Þjóðviljinn - 20.03.1964, Side 8

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Side 8
3 SlÐA ÞIÓÐVILJINN Föstudagnr 20. marz 1864 I minningu Hafnfirðings Valgeir Sigurðsson trésmiður F. 6. nóv. 1909 — D. 14. marz 1964 í dag kl. 1.30 er jarðsunginn frá Fossvogskirkju Valgeir Sig- urðsson trésmiður. Með örfáum línum vildi ég kveðja þennan góða dreng, við hann og leiki okkar í bemsku eru tengdar margar af mínum skýrustu og ljúfustu endur- minningum frá þeim árum, en þaer voru fyrir okkur og verða ekki raktar hér. Lífsferill hans er hins vegar sú hetjusaga, sem vert er að láta að einhverju getið nú, þegar hann er allur. Valgeir var fæddur í Hafnar- arfirði 6. nóv. 1909, sonur Sig- urðar Jónssonar verzlunar- manns og síðar fiskimatsmanns í Hafnarfirði og fyrri konu hans Guðnýar Ágústu Gísla- dóttur. Hann var því albróðir Gísla fisksala í Hafnarfirði og Guðmundu, sem bæði dóu síðastliðið sumar. Móður sína missti Valgeir er hann var á fyrsta ári og þáði heilsuleysi svo að segja i vöggugjöf. Móðurforeldrar mín- ir, Sigurður Friðriksson og Oddný Eiríksdóttir tóku hann í fóstur og ólst hann upp hjá þeim. Hann kom veikur til þeirra á fyrsta árinu og hrak- aði heilsu hans hvað sem að var gert. Það voru víst berkl- ar sem höfðu búið um sig í hnélið vinstri fótar og er hann var á öðru árinu varð að taka fótinn af honum. Af sömu rót- um munu hafa verið höfuð- kvalir er hófust fáum árum síðar og hann átti við að stríða frá bamæsku og fram til manndómsára. Þrátt fyrir læknisaðgerðir æ ofan í æ tapaði hann heym að verulegu leyti þegar í æsku. Fötlun og sífelldar þjáningar hlutu að móta lund hans og viðmót á bemskuárunum en náðu aldrei að brjóta niður meðfæddan kjark hans. Skapið var mikið og ótamið og hann harðnaði vi ðhver ja raun. Það særði stolt hans ef hann varð var við að einhver úr félagahópnum eða hópi hinna fullorðnu tók hann ekki fullgildan í einu og öllu þrátt fyrir fötlunina, enda dró hann ekki af sér — hljóp við hækju sína með sínu taktfasta lagi, ætíð tvö hopp á fætinum milli þess að hækjunni var stungið niður. og hraðinn var furðulegur, klifraði öllum bet- ur, sat hest og reiðhjól eins vel og hver annar og engum þýddi að reyna við hann á skautum, á sínum eina skauta fór hann með ofsahraða og Móðuharðindi Framhald af 7. síðu. verst urðu úti f hinni fyrri móðuharðindatíð, fátæka fólks- ið og böm þeirra, áttu sér nú brjóstvöm í samstöðu gegn slíkum mönnum og áform þeirra náðu ekki marki, nema helzt í því, sem þeim þótti líka mestu máli skipta, að geta fengið fasteignir fyrir sauðarlæri, láta almúgann gjalda helmtng sparifjár síns í sauðarlærasjóð. Almúginn hefur varið sig og böm sín fyrir sultinum að þessu. En andinn lifir æ hinn sami, sagði skáldið. Síðast í dag 28. febr. eru þessir menn að hóta nýj- um herferðum á hendur al- múganum í móðuharðindandan- um, og ekki er hægt að neita því að drefjamar frá þeim sjást í þ.jóðfélaginu á ofmörg- um þúfum. Eftir helmings dýr- tíðarhækkun af móðuharð- indaandanum fá börnin sömu upphæð og þeim var ákvörð- uð þegar til atlögunnar móti þeim var gengið. Gamla fólkið fær uppbót, sem þeim er sízt að þakka, í þeim anda að þeim dugi að fá þetta í einu lagi einhvertíma á árinu. Og svo rauð er sólin fyrir þessu fólki, að það tekur bita og sopa frá hvers barns munni, til að halda við þeirri útgerð sem bankastjóri einn lýsti ný- lega að krefðist styrkja um leið og keyptar eru fasteign- ir fyrir milljónir. Þegar kirkjan, kristinna manna samfélag, bjó til hel- víti, hefur það eflaust verið fyrir það, að henni var Ijóst að sumir menn kusu að lifa og starfa gegn anda lífsins, ausa kuldanum á blóm lífsins og andans í rangindum og glæpum gegn lífinu. Kirkjunni var Ijóst að þessir menn gátu ekki verið í samfélagi andans cg hún bjó þeim til vistarveru, og af fádæma höfðinglegu ríki- læti ákvað hún að það skyldi vera nógu heitt á þeim. VDNOUÐ fVdÍr $ígurfx>rJónsson &co Jfaftuustntti if Byggingarfélag alþýðu Reykjavík Aðalfundur félagsins árið 1964 verður haldinn mánudaginn 23. marz kl. 20.30 í húsi S.Í.B.S., Bræðraborgarstaíg 9, uppi (lyftan verður í gangi). D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. ■ hækjan var notuð jöfnum höndum til þess að ýta sér á- fram, stýra eða hemla. A þessum árum, fram undir fermingu gat hann verið skap- bráður og harðsnúinn, ef hann reiddist, en drenglyndi hans brást aldrei, hvorki þá né síð- ar. Við vorum góðir félagar. þó ég væri réttum tveim árum yngri en hann, höfðum lagt til hliðar eina misklíðarefnið frá fyrri árum, en það var hvor okkar ætti meira tilkall til ömmu minnar. Löngu síðar varð mér ljóst að hann átti sæti hið næsta henni, nær en hennar eigin böm. Hann var jafnan glaðlyndur og bjartsýnn og hjálpsamari en nokkur ann- ar bæði sem bam og fulltíða maður. Strax í barnaskóla var hæfni hans í teikningu við brugðið, hann var listamaður öðmm þræði og fæddur smið- ur. Trésmiður vildi hann verða, ef þess væri nokkur kostur. Forsjónin uppfyllti ósk hans er Helgi Helgason í Trésmiðjunni Rún tók hann til læringar og hjá honum lærði hann iðn sína á ámnum 1925—29. Þetta vom erfið ár fyrir ungling á öðrum fætinum. Unnið var við smíði á gluggum, líkkistum og öðmm þungum stykkjum á daginn en iðnskólinn sóttur á kvöldin. Sveinsstykki hans var stórt og vandað skrifborð úr eik. sam- kvæmt tízku þeirra tíma, hinn mesti kjörgripur. Auðvitað varð Valgeir góður smiður og eftirsóttur þar sem gerðar voru kröfur um frágang og vand- virkni. hið frábæra handbragð var hluti af honum sjálfum. Sigur var unninn, eftlr harða baráttu allt frá bemsku. Valgeir kvæntist Lovísu Pálsdóttur, hinni ágætustu konu, en hún hafði áður verið gift Halldóri Ölafssyni raf- virkjameistara og átti þrjú böm frá fyrra hjónabandi, Ástu, Ragnar og Sverri. Þau Vaigeir og Lovísa kunnu vel að meta mannkosti hvors ann- ars, gagnkvæm virðing og ást- ríki einkenndi sambúð þeirra. Oddný heitir dóttir þeirra. 18 ára gömul, hún var augasteinn föður síns. öll em börnin efn- isfólk. Valgeir var hinn bezti heim- ilisfaðir, umburðarlyndur, mild- ur og hlýr. Hann lærði snemma að temja sitt mikla skap sem harðnað hafði í þjáningum bemskuáranna. Hann var reglusamur á flesta hluti aðra en að innheimta úti- standandi skuldir. Mörg vinnu- stundin fór því fyrir lítið. Margir stóðu í byggingum og leituðu til hans, en hann vildi hvers manns vanda leysa þótt ekki væri greiðslan vis. Allt gróðabrask var honum fjarlægt svo aldrei græddist honum fé. Á fyrstu árum sínum í Kópa- vogi smíðaði hann sér vandað íbúðarhús, að miklu leyti í eft- irvinnu, en opinberum lána- málum má með sanni um kenna, að hann varð að selja það án nokkurs hagnaðar ann- ars en þess að verða reynslunni ríkari. Granar mig að hann hafi þá ofgert vinnuþreki sínu og er hann ekki einn um þá reynslu. Valgeir var greindur maður og allvel lesinn. 1 stjórnmálum var hann vinstri sinnaður og róttækur um ýmsa hluti, en fordóma- og kreddulaus. Vín- maður var hann aldrei. Hverj- um manni betur kunni hann að taka mótlæti og vonbrigðum. í þeim efnum hafði hann alizt upp í ströngum skóla. 1 skauti fjölskyldu sinnar var hann hamingjusamur, enda hjartfólg- inn þeim er þekktu hann bezt. Fyrir mína hönd, konu minnar og bama þakka ég þessum góða dreng samfylgdina og bið honum góðrar ferðar. en votta ástvinum hans hjartanlega samúð okkar allra. Sig. Sigmundsson. Ný árbók SÞ Hið árlega yfirlit yfir starf- semi Sameinuðu þjóðanna, „Yearbook of the United Nati- ons”, er komið út í nýrri út- gáfu. Þetta er 16. árbók sam- takanna og tekur til ársins 1962 — ársins þegar Kúba, Kongó og kynþáttavandamálin í Suðjr-Afríku voru efst á baugi. en jafnframt voru þá til umræðu „þróunaráratugurinn” svonefndi, efnahagslegar og félagslegar afleiðingar afvopn- unar og margt annað. Árbók Sameinuðu þjóðanna fjallar líka um starfsemi hinna mörgu sérstofnana Sameinuðu þjóðanna. I fylgiskjölum henn- ar er m.a. skrá yfir meðlima- ríki samtakanna, stærð þeirra, fólksfjölda og daginn sem þau gengu í Sameinuðu þjóðirnar. Þar er ennfremur texti stofn- skrárinnar, greinargerð um starfshætti og aðildarríki sér- stofnana, skrá yfir öll opin- ber skjöl o.s.frv. „Yearbook of the United «>- Nations 1962” er 800 blaðsíður og kostar rúmar 700 ísl. kr. — (Frá S.Þ.) Fylkingin Félagar. Farið verður i Skálann um páskana. Nánari upplýsing- ar á skrifstofu ÆFR, sími 1-75-13. Stjómin. & KIPAUTGtRO RIKISINS H E K L A fer vestur um land til Akureyr- ar 25. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Patreks- fjarðar, Sveinseyrar. Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar. Suðureyrar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Ak- ureyrar. VORSÝNING ÞJÓÐDANSA- FÉLAGS REYKJAVÍKUR verður í Háskólabíói sunnu- daginn 22. marz kl. 2. Sýndir verða þjóðdansar frá þrettán löndum. ^orsala aðgöngumiða er ’ Klanparstíg 9, SÍMI 12507 REGNKLÆÐI Síldarpils Sjóstakkar Svuntur o.fl. Mikill afsláttur gefinn. VOPNI Aðalstræti 16 (við hliðina á bílasölunni) ÁSVALLAGÖTU 69 Sími 2-15-15 og 2-15-16 Kvöldsími 2-15-16. TIL SÖLU: 2 herbergja ný íbúð við Hafnarfjarðarveg. Stræt- isvagnar i bæinn á 13 mínútna fresti. Falleg f- búð, fyrsta hæð. 2 herbergja íbúð á Sel- tjarnarnesi. Selst full- gerð með tvöföldu gleri, hita eldhúsinnréttin.awm og svefnherbergisskáp- um. Útborgun 250 þús. 5 herbergja íbúð i Vestur- bænum. Fokheld raðhús í sérskipu- lögðu hverfi í Kópavogi. Góð teikning. 5 herbergja endaíbúðir í Háaleitishverfi. Sér hitaveita i hverri íbúð. Allt sameiginlegt full- gert. íbúðin sjálf tilbú- in undir tréverk. Raðhús i Álftamýri. Selst fokhelt með hita, eða tilbúið undir tréverk. Hitaveita. HÖFUM KAUPANDA AÐ. 3—4 herbergja tilbúinni í- búð i Háaleitishverfi, eða norðanverðu Hlíðahverfi. Staðgreiðsla. 3 herbergja íbúð í gamla bænum. Aðeins íbúð með sólarsvölum kemur til greina. Mikil útborgun. VERZLUNARHCSNÆÐI á góðum stað. Má vera i úthverfi. 1 SKIPTUM E R ÓSKAÐ EFTIR: 4 herbergja íbúð með sér- inngangi, fyrir hálft hús í Vesturbænum. 4 herbergja íbúð í bænum fyrir nýtt 130 fermetra einbýlishús í Silfurtúni. Mjög vandað hús. 2—3 herbergja íbúð i bæn- um, fyrir 4 herbergja nýstandsett íbúð á bezta stað á Melunum. Stór bilskúr 5 herbergja góð oúð fyr- ir lúxushæð f Safamýri, sem senn verður fullgerð. Mjög vandaðar innrétt- ingar. Allt tilbúið að ut- an. bar á meðal stór bíl- skúr. ALMENNA FASTEIGN ASAIflN IINDARGATA 9 SÍMI 211S0 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON T I L S ö L U : V A N T A R : 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúð- ir, miklar útborganir. Einn- ig kjallara og risibúðir af sömu stærð. Einbýlishús og hæðir með allt sér. TIL SÖLU: 2ja herb. íbúð við Blóm- vallagötu. 2ja herb. nýleg íbúð við Ásbraut. Innrétting og fyrirkomulag mjög glæsi- legt. 3ja herb. risíbúð í Hlíðun- um. 2ja herbergja við Lang- holtsveg, í góðu standi, 1. veðréttur laus. 3ja herb. góð kjallaraíbúð við Kvisthaga. sér inn- gangur, sér hitaveita. 3ja herb. risfbúð við Lauga- veg, sér hitaveita, þvottur og geymsla á hæðinni. 3ja herb. hæð við Hverfis- götu, ný standsett og mál- uð með harðviðarhurðum, sér inngangur, sér hita- veita. eignarlóð, laus strax. 3ja herbergja nýleg jarð- hæð við Álfheima, 90 fermetra, vönduð harð- viðarinnrétting, allt sér. 4ra herb. ný glæsileg í- búð í háhýsi við Sólheima 4ra herb. íbúð við Kára- stíg, stofa og 3 svefnherb. svalir, áhvílandi gott lán til langs tíma. Lúxushæð í Safamýri 150 ferm.. frágengin að utan með stórum bflskúr, full- búin undir málningu að innan, glæsilegar innrétt- ingar, allt sér. Tímburhús asbestklætt í góðu standi við Suður- landsbraut, vel staðsett, húsið er 5 herb. íbúð, útb. 'kr. útb. 100—150 þús. KÓPAVOGUR: Hæðir með allt sér, ein- býlishús og lóðir. Tilsölum.a. 2 herb. íbúð með 6ér inn- gangi og sér hita, i stein- húsi við Marargötu. 2ja herb. góð fbúð á 2. hæð við Ljósheima. 2ja hcrb. kjallaraíbúð I nýju húsi f Laugamesi. 2ja herb. góð kjallaraíbúð við Blönduhlíð. 3ja herb. fbúð á 2. hæð i Stóragerði. Herbergi fylg- ir f kjallara. 3j herb. fbúð f timburhúsi á eignarlóð f Skerjafirði. — Lágt verð, lág útborgun. 3ja herb. fbúðir á hæðum f steinhúsum við Hverfis- götu. 4 herb. íbúð við Lokastfg. Laus strax. 4ra herb. vandaðar fbúðir við Háaleitisbraut. 4ra og 5 herb. fbúðir f smfðum við Háaleitis- braut og Fellsmúla. Einbýlishús, nýleg og vönduð við Hlíðagerði, Sogaveg, Hlíðarveg. Digranesveg og Alfhóls- veg. Fallegt timburhús með 7 herb fbúð, við Geitháls. Auk ofangreinds, höfum við fbúðir á ýmsum stöðum f bænum. stór- ar og smáar. Leitið upplýsinga Fasteignasalan Tjarnargötu 14 Símar: 20625 og 23987. ? 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.