Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 2
2 sxba MðSTIinNH Nemendatónleikar Hin góðkunna söngkona María Markan hefur um nokkurt skeið rekið söngskóla hér í bæ, og mun það þegar vera orðinn allstór hópur nemenda, sem hún hefur kennt söng. Fyrir fáum dögum efndi hún til fyrstu opinberu nem- endatónleika skólans, og fóru þeir fram 1 Gamlabíó-saln- um. Komu þar fram átta nemendur, og söng hver um sig nokkur lög, en undirleik- ari var hinn ungi og snjalli píanóleikari Ásgeir Beinteins- son. Flestir þessara söngvara munu vera byrjendur að öðru en því, að einhverjir þeirra hafa áður sungið í kórum. og ætla má, að ýmsir þeirra muni ekki hyggja á að gera söng að ævistarfi sínu eða sérgrein, heldur hafi hann aðallega sér að hugðarefni Meðal kvennana var þó ein, sem auðheyrilega hefur meirj reynslu og þjálfun að baki en hinar og jafnframt meiri kunnáttu. Það er Guðrún H. Guðmundsdóttir, sem fór mjög fallega með sín viðfangs- efni og sýndi meðal annars góða hæfileika í skrautleika- söng (,,koloratúr”-söng). At- hygli vakti enn fremur Inga María Eyjólfsdóttir fyrir góða söngrödd og hæfileika til flutnings. Annars voru þessar söngraddir yfirleitt geðþekkar og flutningur við- fangsefnanna lofsverður, ef miðað er við það stig náms og þjálfunar. sem þessir söngnemendur eru á. Píanótónleikar Tónlistarfélagið bauð styrkt- arfélögum sínum til píanótón- leika nú í vikunni. Það var tékkneski píanóleikarinn Stanislav Knor, sem við hljóð- færið sat, ungur maður, 33 ára. sem getið hefur sér mikla frægð á meginlandi Evrópu síðustu árin. Knor hóf leik sinn á fyrstu sónötu Beethovens (f-moll, op. 2 nr. 1), sem ekki heyrist oft á hljómleikum, svo falleg sem hún er þó óneitanlega og merkileg i alla staði. Um skilning listamannsins á þessu verki má deila. Undirrituð- um fannst sérstaklega fyrsti þáttur of hratt leikinn og of mjög f „rókókó”-stíl. Að vísu var Beethoven ekki nema hálfþrítugur eða þar um bil, er hann samdi þessa sönötu, og dró þá enn mikinn dám af fyrirrennurum sínum. eða meiri en síðar varð. En að gera hann svona léttstíg- an og smáfríðan mun þó María Markan með nemendum sínum. Frá vinstri: Jónas Magnússon, Inga María Eyjólfsdóttir, Sæmundur Nikulásson, María Markan, Áslaug Sigurgeirsdóttir, Jónas Eggertsson, Bjarnheiður Davíðsdóttir, Guðrún Hulda Guðmundsdóttir og Unnur Eyfell*. Við píanóið situr undirleikarinn Asgeir Bein- teinsson. Stanislav Knor mega telja hæpið. En hvort , sem fallizt er á þennan skiln- 1 ing eða ekki, þá er ekki um það að deila, að flutningur I verksins var í tækni- og tón- listartilliti mjög fullkominn. Fimm prelúdíur eftir De- bussy lék Knor mjög prýði- lega og náði þar áreiðanlega fram öllu því verðmæti, sem þær. hafa að geyma. Því næst komu tveir tékkneskir dans- ar eftir Bohuslav Martinu, landa píanóleikarans, fluttir af stórglæsilegri tækni. Efnisskránni lauk með hinu kunna tónverki eftir Modest MúSsorgskí, sem nefnist ..Myndir á sýningu”. Það verk gaf listamanninum til- efni að sýna marga þætti pí- anósnilldar sinnar, tækni- þjálfaðan og kraftmikinn flutning og frábæra túlkun- argáfu. Hér var um að ræða miög fagurlega endursköpun á litauðugu og svipmiklu tón- verki. Fallegar fermingargjafír KOMMÖÐUR SKRIFBORÐ VEGGHÚSGÖGN Munið okkar hagkvæmu greiðsluskilmála. HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR Skólavörðustíg 16. Stmnudagur 8. marz 1964 Christopher Marlowe Á þcssu lcikárí er þcss minnzt um allan heim, að 23. apríl n.k. eru liðin 400 ár frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakcspeare. En þess er einnig minnzt í ár, að minnsta kosti á Englandi, að 4 aldir eru nú liðnar frá fæð- ingu annar* mikils leikskálds Breta, Christophers Marlowe. Myndin hér fyrir ofan er sögð sú eina sem til er af hinum fræga samtímamanni Shakespearc, máluð af ókunn- um listamanni, þegar Mar- iowe var liðlega tvítugur. Málverkið var týnt í nær fjórar aldir — fannst við vorhreingerningar í Cam- bridge fyrir 11 árum. Nú hangir myndin í einni vistar- verunni i húsakynnum skól- ans þar scm Marlowe var við nám um sex ára skeið. SUMARLEYFI í SOVÉT- RÍKJUNUM ★ INTOURIST, hin opinhera ferðaskrifstofa Sovétríkjanna, skipuleggur ferðir viðsvegar um Sovétríkin. Ferðafólki gefst m.a. kost ur á að heimsækja eftirtaldar borgir: Moskva, Leningrad, Kiev, Minsk, Volgograd, Tblisi, Tashkent, Alma-Ata, Dushanbe, Odessa, Kharkov, Riga o fl. ★ HÉR GEFST EINSTAKT TÆKIFÆRI til þess að kynnast af eigin raun þessum merk- isstöðum, ferðast um stórbrotið land, sjá merka sögustaði og ekoða stórbrotin mann- virki, er bera vott um efnahagslega þróun og menningu þessara landa. ★ INTOURIST býður yður: — Fjölbreytt ferðalög á furðustaði með flugvélum, lest- um, bifreiðum og skipum. Óviðjafnanleg dvöl á beztu baðstöðum við Svartahafið í Sochi og Yalta. Veiðiferðir i Krímfjöllum. Otilegur og fjallaferðir í fegurstu héruðum. Þeim er hugsa sér að fara á Olympíuleik ana í Tokyo, skal bent á sérlega hagstæðar ferðir um Sovétríkin til Japan. ★ ATHYGLI SKAL VAKIN A ÞVl, að á tímabilinu 7. okt. til 30. apríl er unnt að ferð- ast um Sovétríkin með afar hagstæðum kjörum. ★ INTOURIST hefir umboðsmenn í höfuðborgum flestra landa heims er gefa hverskon- ar upplýsingar um ferðalög og skipuleggja og selja ferðir. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR — INTOURIST FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS 16 Avenue Marx. Lækjargötu 3, Reykjavík. Moscow, USSR. Aðalumboð Intourist á Islandi Ferðaskrifstofan SUNNA Ferðaskrifstofan LANDSÝN Bankastræti 7. Reykjavík. t I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.