Þjóðviljinn - 05.03.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 05.03.1964, Page 12
•æet. GÆRUSKINN 06 RAFMAGNS- GÍTARAR 1 Sigtúum var töluvert um að vera, unglingar stik- uðu um gólf, sumir i gæru- skinnum. aðrir berandi raf- magnsgítara, kennarar reyktu pípur og allir með töluverðan sameiginlegan prófskrekk. Þarna fór fram allsherjar- æfing á dagskrá árshátiðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Gagnfræðaskólans í Vonar- stræti sem skyldi haldin um kvöldið. Á sviðinu var æfður leik- þáttur eftir Svein Bergsveins- son málvísindamann og pró- fessor útí Berlín í langan tíma — en Sve'nn hefur lagt mikið kapp á gaman- söm skrif og átti á sínum tíma mikla aðild að Spegl- inum. Þessi þáttur er upphaf leikrits sem Sigrún Kvaran fann í fórum föðurs síns Ævars — en sjálf leikur hún dótturina í húsinu. Og höfðu unglingamir sjálfir æft þennan þátt algjörlega á eig- in spýtur og þar að auki prjónað aftan við hann nokkuð skynsamlegan endi: tengdasonurinn (Þorsteinn Steingrímsson) hafði til að létta sér strembið tilhugalíf haldið við væntanlega tengda- móður (Sigríður Anna Þor- grímsdóttir). Og þar á eftir kom fram heldur en ekki vígalegur kvartett úr Gagnfræðaskólan- um við Vonarstræti, vopnaðir tveim rafmagnsgíturum fima- lega mögnuðum og svo trommusetti. Þessir náungar voru skilgetnir afkomendur þeirra The Beatles sem nú hafa loksins skotið Englandi aftur upp i tölu fyrstaflokks stórvelda að því er frétta- skýrendur herma. Þó voru þeir ekki eins hárprúðir, og fyrirmyndimar, ekki ennnþá. Þeir öskruðu af miklum dugnaði. tóku fimleg bak- föll og öðru hvoru hlamm- aði einn þeirra sér á annað hnéð svo sem til sviðrænna stílþrifa. Á milli bítlasöngva var svo skotið óvæntu lagi: Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Kveða burt leiðindin. það getur hún. En þungamiðja dagskrár- innar voru nokkrir þættir úr Otilegumönnum Matthíasar Jochumssonar og hafði Karl Guðmundsson veitt hinum ungu leikurum nokkrar leið- beiningar. Þetta var að mörgu leyti sérkennileg sýning — strákar voru í öllum hlut- verkum — látum nú Grasa- Guddu vera hún hefur alltaf verið karlleikin, en Ásta var einnig leikin af strák. Þar að auki var skotið inn í leik- inn nokkrum tímabærum at- hugasemdum um kennara skólanna. Menn voru náttúrulega taugaóstyrkir, enda lítill tími til æfinga því flestir hlutaðeigendur búast við sál- arstyrjöld sem kölluð er lands- próf. Og alltaf eltir bölvuð feimnin Harald og Ástu, hvert sem þau fara um land- ið. Það er annars merkilegt hve unglinga langar mikið til að tvístíga í leikþáttum, einnig að krækja saman fingrum eða vandræðast eitt- hvað annað með hendumar á sér. Hinsvegar sjást slík feimniseinkenni aldrei á þeim hafi þeim verið fenginn gítar og dægurlagatexti. Skyldi manninum vera það eigin- legt að syngja dægurlög, mér er spum? Sviðdjarfastir voru þeir Skugga-Sveinn og Ketill skrækur enda vinsæl hlut- verk. Það gerist að vísu ekki á hverjum degi að Ketill er orðinn stærri og fyrir- ferðarmeiri en Sveinn — en Skuggi (Helgi Ivarsson) bætti það upp með mjög hressilegri framkomu og sanngrimmu fasi. Gvendur smali: Hörður E. Tómasson, 3. bekk A, Grasa- Gudda: Brynjólfur Gautason, 4. bekk A, Sigurður í Dal: Halldór Björnsson, 4. bekk A og Jón sterki. Jón Eiríks- son, 3. bekk A. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). ÍWÍSw Ásta: Jens Hjaltesteð 2. bekk A, Haraldur: Ólafur Lárusson, 3. bekk L. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Þar eru verkföll bönnuð! Félagsheimili iðnaðarmanna 1 Hafnarfirði var opnað um helg- ina og var vígt með dansleik á laugardagskvöld. Blaðamenn áttu kost á því að skoða þessi smekklegu húsakynni um helg- ina og lofar verkið hafnfirzka meistara í. hvívetna. Skínandi parketgólf 10 þús. verða 380 þús. Félagsheimilið er til húsa á annarri hæð i svokallaðri Frí- múrarahöll við Linnetstíg og leggur hæðin sig á tvö hundruð fermetra. Samkomusalur er hundrað og þrjátíu fermetra og tekur hundrað og fjörutíu gesti. Salurinn er með skínandi parketgólfi og glervegg á suð- austurhlið með Þórsplanið fyrir neðan og útsýni yfir höfnina. Þá er þama fundarherbergi, eldhús með nýtízku þægindum og teppalögð forstofa með inn- gangi inn á tvö snyrtiherbergi. Hafnfrizkir iðnaðarmenn keyptu hæðina í fokheldu á- standi árið 1961 og hafa unnið í þegnskylduvinnu að innrétt- Þeir voru áður til húsa í Flensborgarskólanum og árið 1938 til nýja skólans tíu þús. krónur og seldu svo bessa eign árið 1957 fyrir þrjú hundr- uð og áttatíu þúsund krón- ur og fluttu þá í Ráðhúsið. Þetta var aðalfjárstofninn og með útlagðri vinnu er félags- heimilið að verðmæti kr. 1.000.000.00 í dag. Vindlarnir og leyni- vopnið Eitthvað var nú gjaldkeri fé- lagsins órólegur yfir fjármálun- um og sagðist hafa neyðst til þess að reykja vindla upp á síðkastið á götum Hafnarfjarðar með traustvekjandi svip fjár- máiamanns í huga. Félagar hans í stjóminni töldu þetta ástæðulaust og hafa lofað honum vopni á næstunni til þess að skrúfa út úr meðlimum aura. Ætlunin er að stofna kven- félag ihnan samtakanna og á að senda eiginkonurnar á menn- ina, ef þeir verða eitthvað ó- þægir í fjárútlátum. Þá hió gjaldkerinn dátt og kvaðst alltaf hafa blessað kon- umar. Annars eru traust'r fjármálamenn í ætt gjaldkerans og var einn forfaðir hans fjár- haldsmaður Strandakirkju í i Selvog'num. í Rafha o^ kirkian 1 En hvernig finnst iðnaðar- mönnum að vera svona i ná- býli við frímúrara og allt það slekt. Þeir eru nú á tveimur hæðum hér fyrir ofan og höf- um við lítið af þeim að segja. Það er jafnvel bannað að stíga upp í neðstu tröppuna á leið- inni upp og er hver meðlimur með lykil og gengur hér upp með leyndardóms svip. Forystu- menn frímúrara í Hafnarfirði eru Axel i Rafha og Magnús Már Lárusson, prófessor. Heyrzt hefur að kirkja sé í smíðum á efstu hæðinni. Tónleikar hjá Sinfóníuhljóm- sveit lslands verða næstkomandi fimmtudagskvöld í Háskóiabíói. Að þessu sinni verður á efnis- skrá Sinfónía í C-dúr eftir Ge- i orges Bizet. Den bergtekne, op. 32 eftir Edward Grieg. Einsöngv- ari í þessu tónlistarverki verður norski ópemsöngvarinn Olav Eriksen og einnig syngur hann Kung Eriks visor, eftir Ture Upptökin að þessari miklu hallarsmíði átti Jóngeir heitinn Eyrbekk fisksali og átti hann neðstu hæðina. Þarna var áður á lóðinni fiskbúð hans. Ein kona í karlaselskap Iðnaðarmannafélag Hafnar- fjarðar hefur sex deildir inn- an sambandsins og er raunar félagsskapur allra iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Þar er Trésmiða- félag Hafnarfjarðar, Múrarafé- Framhald á 8. síðu. Rangström. Olav Eriksen er lista- maður á heimsmælikvarða og þykir einn af fremstu túlkend- um Grieg í heiminum í dag. Verður þetta merkur tónlist- arviðburður hér á landi. Eftir hlé verður, svo leikin Sínfónia nr. 7, d-moll, op. 70, eftir Antonín Dvorák. Olav Eriksen syngur á Akur- eyri og Selfossi á næstunni. ílleftu hljémleikar Smfóníusveitarínnar Fimmtudagur 5. marz 1964 — 29. árgangur — 54. tölublað. Útilokað svall og sukk KEFLAVlK, 2/3 — Nýlega tók til starfa hér nýr og vist- legur matsölustaður og ber nafnið Tjamarkaffi. Fjörutíu manns geta snætt samtimis í aðalmatsal. Þessi matsölustað- ur er í leiguhúsnæði hjá Hús- felli h.f. við hliðina á Útvegs- bankanum í Keflavik. Forstöðumaður heifir Ragn- ar Guðmundsson frá Tjarnar- koti í Innri Njarðvík. Ragnar Ljósvíkingurinn o Isafirði, 4/3 — Hér er áhugi fyr- ir því að gera jarðgöng gegnum Breiðdalsheiði. Það yrði mikil samgöngubót til fjarðanna sunn- an til á Vestfjörðum. Breiðdals- hciði Iiggur milli Skutulsfjarðar og önundafjarðar. Þessi fræga heiði rís snarbrött allt að sex hundruð og tíu metra yfir sjáv- armál og er með torsóttustu fjallvegum á Vestfjörðum. Bíl- vegurinn er í ótal krákustígum beggja megin upp á háheiðina. Eiginlega rísa hlíðamar Ióðrétt til himins og þótti tæknilegt af- rek sumarið 1936 hjá Lýði Jóns syni, vegavinnuverkstjóra. þegar bílvegurinn var lagður yfir heið- lærði matreiðsluiðn árið 1937 hjá þeim frægu systrum Stein- unni og Margréti Valdemars- dætrum á Hótel Skjaldbreið í Reykjavík. Við opnun flutti einn gestanna, Guðmundur Finnbogason, vígsluljóð og er síðasta erindið þannig: Ég meina þó af mat og drukk, mönnnm sem að kemur bezt. Útilokað svall og sukk. Sælir allir fyrir rest. j Breiðdalsheiðin ina. Versti kafli leiðarinnar er í svokölluðum Kinnum og er þar snjóskafl árið um kring. Jarð- göngin myndu verða sjö hundruð metrar að Iengd og taka hundrað metra af hæðinni. Magnús Hjaltason, bamakenn- ari og skáld prisaði þó þessa heiði á sínum tíma og þótti fjallaloftið tært og hreint á þess- um slóðum, þegar hann var borinn yfir hana á kviktrjám píslum kvalinn. Hann varð síðar þekktur sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur i Heimsljósi Kilj- ans. Seinna gckk hann yfir þessa heiði bundinn aftan í hross sem fangi á Ieið til dómara síns. Málverk af æskustöðvunum Kelduhverfi, 3/3 — Á síðastliðnu hausti urðu skólastjóraskipti við heimavistarskólann í Skúlagarði. Frú Ingibjörg Indriðadóttir frá Höfðabrekku hætti störfum og við tók Angantýr Einarsson kennari frá Akureyri. Það sem af er þessum vetri hefur heilsu- far verið gott í sveitinni. Heldur er dauft yfir félagslífinu. Unga fólkið hefur horfið á braut ým- ist í atvinnuleit eða til skóla- náms. Hér var haldið mikið hjóna- ball nýlega og var margt boðs- gesta úr nálægum sveitum. Við það tækifæri var Skúlagarði af- hent stórt og vandað málverk að gjöf frá nokkrum gömlum Keldhverfingum, sem eru bú- settir á Akureyri. Málverkið er gert af Sveini Þórarinssyni frá Kílakoti. Er það gert af brekku- brúninni vestan við Auðbjargar- staði og sézt austur yfir Keldu- hverfið með Axarfjarðarfjöllin í baksýn. Afli góður á þorskanót Þorlákshöfn, 3/3 — Landað var í alla nótt hér í Þorlákshöfn og fengu bátar með Þorskanót á- gætan afla og var það mest- megnis ýsa af Selvogsbankanum. Þannig fékk Grótta 60 tonn, en yfirleitt voru Þorlákshafnarbátar með afla frá 20 tonn til 30 tonn. Átta bátar biðu losunar í fyrrakvöld. Einar Freyr leiðbeinir Ólafsvíkingum Ólafsvík, 2/3 — Leikfélagið hér f Ölafsvík er nú að hefja æfing- ar á gamanleiknum Orustan á Hálogalandi og er Einar Krist- jánsson Freyr leiðbeinandi. 1 vetur hefur verið unnið að lögn aðalskolpleiðslu fyrir kaup- túnið og er það verk vel á veg komið. E.V. Síldarverksmiðja á Hornafirði? Höfn í Hornafirði, 3/3 — Hér eru menn farnir að hugleiða þann mögulcika að koma upp síldar- verksmiðju og er það mál í at- hugun. Enginn vafi er á þvi, að hún hefði haft nóg að gera í vet- ur, þegar síldin veiddist við Ing- ólfshöfða og á Skciðarárdýpi og bátarnir þurftu að fara mcð hana austur á firði og til Rvík- ur. Þá er cinnig hagstætt að hafa hér síldarverksmiðju og síldar- plan á ofanverðu sumri og jafn- vel á haustin. Hún er stór og falleg norðlenzka hafsíldin, sem veiðist við sunnanverða Aust- firði siðla sumars. — B. Þ. Kosið í Verkamannafélagi Húsavíkur Húsavík, 3/3 — Sjálfkjörið var í Verkamannafélagi Húsavíkur á dögunum og kom aðeins einn listi fram þannig skipaður: Aðalstjórn: Formaður: Sveinn Júlíusson. Ritari Hákon Jónsson. Gjaldkeri: Gunnar Jónsson. Meðstjórnendur: Jónas Benediktsson, Magnús Andrésson. Varastjórn: Varaformaður Þrá'nn Krist- jánsson. Vararitari: Kristján Ásgeirsson. Varagjaldkeri: Al- bert Jóhannesson. Varamcðstjórnendur: Jón B. Gunnarsson, Jóhann Gunnarsson. Trúnaðarráð: Jón Einarsson, Amór Krist- jánsson, Ólafur Aðalsteinsson, Guðni Jónsson, Bjöm Þorkels- son, Kristinn Lúðvíksson. Varatrúnaðarráð: Aðalgeir Þorgrímsson, Öskar Guðmundsson, Kristján Þórðar- son, Pétur Bjarnason, Birgir Lúðvíksson og Hákon Maríus- son. — A. K.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.