Þjóðviljinn - 26.04.1964, Síða 12
ÍÞRÓTTAHÖLL RÍS Á DALVÍK
Á Dalvík er verið að
byggja stórt og myndarlegt
íþróttahús og verður það
vonandi lyft'stöng fyrir allt
íþróttalif og félagslíf hér á
staðnum. Fréttaritari Þjóð-
viljans á Dalvík átti nýlega
spjall við byggingarmeistar-
ann, Jón E. Stefánsson, og
taldi hann. að þetta hús yrði
fullbyggt um þúsund fermetr-
ar. Ekki er meiningin að
byggja húsið í einum sam-
felldum áfanga. En þegar
húsið verður fullbyggt verð-
ur íþróttasalurinn 33x13
metrar að stærð. Hæð t;l
lofts verður 7 metrar. Áhorf-
endasæti verða í húsinu fyrir
250 manns og stæði fyrir 60
manns. Þá verður bygging
fyrir framan íþróttasalinn.
en þar verða snyrtiherbergi,
böð, fundarherbergi og á-
haldageymslur.
Áföst við salinn verða
einnig búningsherbergi og
böð undir áhorfendastúkunni.
Þetta er engin smásmíði og
verður þetta stærsta íþrótta-
hús á Norðurlandi fullsmíð-
að.
1 fyrrasumar var hafizt
hana um bygginguna og þá
steyptur grunnur og hluti af
sal og áhorfendasvæði. Vinna
hófst svo að nýju í góðviðr-
inu í vetur. Það var í önd-
verðum marzmánuði og var
þá byrjað að slá upp fyrir
frambyggingunni. Núna er
búið að steypa hana upp og
farið að slá utan af henni.
Það er einsdæmi hér á Dal-
í. '
Þessi mynd er nýlega tekin af íþróttahúsinu í smiöum á Dalvík, (Ljósm. H.K.).
Sunnudagur 26. apríl 1964 — 29. árgangur — 94. tölublað.
Ný gerð af skurð-
gröfu reynd hér
í gær bauð Heildverzlunin Hekla fréttamönnum að
skoða nýja vökvastýrða vélgröfu, HY-Mac 580, sem kom-
in er til landsins og þykir um margt fullkomnari en
fyrri gerðir af vélgröfum. Er það fyrirtækið Hydraulic
Machinery Company sem framleiðir þessa vél. Var skurð-
grafan reynd á Klambratúninu í gærmorgun og þótti
vinna mjög vel.
vik að unnið sé að húsbygg-
ingum á þessum árstima með
svona góðum árangri.
Jón E. Stefánsson hefur
unnið við húsbyggingar i
samfellt 42 ár og lærði hann
hjá Gunnlaugi Sigfússyni á
sínum tíma. Jón vann við
smíði gafla skólahússins hér,
en það hús byggði Elias heit-
inn Halldórsson árið 1932.
Jón byggði hinsvegar nýja
skólahúsið fyrir átta árum.
Skólinn hér á Dalvík
er barna- og miðskóli með
landsprófsdeild og eru 70
nemendur í skólanum í vet-
ur. Skólastjóri er Helgi Þor-
steinsson. Ætlunin er að gera
Dalvík að meira skólaþlássi
með byggingu íþróttahússins
og er það raunar mikið á-
tak fyrir ekki stærra kaup-
tún að ráðast í smíði svo
mikillar byggingar. Til við-
miðunar má geta þess, að
þessi íþróttasalur er svipað-
ur að stærð og íþróttasalur
bandaríska hersins á Kefla-
víkurflugvelli. Hvað mega
höfuðstaðabúar segja um
framtak þessa litla þorps á
Norðurlandi. — H. K.
ORKA SETUR UPP
FÍA TVERKSTÆÐI
Nú hefur Orka h.f. opnað
bifreiðaverkstæði að Laugavegi
178 hér í bæ fyrir Fíatbifreið-
ir enda hefur verið skortur á
viðgerðarþjónustu á þessum vin-
sælu ítöUku bifreiðum undan-
farin ár.
Bifreiðaverkstæðið er rúm-
góður og bjartur salur ásamt
skrifstofu fyrir verkstjóra og
snyrtiherbergjum og kaffistofu
fyrir starfsfólk.
Viðgerðarsalurinn er hólfaður
niður í átta reiti og eru sex
reitimir ætlaðir sem pláss fyr-
ir sex biívélavirkja við vinnu
f ina.
Hver bifvélavirki hefur við-
erðarborð með nýtízku verk-
ærum og er mikið lagt upp úr
-aða við vinnuna og vinna þeir
ftir ákvæðisvinnutaxta og fá
-ð mestu að vera ótruilaðir við
vinnu sína.
Getur verkstjóri haft síma-
ramband við bifvélavirkjann. þó
að hann liggi undir bifreiðinni
I gær hófst hér í Reykjavík
iðstefna um áfengismál sem
oðað er til af dórns- og kirkju-
málaráðuneytinu í samráði við
Landssambandið gegn áfengis-
i bölinu. Sitja ráðstefnuna nokkr-
ir forustumenn í félagsmálum og
embættismenn.
og einnig getur hann haft sam-
band við varahlutaverzlun um-
boðsins og látið senda sér vara-
hluti á staðinn.
Fyrirhugað er að framkvæma
helztu viðgerðir, sem til falla,
en þó fara ekki fram viðgerðir
á yfirbyggingum eða meirihátt-
ar viðgerðir á mótorum og mun
þó verkstæðið sjá um viðgerðir
á slíku og fylgjast með þeim á
viðkomandi stöðum. Verkstæðið
hefur yfir að , ráða góðu úrvali
allra handverkfæra og er hverj-
um manni skammtað visst magn
af þessum verkfærum, sem
hann geymir í kistu á vinnu-
borði sínu.
Ennfremur hefur hann vinnu-
Ijós, rafknúinn lykil og þrýsti-
loftúttak. ' Raftenglar eru við
hvert borð og raflýsing er góð.
Forstöðumaður verkstæðisins
verður Friðrik Þórhallsson bif-
vélavirkjameistari og hefur hann
unnið við slíkt í New York í
fjögur ár og numið vinnuhag-
ræðingu á bandarískum verk-
stæðum.
Hér á landi eru um sex
hundruð Fíatbifreiðir og er það
von okkar að geta bætt úr
skorti á viðgerðarþjónustu á
þessum bifreiðum sagði Þórður
Júlíusson forstjóri Orku i við-
tali við blaðamenn um leið og
hann sýndi þeim verkstæðið.
Sérstæð íþróttakeppni í kvöld
Stúdentar tefla
fram úrvalsliðum
I kvöld kl. 20.15 hefst að Há-
logalandi myndarlegt íþróttamót
í knattleikjum, sem íþróttafélag
stúdenta gengst fyrir. Keppt
verður i körfuknattleik, hand-
knattleik og knattspyrnu.
Háskólastúdentar tefla fram
sínum liðum i hverri grein gegn
sterkum andstæðingum. f knatt-
spyrnu keppa stúdentar við
Þrótt, sem er fslandsmeistari i
knattspyrnu innanhúss. f hand-
knattleik keppa þeir við FH og
í körfuknattleik við úrvalslið úr
ýmsum félögum. f Háskólanum
eru nú margir af fræknustu í-
þróttamönnum landsins í þess-
um greinum.
í knattspyrnuliðinu er t.d.
Ellert Schram, í körfuknattleiks-
liðinu eru m.a. Þorsteinn Hall-
grimsson, Hólmsteinn Sigurðs-
son. Einar Matthiasson, Einar
Bollason og Kristján Ragnars-
son og í handknattleiksliðinu
Páll Eiríksson. Kristján Stefáns-
son. Sigurður Einarsson, Bergur
Guðnason, Pétur Bjarnason,
Herbert Haraldsson og Jón Frið-
steinsson. Ekki er að efa að
þetta verður skemmtileg keppni,
og hinn ágæti íþróttaáhugi, sem
nú hefur vaknað meðal háskóla-
stúdenta er lofsverður.
HY-MAC 580 er vélknúin
skurðgrafa með vökvaaflfærslu
til gröfuarms, drifbúnaðs og
hemlakerfis. Er aflfærslubúnað-
ur þessi mörgum sinnum ein-
faldari að allri gerð en venju-
legur mekaniskur búnaður, sem
sést bezt á því, að HYMAC 580
hefur enga víra, trissur, niður-
færslutannhjól, tengi tromlur,
tromlubremsur né flókinn og
margbrotinn stjórnbúnað. f stað
alls þessa kemur vökvadæla
vökvastrokkar, og einfaldur og
fljótvirkur stjórnbúnaður á HY-
MAC 580.
HY-MAC 580 er mjög afkasta-
mikið verkfæri, þó fyrirferðin
sé ekki mikil. Sem vökvastýrð
grafa fær HY-MAC 580 graf-
kraft sinn frá vökvastrokkum
án aðstoðar fyrirferðarmikillar
mótvigtar.
HY-MAC 580 er á beltaundir-
vagni, sem búinn er 24 tommu
breiðum beltum. Flothæfni HY-
MAC '580 á mýrum og votlendi
er einstök. Og þar sem graf-
krafturinn er fenginn frá vökva-
strokkunum án þess að aukinn
þrýstingur á jarðsnertiflöt skrið-
beltanna komi til greina við
gröft, má fullyrða að HY-MAC
580 getur ekki aðeins farið yf-
ir votlendi, sem maður væri við
að sökkva í, heidur getur hún
framkvæmt þar þá grafvinnu,
sem hún er gefin upp fyrir, án
aðstoðar fleka.
Skriðbeltin eru drifin með
vökvamótorum og hægt er að
láta beltin snúast í gagnstæðar
snúningsáttir, sem auðveldai
mjög alla tilfærslu gröfunnar.
Vökvadæla vökvakerfisins er
þreföld. Er þar af leiðand)
mögulegt að stjórna fleiri er
einum vökvastrokk í einu, sem
eykur vinnuhæfni gröfunnar að
miklum mun.
Þrýstileg og hringfærslu-tann-
hjól snúningsborðs HY-MAC
580 eru algjörlega innbyggð og
burðarrúllurnar eru kúluleg.
Aflgjafi gröfunnar er Ford
6D, 6 strokka dieselvél, með 5.4
lítra slagrúmtaki, og afkastar
hún 82 hö. við 2000 sn/mín.
Stjórntækin eru þrír vökva-
lokar, sem fara sjálfkrafa j dá-
stöðu. Og hemlabúnaði skrið-
beltanna er s^órnað með loka,
staðsettum inni í stjórnhúsinu.
Með gröfunni er hægt að 4á 7
mismunandi tegundir og stærð-
ir af skóflum, 4 gerðir af kröbb-
um, grjótplóg og ýtublað.
Mesti brotkraftur skóflu er
Framhald á 9. síðu.
Sýning hjá
nrkítektum
á teikningum
Eins og kunnugt er fór fyrir
skömmu fram samkeppni um
teikningu gagnfræðaskóla á Sel-
fossi. Tillögur þær sem bárust
í samkeppnina eru nú til sýnis
hjá Byggingaþjónustu Arkitekta-
félags Islands, Laugavegi 20, 3.
hæð. Verður sýningin opin í dag
kl. 13—18 og næstu viku á sama
tíma. og er öllum heimill ó-
keypis aðgangur.
Það vakti athygli að í þess-
ari samkeppni hlaut sami mað-
ur bæði fyrstu og önnur verð-
laun, Ormar Þór Guðmundsson
arkitekt.
Úr verzluninni Módelskartgripir — (Ljósm. Þjóðv. A.K.),
Ný skartgripabúð:
Módelskartgripir
Sl. laugardag opnuðu tveir
ungir menn nýja skartgripa-
verzlun að Hverfisgötu 16a og
ber hún nafnið Modelskartgrip-
ir. Eigendur verzlunarinnar eru
Sigmar Maríusson gullsmiður
og Pálmi Jónsson gollsmíðanemi.
Sigmar lærði gullsmíði hjá
Halldóri Sigurðssyni gullsmið á
Skólavörðustíg 2 og hefur unn-
ið hjá honum siðan þar til nú
að hann setur upp eigið verk-
stæði og verzlun í samvinnu
við Páima Húsnæði það sem
þeir hafa á leigu að Hverfisgötu
16 a er um 70 fermetrar að
stærð. Var þar áður til húsa
fornbókaverziun. Þeir félagar
hafa sett upp algerlega nýja
innréttingu í húsnæðið og er
búðin hin smekklegasta að öllu
útliti og frágangi. Innrétting-
una teiknaði Björn Emilsson, en
þeir Sigmar og Pálmi smíðuðu
hana sjálfir og settu upp.
Eins og nafn verzlunarinnar
bendir til er það ætlun þeirra
félaga að fást einvörðungu við
módelsmíði. Mun liggja frammi
í verzluninni bók með teikning-
um er þeir hafa gert að ýmis-
konar skartgripum og getur
fólk síðan valið teikningu sem
því líkar, og síðan smíða þeir
gripinn eftir henni. Einnig get.
ur fólk komið sjálft með teikn-
ingar ef það vill og fengið
smíðað eftir þeim. Jafnframt
getur það sjálft valið, sér
steina í hringa og men. Eru þeir
félagar með mikið úrval af ís-
lenzkum steinum og auðvitað
•'-1enda steina líka
Það mun vera algpr nýjung
Framhald á 9. síðu.