Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 1
rj 7% Heldurðu að hann pabbiK hafi ekki sagt við hana mömmulí að það þýddi ekkert fyrir hana að vera í þessu námi, hún gæti hvort eð er ekki farið að vinna úti á eftir, einhver yrði að passa mig. Heldurðu að þetta sé hægt? Hvemig á ég þá að komast á bamaheimilið til þess að hitta ykkur krakkana? SJÁ BERLÍNARBRÉF á 3. síðu. Einar Olgeirsson rœSir i Réftargrein skilyrSin til stöðvunar óSaverSbólgunnar: Samstaða alþýðuflokka og verkalýðsfélaga og samstarf við útvegsmenn og iðnaðinn FYRSTA FLUGVÉL 20 ÁRA FÉLAGS NJt. þriðjudag, 10. marz, eru liðin 20 ár frá stofnun fiugfélagsins Loftleiða. Þann dag verður hér í blaðinu getið helztu áfanga í starfsemi félagsins, en á 6. síðu Þjóðviljans í dag eru rakin helztu atriði sögu íslenzkra flugmáia — í tilefni Loftleiðaafmælisins. — Myndin er af fyrstu flugvél Loftleiða: eins hreyfils sjóflugvél af Stinson-gerð. Minningarathöfn um Davíi frá Fagraskégi Kl. 3 síödegis í gær fór fram f Akureyrarkirkju minningarat- hðfn um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi er bæjarstjóm Akureyrar gekkst fyrir. Var kirkjan troðfull og gjallarhom- um komið fyrir úti til þess að þeir sem ekki komust inn í kirkjuna gætu fylgzt með at- höfhinni. Athöfnin , hófst með þvi að Jakob Tryggvason lék forleik á kirkjuorgelið en siðan söng kirkjukórinn sálminn „Ó þá náð að eiga Jesú.“ Pétur Sigurgeirs- son sóknarprestur flutti minn- ingarræðu og því næst söhg karlakórinn Geysir „Víst ertu Jesús kóngur klár.“ Biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjöm Einarsson flutti ræðu og kveðju frá íslenzku kirkjunni. Jóhann Konráðsson söng „Ég kveiki á kertum mínum", dr. Páll Isólfs- son lék undir. Kirkjukórinn söng „Hvað bindur vom hug við heimsins glaurn" og síðan lýsti biskupinn blessun. Að lokum söng ' karlakórinn Geysir „Ég krýp og faðma fótskör þína“ og dr. Páll Isólfsson lék útgöngulag. Lúðrasveit Akureyrar lék fyr- ir kirkjudyrum er kistan var borin úr kirkju. Var kistan flutt út í Fagraskóg að minningar- athöfninni lokinni. Fer þar fram húskveðja kl. 2 á morgun en jarðsungið verður að Möðruvöll- um í Hörgárdal. SamkomaMFÍKí dagkl. 3.30 Samkoma Menningar- óg rriðarsamtaka íslenzkra kvenna i til- efni alþjóðakvennadagsinc hefst kl. 3.30 í dag í MlR-snlT'um, Þing- holtsstræti 27. Avarp flytur formaður samtakanna, Ása Ottesen. Sverrir Kristjánssón, sagnfræðingur, flytur ræðu. Thor Villijálmsson, rithöfundur, les upp úr verkum sínum. Sýnd verður U'-’kmynd. Aðgangur að samkomunni er öllum heimill rneðan húsrúm leyfir. □ í grein sem íormaður Sósíalislaflokksins, Einar Olgeirsson, ritar í nýtt hefti af tímaritinu Rétti leggur hann þunga áherzlu á nauðsyn samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar og samstarf verkalýðsflokk- anna á stjórnmálasviðinu til þess að takast megi að stöðva verðbólgu- þróunina og rétta hlut verkamanna og annarra launþega. □ Jafnframt þurfi samstæð verkalýðshreyfing að leita samvinnu við þau öfl ís- lenzkrar borgarastéttar sem vilrji öra þróun sjávarútvegs og iðnaðar, því þau öfl geti í samvinnu við verkalýðshreyfinguna tryggt stórstígar atvinnuframkvæmd- ir án óðaverðbólgu. Ofurvald verðbólgubraskara og þá fyrst og fremst verzlun, arauðvaldsins hafi verið og sé fjötur á eðlilega atvinnuþróun á íslandi. Grein Einars nefnist „Skil- yrðin fyrir stöðvnn óðaverð- bólgunnar“. Hann ræðir þar fyrst verðbólguna og segir um hana m.a.: „Verðbólgan í þjóðfélaginn eykst svo hratt að verði ekki gerbreyting á, þá grefur hún undan allri trú manna á gjald- miðlinuni, leiðir til hamslauss bresks og tilviljunarkenndrar fjárfestingar, og skapar að lokum algera ótrú á að hægt sé að stjóma Islandi sem sjálf- stæðu ríki. Verðbólgan er jafnt frá hagsm unalegu sjónartniði verkalýðsins sem frá sjálfstæð- issjónarmiði þjóðarheildarinnar að verða svo hættuleg að stöðva verður.“ ★; Samstaða alþýðunnar Sýnd eru dæmi þess hversu gífurlega verðbólgan hefur aukizt og aldrei meir en í tíð núverandi ríkisstjómar, en kaupmáttur lægsta Dagsbrún- arkaups hafi 1. des. 1963 ekki verið nema 81 móts við 100 árið 1945. Verðbólgan hafi verið aðferð íslenzkrar auð- mannastéttar til að ræna verkamenn kaupi sínu og þar sem nú hafi verið einnig af- numinn verðtryggingin sem launþegar höfðu í 18 ár í samningum sínum, verði verka- lýðshreyfingin að sameinast faglega og pólitískt um að beita valdi sinu til að stöðva verðbólguna og verðtryggja þannig kaupið. „Þörfin á einingu verkalýðs- ins í þessu skyni liggur í aug- um uppi. Jafnt innan verka- lýðssamtakanna verða öll þau öfl sem að þessu vilja vinna að taka saman höndum sem og verkalýðsflokkarnir, Sósíalista- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, á stjómmálasviðinu,“ seg- ir Einar. Framhald á 4. síðu. SUNNUDAGUR fylgir ÞJÓÐVILJANUM í dag og flytur m.a. þetta efni: ★ Þáttur konunnar, Hildur Magnúsdóttir rifjar upp liðna tíma í Kollsvík. ★ Ævilok séra Páls í Þingmúla, eftir Bene- dikt Gíslason frá Hof- teigi. ★ Til varnar vísindaleg- um samtiningi, grein eftir brezka rithöfund- inn G. K. Chesterton. ★ Gaman og alvara, sunnudagspistill eftir Áma Bergmann. ★ Annað efni: Tveggja til fimm ára — föndur — frímerki — bridge — krossgáta — verðlauna- getraun — Bidstrup- teikning og sitthvað fleira. Á heimleið eftir fimm mán. útivist 1 fyrradag áttu blaðamenn kost á því að skoða pólska verksmiðju- togaraann Pegaz frá Gdynia, og er hann á heimleið eftir fimm mánaða útivist með fullfermi. Pólska útgerðarfyrirtækið Dar- mer gerir út þennan togara og er strandaði togarinn Wislok einnig frá þessu sama útgerðar- fyrirtæki. Framkvæmdastjóri út- gerðarfyrirtækisins Kirstein Fel- ix var staddur um borð i Pegaz og upplýsti jafnframt, að sjö svona verksmiðjutogarar væru gerðir út frá fyrirtækinu og þrjátíu og fjórir togarar með siðutrolli. Til þess að létta skipverjum svona langt úthald eru kvik- myndasýningar hafðar um borð og hafa 45 kvikmyndir verið sýndar á þessum fimm mánuð- um. Þá eru starfandi um borð bridgeklúbbar og skákklúbbar og ýmislegt fleira haft til dund- urs. Heldur var létt yfir skipshöfn- inni á heimleið eftir útivist við fiskveiðar fyrst undan Afríku og síðan við Labrador. Efri mjmdin er af þeim Brzezinski, skipstjóra, Felix, framkvæmdastjóra og Jabcz- ynski. sendiherra Póllands á Is- landi. Neðri mvndin er af skipverj- um í matsal skipsins. (Ljósm. G.M.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.