Þjóðviljinn - 22.01.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1964, Síða 6
 g SlÐA ÞIÚÐVILIINN Miðvikudagur 22. janúar 1964 FRÁ MIÐALDARSKEGGI TIL NÚTÍMASKEGGS í byrjun fornaldar báru menn skegg, en Alexander mikli inn- leiddi þá tízku að raka á sér kjammana og varaði hún fram til 120 e.Kr. Þá var það Hadrían keisari, sem lét þegna sína safna skeggi og hélzt sá siður fram á byrjun 3. aldar, er Konstaritín mikli breytti aftur tízkunni og var sá siður ríkjandi næstum alls staðar í Rómaveldi að skera skegg sitt og þar til fomöld lauk. Aðeins prestar og munkar í austurhluta Rómaveldis létu skegg sitt vaxa, eins og prestarnir í Gamla testamentinu höfðu gert. Fall Rómaveldis í byrjun miðalda ruddi skeggið sér til rúms í Evrópu á mjög áþreifanlegan hátt. Skeggjaðir germanir ruddust niður til Frakklands, Spánar og Ítalíu. Einn þessara þjóð- flokka dró meira að segja nafn sitt af' síðu skeggi, en það voru langbarðar. Rómverjar settu hins vegar stolt sit í að halda áfram að raka sig og sýna þannig andstæðurnar milli þessara viUimanna, sem héldu innreið sína I landið og hinna siðuðu Rómverja. Stríð um skegg páfans Á vesturlöndum voru það prestarnir, sem mesta áherzlu lögðu á rakstur, alveg öfugt við grísk kaþólska. Og þessi munur átti á miðöldum eft- ir að valda löngum og heift- arlegum deilum milli róm- versk-kaþólsku og grísk- ka'þólsku kirkjunnar. Og hvor- ugur vildi vægja. Það væri að vísu full sterkt til orða tekið að segja, að þetta hafi verið orsökin til klofnings kirkjunnar, en skegg prest- anna var oft notað sem á- steytingarsteinn. Var sankti Pétur skegglaus? Þetta kann að virðast skipta litlu máli nú, en á 8. öld e.kr. risu út af þessu miklar deil- ur milli páfans í Róm og patrí- arksins í Konstantínópel. Páf- inn þóttist geta sannað, að heilagur Pétur. stofnandi róm- versku kirkjunnar, hafi ver- ið nauðrakaður og væri það hefð í Róm allt frá frum- kristni, að karlmenn skyldu raka sig. Að vísu voru ekki aliir eins ginkeyptir fyrir deilunum um skegg páfans. Það er sagt að patriarkinn í Konstantinópel hafi leitað ráða hjá patríark- inum í Antíokíu, og hafi hann þá svarað á þessa lund: Hvað kemur okkur það við, hvort páfinn rakar sig? Nauðrakaðir krossfarar Skeggið varð smám saman vinsælt meðal háttsettra ver- aldlesra höfðingja, og því bet- ur sem leikmenn hirtu skegg sín þeim mun vandlegar brýndu kirkjunnar menn rak- hnífa sína. Aðeins örfáar munkareglur, eins og kapús- ínar, söfnuðu skeggi. En borið saman við austur- landabúa, Grikkjaveldi og Býzantíska ríkið, voru vest- urlandabúar á miðöldum eins og nýslegið tún hjá veisprottn- um rúgakri. Þegar krossfar- amir komu austur til þess að hertaka Landið helga, vöktu þeir undrun Grikkja og Araba vegna skeggleysisins. Arabísk börn hlupu í felur, þegar þau sáu rakaðan krossfara, eins og bömin okkar fela sig í pils- ’im móður sinnar, þegar ein- hver skeggjúðinn kemur í heimsókn á heimilið. Skeggfaraldur t 15. öld Á 15. öld varð róttæk breyt- ing á tízkunni. Skeggið breidd- ist út eins og faraldur og það voru engar lufsur, sem fengu að spretta í friði, heldur vel- hirt og velpúðrað skegg. Þetta var í samræmi við glæsileika og prjál endurvakningartíma- bilsins. Og þama voru alls konar skegg á boðstólum allt frá meters löngu alskeggi sendi- herra Elísabetar drottningar hjá ívani grimma_ niður í ör- mjóa hökutoppa. ívan grimmi var svq hrifinn af skeggi Eng- lendingsins, að hann gat ekki stillt sig um að renna fingrun- um gegn um það, þegar hann talaði við hann. Og nú gat rómverska kirkj- an ekki lengur staðizt nýju tízkuna, og páfamir í Róm létu skegg sín vaxa næstum alla 15. öldina og fram á sext- ándu. Skeggskattur Um þessar mundir varð Frakkland mesta stórveldi Evr- ópu, og leiðtogi ríkisins Lúð- vík fjórtándi og hirð hans réðu tízkunni í Evrópu. Lúð- vík konungur 14. rakaði sig tvisvar á dag og þar með var skegginu næstum útrýmt úr álfunni. f þess stað var þeim mun meiri áherzla lögð á hárið, þ.e.a.s. hárkollumar og trónuðu þær virðulega yf- ir nauðrökuðum andlitunum. Hárkollurnar vesluðust smám saman upp, en raksturinn blómstraði langt fram á næstu öld. Skeggið samlagaðist ekki tíðaranda 17. aldarinnar, þeg- ar allt varð að vera sem sléttast. Og nú fengu páfarnir aftur sléttar hökur, og sá siður hef- ur haldizt síðan. Mótmælend- ur höfðu fengið slíka and- styggð á skeggi aristókratanna á 16; öldinni, að þeir tóku að raka sig og héldu því áfram allt íram á 18. öld. Pétur mikli vildi opna glugg- ana til vesturs og hlýddi kalli tíðarandans um rakaðar hök- ur.„ Hann rakaði sig sjálfur og krafðist þess sama af þegn- um sínum. Og þeir sem öhlýðnuðust boði hans voru stundum rak- aðir samt, eða látnir borga háan skatt fyrir skeggið. Skeggið og skap- gerðin En áður en búið var að skera skeggið almennilega af þessum mótþróafullu Rússum, ruddi skeggið sér til rúms í Vestur-Evrópu af nýjum krafti. Þetta voru um leið nýj- ,ar hugmyndir, sem ruddu sér til rúms í Evrópu. íhaldssam- ir ráðamenn í Evrópu voru allir nauðrakaðir; var þá nokkur furða þótt hin nýja frjálslyndisstefna, sem var að vakna í Evrópu, tæki skeggið upp á sína arma til þess að undirstrika andstöðu sína gegn öllu hefðbundnu? Skeggið varð tákn fyrir rót- tæka hugsun og flestar frels- ishetjur þeirra tíma, bæði i Frakklandi, ítaliu og Þýzka- landi voru ýmist með kraga- skegg, barta eða voldugt al- skegg. Það kom oft fyrir, að menn guldu skegg sín dýru verði, þar sem tortryggin yf- irvöld litu á skeggið sem sönn- un fyrir því, að maðurinn væri byltingarsinni og snerust öndverð gegn skegginu eða þeim, sem bar það. Hættan af skegginu í Bandaríkjunum var sið- ur að raka sig langt fram eftir öldum. Langt fram á 18 öld gat verið hættulegt að safna skeggi, ekki af stjóm- málaástæðum; heldur leyfði almenningsálitið ekki, að menn skæru sig úr heildinni. Á þessu fékk veslings Palm- er að kenna. Hann var skrýdd- ur úfnu alskeggi, er hann hélt innreið sina í skegglausan smábæ í Bandarikjunum á 18. öld. Hann lenti í löngum mála- ferlum, sem lauk með því að Palmer var settur í fangelsi. Allt hafði þetta byrjað með þvi, að fjórir þorpsbúar, sem allir voru heljarmenni að burð- um og töldu þennan skeggjúða spilla siðferði þorpsins, á- kváðu að lumbra á honum. Þeir réðust að honum og ætl- uðu að raka af honum skegg- ið með valdi. Palmer varðist frækilega, þangað til lögregl- an skarst í leikinn. En sem hann sat í fangels- isklefa sinum barst sagan um örlög hans til æðri staða og smám saman fékk hann al- menningsálitið með sér. Eftir að hann slapp út úr fangels- inu varð hann eins konar þjóð- hetja og hann lifði það af að sjá nýju skeggtízkuna frá Evr- ópu hertaka Bandaríkin um 1860. Existensíalista- skeggið En saga Palmers er ekki DAR—ES—SALAAM 20/1 — önnur tveggja svcita hersins í Tanganfka gerði uppreisn í gær- morgun, handtók brezka liðsfor- ingja sem henni hafa stjórnað, setti þá af og skipaói iands- menn í þeirra stað. Uppreisnin virðist hafa orðið bæði vegna óánægju með hina útlendu foringja og með málann. 1 kvöld virtist uppreisnin vera einstæð í Bandaríkjunum. Bandarikin urðu seinna aftur helzti málsvari skegglausu tízkunnar, sem hefur ríkt frá aldamótum og fram í síðustu ár. Og það eru aftur vissar hugmyndir, sem standa að baki nýju tízkunnar. T. d. hefur existensíalisminn komið sprettunni í margt svart skegg- ið á ungum mönnum á megin- landinu. Jólasveinaskeggið Við höfum nú staldrað við stjómmálaskegg, trúarbragða- skegg, heimspekiskegg, og væri ekki úr vegi að minnast á enn eina tegund skeggs, sem hefur orðið þess valdandi, að sumir menn, sem annars eru vel rakaðir skrýðast voldugu alskeggi einu sinni á ári. Þetta er jólasveinaskeggið. Jólasveinninn er vera, sem á sér rætur á Norðurlöndum, en hlutverk sitt sem gjafa- miðlara bamanna hefur hann erft frá dýrlingnum mikla, sánkti Nikulási. Það er óhætt að segja að sánkti Nikulás var vinsælasti dýrlingurinn á seinni miðöldum — margar kirkjur eru honum helgaðar og margir drengir skírðir eft- ir honum. Og þó er tilkoma hans mjög á huldu. Sánkti Nikulás er til orðinn úr tveimur sögu- hetjum, biskupi sem uppi var á 3. öld, og ábóta, sem var uppi á 5. öld. Um hvorugan þessara manna er nokkuð vitað með vissu. Hann fékk snemma þetta einkenni, sem síðan hefur fylgt honum, að dreifa gjöf- um meðal bama, oftast óséð- ur. í Evrópu varð hann vin- ur barnanna, sem alltaf kom til þeirra með gafír 6. desem- ber. Hann er austrænn prestur og þess vegna hefur hann skegg, þótt flestir aðrir róm- versk-kaþólskir dýrlingar séu skegglausir. Jólasveinninn er sem sagt sambiand af Grikkja, Vestur-Evrópubúa og Norður- landabúa og það erum við víst allir í andlegum skilningi. Þess vegna fer vel á að draga þessa ályktun: allir erum við jólasveinar, þegar allt kemur til alls. liðin hjá en um tíma hafði ver- ið haldið að hersveitin stefndi að stjómarbyltingu í líkingu við þá sem gerð var á Zanzibar fyrir viku. Svo mun ekki hafa verið og Nyerere forseti mun aldrei hafa átt neitt á hættu. ★ Nokkurt manntjón mun hafa orðið í Dar-es-Salaam og talið að sex menn hafi látið lífið. Lögreglan í Dallas er ekki enn komin á spor morðingja Kennedys. <s>- Skyndiuppreisn í Tanganíka Hermenn settu af brezka foringja t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.