Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞTðÐVILJlNN ?®sruciagv.f il. e .1 i964 Maraldur Steinþórsson: Fullt samumgafrelsi og verkfallsréttur Dýrtíðin er sá erkióvinur allra iaunþega. sem efst er í huga þeirra í dag — og því hlýtur 1. maí að þessu sinni að vera öðru fremur kröfu- dagur. Meginkrafan er, að nú þegar verði snúið frá þeirri stefnu, sem er ríkjandi hjá stjórn- arvöldunum, en það er að magna óðaverðbólgu og halda þannig niðri lífskjörum al- mennings. Pétur Friðrik Kauphækkunarkröfur eru nauðvörn launþega til að mæta dýrtíðinni og þeim linnir ekki fyrr en hætt verður að beita verðhækkunum sem póitísku tæki ríkisvaldsins. og tekin verði upp full verðtrygging launa, sem aðhald fyrir stjórn- arvöldm. Opinberir starfsmenn geta dregið mikla lærdóma aí reynslu sinni að undanförnu. Bjartsýni gætti hjá þeim yf- í Bogasalnum Pétur Friðrik Sigurðsson opn- ar málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins á morgun kl. 2, og verður hún opin til 11. maí. Pétur Friðrik er ekki spáh- nýr listamaður; hann kveðst hafa fengist við olíuliti síðan hann var 12 ára gamall. Hann hefur stundað myndlistarnám, m.a. við Akademíuna í Kaup- mannahöfn þrjú ár. Og hefur sýnt alloft — síðast hélt hann sjálfstæða sýningu í Listamanna- skálanum 1960, en hann hefur einnig tekið þáýt i samsýning- um. Á sýningunni eru 26 oh'umál- verk og vatnslitamyndir og ber mest á íslenzku landslagi svo og því eilífa íslenzka sjávar- plássi sem fréistar annar hvers manns í málarastétt. Pétur Friðrik er hefðbundinn málari en seg:st vel geta hugsað sér að leysa mótíf sín meir upp en hann hefur gert eða jafn- vel nálgast nonfígúratífa. Ég hef, segir hann. reyndar mest- an áhuga á landslagi, en hitt gæti verið góð hvíld frá því og tilbreyting. Nikita til Egypta- lands MOSKVA 30/4 — Nikita Krúst- joff fer í næstu viku í 16 daga ferð til Egyptalands. Ætlar for- sætisráðherrann að vera við- staddur þegar fyrsta straumnUm verður hleypt á Asuan-rafstöð- ina. Krústjoff mun eigi við- ræður við Nasser. Doll- araskoðanir Það er ekki ónýtt að hafa heilt dagblað til að berjast fyrir einkahagsmunum sín- um. Þannig er því varið um Eyjólf Konráð Jónsson, lög- fræðing, fjármálamann, rit- stjóra og aðstoðarfram- kvæmdastjóra Morgunblaðs- ins. Eins og menn hafa tekið eftir hefur Morgunblaðið haft í frammi mjög ástríðufullan áróður um olíuhreinsunar- stöð, og hefur það kapps- mál tekið fram öllum öðrum stóriðjuskrifum. Ástæðan er ekki sú að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi sérstakt álit á því fyrirtæki; gagnsemi þess er einmitt dregin mjög í efa innan flokksins. Skrifin stafa af því einu að Eyjólf- ur Konráð Jónsson hefur tryggt sér atvinnu sem um- boðsmaður þess bandaríska aúðfélags sem vill koma fyr- irtækinu á laggimar. Grein- amar í Morgunblaðinu eru aðeins auglýsingar fyrir þetta bandaríska auðfyrirtæki, og vafalaust fær Eyjólfur Kon- ráð Jónsson umboðslaun í dollurum fyrir hv^rja grein. Blaðamennska r 'íku tagi er hliðstæð því Völundur h.f. notaði 'afjáreign sína í Morgunblaðinu til þess að fá birtar forystugreinar um nauðsyn þess að menn kaupi timbur á Klapparstfg 1. eða ef Björn Ólafsson not- aði tök sin á Vísi til þess að láta skrifa ítrekaða leiðara um nauðsyn þeæ að þjóðin drekki meira kókakóla. Eyjólfur Konráð Jónsson skrifar grein í Morgunblað- ið í gær um að það sé sam- eiginlegt kappsmál Stalfns heitins og Einars Olgeirsson- ar að koma í veg íyrir el- íuhreinsunarstöð á Islandi, enda hóti þeir félagar því sameiginlega að Rússar hætti að kaupa af okkur fisk ef þvílík stöð verði sett á lagg- irnar. Vera má að í Banda- ríkjunum séu geðbilunar- skrif af þessu tagi talin doll- aravirði. en hér á landi vekja þau í hæsta lagi vorkunn- sama grettu. N,ær væri Morg- unblaðinu að sinna varnaðar- orðum allra stærstu útflutn- ingsfyrirtækjanna á Isl., en í sameiginlegri nefnd þeirra hafa jafn ágætir Sjálfstæðis- flokksmenn og Guðmundur Garðarsson, Sveinn Bene- diktsson og Sigurður Egilsson varað mjög alvarlega við því að olíuhreinsunarstöð gæti haft mjög háskaleg áhrif á markaði okkar í Sovétríkjun- um og Austurevrópu, þaðan sem við höfum keypt benzfn og olíur á undanförnum ár- um. Þannig gæti olíuhreins- unarstöð haft í för með sér stórfelldan samdrátt í ís- lenzkum fiskiðnaði; við ætt- um að láta iðnað úr íslenzk- um hráefnum víkja fyrir gerviiðnaði úr innfluttum hráefnum. Siík skipti væru auðsjáanlega þjóðhagsleg endileysa; í allri iðnvæðingu okkar ber að leggja meginá- herzha á fiskiðnaðinn, enda blasa þar við hinir stórfelld- ustu möguleikar sem enn hafa ekki verið hagnýttir. En auðvitað er tilgangs- laust fyrir þessa ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum að reyna að tala um fyrir Eyjólfi Kon- ráði Jónssyni; hann hvikar ekkl frá heimskuiegum skoð- trntim og allra sízt ef þær fást metnar til dollara. En þeh* ættu að reyna að koma f veg fyrir þessa furðulegu mssnotkun á málgagni sínu. — Austri. ÍM Launþegar samtök. Munið samvinuu hreyfingin verkalýðs- hreyfingin y, greinar á stofni. ir nýfengnum samningsrétti og með dómi Kjaradóms í júlí sl. fékkst lagfæring á þeim lágu launum. sem verið höfðu í lægstu launaflokkum og menntun og ábyrgð voru meira metin en fyrr. Einnig viðurkenning á nokkrum hlunnindum og sérákvæðum sem aðrir launþegahópar höfðu haft umfram opinbera starfsmenn og auk þess hagkvæmari ald- j urshækkanir en verið höfðu. Þetta fékkst fram, þrátt fyr- j ir harða andstöðu ríkisvalds- ins, sem jafnan, er það hafð, j til þess óskorað vald, hafði j talið það helztu lausn alls vanda að halda niðri kjörum opinberra starfsmanna, þannig að engum dytti í hug að vitna til þeirra til samanburðar. Handahófslegar tilvitnan:r forráðamanna verkalýðshreyf- ingarinnar urðu því ríkisvald- inu kærkomið tilefni til að skapa hér á ný hið fyrra j ástand, að opinberir starfs- menn væru eftirbátar annarra. j Var það me rihluti Kjaradóms, sem gerðist verkfæri í þágu ríkisstjórnarinnar og ómerkti sínar fyrri niðurstöður. Þannig voru opinberir starfs- j menn sviptir þeim lögverndaða I og siðferðilega rétti, sem þejr töldu sig eiga til sambærilegra kjara við aðrar sambærilegar stéttir. Hlýtur því krafan um full- an samningsrétt um kaup og kjör og verkfallsrétt til handa opinberum starfsmönnum að vera brýnni en nokkru sinni fyrr. Úrskurður Kjaradóms. er hann synjaði ríkisstarfsmönn- um um réttláta 15% launa- hækkun, snertir ekki einung- is opinbera starfsmenn, heldur er honum einnig ætlað að vera hemill á kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar um launabætur til að mæta dýrtíðarflóðinu. Þegar því meðlimir B.S.R.B. og A.S.I. leiða nú hugann að málefnum sinum á þessum bar- áttudegi launþeganna, þá verð- ur þeim væntanlega ljós þörf- in á að gagnkvæmum skilningi og samstarfi allra launþega í baráttunni gegn atvinnu- rekéndavaldi og ríkisvaldi, sem beitt er gegn þeim á víxl til að sitja á hlut þeirra og meina þeim um réttláta hlutdeild i aukningu þjóðarteknanna. Haraldur Steinþórsson. Neisti kominn út Neisti, málgagn Æskulýðs- fylkingarinnar er kominn út. Af efni þess má nefna: grein eftir Loft Guttormsson um de Gaulle og Washington, Ólafur Einars- son skrifar um Bæjarstjórnir æskunnar í Noregi, Kári Marð- arson sendir Þórbergi frumlega afmæliskveðju, Ingibjörg Har- aldsdóttir segir tíðindi af allra þjóða stúdentum í Moskvu. Stefán Sigfússon skrifar um landbúnað. Þá er í heftinu saga eftir Kenyatta. forsætisráðherra Kenya. Ritið er mjög smekk- legt að öllum frágangi. 1. maí ávarp Alþjóðasam- bands verkalýðsfélaganna WFTU Verkamenn allra landa, Alþjóðasamband verkalýðsfélaga sendir ykkur hlýjar kveðjur í tilefni 1. maí, 1964, og hvetur ykkur til að gera hann að voldugum einingar- og baráttudegi fyrir friði, fyrir útrýmingu nýlendustefnunnar f öllum hennar mynd- um, fyrir þjóðlegu sjálfstæði allra þjóða og fyrir efnahags- legum og félagslegum kröfum ykkar. Alþjóðasambandið hvetur ykkur til að gera 1. maí 1964 að degi alþjóðlegrar einingar og minnast þannig þess að í september í ár eru eitt hundrað ár frá stofnun fyrstu al- þjóðasamtaka verkalýðsins, Alþjóðasambands verkamanna. 1 öllum heimsálfum fer nú fram þýðingarmikil barátta, margir sigrar eru unnir í hagsmunabaráttunni gegn heims- valdastefnu og hringavaldi. Þessi barátta verkalýðsins renn- ir nýjum stoðum undir friðsamlega sambúð þjóða og styrk- ir sjálfstæðisbaráttu hinna undirokuðu. öll þessi framvinda sannar réttmæti baráttustefnuskrár- innar er samþykkt var á 5. þingi Alþjóðasambandsins og staðfestir þá höfuðviðleitni Alþjóðasambandsins að berjast ávalt og æfinlega fyrir einingu verkalýðsins. 1. maí 1964 fagnar Alþjóðasamband verkalýðsfélaga sér- staklega: — hetjubaráttu verkalýðs Suður-Víetnam fyrir sjálfstæði lands síns og rísandi þjóðfrelsisbaráttu alþýðunnar í Asíu, — þeirri mikilvægu ákvörðun verkalýðs Suður-Ameríku að sameina alla verkalýðshreyfingu álfunnar í einu sam- bandi og gera hana þar með hæfari til að heyja barátt- una gegn heimsvaldastefnu og hringavaldi, — baráttu verkalýðs Afríku er nú einbeitir sér að því að skapa einingu verkalýðsins þar i álfu og flýta á þann hátt fyrir fullkomnu sjálfstæði allra Afríkuríkja, — baráttu verkalýðsins í Evrópu, einkum verkalýðsins í Frakklandi, Italíu, Bretlandi, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi, sem með baráttu sinni gegn hringavaldinu hafa unnið marga mikilvæga sigra. Alþjóðasambandið sendir verkalýð Kýpur sérstakar kveðj- ur og óskar honum sigurs í baráttunni fyrir frelsi lands síns. Alþjóðasambandið sendir verkalýð sósíalistísku landanna kveðjur og ámaðaróskir og fagnar árangri þeirra í uppbygg- inu sósíalismans. Jafnhliða fögnuði okkar yfir þvf, sem áunnizt hefur fyrir baráttuna, gleymum við ekki að heimsvaldasinnamir undir forystu Bandaríkjanna leggja stöðugt nýjar hindranir í veg friðar og framfara. Þeir berjast gegn sjálfstæði þjóða og friðsamlegri sambúð. Þeir berjast gegn hærri launum og styttingu vinnutímans án skerðingar launa og þeir vilja hefta athafnafrelsi verkalýðshreyfingarinnar. Til að ná þessu marki svífast þeir einskis í sundrungarstarfi sínu. Kærir bræður! Baráttueining verkalýðsins um víða veröld veitir honum styrk til að mæta árásum hringavaldsins. Styrkjum þá ein- ingu og samræmum baráttuna gegn heimsvaldasinnum og hringavaldi: — fyrir friði og fullkominni og algerri afvopnun, — fyrir algerri útrýmingu nýlendustefnunnar og arftaka hennar, nýju nýlendustefnunnar, — fyrir sjálfsögðum efnahagslegum og félagslegum kröf- um verkalýðsins. Sameinaðir erum vér sterkir og styrkur einingarinnar flýtir för okkar að marki friðar og framfara. Lifi alþjóðlegt samstarfa verklýðsins! Verkamenn f öllum löndum. sameinist! Jón úr Vör: LeléMegur atburlur é rithöfundafundi A síðasta fundi Rithöfunda- félagi íslands, sem m.a. átti að fjalla um síðustu úthlutun listamannalauna gerðust at- burður. sem mér, og sjálfsagt flestum sameiginlegum félög- um og vinum Jóns Óskars og Friðjóns Stefánssonar, hlýtur að vera mikið harmsefni. I gagnrýni sinni á „meirihluta" úthlutunarnefndar gefur Frið- jón það óbeint i skyn, að Jón Öskar fái rithöfundalaun að þessu sinni vegna þess. að hann hafi nýlega gefið út bók þar sem óhróður birtist um Sovétrikin, þess gat hann aftur á móti ekki að á þessu sama ári gaf Jón Öskar út ljóða- þýðingar sýnar úr frönsku. — Þessi málflutningur fékk ekki góðan hljómgrunn á fundin- um og var tillögu Friðjóns frestað ekki vegna fámennis á fundi, eins og skilja má af frásögn Þjóðviljans. Nú hefur Friðjón gert sér og félögum sínum þann bjarn- argreiða, að birta ræðu sína í Þjóðviljanum og er það þá í annað sinn á fáum dögum, sem félagar Jóns Öskars senda honum tóninn í fjarlægt land í þessu blaði. Mun fleirum en mér þykja það lítil smekkvísi. Þessu vil ég ekki fyrir nrtt leyti láta ómótmælt. Jón Öskar hefur nú í tvo ára- tugi verið virkur þátttakandi í bókmennta- og menningar- lífi þjóðarinnar og skipað sæti sitt með miklum sóma. Hann hefur ekki baðað i rósum eða hlotið verðskulduð laun fyrir verk sín, það situr því illa á okkur félögum hans að hafa hann að bitbeini. Annars skal ég leiða hjá mér ádeilu Friðjóns á ,,sovétnið“ Jóns Öskars. Gagnrýni á sov- , étmönnum eru þeim og okkur hollari en skrum og skjall. ! Enginn maður hefur verið stórorðari um mistök kcmm- únista en sjálfur foringi þeirra Krússéf, eins og okkur trú- um lesendum Þjóðviljans - Moggans ætti að vera kv ugt. Jón úrVör. Verzlið i eigin búðum. * . «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.