nei; hann tekur þessu ákaf- lega vel. Hann hugsaði sig um stundarkom. — Auðvitað er það augljóst, að hann hefur aldrei verið það sem við köllum trú- aðan mann, sagði hann ogbrosti. Hún velti fyrir sér með hálf- gerðum kvíða, hvað Jackie hefði eiginlega sagt við hann. — Ef ég get orðið yður að einhverju liði, frú Tumer, þá látið mig vita. Og ef yður finnst sem hann vildi gjarnan tala við mig aftur — það kemur stundum fyr- ir, skiljið þér — þá skal ég koma undir eins. Hvenær sem er. Hún sagði: — Það er mjög vinsamlegt af yður, herra Hold- en. Ég er viss um að það gleður hann að heyra það. Hann fór og hún slökkti á jáminu og fór upp í svefnher- bergið. — Ég var að fylgja herra Holden til dyra, sagði hún. — Viltu fá teið þitt hingað upp Jackie, eða ætlarðu á fætur? — Ég ætla að klæða mig, svaraði hann. — Mér líður á- gætlega núna. Ég býst við að við getum farið út eins og við töluðum um. Hún spurði: — Hvað sagði herra Holden? — Ég veit það varla — eitt- hvað um að trú og allt það. Hann þagnaði. — Ég spurði hann hreint út hvað yrði um mig — hvert fer ég eftir dauð- ann? sagöi ég. En hann veit í rauninni ekki neitt. Hann talaði heilmikið um dóm og himnaríki og helvíti, en hann virðist bara ekki sjálfur trúa á hélvíti, ekki í alvöru. Eiginlega sagði hann ekki annað en það, að maður yrði að trúa þvi að Guð sendi mann þangað sem maður ætti skilið, en hann veit ekki hvar það er eða hvað gerist þegar þangað kemur. Mér finnst það nú ekki beinlínis fullnægjandi. Umræður um andleg efni höfðu sjaldan átt sér stað milli þeirra. — Ég myndi ekki hafa áhyggjur af þvi, Jackie, sagði hún. — Það er bara að taka því sem að höndum ber. Hann þagði nokkra stund og var djúpt hugsi. — Ég hef verið að brjóta heilann um þetta, sagði lann loks. — Eiginlega líkar mér bezt við hugmyndir Búdda- irúarmanna — þeim sem Morg- an og Nay Hthon trúa á. Ég iæri mig ekki um að láta dæma nig, ekki ennþá. Ég hef gert ýmislegt slæmt á ævinni, ýmis- Legt sem þú veizt ekkert um, viðskiptum og þess háttar. Maður kemst varla hjá því nú i dögum ef maður ætlar að soma undir sig fótunum, eins >g skattamir eru orðnir. Ef það etti að dæma mig núna og jenda mig annaðhvort í Himna- iki eöa Helvíti, þá veit ég vel tivar ég lenti. — Það geturðu ekki vitað íeitt um, Jackie, sagði hún. — Þetta er tóm vitleysa í þér. — Ojæja, ég fer nú víst nærri um það, svaraði hann. — En pessir Búddatrúarmenn, þeir ægja að ef þú hefur h'tið gott ;ert á ævinni, þá endurfæðistu í lægra stigi, til dæmis sem ind- rerskur götusópari eða ennþá ueðar sem hross eða hundur. >að gefur þér annað tækifæri ;il að reyna betur. Og hversu íeðarlega sem maður lendir, þá sndurfæðist maður alltaf og ;etur unnið sig upp aftur með )ví að lifa þeirra lífL Þetta agði Nay Hthon. Mér þætti >etta mjög góð tílhugsun. — Kannski verður það líka >annig, sagði hún lágri rödd. — Ég held þú þurfir engar á- hyggjur að hafa af því. Tumer sagði: — Ég hef þær ekki heldur. Það er ekkert við þessu að gera héðan af og til- gangslaust að sýta. En mér lík- ar vel við þessa Búddatrúarhug- mynd — þannig vildi ég að þetta væri. Hann brosti til henn- ar. — Og ef þú sérð lítinn hund hér að sníglast næsta ár sem þú hefur ekki séð áður og þú kallar Jackie og hann kemur, þá gefðu honum gott bein. — Og á ég ekki líka að hella úr bjórflösku í skálina hans? sagði hún. Hún gekk til dyra og hló við. — Þú skalt þá koma á fætur ef þú ætlar að klæða þig í dag. Ég ætla niður og setja tevatnið yfir. I annað skipti sagði hann: — Ég hef verið að hugsa um þetta litaða fólk sem ég kynntist, Nay Hthon og Deve Lesurier. Veiztu það, að þau virðast ekki vera nokkum skapaðan hlut öðru vísi en við, nema hvað þau eru öðru vísi á litinn. Ég hélt einu sinni að svoleiðis fólk væri öðru vísi. Þau hafa meira að segja ýmis- legt fram yfir okkur — þau eru yfirleitt háttvísari. Það mætti segja mér að við gætum lært talsvert af þeim. Konan hans sagði: — En þú verður að muna að þessi tvö voru betur sett en margir aðrir meðal litaðs fólks, Jackie. Þetta var menntað fólk. — Satt er það, sagði hann hugsi. — Kannski er þá eitt- hvert vit í því að borga fyrir allt þetta skólahald. Ég tók á móti herra Tumer hinn 30. október í stofu minni í Harleystræti samkvæmt beiðni frá heimilislækni hans, Worth lækni. Ég hitti hann klukkan fjögur síðdegis og ég átti ekki fleiri vitjanir eftir, enda datt mér í hug að ég þyrfti að fara með hann á sjúkrahúsið i frek- ari myndatöku. Aðstoðarstúlka mín vísaði honum inn. Konan hans kom með honum, hélt létt um hand- legg hans; hún virtist ekki vilja sleppa af honum hendinni. Hún fylgdist með honum þegar hann. settist og sagði síðan: — Ég skal bíða frammi læknir. — Nei, þér getið verið inni ef þér viljið, svaraðl ég. — Svo framarlega sem herra Tumer hefur ekkert á mótl því. — Allt í lagi mín vegna, sagði hann. Hann var dálftið loðmæltur og þvoglulegur í tali. Hann var ennþá • hressilegur í framkomu en ég sá samstundis að óþarfi væri að taka af honum frekari röntgenmyndir. Það var áberandi lömun í hægri handlegg. Vinstra augað var starandi og virtist honum gagnslaust og hið hægra hafði látið á sjá. Hann hafði lagt mjög mikið af og fötin sem eitt sinn voru fullaðskorin á honum, héngu nú losaralega ut- aná honum. Enn var roði í vöng- um hans en kringum augun og gagnaugun var blýgrár fölvi. Mér sýndist hann ekki eiga mjög langt eftir. Ég hafði starfað meira en þrjátíu ár að sérgrein minni. Sumir segjast verða ónæmir fyr- ir þessu, en ég hef aldrei getað unnið bug á samúð minni í garð þeirra manna sem eins er ástatt fyrir, Ég bauð honum sígarettu og teygði mig yfir borðið og kveikti í henni hjá honum. Ég sagði: — Jæja, herra Tum- er, hvað hafið þér nú haft fyr- ir stafni síðan við sáumst síð- ast? ENDIR. Þetta var ekkert sérstaklega spcnnandi kvöld, en það var gaman að fylgjast með örvæntingarfullum tilraunum Jóa til að leyn* þvf að hann átti aðeins tuttugu og fimm kall! SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 UTBOÐSL ÝS/NG á 4 stórum dieselrafstöðvum sem óskast tfl kaups, verður afhent á skrifstofu vorri, Ránargötu 18. næstkomandi mánudag og þriðjudag. Innkaupastofnun ríkisins. MUSICA NOVA AUKA TÓNLBIKAR í dag (sunnudag) kl. 3.30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Einar Sveinbjörnsson og Þorkeli Sigurbjörnsson leika Rómönsu eftir dr. Hallgrím Helgason. Sónötu í G dúr eftir Beethoven. Bagatellur eftir Þorkel Sigurbjömsson. Mósaik eftir Leif Þórarinsson. Aðgöngumiðar við innganginn. — Styrktarfélagar fá afslátt á aðgöngumiðum. ?:freiðaleigan HJÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.