Þjóðviljinn - 22.01.1964, Page 2

Þjóðviljinn - 22.01.1964, Page 2
Hðsmnim Miðvíkudagur 22. janúar 1964 Sovézkir og arabískir byggingaverkfræðingar hafa starfað saman að byggingu Assuanstiflunnar, og nú er unnið dag og nótt til þess að siá smiðshöggið á bygginguna. Eftir tæpa fjóra mánuði verður Níl veitt í nýjan farveg. 15. maí verður hluti af Sadd-eUAali rafstöðinni tekinn í notkun. Qg þar með er fyrsta áfanga náð í byggingu þessa geysilega mannvirkis^ sem skapar straumhvörf í sögu Arabíska sambandsiýðveldisins. Ekkert athugavert við gúm björgunarbát Hringvers ■ Skipaskoðun ríkisins hefinr eftirlit með svokölluðum gúmmíbátum, sem hafa rutt sér til rúms sem björgunar- tæki á bátaflota íslendinga. Enginn efast lengur um gagn- semi þessa björgunartækis og er til dæmis talið, að þau hafi þegar bjargað um þrjú hundruð mannslífum úr sjó hér á landi. Þar af um s'jötíu mannslífum í Vestmanna- eyjum. vélbáturinn Hringver sökk á dögunum, þá blés ekki neðri lofthringurinn út og hafðl þó gúmmíbáturinn gengið undir skoðun tveimur dögum áður hjá Einari Gíslasyni, eftirlitsmanni gúmmíb.iörgunarbáta í Vest- mannaeyjum. Hvöss ummæli voru höfð eftir eiganda Hring- vers í blöðum og jafnvel drótt- að að eftirlitsmanninum, að hann hefði ekki staðið í stöðu sinni. Skipaskoðun ríkisins brá hart við og lét flytja umræddan gúmmíbát um borð í skip til flutnings hingað suður og var það gert undir eftirliti tveggja lögregiumanna og formanns sjó- dóms. Fékk eftirlitsmajprinn í Eyj- um ekki að koma nálægt bátn- um. Nú hefur Sfcipaskoðun ríkis- ins yfirfarið þennan bát og gert sínar athuganir á bátnum og birt niðurstöður sinar blaða- mönnum. sem boðaðir voru á vettvang niður í Grandaver i gærdag og fengu að skoða þenn- Höf- uðpaurinn Vísir segir i fyrradag að þegar ýmsir leiðtogar Fram- sóknarfipkksins tali um frjálsa verzlun eigi þeir við „frelsi til þess að eiga leyni- reikninga í fjarlægum heims- álfum. frelsi til þess að pretta og svíkja i milliríkjavið- skiptum, frelsi til þess að stinga undan gjaldeyri í tug- milljóna mseli”. Þama er rösklega kastað af mönnum sem telia hús sitt auðsjáan- lega ekki byggt úr gleri. Og Vísir tilgreinir nánar skot- mark sitt; hann segir að af- brotaiðjan hafi fyrst og fremst verið stunduð af ein- um „höfuðpauri” — þótt hann „hafi sloppíð ódæmdur sökum fvmingarákvæða is- lenzkra laga”. Höfuðpaurinn er þannig Vilhjálmur Þór, sjálfur seðlabankastjóri lands- ins, æðsti trúnaðarmaður rík- isstjórnarinnar i efnahags- málum. sá maður sem Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen hafa velþóknun á. Það er jafngott að steinar Vísis geigi ekki, þegar höfuð- paurinn heldur sig i þvílík- um félagsskap. Og manni koma raunar í hug fleiri höfuðpaurar. Tii skamms tíma var aðaleigandi Vísis Bjöm Olafsson heild- sali Bjöm og Vilhjálmur hafa um langt skeið verið eins og samvaxnir tviburar í gróðabraili sfnu; sameigin- lega sjá þeir þjóðinni fyrir hinum alkunna vestræna lýð- ræðisdrykk kóka kóla; og þegar Vilhjálmur notaði fjár- muni samvinnufélaganna til að stofna hlutafélag og græða á oliusölu varð Bjöm Óiafs- son frá upphafi einn af hlut- höfunum, þannig að einnig hann er aðili að leynireikn- ingum, prettum og svikum og gjaldeyrisstuldi i tugmiljóna mæli. Vilji Vísismenn gæta fullrar varúðar eftirieiðis og hlífa hinum foma húsbónda sínum, ættu þeir, áður en þeir veitast næst að höfuð- paurnum, að spyrja líkt og drengurinn sem sá Vilhjálm og Bjöm saman á gðtunni: HVor er kóka og hvor er kóla? — Austri. an bát. Hjálmar Bárðarsan hafði framsögu fyrir þeim félögum og kváðu þeir ekkert athugavert við bátinn. Allt honum tilheyr- andi virðist vera í lagi. Skip- verjar á Hringver, sagði skipa- j sk i paskoðunarst jóri brutu að vísu eina meginreglu í meðferð báts- ins, þar sem þeir létu hann blása sig upp á þilfari í staðinn fyrir að kasta honum útbyrðis. Mðguleiki er að þrengt hafi að loftventlinum og hann hafi orð- ið fyrir einhverri fyrirstöðu. Hinsvegar flaut báturinn á öðrum lofthringnum og hand- dælur eru til staðar i hverjum bát, sem hægt er að setja í sam- band við ventla inni í bátnum. Hefði verið hægt að dæla upp neðri lofthringinn til frekara ör- yggis. Það reyndi þó aldrei á þessa öryggisráðstöfun, þar sem skipverjum var bjargað svo fljótt um borð í annað skip. Það má ekki oftreysta þessum björgunárbátum, sagði skipa- skoðunarstjóri, og líta á þá sem hundrað prósent örugga, þó að þeir hafi reynzt ákaflega dýrmætt björgunartæki. Til dæmis votu menn einu sinni að flytja svona gúmmíbát um borð í vélbát og fleygðu irmpökkuð- um bátnum 4 metra fallhæð af bílpalli niður á þilfar með eft- irfarandi ummælum: „Þetta er helvítis rusl, ef þeir þola ekki þetta“. Við límdum viðvörunarmiða á hvern bátaböggul eftir að okk- ur var kunnur þessi hugsunar- háttur. Gúmmíbáturinn er eins og hvert annað mannanna verk og ofmat á þeim er eins hættu- legt og vanmat. Einnig mættu sjómenn að ó- sekju búa betur um gúmmíbát- ana. Eru því miður dæmi um kæruleysislega meðferð á þeim. Að lokum kvaðst skipaskoðun- arstjóri vilja taka framumeftir- litsmann gúmmíbáta í Vest- mannaeyjum, að hann væri við- urkenndur samvizkusamur mað- ur I starfi sínu. AUSAVEGÍ 18 SIMI 19113 Kópavogur Til sölu: 2ja herbergja ný íbúð við Ásbraut. 2ja herbergja fbúð á jarð- hæð við Lyngbrekku, full- búin undir tréverk. 3ja herbergja góð risíbúð við Hlíðarv., svalir, harð- viðarhurðir, tvöfalt gler. Timburhús, lítil ibúð við Kársnesbraut, bílskúr stór og verðmæt lóð. Múrhúðað timburhús, 3ja herbergja íbúð selst til flutnings. Lóð getur fylgt við Vatnsenda, kjarakaup. Einbýlishús við Holtagerði, uppsteypt. Glæsilegt einbýlishús við Melgerði, fokhelt með bíl- skúr. Einbýlishús við Hraun- tungu, í smíðum, hæð með kjallara og bílskúr. 6 herbergja glæsileg efri hæð við Hlíðarveg, fok- held, góð kjör. 6 herbergja glæsileg efri hæð við Lyngbrekku, full- búin undir tréverk. Parhús við Digranesveg, stórt og vandað, á þrem hæðum. Góð kjör. Byggingarióð við Álfhóls- veg, ódýr grunnur. Byggingarlóð við Austur- gerði, m. teikningu o. fl. Byggingarióð með steyptum grunni við Bræðratungu. Hefi kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum í Kópavogi. Einnig eldri hús- um og nýjum, góðar út- borganir. rÆðsta veldi stíl- leysunnar stóru smekkleysu" Ct er komið fjölritað Stú- dentablað, gefið út af Stúdenta- ráði Hásltóla Islands. Til ný- breytni má það teljast, að rit- ið er allt helgað einu máli, nefnilega Hallgrímskirkju. Er þar skemmst frá að segja, að flestir þeir er í ritið skrifa biðja þá byggingu aldrei þrif- ast. hvað þá rísa fullbyggða. Blaðið hefst á grein frá rit- stjóm.. Segir þar, að síðustu for- vöð séu nú fyrir bæjarbúa að hindra það, að slík bygging sem Hallgrímskirkja gnæfi „í allri sinni smekkleysu“ yfir borgina. Birt er kvæði Steins Steinars, er svo hefst: „Húsameistrari rík- isins tók handfylli sína af leir“. Þeir Sigtryggur Klemenzson og Þórir Kr. Þórðarson svara þess- um spurningum blaðsins: Hvert er álit yðar á byggingariist Hall- grfmskirkju? Og ef álit yðar er jákvætt, teljið þér þá nauðsyn- legt að kirkjan verði eins stór (og þá að sama skapi dýr) og fyrirhugað er — hvort minni kirkja geti einnig komið að sama gagni? Finnur prófessor Þórir ýmsa ágalla á kirkjunni. en telur ekki unnt að snúa við, svo langt sé málið komið. Ekki er Sigtryggur alveg á þessu, og telur hann kirkjuna munu verða „glæsilega og fagra byggingu, Reykjavíkurborg og landinu öllu til sóma‘‘. Þá geysast fram á ritvöllinn tveir velþekktir krossferðaridd- arar íslenzkir, þeir Sigurður Lán- dail og Pétur Ben. Pétur segir m.a.: „Arkitektar og aðrir hafa UPPBOÐ Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, tollstjór- ans í Reykjavík o.fl. verða eftirtaldar bifreiðir seldar á opinberu uppboði, sem fram fer við Bíla- verkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg fimmtudaginn 23. þ.m, kl. 3 síðdegis: G-826, G-1360, G-2956, G- 1795, G-2690, R-11444, G-2721, R-12084, R-12136. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Silkiborg auglýsir: Köflótt teryleneefni í kjól og pils. Einlit teryleneefni í buxur. Terylene- stóresefni, Eldhúsgardínuefni. Sængurveradamask. Peysur og Blússur. Angoragam margir litir. SILKIBORG, Dalbraut 1. DREIFINGIN Laus hverfi um mánaðamót eða strax: Melar Seltjarnarnes (hluti) Fálkagata Langahlíð DIOHNN Sími 17-500. fyrir löngu sýnt fram á hve undursamlega það hafi tekizt í þeim drögum sem til eru að ytra og innra svip þessa húss að sameina stíl allra alda og allra þjóða í æðra veldi stíl- leysisins stóru smekkleysu. Allt ber því að sama brunni um in- spiraitónina". Grein sína endar Pétur á þessari meitluðu setn- ingu: „Að þekkja sinn vitjun- artíma, það er lóðið“! I þennan sama streng taka aðrir þeir er í blaðið rita, en þeir eru: Skúli H. Norðdahl, Hannes Kr. Davíðsson, EJS, öra Ölafsson og Thor Vithjálmsson. Þá er skýrt frá þvi, að tveir menn hafi hreinlega neitað, að svara spumingum blaðsins. og eru það þeir Jónas frá Hrifla og Bjöm Guðmundsson, for- stjóri. Sáttafundurí togaradeiluum Sáttasemjari ríldsins boðaði til samningafundar kl 5 í gær í togaradeilunni. AsvaHagötu 69. sími 33687. fcvöldsimi 23608 Tlt SÖBUs 3 herb. mjög vönduð íbúð á 2. hæð í Stóragerði. Mjög sólrík. frágengin lóð. Góðar svalir. Harðviðar- innréttingar. 3 herb. íbúð við Hjarðar- haga. Teppalögð. Þvotta- vélar í sameign. Bílskúrs- réttur. Ibúðin er teppa- lögð og henni fylgir upp- þvottavél. Þá fylgir og stofa á efstu hæð með eldhúsaðgangi og baðher- bergi þar á hæðinni. Mjög góður staður. 4 herb. íbúðarhasð á Kirkju- teig. 1 hæð, sérinngangur, bíiskúr. Hagstætt verð. 3—4 herbcrgja risíbúð í Hlíðahverfi. 2 herbergja íbúð á kyrriát- um stað í Vogunum. 1 hæð. 5 herbergja ný íbúð í sam- býiishúsi i Háaleitisbraut. Mjög fín íbúð, teppalögð. I S M I Ð tl M : Lúxusvilla í sir.íðum á bezta stað i náerenni borg- arinnar. Eign sem er al- veg í sérflokki Lúxushæð á hitaveitusvæð- inu. Ca. 160 ferm. Selst uppsteypt með bOskúr. Mikið úrval af 4—6 herb. íbúðum í sambýlishúsum á hitaveitusvæðinu Höfum kaupanda að nýrri fullgerðri íbúð í tvíbýlis- húsi f bænum Til mála kemur fbúð. sem er til- búin undir tréverk. Að- eins vönri” - oíen kemur til grema. Útborgun ca. 700.000,00 kr. MUNIÐ AÐ ETGNASKIPTI ERU OFT MÖGULEG H.TA OKKTTR _ NffiO BlLASTÆÐT - BtLA- ÞJÓNUSTA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.