Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 1
Sunnudagur 19. janúar 1964 — 29. árgangur — 15. tölublað. Bandariskir diplomaíar reknir heim Minni horfur á sáttum á milli Panama og USA PANAMA 18/1 —■ Augljóst er nú að erfiðara ætlar að reynast að kcxma á sáttum aftur milli stjóma Panama og Bandaríkjanna, og virðist ekkert hafa orðið úr því sam- komulagi sem tilkynnt var á miðvikudag að st'jómmála- samband myndi aftur tekið upp milli ríkjanna og hefur Panamastjóm nú rekið alla bandaríska stjómarerindreka og skyMulið þeirra úr landi. Bandaríkjastjóm tilkynnti í gærkvöld að Fanamastjóm hefði ákveðið að kalla heim alla sendimenn sína í Washington og hefði sendiráði Cogta Rica verið falið að gæta hagsmuna Panama í Bandaríkjunum. Jafnframt hefði Bandaríkja- stjóm verið beðin um að kalla heim alla sína œndimenn í Panama og í morgun var stað- fest í Panamaborg, að þeim Leikdómur um Læðurnur SL fimmtudagskvöld var finnska Ieikritið Læðumar frumsýnt í Þjóðleikhúsinu og birtist leikdómur Ásgeirs Hjartarsonar á 2. blaðshm í dag. Myndin er úr einu atriöi Ieiksins. Lmdleiðir krefjast lögbanns á Frama ■jc Þau tíðindi hafa nú gerzt í verkfalli bílstjóra á sérleyfisbif- reiðum að Landleiðir hafa krafizt lögbanns á þær aðgerðir Bif- retðastjórafélagsins Frama að stöðva f fyrradag akstur tveggja skrifetofumanna hjá Landleiðum á leiðinni Reykjavík — Hafnar- fjörður, þeirra Eiríks Stefánssonar og Hróbjarts Jónseonar. ★ . Kl. 4 í gær átti Frami að leggja fram vöm í málinu og Land- leiðir að leggja fram 100 þúsund króna tryggingu fyrir lögbanns- aðgerðinni. Bjóst Bergsteinn Guðjónsson formaður Frama við því í gser að úrskurður um lögbannið yiði felldur á morgun, mánudag. ★ Engir samningafundir höfðu verið boðaðir i deilunni er blaðið átti tal við Bergstein síðdegis í gær. Gerið skii fyrir kl. 7 á mánudug Þeir sem enn hafa ekki lokið fullum skilum við Happdrætt' Þjóðviljans eru beðnir um a* Ijúka þeim fyrir klukkan 7 síðdegis á morgur mánudag. Að öðrum kosti verða miðarnir, sem þeir hafa í vörzlu, reiknaðir þeim sem seldir. — Happdrætti Þjóðviljans. hefði verið vísað úr landi. Hafa þeir og fjölskyldur þeirra. einnig stafsmenn hinna svo- nefndu „friðarsveita“, haldið til bandaríska hemámssvæðisins við Panamaskurð og bíða þar heimfgrðar. Þegar uppþotin urðu við Pan- amaskurð fyrir síðustu helgi og tugir ungra Panamabúa féllu fyrir bandariskum byssukúlum ákvað Panamastjórn að slíta stjórnmálasambandinu við Bandaríkin, en á miðvikudaginn tilkynnti Rusk utanríkisráðherra í Washington að náðst hefði samkomuiag um að taka það upp aftur og var búizt við að því yrði komið á fyrir þessa helgi. Þetta hefur farið á aðra leið og stafar það vafalaust af því að Chiari forseti hefur neyðzt til að láta undan kröfu lands- manna um fulla e’liurð í við- skiptunum við Bandaríkin. Flokkurinn Fundur í Sósíalista- félaginu if Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur félagsfund kl. 8.30 ann- að kvöld, mánudag, að Tjam- argötu 20. ic Rætt verður um verka- lýðsmál og sagt frá flokksstjórn- arfundi Sósíalistaflokksins. SEiNT EN ALDREI -fci Holman borinn losar manninn við hinn hvim- leiða hristing sem fylgir Ioftþrýstibornum og hefur eyðilagt hcilsu margra manna. Hann hefur vcrið á heimsmarkaðinum í átta ár en er nú fyrst að sjá dagsins Ijós hér á landi. Eklti er árvckninni fyrir að fara. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.), Sjá frétt á 12. síðu um gröft Fossvogs- ræsisins. Sunnudagur — sunnu- dagsblað Þjóðviljans og Óskastundin, barnablað- ið í nýju formi, fylgja blaðinu í dag. Sjö fluttir af slysstað Síðdegis í gær, rétt áður en blaðið fór í prentun, varð meiri- háttar bifreiðarsJys á Suður- landsvegí, rétt hjá Lögbergi. Voru tvær sjúkrabifreiðir send- ar á vettvang og fluttu þær sjö slasaða menn í bæinn. Krústjoff í ræðu í Kalínín: „Þaí eru aðeins óvitar eða flón sem óttast ekki stríð" MOSKVU 18/1 — Krústjoff forsætisráðherra lýsti fullum stuðningi Sovétríkjanna við frelsisbaráttu Panamabúa í ræðu sem hann hélt í Kalínín í gær að Fidel Castro viðstöddum. í greipum sér. Sovétríkin styddu allar þjóðir sem berðust fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, en meg- ináherzlu legðu þau á að tryggja Krústjoff sagði að heimsvalda- sinnar mjmdu fyrr eða síðar verða hraktir burt úr öllum þeim löndum sem þeir héldu nú Castro i sleðaferð í Moskvu friðlnn í heiminum. Frá þetrrí stefnu myndu þau aldrei hvika. — Því er ekki að neita að til eni þeir félagar í öðrum löndum sem segja að Krústjoff skjátlist, að hann sé lafhræddur við stríð. En það eru aðeins óvitar eða flón sem ekki óttast stríð. Við vitum hvað stríð er og hvers mannkynið hefði að vænta af því. Þess vegna gerum við allt tiil að foröa stríði. En við grát- bænum engan um frið. Ráðist fjandmenn á okkur, munu þeir hafa verra af. Tul efstur eftir þrjár Eins og frá var sagt hér i blaðinu í gær voru biðskákir úr þrem fyrstu umferðum Reykjavíkurskákmótsins tefldar í fyrrakvöld. Þrem skákum varð þó ekki lokið en það eru skák- ir Guðmundur og Inga, Guð- mundar og Gligoric, Jóns og Trausta. Eftir þessar þrjár umferðir var staðan þessi: 1. Tal 3 v., Friðrik 2%, 3^ Gligoric 2 og 1 bið, 4.—5. Johannessen og Ingvar 2, 6. Gaprindasjvili 1%. 7. Guðmundur 1 og 2 bið, 3. Ingi 1 og 1 bið, 9. Wade 1, 10. Jón Vt og 1 bið, 11,—13. Magn- ús, Arinbjöm og Freysteinn 14. Trausti 0 og 1 bið. V2, Fjórða umferð var tefld í gær og verða fréttir af henni ef ein- hverjar berast áður en blaðið fer í prentun birtar annars staðar. Fimmta umferð verður tefld í dag. og eigast þá þessir við: Ingi og Graprindasjvíli Johannessen og Friðrik, Magnús og Freysteinn, Gligoric og Arin- bjöm, Jón og Tal, Wade og Guðmundur, Ingvar og Trausti. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.