Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 6
Sunnudagur 8. marz 1964
g SlÐA
ÞJðÐVILIINN
Loftleiðir eiga 20 ára afmæli n.k. þriðjudag, 10. marz.
Af því tilefni eru hér rifjuð upp helztu atriði og nokkr-
ir áfangar í sögu íslenzkra flugmála. Þetta er aðeins stutt
annálsbrot og við samantekt þess stuðst í aðalatriðum
við greinargerð þá, sem Sigurður Magnússon, blaðafull-
trúi Loftleiða, hefur samið.
Nokkrír áfangar /
45 ára sögu
flugsins á íslandi
Loftfarið yZcpplin greifi” flýgur yfir Vestmannacyjar.
FYRSTA ANNAÐ
OG ÞRÍÐJA
Hinn 3. september 1919 —
sextán árum eftir að Wright-
bræðrunum tókst fyrst að
fljúga „grind úr spýtum, vír og
tuskurn" knúinni 16 hestafla
hreyfli, — hófst íslenzkt far-
artæki i fyrsta sinn til flugs
af íslenzkri jörð. Ef félaginu,
sem átti bessa Avro-flugvél,
Flugfélagi íslands, hefði enzt
líf í einhverju samræmi við
áræði hinna fyrstu forystu-
manna þess, þá væri það nú
eitt elzta flugfélag heims. En
svo varð ekki — því miður.
Það flugfélag Islands, sem
stofnað var 22. marz 1919 varð
ekki nema rúmlega ársgamalt.
Annað íslenzka flugféiagið var
stofnað 1. maí 1928 og lifði
f tæp þrjú ár, en þess vegna er
það, að samfellda sögu íslenzks
flugfélags er ekki unnt að
rekja lengur en til ársins 1937,
er flugfélag var stofnað á Ak-
ureyri, og frá 1940, er aðal-
bækistöðvar þess voru fluttar
til Reykjavíkur, tekur það upp
hið gamla góða nafn braut-
ryðjendanna tveggja. Fyrstu
Locatelli
starfsárin er líf þess mjög veik-
burða. Takmarkanir á flugi, er
settar voru eftir hernám ís-
lands, 10. maí 1940, urðu því
nokkur fjötur um fót, og fyr-
ir tuttugu árum munu flugvél-
arnar ekki hafa verið nema
tvær og samanlagður sæta-
fjöldi þeirra 16.
NOKKRIR OT-
LENDINGAR
NEFNDIR
Enn eru hér nokkur atriði
til upprifjunar áður en lengra
er haldið.
f ársbyrjun 1924 koma fjór-
ir Bandaríkjamenn hér við i
hnattflugi, og verður fyrirliði
þeirra Smith Nelson að nafni,
þannig fyrstur manna til þess
að stjórna fyrsta flugtækinu,
sem til fslands kemur loftleið-
is.
Síðar í mánuðinum kemur
ítalinn Antonio Locatelli. Sví-
inn Ahmberg kemur hingað
10. júni 1929 í Junkersflugvél
frá Bergen, Þjóðverjinn Wolf-
gang von Gronau fyrst i júli
1929 og svo á hverju sumri
næstu þrjú árin. 24. júní 1930
kemur enski flugbáturinn
„G1264“, „Graf Zeppelin"
sveimar yfir Reykjavík tvi-
vegis sumarið 1930. Tveir Þjóð-
verjar lenda á íslandi íyrsta
ágúst 1930 og sex dögum síðar
kemur hingað bandariskur
flugmaður á leið til Noregs.
5. júlí 1933 svífur hin mikla
ítalska flugsveit, undir stjóm
Balbos, yfir Reykjavík. Sjö
dögum síðar hélt hún héðan
vestur yfir haf. 7. ágúst 1933
kemur Bretinn Griesson til
Reykjavíkur frá Scapa Flow
og átta dögum síðar flugkapp-
inn mikli, Charles Lindberg,
frá Angmagsalik.
TIL FLUGNÁMS
ERLENDIS
Sigurður Jónsson er fyrsti fs-
lendingurinn sem lýkur at-
vinnuflugprófi órið 1929, og
sex árum síðar er Agnar Ko-
foed-Hansen, núverandi flug-
málastjóri, kominn heim eftir
að hafa lokið prófi flugliðs-
fcringja erlendis. 10. ágúst 1936
er Svifflugfélag fslands stofn-
að, flugkennsla i vélflugi er
hafin árið eftir. Fyrsta flug-
sýningin er haldin á fslandi
árið 1938. Ungu mennimir láta
sig litlu skipta úrtölur þeirra,
sem eldri eru. Þeir smíða sér
svifflugur, hlýða hugfangnir á
orð þeirra, sem lokið hafa flug-
námi. dreymir um mikil æf-
intýri, sem bíða þess að ein-
hverjir áræði að lifa þau.
Svo kom seinni heimstyrjöld-
in, síðar hemám fslands. Tak-
markanir setuliðsins voru að
vísu nokkur fjötur um fót
eðlilegri þróun íslenzkra flug-
mála, en á hinn bóginn var
dvöl þess í landinu með öllum
þeim flugvélakosti, sem herlið
Breta, og síðar Bandaríkja-
manna, hafði yfir að ráða,
flugvallargerðir þess einkum í
Reykjavík og síðar i Keflavík,
allt varð þetta til þess að sann-
færa íslendinga um það. að
héðan í frá yrði ekki aftur snú-
ið. Nú væri það ekki framar
einhlítt til öruggrar ferðar að
kunna að sitja hest eða hag-
ræða segli. Ungir íslendingar
biðu þess með óþreyju að taka
þátt f þeim æsilega leik, sem
nú var hafinn. Sumir völdu
stytztu leiðina, leituðu fyrir sér
um innritun í flugheri Banda-
manna. Aðrir reyndu að kom-
ast utan til venjulegs flugnáms.
og þar sem ferðir um hinar
gamalkunnu slóðir til og frá
Norður-Evrópu voru torveldar,
þá var það, að margur ungur
Islendingur tók að leita fyrir
sér um að komast til flug-
náms vestur í Ameríku, og
þegar það spurðist út hingað,
að e:nn ágætasta einkaflugskóla
Kanadamanna væri að finna
undir stjórn Vestur-Islendings
við Winnipeg-vatn, þá var á-
kvörðunarstaðurinn fundinn —
og þangað baldið.
bjartsyni og
VONBRIGÐ1
Irið 1942 finnum við þrjá
'ga Reykvíkinga í hópi ís-
lenzku flugnemanna í skóla
Konna Jóhannessonar í Winn:-
peg, þá Alfreð Elíasson. Krist-
in Olsen og Sigurð Ólafsson.
Þe'r eru þá allir nýbúnir
að ljúka þar< atvinnuflugpróf-
um, og hafa nú fengið tilboð
um vinnu hjá kanadíska flug-
hernum, þar sem þeir eiga að
æfa nýliða í sprengjukasti.
Ári síðar hittum við þessa
sömu þrjá menn aftrur, en þá
eru þeir á leið til Islands. Þeir
hafa tekið ákvörðun um að
hafna þeim tilboðum, sem bor-
izt höfðu um atvinnu erlendis.
Með því að fórna síðustu spari-
skildingunum og fá dálitla að-
stoð frá Islandi hefir þeim
tekizt að kaupa litla sjó-flug-
vél af Stinson-gerð. Þeir trúa
þvi, að þessi flugvél muni
tryggja þeim atvinnu eftir að
til íslands er komið. og þess
vegna eru þeir bjartsýnir.
Fyrstu vikurnar hér hafa á-
reiðanlega verið flugmönnunum
þrem dagar mikilla vonbrigða.
Það kom nefnilega í ljós, að
hvorki voru taldir möguleikar
á að láta svo marga menn fá
samtímis vinnu við hið íslenzka
flugfélag, sem fyrir var, né
að kaupa flugvélina, sem þeir
höfðu komið með heim.
Hér virtust því tveir kostir
fyrir hendi, annar að hverfa
aftur til þeirra starfa, sem
unnin höfðu verið á Islandi áð-
ur en flugnámið var hafið,
hinn að leita sér atvinnu er-
lendis.
19 MÆTTU Á
STOFNFUNDINUM
En þriðja leiðin var enn eft-
ir og föstudaginn 10. marz
1944 komu 19 menn saman í
Reykjavík. Flugmennimir þrír
og nokkrir kunningjar þeirra
og venzlamenn. Þeir hafa áður
setið á undirbúningsfundum og
orðið sammála um að stofna
félag, bæði til tryggingar því
að þessir þrír ungu menn
hverfi ekki úr landi. og til þess
að leggja lið til eflingar al-
mennri flugstarfsemi í land-
inu. Rúmlega þn'r tugir manna
hafa skriflega lofað að leggja
fram 85 þúsundir króna til
félagsstofnunarinnar. Flug-
mennirnir þrír láta flugvélina.
sem metin er á 60 þúsundir
kr. að sínum hluta, og með
loforð um þetta væntanlega
145 þúsund króna hlutafé er
sezt á fyrsta undirbúnings-
fundinn. Ekk: virðast nú allir
heir, seem lofað höfðu fíár-
framlögum verið mjög áf-*”'
um að tryggja sér hlutafé, þar
sem tæplega 2/3 þeirra voru á
stofnfundinum, enda mun það
mála sannast, að enginn hlut-
hafanna fyrstu átti í öndverðu
annað takmark en það, að
stofna lítið félag, sem tryggt
gæti þrem flugmönnum og að-
stoðarmönnum þeirra sæmilesa
atvinnu.
STJÖRNENDUR
FÉLAGSINS í
20 ÁR
Hærra var ekki stefnt j
fyrstu, þó að fljótlega eftir
fyrstu vikur starfseminnar tækl
að hilla undir önnur og meiri
markmið.
Fyrir stofnfundi/in hðfðu
framámenn hins væntanlega
flugfélags haft sambönd við
forystumenn byggðanna á Vest-
fjörðum, þar sem samgöngur
við Reykjavík höfðu jafnan
verið mjög örðugar, og litlar
líkur á að úr rættist, nema
nýtt flugfélag yrði myndað.
Möguleikar höfðu verið kann-
aðir á atvinnu við síldarleit,
sem sennilegt þótti að fengist,
rætt hafði verið um nokkra
landshluta, t.d. Vestmannaeyj-
ar, bar sem flugvöllur myndi
tryggja atvinnu við flugsam-
göngur.
Að öllu athuguðu virtist eng-
in hætta á atvinnuleysi, ef
heppnin yrði með.
Nafnið voru allir sammála
um — LOFTLEIÐIR — Það
var ágætt. Svo var dagurinn
bundinn fastmælum — 10. marz
— stofndagur Loftleiða — kos-
in bráðabirgðastjórn og tæp-
um mánuði síðar, 3. apríl, er
löglega gengið frá stofnun fé-
lagsms, og fyrsta stjórnin kos-
in. í henni eru flugmennirnir
þrír, Alfreð Elíasson, Kristinn
Olsen og Sigurður Ólafsson, en
auk þeirra ungur verzlunar-
maður. Ólafur Bjarnason, sem
var vinmargur og hafði safn-
að mörgum loforðanna um fjár-
framlög. Hann gerðist nokkru
síðar einn af fyrstu starfs-
mönnum félagsins, og svo er
hér Kristján Jóhann Kristjáns-
son, verksmiðiueigand'. sem
vegna f jölskyldutengsla við
einn af flugmönnunum gerðist
a-a,rerðu forystumaður fé-
Framhald á 8. síðu.
Gamli og nýi tíminn á heimssýningunni
Óðum lí'ður að því, að
heímssýningin mikla í New
York verði opnuð. Áhuginn á
sýningunni cr að vonum mik-
ill hvarvctna um heim, t.d. er
þegar vitað að allmargir Is-
Iendingar hafa hugsað sér að
fljúga vestur og skoða sýn-
inguna. Ferðaskrifstofurnar
,.Saga” og „Lönd og leiðir”
hafa fyrir nokkru auglýst
ferðir héðan vestur — og
þeim sem ekki ieita milli-
göngu og fyrirgreiðslu ferða-
skrifstofanna er boðið upp á
far með flugvélum Loftleiða
eða Pan American.
Myndin var tckin fyrir
nokkru í cinni sýningardcild-
inni í New York. Starfsmenn
sýningarinnar eru að setja
saman hylki samskonar þeim
sem bandarískir gcimfarar
hafa notað á ferðum sínum
úti í geimnum, en yfir hangir
stórt líkan af hinni frægu
flugvél „Spirit of St. Louis”,
farkostinum scm Charlcs Aug-
ustus Lindbergh flaug einn
síns Iiðs yfir Atlanzhafið ár-
ið 1927. Flaug Lindbcrgh
sem kunnugt er frá New
York til Parísar á 33 1/2 klst.
Báðir þcssir sérstæðu sýn-
íngargripir verða í dcild Miss-
''uri-ríkis á heimssýningunni
í New York cn þar verða
sýningardeildir um sögu rík-
isins, menningarlíf og iðnað.
Farþcgaklefi „Súlunnar”, fiugvélar Flugfélags lslands nr. tvö.