Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. marz 196
ÞJÓÐVILIINN
SlÐA 3
Alþjóðlegi
kvennadagurinn
— 8. marz
BERLÍNAR-
BRÉF
I febrúar árið 1910 stóðu
sósíaliskar konur í Bandaríkj-
unum fyrir kvennadegi sem
undirstrika átti jafnrétti
kvenna. Stuttu síðar leggur
Clara Zetkin til á annarri al-
þjóölegri ráðstefnu sósíalískra
kvenna í Kaupmannahöfn, að
staðið sé árlega fyrir alþjóð-
legum kvennadegi fyrir jafn-
rétti og friði. Naesta ár á hann
sér stað í Bandaríkjunum,
oddsen. Báðar með svipaða
töskuómynd, þingmenn og fas-
miklar á alþingi götunnar. Eða
hefur Katrín nokkurn tíma
farið rétt fyrir kosningar i alla
bragga bæjarins, klappað á
herðar húsmæðranna og sagt:
Enginn er sá skúti sem ekki er
betri en úti og kjóstu nú íhald-
ið af góðvild þinni? Nei, frek-
ar hefur hún sagt: Svona eins
og það er verður það ekki, og
leggðu i baráttuna kona góð!
Og mundu það vesæll maður
að kona hefur barið þig, sagði
víst ein í fymdinni — eða var
það kannski við Austurvöll í
Reykjavík?
Þannig má nefna mörg dæmi
um baráttu kvenna fyrir þjóð-
félagslegum framförum og
jafnrétti. En hvemig kom til
Sofðu unga ástin mín, kyrja þær á barnahcimili nr. 1042 í Moskvu. — I greinargerð fyrir frumvarpi þeirra Einars Olgeirssonar
og Geirs Gunnarssonar um aðstoð ríkisins við rekstur og byggingu almennra barnaheimila og um fóstruskóla segir m.a.: „Eitt af
hinum miklu vandamálum þessa þjóðfélags er barnauppeldi sökum þeirrar gerbreytingar, sem orðin er á fjölskyldulífinu og þjóð-
félagslegri aðstöðu kvenna. Konan vinnur nú í sívaxandi mæli u tan heimilis, bæði til að mennta sig og þjálfa til starfs og síðan
við starfið sjálft. Uppeldi barnanna verður í æ ríkari mæli verkefni þjóðfélagsins“.
móðemið víst og skyldleikinn
því eingöngu rakinn 1 kven-
legg . . . Þróun fjölskyldunnar
í' f ymsku er sem sé í því fólg
in. að hj úskaparhringurinn er
sífellt þrengdur. I fyrstu tók
hann til alls ættstofnsins, þar
sem konur allar og karlar lifðu
í sameiginlegum hjúskap. En
svo hefst útilokunarstefnan, og
nær hún fyrst til nánustu ætt-
ingja, en síðar jafnvel til
tengdafólks. Hvers konar fjöl-
hjúskapur reynist ófrcimkvæm-
Clara Zetkin til vinstri, Friedrich Engels, Juli e og August Bebel í ZUrich 1893. Ekki er anuað
að sjá en setið sé að drykkju.
Austurríki, Danmörku, Sviss og
Þýzkalandi og skal sú saga
ekki rakin nánar. En ekki væri
úr vegi að fara nokkrum orð-
um um Clöru. Það held ég
að þessi stutta og feitlagna
kona hafi verið svipmikil og
baráttuglöð kempa. Hún var
forysbukona þýzkra kvenna-
samtaka allt til dauða, þing-
maður kommúnista og margt
fleira mætti telja henni til á-
gætis. Hún hefur verið um-
svifamikil svo að alltaf hefur
mátt heyra þyt frá pilsum
hennar. Baráttukona götunnar.
Og á þingum þótti hún svip-
mikil. Hún var oftast aldurs-
forseti þingsins og í upphafi
þings var hún þar með æðsta
vald þingsins, þar til hún hafði
látið forsetakosningu fara fram,
og ekki lét hún slík tækifæri
ónotuð fram hjá sér fara, held-
ur þrumaði hún yfir þingheimi
þangað til henni þótti sjálfri
nóg komið, því að þetta var
eina sinnið sem hún gat látið
þingheim heyra það óþvegið án
þess að vera stoppuð af. Hún
lézt 1933 í heimsókn í Sovét-
ríkjunum og liggur nú grafin
undir múrum Kreml. Þegar ég
rita þetta um Clöru Zetkin
kemur mér f hug Katrín Thor-
þessa ójafnréttis? Flettum upp
í einni skemmtilegustu bók
Engels: Uppruni fjölskyldunn-
ar, einkaeignarinnar og ríkis-
ins í þýðingu Ásgeirs Blöndal.
Ég leyfi mér að tilfæra nokkr-
ar setningar héðan og þaðan
úr bókinni.
Hvernig það
byrjaði
Og hvemig er svo hin elzta
fjölskylduskipan mannanna,
sem sanna má með sögulegum
rökum og við getum jafnvel
kynnzt enn þá af eigin raun
— á stöku stað. Ö, jú. það er
fjölhjúskapur. fjölskylduskipan,
þar sem ákveðnir hópar karla
og kvenna lifa sameiginlegu
ástalífi og afbrýðin fær lítið
svigrúm ... f öllum fjölhjú-
skap er það iáfnan óvíst, hver
er faðir hvers einstaks bams,
hitt er aftur á móti óyggjandi,
hver er móðirin. Hún kallar
að vísu öll börn samfjölskyld-
unnar börn'n sín og á við þau
móðurskyldum að gegna, en
hún þekkir holdgetin börn sín
frá hinuin. Það er því aug-
ljóst, að þar scm um fjölhiú-
skap er að ræða er aðeins
anlegur. Loks verða aðeins ein
hjón eftir — laustengd enn
sem komið er. Þau eru sam-
eindin, og leysist hún upp, er
hjónabandið yfirleitt úr sög-
unni. Það skilst af þessu einu,
að einstaklingsleg kynást í nú-
tímaskilningi á helzt til lítinn
þátt í uppkomu sérhjúskapar-
ins. Og framferði þjóðflokka á
þessu þróunarstigi er enn frek-
ari sönnun þess. Meðan eldri
fjölskyldu-hættir réðu, voru
menn aldrei í neinni kvenna-
þröng, — þeir höfðu tíðast
kappnóg af konum. Nú urðu
konur hinsvegar fágætar og
eftirsóttar. Því er það. að með
parahjúskapnum . hefjast
kvennarán og kaup . . . Það
er félagsbúskapurinn, þar sem
kcnurnar eru flestar eða all-
ar af sömu ættsveit, en eigin-
mennim'r af mörgum, sem er
grundvöllurinn að því kven-
ræði, er algengt var í forn-
eskju . . . Konan nýtur ekki
einungis frelsis, heldur og virð-
ingar með öllum villtum þjóð-
flokkum. Sama máli gegnir um
stöðu hennar hjá þjóðum á
frum- og miðstigi hálfsiðunar
og jafnvel að sumu leyti hjá
þeim, er komnar eru á lokastig-
ið . . . Verkaskiptingin milli
kynjana ákvarðast af allt öðr-
um ástæðum en staða konunn-
ar í þjóðfélaginu. Með ýmsum
þjóðflokkum stritar konan
miklu meira en við teljum
sæmandi. Engu að síður bera
þeir hinir sömu meiri og sann-
ari virðingu fyrir konum en
Evrópumenn. Hefðarkvendi sið-
menningartímabilsins hefur
engin kynni af raunverulegri
vinnu, — það vantar að vísu
ekki. að það sé hyllt svona til
málamynda, en staða þess í
þjóðfélaginu er óendanlega
miklu lægri en konu hálfsið-
unartímabilsins. Hún vann
reyndar baki brotnu, en hún
var talin sönn hefðarfrú (lady,
frowa, freyja, sú sem dnottnar)
með þjóð sinni og var það
líka í reynd að skaphöfn
allri . . .
Engels: Hvernig
til þess kom
Þar höfðu húsdýr verið tam-
in og hjörðum komið upp, og
hafði þetta orðið slík auðs-
uppspretta, að þjóðfélagshætt-
imir tóku algerum stakkaskipt-
um . . . Hverjir áttu svo
þessi nýju auðæfi? Vafalaust
hafa þau verið sameign ætt-
sveitarinnar í fyrstu. En einka-
eign á hjörðum mun hafa kom-
ið snemma upp . . . Sem
þessi auðæfi voru orðin einka-
eign fjölskyldna og iukust óð-
fluga, ýttu þau harkalega við
ríkjandi þjóðfélagsskipan, en
hún var reist á parahjúskap og
kvenleggs-ættsveit Parahjú-
skapurinn hafði bætt nýjum
þætti í fjölskyldulífið. Hann
hafði tryggt föðumum stöðu
við hlið móðurinnar. Nú var
það ekki lengur móðemið eitt,
sem var víst og sannanlegt,
faðemið var það líka — og
öllu tryggara en stundum nú.
Þá var verkaskipting í fjöl-
skyldunni sú, að karlmaðurinn
átti að annast búsaðdrætti og
þau áhöld sem til þess þurfti,
og réð yfir þeim. Hann hafði
þau á burt með sér, ef hjónin
skildu, á sama hátt og konan
hélt öllum sínum búsáhöldum.
Karlmaðurinn varð því að sið-
venju þess tíma. eigandi bú-.
smalans og síðar þrælanna.
Það voru nýjar auðlindir og
vinnutæki, er heyrðu til starfs-
sviði hans ... Er hjarðeig-
andi dó. gengu eignir hans
fyrst til bræðra hans og systra
eða til barna systra hans og
afkomenda móðursystra hans.
En hans eigin börn voru arf-
laus. Þessi síauknu auðæfi
gerðu hvorttveggja f senn að
efla aðstöðu karlmannsins í f jöl-
skyldunni umfram konunnarog
ala hjá honum óskir um að
nota þennan styrk sinn til að
kollvarpa hinni fomu erfða-
högun börnum sínum í hag. En
þetta var ókleift meðan rakið
var í móðurætt. það varð að
kollvarpa þeirri tilhögun —
og bað tókst . . . Kollvörpun
móður"éttarins var heimssögu-
legur ósigur kvenþióðarinnar.
Karlmaðurinn lók við stjórn-
artaumunum, líka á heimilinu,
konan lækkaði í tign, hún var
þrælkuð, hún varð ambátt
fýsna hans og einbert tæki til
bameigna . . . Karlmaðurinn
átti að drottna í fjölskyldunni,
og hún átti að tryggja honum
óvéfengjanlega erfingja, sem
tekið gætu við eignum hans.
Þetta var eina markmið fjöl-
skyldunnar að dómi Grikkja,
og þeir voru ekkert að fara í
felur með þá skoðun sína . . .
Sérbúskapurinn kemur ekki
sem nein sættargerð milli karls
og konu, hvað þá að hann sé
einhver æðri sáttmáli milli
kynjanna. Það er þvert á móti.
Hann felur í sér. að annað
kynið kúgar hitt, hann er yf-
irlýsing um andstæðu kynj-
anna, en slík andstæða var
allsendis óþekkt fyrirbrigði i
allri forsögu mannkynsins . . .
Fyrsta stéttarandstæðan í sög-
unni er samtímafyrirbæri og
hagsmunaandstæða karls og
konu í sérhjúskapnumog fyrsta
stéttakúgunin fer fram, sam-
hliða því sem karlmennirnir
undiroka kvenþjóðina . . .
Engels: Hvernig
það á sér stað
Gifting er ráðin með tvenn-
um hætti í okkar borgaralega
þjóðfélagi. í kaþólskum löndum
eru það sem áður fyrr foreldr-
amir, sem sjá borgarasyninum
unga fyrir kvonfangi, er honum
hæfi. Og afleiðingin er eðli-
lega sú, að mótsögnin, sem
fólgin er í sérhjúskapnum, seg-
ir rösklega til s£n. Karlmað-
urinn fær sé oftlega frillur og
eiginkonan er honum ótrú . . .
1 löndum mótmælenda er það
hins vegar venjan. að borgara-
syninum er leyft að velja sér
konuefni úr sinni eigin stétt,
þótt frelsi hans í þessum efnum
sé stundum nokkuð takmark-
að . . . Jafnt hjá kaþólskum
sem mótmælendum er gifting-
in háð stéttastöðu aðilanna og
að því leyti jafnan hygginga-
ráð . . . Það er aðeins með
undirstéttunum, sem ástin ræð-
ur og getur ráðið makavalinu.
Það á við um verkalýðsstétt
nútímans, og skiptir þá ekki
máli, hvort sambúð aðilanna
hefur fengið viðurkenningu
hins opinbera eða ekki. En hér
eru allar undirstöður sérhjú-
skapar í „klassískum” stíl úr
sögunni. Eignimar vantar, en
einkvæni og karlræði var ein-
mitt komið á þeirra vegna. Það
er því engin ástæða til að
koma á yfirráðum karlmanna.
Og það sem meira er, það
vantar líka ráð og tæki til
þess. Borgaralegur réttur vernd-
ar þessi yfirráð. En hann er
aðeins fyrir borgarana og sam-
skipti þeirra við verkalýð-
inn . . . Ójafn réttur kynj-
anna er arfleifð frá fyrri kyn-
slóðum. en hann er ekki or-
sök, heldur afleiðing þess, að
konan hefur búið við fjár-
hagslega og atvinnulega kúgun.
Félagsbúskapurinn gamli hafði
mörg hjón og böm • innan vé-
banda sinna. Þar stjómuðu
konumar búsýslunni og það
var opinbert og nauðsynlegt
starf, engu að síður en vista-
öflun karlmannanna. Þetta
breyttist, er ættfeðrafjölskyld-
an kom til skjalanna, og þó
enn meir, er sérfjölskyldan fór
að láta til sín taka. Stjómin á
búsýslunni taldist ekki lengur
opinber þjónusta. Hún kom
þjóðfélaginu ekki framar við.
Hún varð einkaþjónusta. Eig-
inkonan varð þjónustumær,
reyndar sú æðsta í hjúaflokkn-
um. Hún var útilokuð frá þátt-
töku í félagslegri framleiðslu.
Það er ekki fyrr en nú, sem
hún á aftur aðgang að þjóð-
félagslegum framleiðslustörf-
um. Það er stóriðjan, sem því
veldur, — og þetta nær reynd-
ar aðeins til verkakonunnar...
I fjölskyldunni er hann borg-
arinn, eiginkonan, verkalýðs-
stéttin . . . Lýðveldi og lýð-
ræðisfyrirkomulag afnema að
Framhald, á 8. síðu.
Ilvernig væri að þú gerðir það aö minnsta kosti í dag, sem þú
gerir annars aldrei? Þ. e. að laga eftirmiðdagskaffi handa kon-
unni þinni (og gleymdu ekki uppþvottinum!). Er ekki orðið ann-
ars anzi langt síðan þú bauöst henni í leikhús eða bíó? Úr slíku
Mk fvrirmyndareiginmaðurinn að sjálfsögðu strax. Á 11. síðu
eru auglýsingar kvikmynda- og lcikhúsa.