Þjóðviljinn - 07.02.1964, Qupperneq 6
g SÍÐA
NNIÍIIAQQH
Föstudagur 7. febrúar 1964
Brezkar dylgjur um málshöfðun í Haag
Lagt fast að Norðmönnum að
slaka á landhelgiskröfunum
Nýr forsætisráðherra
OSLÓ 6/2 — Norska „Dagbladet“ skýrir frá því að á
bak við tjöldin sé nú lagt mjög fast að norsku st'jórn-
inni að fallast á skerðingu landhelginnar áður en fisk-
veiðaráðstefnan sem Bretar boðuðu til kemur aftur sam-
an í London 26. febrúar n.k. Blaðið segir að m.a. hafi
verið gefið í skyn að ef Norðmenn haldi fast við land-
helgisákvæði sín eigi þeir á hættu að þeim verði stefnt
fyrir alþjóðadómstólinn í Haag, eftir að gengið hefur ver-
ið formlega frá sáttmála þeim sem meirihluti Lundúna-
ráðstefnunnar samþykkti.
Norðmenn fetuðu í fótspor Is-
lendinga og færðu út fiskiveiði-
lögsöguna í tólf mílur, en veittu
um leið brezkum togurum heim-
ild til veiða að sex mílna mörk-
um fram til haustsins 1970. Þá
eiga allar undanþágur að falla
úr gildi.
1 þeim sáttmála sem þrettán af
sextán ríkjum á Lundúnaráð-
stefnunni hafa komið sér saman
um (íslendingar, Norðmenn og
Danir skárust úr leik; Danir þó
aðeins vegna veiða við Græn-
land og Færeyjar), er gert ráð
fyrir að ríki sem stundað hafa
veiðar á strandmiðum fái að
halda þeim áfram, eftir að fisk-
veiðilögsagan hefur verið færð
út 1 12 míkir.
„Sanngjörn lausn“
Blaðið segir að þetta mál sé
mikið rætt í ráðuneytum, rík-
isstjóminni og stofnunum Stór-
þingsins. Ýmsir haldi því fram
að finna mætti „sanngjama
lausn“ sem ekki fæli í sér of
miklar tilslakanir af Norð-
manna hálfu.
Það sé meðal annars á það
bent að Norðmenn geti átt á
hættu að missa markaði fyrir
sjávarafurðir sínar ef þeir
rejmist ófúsir að slaka til.
Spennandi upp-
skurður í Sovét
Fyrir stuttu gerðist sá atburður nálægt Sevastopol í
Úkraínu, að drengur fékk sprengjuhleðslu í hnéð, og var
úrskurðað, að hún gæti sprungið þá og þegar. Svitinn
draup af enni læknanna, þegar þeir fikruðu sig inn að
hleðslunni, sem gat sprungið ef þeir færu harkalega að
henni.
Konsomolskaja Pravda
skýrði fyrir nokkrum dögum
frá uppskurði. sem sennilega
á sér engan líka. Þessi upp-
skurður var álíka spennandi
fyrir sjúklinginn og fyrir
lækna og aðstoðarfólk.
Gat sprungið hvenær sem var
Allt byrjaði þetta með þvi,
að Edák Pavljútsjen og leik-
braeður hans tóku upp á
þeirri skemmtun að leita að
ósprungnum sprengikúlum og
kasta þeim á bfl, til þess að
heyra þær springa.
Þegar leikurinn stóð sem
hæst einn daginn fékk Edík'
allt í einu eitthvað í annað
hnéð. Fyrst héldu allir, a-‘
þetta væri sprengjuflís, eftir
að fullorðna fólkið hafði kom-
izt á snoðir um hvað það var,
sem drengimir voru að leika
sér að. Við myndatöku kom
aftur á móti í ljós, að þetta
var engin flís heldur sjálf
sprengihleðslan, og sprengi-
efnið var enn á sínum stað.
Sérfræðingar sögðu að hún
gæti sprungið hvenær sem
væri, ef málmur kæmist að
henni.
Hver sekúnda sem ár
Sex skurðlæknar, og hjúkr
unarkonur þeim til aðstoðar
hófu svo uppskurðinn. Þa
vissu vel, að ef þau væru
harðhent eða ógætin gátu
bæði þau og strákurinn
sprungið í loft upp.
Læknpmir urðu að leggia
t-’-‘ .
og notuðu í þeirra stað vel
sótthreinsaða tréstauta, eftir
að þeir höfðu skorið á b”A“u.
Eftir heila eilífð. þ'
hver sekúnda var r
tókst læknunum að í
sprengihleðsluna og
henni á öraggan stað.
Þessi atburður gerðist rétt
hjá Sevastopol, þar sem enn
úir og grúir af ósprangnum
sprengjum eftir harðar orust
ur, sem þama voru háðar í
heimsstyrjöldinni.
Andstaða fiskimanna
En blaðið segir að samtök
norskra fiskimanna hafi lýst
yfir eindreginni andstöðu við
hvers konar tilslakanir í land-
helgismálinu. Norðmenn megi
ekki afsala sér hætishóti af
þeim réttindum sem þeir
tryggðu sér þegar fiskveiðilög-
sagan var færð út í tólf mílur.
Blaðið segir að ekki sé enn
ráðið hvort umræður verði í
Stórþinginu um landhelgismál-
ið áður en Lundúnaráðstefnan
kemur saman aftur til að
ganga endanlega frá sáttmál-
anum, en raddir hafi verið
uppi um að málið yrði rætt á
þingi fyrir luktum dyrum.
Víst sé að þetta verði eitt af
höfuðmálum sem fjallað verði
um á næsta fundi Norður-
landaráðs sem hefst í Stokk-
hólmi 15. febrúar, en ólíklegt
sé að nokkurt samkomulag tak-
ist þar um sameiginlega af-
stöðu Norðurlanda.
Færeyingar ekki með
Hákon Djurhuus lögmaður
hefur skýrt frá því að enginn
færeyskur fulltrúi muni sitja
Lundúnaráðstefnuna þegar hún
kemur aftur saman. Viðskipta-
fulltrúi Færeyinga í Skotlandi,
Oddmar Skarðhamar, var sér-
stakur fulltrúi Færeyja í
dönsku samninganefndinni á
fundum í desember og síðasta
mánuði, en hann mun ekki
koma aftur á ráðstefnuna. Með
þessu vill færeyska stjórnin
leggja áherzlu á að engin til-
slökun komi til greina frá tólf
mílna fiskveiðimörkunum við
Færeyjar sem tekur fullt gildi
12. marz n.k.. þegar undanþág-
um brezkra togara til veiða að
sex mílunum lýkur.
Kynþáttajafn-
rétti í USA
CLEVELAND 5/2 — Skólayfir-
völdin í Cleveland fyrirskipuðu
í dag fullkomið jafnrétti hvítra
barna og svartra í skólum bæj-
arins. Börn blökkumanna hafa
haft aðgang að nokkrum skólum
hvítra barna áður, en hefur ver-
ið safnað saman í sérbekki.
Þetta hefur leitt af sér kröft-
ug mótmæli, og nú hafa skóla-
yfirvöldin látið undan.
Úíf £_^
Sameinaði sjálfstæðisflokkurinn í Nordur-Ródesíu vann mikinn
sigur í nýafstöðnum þingkosningum þar og hiaut 55 þingsæli af
75. Afríski þjóðþingsflokkurinn undir forystu Harry Nkumbula
hlaut 10 og flokkur evrópskra landncma undir forystu John
Roberts hlaut jafnmörg. Hinn sigursæli Sjálfstæðisflokkur hefur
nú myndað stjórn og er Iciðtogi hans, Kcnneth Kaunda, forsæt-
isráðherra. Hann sést hér á myndinni ásamt konu sinni. Evr-
ópskir Iandnemar í Suður-Ródesíu hafa brugðizt þannig við hin-
um mikla kosningasigri Kaunda að talið er sennilegast að þeir
segi sig úr lögum við brezku stjórnina og stofni sjálfstætt lýð-
veldi, sem myndi þá styðjast við Suður-Afríku.
Óvenjuleg
mótmælaaðferð
PARÍS 472 — Franskir bændur
sem eru harla óánægðir með
það lága verð sem þeir fá fyrir
kartöflur sínar hafa ákveðið ný-
stárlega aðferð til að vekja at-
hygli stjómarvaldanna á þeirri
óánægju sinni. Þeir munu næstu
daga senda Pompidou forsætis-
ráðherra, Pisani landbúnaðar-
ráðherra og d’Estaing fjármála-
ráðherra tveggja kílóa pakka af
kartöflum í ábyrgðarpósti og
mun hver ráðherranna fá sendar
þrjár lestir af kartöflum áður
en lýkur.
Nýr Ranger eftir mánuð
,LögfræSingar Hitlers geta
enn dregið andann léttar'
BONN 5/2. — Dr. Elmar Herterich, sem bent hefur á
marga fyrrverandi nazistaforingja, hefur nú beðið einn
ósigurinn enn. Hins vegar getur Hans Kolb ríkissak-
sóknari í Wursburg verið ánægður.
Það hefur komið í Ijós, að Kolb gerði ekki annað en
það, sem þá var rétt og gott, þegar hann afhenti Gestapó
pólska fanga á tímum nazista. Hann gerði skyldu sína
og fyrir það er ekki hægt að refsa honum. Dómsyfir-
völdin f Bamberg vísuðu kærunni á hendur Kolb frá.
Kolb, Schiedermaier og mörgum
öðrum. 1 bæklingnum eru bæði
lianaai 1Kjaincnn eru ekki enn af baki dottnir þótt tilraunir
þeirra með tunglför af Ranger-gerð hafi mistekizt til þessa. Þær
tilraunir sem gerðar hafa verið fram að þessu hafa kostað um 5.000
milljónir króna. Tilkynnt hefur verið að sjöunda Rangcr-tilraun-
n verði gerð eftir mánuð og tvö önnur Ranger-för séu tilbúin.
Það var systir Herterichs, sem
formlega bar fram ákæruna á
hendur Kolbs. Hún er búsett í
Bandaríkjunum. Herterich hef-
ur nógu margar ákærur á sinni
kðnnu fyrir, og það var ástæðan
til þess að systir hans tók þessa
ákvörðun.
Gerði skyldu sína
Kolb var ríkissaksóknari í
Kalisch í Warthegau, en svo
kölluðu Þjóðverjar pólsku borg-
ina Kalitz eftir að þeir innlim-
uðu hana f þýzka ríkið á styrj-
aldarárunum. Nú heitir borgin
aftur Kalitz og er í Póllandi.
Dómsyfirvöldin í Bamberg
staðfesta, að Kolb hafi afhent
Gestapó pólska fanga. En með
því að gera þetta fylgdi hann
aðeins reglunum. sem ríkissak-
sóknurum voru fyrirskipaðar á
bessum tímum. Auk þess hafði
Kolb einu sinni lagt til að felld-
ar væri dauðadómur, og þess
vegna er hann nú sakaður um
<ð vera meðsekur um morð.
Dómsyfirvöldin i Bamberg
■iegjast ekki geta fullyrt neitt
um það, hvort einmitt þeir fang-
ar, sem Kolb afhenti hefðu ver-
ið drepnir eða ekki. Ekki væri
heldur hægt að refsa Kolb fyr-
ir að fella dauðadóm, vegna þess
að á þessum tíma hafi verið í
lögum, að dauðarefsing lægi við
i slíkum tilfellum.
Gcta drcgið andann Iéttar
Þessi dómsúrskurður veröur
varla til þess að styrkja Kerter-
ich í trúnni á réttarfarið í Vest-
ur-Þýzkalandi, og var hann þó
ekki trúaður á það fyrir. Hann
hefur nú stefnt svo mörgum, að
hann kann varla tölu í þeim
lengur. Nýlega gaf hann út
bækling undíh nafninu: „Sie
werden weiter marschieren". Þar
leggur hann fram sönnunargögn
gegn ýmsum mönnum. svo sem
gamlar myndir og úrklippur úr
dagblöðum, sem sanna sekt þess-
ara manna.
— Þeir, sem tóku þátt í að
framkvæma réttvísi Hitlers geta
nú enn einu sinn dregið andann
léttar. Dómsyfirvöldin í Bamberg
staðfesta enn einu sinni það
sem löngu er vitað.: „Sá, sem
studdist við ofbeldislög nazista,
ber ekki lengur ábyrgð á því,
þótt fjöldi manns hafi verið
drepinn fyrir hans tilstilli“ seg-
ir Neue Rhein Zeitung.
Tvö börn barin til
bana á barnabeimiii
Formaður bamavemdamefndar í V-Berlín
dó úr slagi við fregnina
Klau-Eberhardt Amdt er lögregluþjónn í Vestur-Berlín,
32 ára að aldri. Hann hafði til skamms tíma barnaheim-
ili á heimili sínu. Amdt hefur verið tekinn fastur og
er sakaður um að hafa barið tvö barnanna til bana og
misþyrmt hinum. Kona hans, sem er þrítug, er sökuð
um að vera meðsek manni sínum. Formaður barnavernd-
arnefndarinnar í Vestur-Berlín dó úr hjartaslagi þegar
hann frétti þetta.
f marz árið 1962 fengu
hjónin Klau-Eberhart og
Ingrid Arndt leyfi hjá yfir-
völdunum að stofna bama-
heimili á heimili sínu í Vest-
ur-Berlín. f júlí tilkynnti
Arndt, að Hildegard, sem var
15 mánaða, væri dáin. Hann
sagði. að barnið hefði dottið
fram úr rúminu. Engan gran-
aði þá. að í rauninni hafði
hann barið telpuna, svo fast,
að hún lézt af heilablæðingu.
í .nóvember sama ár dó
Monílca, sem var 2 ára. Þá
var það, að yfirvöldin tók að
gruna, að ekki væri allt með
felldu. Við krufningu kom í
ljós, að hjartað í telpunni
hafði bilað. Svo fast hafði
fósturfaðir hennar barið hana.
Við yfirheyrsluna sagði
A. rndt frá uppeldisaðferðum
sínum. Algenga-sta refsingar-
aðferðin var að loka börnin
inni í dimmu herbergi. Þegar
þau vora óhrein. barði hann
þau. Einu sinni neyddi hann
litla telpu til þess að hanga
á hárri skáphurð. þangað til
hún sleppti sér af lofthræðslu.
Öðru sinni lét hann fjögur
bamanna niður í baðherberg-
ið og sprautaði til skiptis á
þau köldu og sjóðheitu vatni.
Börnin grétu og köstuðu upp,
en fyrir það var þeim líka
refsað. Þau hjónin eiga sjálf
2 börn, sem þau fóru vel með.
Verst var meðferðin á böm-
unum, þegar stjúpfaðirinn
kom drukkinn heim.
Talið er líklegt, að Amdt
verði dæmdur í 10 ára hegn-
ingarvinnu, en þyngsta refs-
ing fyrir líkamlegt ofbeldi,
sem veldur dauða er 15 ára,
r»prni '’uirirtq