Þjóðviljinn - 08.03.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
MÓÐVILJINN
Sunnudagur 8. marz 1964
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Uitstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Siguröur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði.
VerSa orlofsréttindi aukin?
Eitt þeirra þingmála sem verkamenn og aðrir
launþegar munu láta sig miklu skipta er frum-
varp Björns Jónssonar um breytingu á orlo'fslög-
unum, en þar er gert ráð fyrir að Alþingi geri
tímabærar breytingar á lögunum, er geri þau sam-
bærileg orlofslöggjöf Norðurlandaþjóðanna.
JJreytingarnar frá núgildandi orlofslögum sem
felast í frumvarpi Björns Jónssonar eru þessar:
1. Að lágmarksorlof þeirra sem lögin íaka til,
verði ákveðið 1% úr degi fyrir hvern mán-
uð á næstliðnu orlofsári, en það svarar til þess
að orlofstíminn sé lengdur úr 18 virkum dögum
í 21 dag, ef um fullvinnandi mann er að ræða.
2. Að konur missi ekki neins í varðandi rétt til
orlofs þótt þær séu frá vinnu í allt að þrjá mán-
uði vegna barnsburðar.
3. Að orlofsfé sé ákveðið 8% af kaupi í stað 6%
eins og nú er.
4. Að fólk í föstu starfi fái einnig fullt orlofsfé
greitt af kaupi sínu fyrir eftirvinnu, næfurvinnu
og helgidagavinnu. ^ *
5. Að bætt verði í lögin heimildarákvæði á þá
lund að ríkisstjórninni sé heimilað að fela Al-
þýðusambandi íslarids þá framkvæmd orlofslag-
anna sem falin er póststjórninni.
i^Jegja má að orlofslöggjöfina íslenzku hafi verka-
menn sett upphaflega með verkföllum, þar
sem löggjöfin kom á eftir samningum Dagsbrún-
armanna um orlofið baráttuárið mikla 1942. Breyt-
ingar á lögunum hafa ekki verið gerðar að marki
nema á vinstri stjórnar árunum, þegar lögfest-
ur var með nokkrum viðbótum sá aukni orlofs-
réttur sem verkamenn höfðu áunnið sér í tvenn-
um verkföllum, desemberverkfallinu 1952 og í
verkföllunum miklu vorið 1955. Þá var orlofið
lengf úr tveimur vikum í þrjár og orlofsféð hækk-
að úr 4% í 6% og aukinn orlofsréttur hlutarsjó-
manna, enrifremur að gilda skuli sami réttur um
fyrningu orlofsfjár og annarra kaupgreiðslna. Frá
þessari lögbót hefur verið kyrrstaða í málinu,
nema hvað verkamenn hafa enn þrýst á með
verkföllum, t.d. knúðu fram í vinnudeilunum 1961
að orlo'fsfé yrði greitt af öllu kaupi, líka eftir-
vinnu, nætur- og helgidagavinnu, en þetta hefur
ekki verið staðfest með lögum sem almenn regla
og hafa menn sem teljast í föstu sfarfi ekki feng-
ið orlofsfé greitt af yfirvinnu.
^ukinn orlofsréttindi vinnandi fólks er réttlæt-
ismál, sem ekki verður staðið gegn með gild-
um rökum. Frá og með þessu ári fær sænskt
verkafólk lágmarksorlof fjórar vikur á ári og or-
lofsfé þar er 9% af kaupi. í Noregi er lágmarks-
orlof 21 virkur dagur og orlofsfé 1V2% af kaupi.
í Danmörku er orlofsfé 7%% af kaupi og fyrir-
hugað að hækka það. Á íslandi er þörfin enn
brýnni á rækilegu orlofi vegna hins óhæfilega
langa vinnutíma. Vinnandi fólk verður því að
knýja fast á Alþinei um samþykkt þessa sann-
gjarna frumvarps Biörns Tónssonar um breytine
ar á orlofslöggjöfinni. — s.
Þrjú IjóS eftir Davíð
Brúðarskórnir
Alein sat hún við öskustóna.
— Hugurinn var frammi á Melum.
Hún var að brydda brúðarskóna.
— Sumir gera allt í felum.
Úr augum hennar skein ást og friður.
— Hver verður húsfreyja á Melum?
Hún lauk við skóna og læsti þá niður.
— Sumir gera allt 1 felum.
Alein grét hún við öskustóna.
— Gott á húsfreyjan á Melum.
í eldinum brenndi hún brúðarskóna.
— Sumir gera allt í felum.
(Svartar fjaðrir)'
Hvar eru skipin
Hvar eru skipin sem við sigldum á
til sólarlandsins yfir höfin biá,
og fákurinn sem fyrir okkur rann
til fjallsins, þar sem vafurloginn brann?
Hvar eru þau hin töfralýstu torg
og turnarnir á okkar hvítu borg?
Hvar eru öll hin hvelfdu súlnagöng
og kliðurinn í vatnsins perlusöng,
og hvar er það hið gamla, vígða vín,
sem vermir kalda, gefur blindum sýn,
og hvar er það hið forna fórnarbál,
sem friðar hjartað, hvílir þreytta sál,
og harpan gullna, er grét í höndum mér
af gleði er ég sat við fætur þér,
og brúðarsængin rauðum rósum stráð
og rökkrið helga og augnabliksins náð?
Við brotin skipin bylgjur stíga dans
á borgarrústum okkar sokkna lands.
(Kvæði)
Gekk ég inn 1 gistihús,
gamlan timburhjall,
hitti þar að máli mann,
mesta skítakall.
í honum var ekkert blóð,
ekkert nema gall.
Fékk ég vist á fjórðu hæð,
föggur þangað bar.
Eitthvað fannst mér .undarlegt
allt, sem þarna var.
Eitt er víst, að enginn frelsar
ættjörðina þar.
Þreyttur kom ég þangað inn,
þráði væran blund.
Upp hrökk ég með andfælum
eftir litla stund,
þjakaður og þjáður
og það á alla lund.
Margir hafa loftið leigt
löngu á undan mér
og eitthvað látið eftir sig,
sem aldrei héðan fer.
Það er heldur þokkalegt
að þurfa að búa hér.
HÓm EVRÓPA
Ymja mér í eyrum hljóð,
andvörp, tannagníst,
hrotugnýr, hryglusog
og hrekkjalómatíst. —
Það veit heldur enginn enn,
hvað af þessu hlýzt.
Svipi þeirra sé ég oft,
er svefn minn hafa styggt.
Yfir mér og allt í kring
er andrúmsloftið kvikt.
Mannaþefur. mannaþefur,
Miðevrópulykt,
Saurgað hafa svæfil minn,
svívirt þetta ból,
Hitlersþý, Francófífl,
friðlaus hörkutól,
klækjarefir, kynjamenn,
kjaftásar og fól.
Saurgað hafa svæfil minn.
svona í þokkabót,
blaðasnápar, fréttaflón,
frosin nið’r í rót.
maurapúkar, mansalar
og morðingjadót.
Eflaust hefur einhver þræll,
sem afdrep þetta fann,
dundað einhvem daginn
við að drepa hérna mann.
Það er líka þokkalegt
að þurfa að kljást við hann.
Fýsir nokkurn góðan gest,
gætinn ríkisþegn,
að einhver ruddi ryðjist Tnn m
og reki hann í gegn?
Bægslagangur, barkasog
og blóðdroparegn.
Og engan skyldi undra
þó að ekki sé hér kyrrð,
því hér er vitlaus veröld
og vopnuð, innibyrgð,
undirheimaútibú,
einræðishirð.
Er það nokkuð undarlegt,
þó að mér hafi sótt,
og þó að ég sé þjakaður,
og þó ég segi ljótt? —
Hvernig fara ferðamenn
að fagna slíkri nótt?
é
(
(Ný kvæðabók) |
Samstaða og samstarf
Framhald af 1. síðu.
★ Gegn ofurvaldi
verzlunarauðmagnsins
Greinarhöfundur rekur þar
næst í skýrum aðaldráttum
hverjir það séu sem hagnist á
verðbólgunni, hvernig Island
hafi sérstöðu meðal auðvalds-
landa í þessu efni, og hvaða
möguleikar séu á breytingum
án þess þó að afnema auð-
valdsskipulagið sjálft og hvaða
ráðstafanir þyrfti þá að gera.
Hann sýnir fram á að verzlun-
arauðvaldið sé hið drottnandi
auðvald á Islandi, fyrst og
fremst vegna pólitískra áhrifa
Styrkbeiðni
Bindindisfélag ökumanna
hefur sótt um 30 þúsund
króna styrk frá borgar-
••jóði; á fundi borgarráð*
'yrir skömmu var borgar-
'ra "alið að svara bréf-
ínu.
þess. Ofurvald þess hafi verið
fjötur um fót eðlilegri atvinnu-
þróun, þar sem gróðamöguleik-
amir hafi einkum verið í verzl-
uninni. Skilyrði til þess að eðli-
leg þróun án óðaverðbólgu geti
átt sér stað á Islandi í sam-
vinnu við verkalýðshreyfing-
una sé, að ofurvald verzlunar-
auðvaldsins sé brotið á bak
aftur, en að þau öfl í íslenzku
borgaraflokkunum sem vilja
öra þróun sjávarútvegs og iðn-
aðar, er fyrst og fremst byggi
á fullvinnslu íslenzks liráefnis,
ráði ferðdnni.
★ Framfaraleiðin
Grein Einars lýkur þannig:
„En eigi að hindra óða þró-
un verðbólgu með tilheyrandi
hjaðningavígum og hættu á
eyðileggingu efnahagslegs
sjálfstæðis þjóðarinnar, og
trygg.ja hraðar atvinnufram-
farir með stiiðugri hækkun á
kaupmætti launa og endurbót-
um á lífskjörum almennings,
þá þurfa þau stéttaröfl, sem
hér eru greind, að ná sam-
starfi við verkalýðshreyfinguna
sameinaða. Á því bvggist frið-
ur og framfarir á Islandi eins
og nú standa sakir.“
Hér hefur aðeins verið
minnzt á nokkur aðalatriði i
grein Einars, en lesendur eru
hvattir til að kynna sér grein-
ina sjálfa i Rétti, staðreyndir
þær sem hún flytur og álykt-
anirnar sem höfundur dregur.
★ MINNINGARSPJÖLD
lamaðra og fatlaðra fást á‘
eftirtöldum stöðum Skrif-
stofunni Sjafnargötu 14,
Verzlunnni Roða, Laugavegi
74 Bókabúð Braga Brynj-
ólfssonar. Hafnarstræti 22,
Verzluninni Réttarholtsvegi
1 og j Hafnarfirði i Bókabúð
Olivers Steins og í sjúkra-
samlaginu.
Athugasemd frá
útgefanda
Frúarinnar
Þjóðviljanum hefur borizt át-
hugasemd frá útgefanda kvenna-
blaðsins Frúarinnar:
„Útgáfustarfsemin, er að
tímaritinu ,,FRÚIN“ stendur ósk-
ar hér með birtingar á eftirfar-
andi athugasemd:
I Morgunblaðinu í gær var
birt í dálkum „Velvakanda"
mjög rætin og óvinsamleg grein
um tímaritið ,,FRÚNA“. þar sem
m.a. var talað um fjárglæfra-
mál. Útgáfustarfsemin sér ekki
ástæðu til að fjalla efnislega um
þessa tilefnislausu og refsiverðú
ritsmfð á opinberum vettvangi.
En hins vegar hefur verið gerð-
ur reki að því. að ábyrgðar-
manni Morgunblaðsins verði
stefnt dómstefnu til refsingaf
fyrir brot á meiðyrðakafla al-
mennra hegningarlaga. svo og tíl
greiðslu skaðabóta fyrir fjártjón,
atvinnuróg og miska. auk alls
kostnaðar, er af málinu kann að
leiða.
F.H. „FRÚARINNAR"
Reykjavík, 6. marz 1
Páll Finnbogason."