Þjóðviljinn - 19.01.1964, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. janúar 1964
mMinm
SIÐA 'l
L'or de I 'lslande eftir Samivel
AFBRAGÐS
ÍSLANDSBÓK
Höfundur bókarinnar — 02 kvikmyndarinnar, Samivel, mun hafa verið mjöff ötull í að
Ieita upplýsinga og spyrja menn ráða. Hér ræðir hann við Halldór Laxness, sem hefur
reyndar sjálfur lagt fram sinn skerf til málanna — hann skrifaði á sínum tíma fræga
grein, ísland og Frakkland.
Samivel. L’or de l’Is-
lande. Arthaud, 1963.
Samivel er sagður vel
þekktur ferðamaður og bóka-
höfundur og hefur m.a. skrif-
að um Egyptaland og Grikk-
land. Og nú hefur hann gef-
ið út fslandsbók sem hann
nefnir Gull fslands og prýð-
ir myndum eftir Patrick
Plumet; sömuleiðis hefur
hann gert kvikmynd sem ber
sama nafn.
Þessi bók er sérstæð og ný-
stárleg meðal íslandsbóka.
Við höfum séð töluvert af
slíkum: íslenzkir menn hafa
sjálfir skrifað um land og
þjóð, oftastnær og gjama
verið öðrum lfkir og stund-
um vandræðalegir eins og
vorfiegt er. í ljósmyndun
hefur gætt tilhneiginga til
æ meiri íburðar, ekkert þótt
jafnvel frambærilegt annað
en litmyndir, og sömuleiðis
verður ekki fyrir það synj-
að að ljósmyndarar hafi
nokkuð staðnað í vali mótífa.
En Samivel byggir bók sína
upp á annan hátt. Hún hefst
á alllöngum inngangi þar sem
greinir frá fomum ferðalög-
um, frá stækkun hins þekkta
heims og æfintýrum henni
tengdri, frá siglingum nor-
rænna manna, fundi íslands
og Grænlands og Vínlands,
sömuleiðis frá fornum lögum
okkar og siðum, frá fomum
íslenzkum bókmenntum og
þýðingu þeirra. Að þessu
loknu taka við valdir textar
úr fornum og nýjum bókum
sem styðja skuli það sem
þegar var framsett — þar er
tilfærð ferð heilags Brendans,
írsks munks til Ultima Thule.
þar eru þættir úr Eiríks sögu
rauða og Grænlendinga sögu
um landnám í Vesturheimi,
þar eru þættir úr Eglu og
Grettlu — og síðan er öll
þessi forneskja tengd nútím-
anum með fjórum kvæðum
Steins Steinarr og ' upphafs-
kafla Islandsklukkunnar. Og
ljósmyndum bókarinnar er
skipt milli textanna af ágætri
listrænni rökvísi. Samivel hef-
ur auk þess þann hátt á að
skrifa sérstakar skýringar við
hverja mynd og notar þær á
mjög mismunandi hátt: Þátt-
ur um lög og sögu — þar
er mynd af Drangey úr lofti
og hugleiðing um Gretti,
sömuleiðis mynd af Lárusi
Eist og stutt hugleiðing um
tengsl fortíðar og nútíðar. Þá
— ung stúlka, gola í hári,
stilltur vatnsflötur að baki,
en í skýringum aðeins þessi
orð: nú er mikið um sól-
skin og sunnanvind og Sörli
ríður í garð. En þessar sömu
skýringar eru einnig notaðar
til þess að gefa hinar óhjá-
kvæmilegu upplýsingar um
skólakerfi, heitt vatn. vöxt
borgar og bæja, flugsam-
göngur og annað þessháttar.
Ljósmyndarinn, Plumet, hef-
ur staðið sig afbragðsvel, og
Samivel hefur sannarlega
kunnað að gefa honum holl
fyrirmæli. Þeir hafa verið
fremur sparir á litmyndatöku
en það verður alls ekki séð
að þeir verði fyrir neinu
tjóni af þeim sökum. Og
sannast hér enn að miklir
eru möguleikar svarts og
hvíts. Þessir menn hafa líka
kunnað ágætlega að finna
þann sjónarhól, hvaðan gam-
plkunnir hlutir af þúsund
öðrum ljósmyndum og eigin
reynd birtast á nýjan og
máske óvæntan hátt. Þeim
hefur til dæmis ekki dottið
í hug að taka klassíska Gull-
fossmynd (nr. 30), og Þing-
vallamynd þeirra er ágætlega
laus við leiðinleg húsakynni
og annað sem af hefð íylgir
þeim ágæta stað inn í mynda-
bækur. Sömuleiðis sleppa þeir
við þann snurfusaða hátíðleik
sem svo oft hvílir yfir okkar
ijósmyndum af mannaverk-
um hérlendis — gott dæmi
um þetta er mynd þeirra frá
Reykjavíkurhöfn.
Það er og mjög þakkarvert
># »;-• ‘b* *r% ivJi 'Wfc *## •*» *r*
að Samivel hefur lagt meiri
áherzlu á listmuni og lista-
verk islenzk en venjulegt er
í hliðstæðum bókum. Það fer
hinsvegar minna fyrir sýnis-
homum af frammistöðu okk-
ar í byggingarlist — sem bet-
ur fer mætti kannske segja
— og er þetta í raun og veru
þögul ákæra á okkur fyrir
margvíslegan slóðaskap og
vesælmennsku á því göfuga
sviði.
Texti bókarinnar virðist —
eftir fljóta yfirferð — saman
tekinn af miklum áhuga og
vandvirkni og studdur traustri
franskri stílhefð. Vafalaust
má þar finna eitthvað af
hæpnum fullyrðingum og
vafalaust er Samivel sekur
um nokkurt oflof á okkur nú-
tímaislendinga, en sam-
vizkusemi hans og hæfileikar
til þessa verks verða að sjálf-
sögðu ekki dregnir i efa og
er mikill fengur að slíkri
bók, ekki sízt á rómanska
menningarsvæðinu þar sem
menn eru venjulega fremur
íálátir um það, sem gerist
með norrænum þjóðum.
-k
Samivel varð mjög ungur
þekktur fyrir teikningar sín-
ar en sneri sér síðan að gerð
kvikmynda og ferðabóka og
hlaut lof fyrir myndir og
bækur um Egyptaland og
Grikkland sem fyrr segir.
Hann kom fyrir nokkrum ár-
um til Grænlands ásamt Paul
Emile Victor og hafði þá
viðdvöl á Islandi, og mun þá
hafa fæðzt hugmyndin aðþví
verki sem nú er lokið — en
í bókinni er einmitt lögð tölu-
verð áherzla á landafundi í
Vesturheimi á víkingaöld.
Hér ferðaðist hann sumur-
in 1962 og 1963 og vann bæði
að bók og kvikmynd. Hann
henti það óhapp fyrra sum-
Framhald á 8. síðu.
BLAÐAÐ í
Rifjað upp frá verkfallsdögunum í desember
Verkföllin sem hófust 10.
des. eru þau víðtækustu í ís-
lenzkri verklýðssögu. Yfir 20
þúsund launþegar í 60 verk-
lýðsfélögum tóku þátt í verk-
föllunum.
Viðreisnarmenn á Alþingi
höfðu vanmetið sarntakamátt
verklýðssamtakanna og hugð-
ust beita lögum gegn eðlileg-
um kröfum um bætt lífskjör,
og stjórn. atvinnurekenda stóð
í höm undir vegg lagafrum-
varpsins og taldi sig úr leik.
En þá gerðust þau stórsögu-
legu tíðindi að verklýðshreyf-
ingin á fslandi er risin upp
sem einn maður.
Helgasti rétturinn verður
ekki tekinn með lagaboði
neinnar ríkisstjómar, réttur-
inn að semja um kaupið og
kjörin. Og verkföll voru skoll-
in á um allt land.
Samstarfsnefnd verkalýðsfá-
laganna, sem var skipuð full-
trúum hinna ýmsu félags-
heilda, hafði miðstöð sína í
hinum nýju húsakynnum Dags-
brúnar og Sjómannafélags
Reykjavíkur við Lindargötu og
þar sátu samninganefndir
verklýðsfélaganna í Reykjavík
og fulltrúamir utan af landi.
Sáttasemjarar ríkisins kom-
ust fljótt í eðlilega starfsstöðu
enda voru öll samningamáin
komin í e:nn brennipunkt.
Eins og ég gat um voru full-
trúar verklýðsfélaganna til
húsa á Lindargötu 9 og alla
verkfallsdagana var húsið fullt
af fólki, sem stóð þar vörð
um helgasta rétt vinnandi
manna, samningsréttinn um
kaup og kjör.
Það var gott að vera í húsi
verkafólksins þessa dagana og
sjá og finna þá samstöðu sem
skapazt hafði í verklýðshreyf-
ingunni á fslandi og sem hélzt
svo til órofin til enda.
Allan daginn voru samninga-
málin rædd og metin og menn
kynntust og skiptust á skoð-
unum, og nú kom sér vel
að hafa til umráða hús sem
á að verða miðstöð tveggja
meðal stærstu félaganna. Á
neðstu hæðinni höfðu stjórnir
félaganna bækistöðvar sínar
og þar kom samstarfsnefndin
saman til þess að taka sam-
eiginlega afstöðu til daglegrar
stöðu í samningamálunum.
Henn röbbuðu saman, eða
gripið var í spil og síðustu
sólarhringana mátti heita að
fulltrúamir vikju ekki úr
húsinu. en voru til taks ef
bréf svo tugum skipti um
margháttaðar beiðnir um und-
anþágur og bar þar mest á
benzíninu. Mörg mjög þýðing-
armikil mál varð að afgreiða
daglega, um ýmiskonar efni og
sem máli skipti fyrir verkfalls-
og samningsstöðuna, hvaða
meðferð fengu, það var þvi
oft allmikill vandi að halda
á þeim málum af þeirri fes.tu
sem verkfall gerir kröfu til.
En öll mál stór og smá voru
afgreidd og skiptu daglegu
starfi. En eins og kunnugt er
hvíldi höfuðþungi og ábyrgð
Eftir Tryggva Emilsson ritara
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
taka þyrfti ákvarðanir með
litlum fyrirvara.
I sölum Hssstarétttar sátu
fulltrúar og samningamenn at-
vinnurekenda og þar húsaði
sig sáttanefnd ríkisins, alls
fjórir menn. Sáttasemjaram-
ir rufu þögn sáttamálanna við
og við og kölluðu fyrir sig
samningamennina og báru á
hugi manna þung íhugunar-
efni í tilraunum sínum til
þess að móta lokatillögumar
um kaupprósentuna, samnings-
tímann og um sérkröfur fé-
laganna.
Á þriðju hæð á Lindargötu
9 var svo liöfuðsetur verkfalls-
málanna og verkfallsgæzlunn-
ar, sem að sjálfsögðu hvíldi
að langmestu leyti á Dagsbrún.
Enda voru þama samankomn-
ir Dagsbrúnarmenn sem héldu
uppi skipulagðri verkfalls-
vörzlu, dag og nótt.
Yfirstjóm verkfallsins hafði
Dagsbrúnarstjómin, sem dagl.
hélt fundi þar sem tekin var
ákvarðandi afstaða til málanna.
En fyrir hverjum fundi lágu
allra samningamála á herð-
um Eðvarðs SiguiXssonar. for-
manns Dagsbrúnar.
öll benzínmál voru afgreidd
eftir ákveðnum reglum, á dag-
lega ákvörðuðum tímum.
En lang þýðingarmest var
sjálf verkfallsvarzlan, sem er
bakgrunnur samninganna,
traust þeirra og veruleiki.
Fjöldi verkamanna stóð á-
kveðnar vaktir á öllum þýð-
ingarmiklum stöðum i borg-
inni og formenn vaktanna sáu
um að reglulega væri skipt
um menn á hverjum stað. Á
þessari hæð í húsinu var ekki
síður rætt um s.amningsmál-
in og samningsstöðuna dag
hvern en á fyrstu hæðinni,
hér voru líka þjóðmálin stund-
um tekin til yfirvegunar af
fullri einurð og hefði mörg-
um fo.Xistumönnum þjóðmál-
anna verið hollt að vera þar
áheyrandi. Margir verkfalls-
verðir sátu við langborð á
milli vakta og ýmist spiluðu
eða tefldu og stundum stóð
taflklukka á borðinu. Þessir
menn voru hlýlega búnir t>rí
þó tíðarfar væri gott þessa
verkfallsdaga þá er kalt að
standa á vaktinni, sérstaklega
á nóttunni. Mikið bar á ung-
um Ðagsbrúnarmönnum, sem
alltaf voru viðbúnir að sinna
útköllum, og sem vissulegá
sýndu mikla festu og ábyrgð-
artilfinningu í verkfallsstarf-
inu, sem oft vill verða ærið
vandasamt. þegar t.d. verzlan-
ir standa með auðar búðir í
sjálfri jólakauptíðinni.
Á meðan á verkfallinu stóð
var kaffi á boðstólum dag og
nótt og skiptu ákveðnir menn
með sér vöktum tveir í senn,
það var hellt upp á könnuna,
brauðið skorið og smurt og
kaffið yljaði þegar menn komu
kaldir af vöktunum. Ekki
mátti skeika að nóg væri til
og sá einn maður um að- f'
drætti.
Fjöldi verkamanna sem ekki
stóðu á vöktum voru sífellt
að koma og fara fram á nótt
og fygdust með stöðunni og
út um alla borg í húsum
verkafólksins var vakað yfir
hverri hreyfingu í borginni,
þar var verkfgllsvarzlan líka
og mátti heita að síminn þagn-
aði aldrei.
Síðustu sólarhringana þessa
verkfallsdaga, var lítið sofið
af þeim s.em með samninga
fóru og sátu stjómir verklýðs-
félaganna og fulltrúarnir utan
af landi sem fastast í húsinu,
viðbúnir að taka afstöðu til
sameiginlegu samningamál-
anna og að ræða sérkröfur
félaganna.
Og svo kom að þeirri stund
að samningsuppkast lá fyrir og
var það seint að kvöldi 20.
des. og voru þá strax boðaðir
fundir samtímis í félögunum
og aðeins með lílukkustundar
fyrirvara, með kalli í útvarp-
inu, kl. 11 að kvöldi.
Dagsbrún var með sinn fund
í Gamla bíó og fylltist húsið
svo fljótt að fundur gat haf-
izt stundvíslega og sýnir það
hve menn eru viðbragðsfljót-
ir þegar taka þarf þýðingar-
miklar ákvarðanir í félaginu.
Eftir fundina á þessu des-
emberkvöldi gengu stjómir fé-
laganna að því að leggja síð-
ustu hönd á samningana, og
skrifaði Dagsbrún undir kl. 2
um nóttina 21. des. og hófst
þvf vinna á Dagsbrúnarsvæði
og hjá öðrum þeim félögum
sem undirrituðlt samninga
þessa nótt, strax að morgni.
I einu orði vildi ég leyfa
mér að segja um þessa víðtæku
og erfiðu samninga, að sú
samstaða verklýðsfélaganna,
sem hélzt með miklum heil-
indum (að örfáum undantekn-
Tryggvi Emilsson
ingum) til lokastundar á samn-
ingsnóttu, er það þýðingar-
mesta sem fram kom i þess-
ari deilu.
80 ára afmæ/is Reg/-
unnar minnzt á fundi
í sambandi við 80 ára af-
mæli Góðtemplarareglunnar á
íslandi hélt Þingstúka Reykja-
víkur hátíðafund í Góðtempl-
arahúsbu laugardaginn 11.
þ.m. Þingtemplar, Indriði
Indriðason, flutti ávarp, lúðra-
sveit drengja lék undir stjórn
Pauls Pampichlers; stórtempl-
ar, Ólafur Þ. Kristjánsson.
flutti minni Reglunnar; kirkju-
kór Langholtssóknar söng und-
ir stjórn Mána Sigurjónssonar.
Þá var fluttur þáttur úr sögu
Reglunnar: Raddir úr hópnum,
flytjendur: Bjöm Magnússon,
Einar Bjömsson Indriði Ind-
riðason, Ingimar Jóhannes-
son, Ólafur F. Hjartar og Sig-
urður Gunnarsson. Þá söng
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari með undirleik Mána
Sigurjónssonar.
Fögur blómakarfa barst á
fundinn með ávarpi frá borg-
arstjóra, Geir Hallgrímssyni.
Margt heillaskeyta hafði Stór-
stúkunni borizt vegna afmælis-
ins, og vom þa.u lesin upp á
fundinum. m.a. frá íorseta Is-
lands, herra Ásgeiri Ásgeirs-
syni, biskupi Islands, herra
Sigurbimi Einarssyni; forsætis-
ráðherra, Bjarna Benedikts-
syni; menntamálaráðherra,
Gylfa Þ. Gíslasyni; fjármála-
ráðherra, Gunnari Thoroddsen;
Eysteini Jónssyni fv. ráðherra,
Hjálpræðishemum á Islandi,
Samtökunum Vernd. Stórstúku
Færeyja og ýmsum stúkum
og regludeildum innan lands.
Að fundi loknum var setzt
að kaffidrykkju. Fundinn sátu
um 170 manns.
(Frá Stórstúku íslands).