Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HÖÐVIUINN Föatudagur 1. maí 1964 Ctgefandi: Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjórl Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson, Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síxni 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Samfylkingardagur ¥»að Hefur alltaf riðið á miklu að kröfugöngur * alþýðusamtakanna 1. maí væru fjölmennar og öflugar og reisn yfir þeim og þátttakan í útifundi 'dagsins almenn. í dag er þó sérstakt tilefni, sér- síök nauðyn að láta þennan 1. maí verða eftir- minnilegan með almennri þátttöku alþýðu'fólks. Tekizt hefur samkomulag innan verkalýðshreyf- ingarinnar í Reykjavík um sameiginlega kröfu- göngu, útifund, ávarp dagsins og kröfur. Með al- mennri þátttöku fólksins, fjölmenni í kröfugöng- unni og á útifundinum í dag, getur reykvísk al- þýða sýnt hug sinn og einbeittni á þann hátt, að veruleg áhrif getur haft til að auðvelda árangur hinna mikilvægu samninga sem framundan eru á þessu vori. Þar getur það sézf, að verkalýðs- hreyfingin íslenzka ætlar sér ekki lítinn hlu't, ætlar sér ekki að vera né verða nein hornreka í íslenzku þjóðfélagi, heldur fylkja liði og sækja fram til þeirra áhrifa og valds, sem henni ber. Tlyfeginkröfurnar sem verkalýðshrey’fing Reykja- víkur ber sameinuð fram þennan 1. maí, eru birtar í ávarpi 1. maí-nefndar Fulltrúaráðs verka- lýðsféi^ganna. Þær eru þessar: 1. Kauphækkun, verðlagslækkun eða aukning kaupmáttar á annan hátt er bæti verkafólki upp þá kjaraskerðingu, er verðbólga síðustu ára hefur yaldið alþýðuheimilunum. 2. Verðtrygging launa, þannig að hægf verði að semja um raunverulegt kaup. 3. Stytting hins langa vinnudags án skerðingar heildartekna. 4. Rækilegar úrbætur í húsnæðismálum lág- launafólks. 5. Lenging orlofs og löggjöf um vinnuvernd til hagsbóta fyrir verkafólk. Tekið er fram í ávarpinu að þessum kröfum vilji íslenzk verkalýðshreyfing fá framgengt nú með friðsamlegum hætti, en reynist það ekki unnt hljóti öllum mætti samtakanna að vcrða beitt fil að tryggja þann ótvíræða rétt verkafólks sem hér er krafizt. Þess er að vænta að reykvísk alþýða taki undir kröfurnar með því að gera hátíðahöldin í dag fjölmenn og eftirminnileg. Af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að sem flest alþýðufólk geti átt frí frá síörf- um þennan 1. maí. í fyrsta sinni eru verzlanir nær allar lokaðar. Starfsmenn ríkis og bæja flytja í í dag í ávarpi sínu kröfuna um óskertan samn- ingsrétt og verkfallsrétt, reynslunni ríkari af með- ferð Kjaradóms á málum þeirra. Aiþýðan í verka- lýðsfélögunum hlýtur að neyta þessa færis til að sýna eininguna um hagsmunamál sín og brýnustu kröfur. Þeim mun eindregnara sem reykvísk al- þýða sannar í dag samhug sinn, þeim mun sfyrk- ari stendur hún í samningunum í vor um kaup og kjor, og býr í haginn fyrir betri árangur, sfærri sigur. — s. Einar Olgeirsson: Skilyrði óðaverðbólgunnar Q í síðasta hefti tímaritsins Réttar skrifar ritstjórinn, Einar Olgeirsson, athyglisverða grein um skilyrðin fyrir sföðvun óðaverðbólgunnar. Þjóðviljinn birtir hér á eftir fyrrihluta þessarar greinar, en þar er fjallað um þau vandamál sem nú ber hæst í stjórnmálaátökunum á íslandi og eru í brennidepli í viðræðum verklýðssamtak- anna og ríkisstjómarinnar. Þróunin í efnahagsmálum ís- lands er að verða stórhættu- leg, eigi aðeins lífskjörum al- þýðu, heldur og efnahagslegu sjálfstæði landsins. Verðbólgan í þjóðfélagrinu eykst svo hratt að verði ekki gerbreyting á, þá gref- ur hún undan allri trú manna á gjaldxniðlinum, Ieiðir til hamslauss brasks og tilviljanakcnndrar fjár- festíngar — og skapar að lokum algera ótrú á að hægt sé að stjórna íslandi sem sjálfstxðu ríki. Verð- bólgan cr jaf.:t frá hags- munalegu sjónarmíði verka- lýðsins sem frá sjálfstæðis- sjónarmiði bjóðarhefidarinn. ar að vcrða svo hættuleg að stöðva vcrður. Frá því í jan.—marz 1939 að vísitala framfærslukostnað- ar þa var 100, hefur hún hækkað upp í ca. 1700 þann 1. des. 1963 eða verðlag vöru -og þjcnustu 17-faldazt. Miðað við þessa vísitöM var hækk- unin til 1960 = 944. Siðan hefur sen sé vcrðlag r.llt að því tvcfaldazt. Samtímis því að t.-úin á gjaldmiðilinn þann- ig hrppar, verður leitin eftir að festa fé, t d. í íbúðum, svo hamclaus að 1 herberja íbúð í Reykjavik fer upp í 450 þús. kr. og 4 herbergja upp i 900 þús. kr. og í stað þess að áð- ur, frá 1946 til 1950 voru ný- ir kaupsamningar og máske verkföll í því sambandi að meðaUali annað hvert ár, þá hafa verklýðsfélögin nú orðið að fara í kaupsamninga og máske verkföll tvisvar til þrisvar á ári. Og samt er kaupmáttur lægsta Dagsbrún- arkaups 1, des 1963 aðeins 81 móts við 100 árið 1945. Misnotkun verðbólgunnar af hálfu islenzku auðmannastétt- arinnar til að ræna kaupinu af verkalýðnum er með þessu móti orðin svo tíð og svo harð- vítug að eigi verður við það unað. Geti verkalýðsfélögin ekki komið fram verðtryggingu kaupsins svo sem var í 18 ár í formi sjálfkrafa vísitölu- hækkana, þá verður verkalýðs- hreyfingin að sameinast fag- lega og pólitískt um það að beita valdi sinu til þess að stöðva verðbólguna og verð- tryggja þannig kaupið. Vissu- lega er og til sambiand beggja<j> aðferða. Þörfin á einingu verkalýðs- ins í þessu skyni liggur í aug- um uppi. Jafnt innan verklýðs- samtakanna vérða öll þau öfl, sem að þessu vilja vtana, að taka saman höndum, sem og verklýðsflokkarnir. SósíaUsta- ílokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, á stjórnmálasviðinu. Það samstarf sem varð milli þeirra verklýðsfélaga, sem menn úr Sósíalistaflokknum og Alþýðuflokknum hafa forustu fyrir í verkíallimi í desember 1963 er vissulega fyrirheit um skynsamlega samstöðu þessara aðila í þeirri baráttu sem fraimundan er um að stöðva kaupránið, sem framið er í krafti verðbólgu og gengis- lækkana, og knýja fram eðli- legar, raunhæfar kauphækk- anir. En sú verklýðshreyfing, sem bæri gæfu til þess að standa saman í slíkri baráttu, þarf að gera sér fyllilcga ljósar að- stæðumar í þjóðfélaginu: or- sakir þess hve verðbólgan er vægðarlaust notuð hér á landi og þær hagsmunaandstæður, sem eru innan auðmannastétt- Einar Olgeirsson arinnar og fylgjenda hennar i því sambandi. Þær spurningar, sem svara þarf til þess að kryfja þetta til mergjar, eru: 1. — Hvaða aðiljar eru það í stétt atvinnurekenda, sem hafa slíka hagsmuni af verð- bólgunni? 2. — Hvernig stendur á að fsland hefur sérstöðu meðal auðvaldslanda í þessu efni? 3. — Hvaða möguleikar eru á að breyta þessu án þess þó að afnema auðvaldsskipulagið sjálft og hvaða ráðstafanir þyrfti þá að gera? Athugum þá fyrsta atriðið. Þeir aðiljar j atvinnurek- endastétt, sem hagsmuni hafa af verðbólgunni, eru einkum tvær tegundir manna og fyrir- tækja- í fyrsta lagi: Stórlaxar í stétt atvinnurekenda, sem fá mikil lán hjá bönkum ríkis- ins og festa þau í íasteignum og fyrirtækjum, sem hækka í verði við verðbólgu. Þessir verðbólgubraskarar í atvinnu- rekendastétt hafa því tvöfalda hagsmuni af verðbólgunni: 1) lækka raunverulegar skuldir sínar með því að hækka eign- ir í verði, og 2) lækka raun- verulegt kaup verkamanna. — Það eru hagsmunir þessara stóratvinnurekenda, sem eru aðalafl verðbólguþróunarinnar. Fyrir þá er verðbólguþróunin líka að því leyti þægileg að þeir sleppa við að hugsa um hagsýnni rekstur á fyrirtækj- um sínum: hagkvæma staðsetn- ingu, viturleg vinnubrögð og minnkandi kostnað. Þeir bara láta þjóðíélagið, — og það þýð- ir fyrst og fremst alþýðu — borga með verðbólgunni. f öðru lagi: Mikið af smærri atvinnurekendum í verzlun og öðrum atvinnurekstri, sem hefðu ella í harðvítugri sam- keppni á vcrðbólgulitlum tim- um orðið undir í baráttu við stórrekstur auðugra og velrek- inna fyrirtækja. — Þessi fjöl- mer.na „millistétt" hefur vissu- lega þau pólitísku áhrif að ýta undir verðbólgupólitík þess flokkr, cr hún fylgir. Þ?.<u atðilar í atvinnurek- endastétt, sem hafa hins vegar hagsmuni gegn verðbólgu, eru þeir, sem eiga peninga og njóta c.kki einkaréttinda um lán. Og þeir atvinnurekendur, sem verða að reka atvinnu- rekstur í samkcppni við er- lenda aðila, ættu raunverulega að skilja, að er til lengdar lætur, verða þeir að Iæra að reka hann án þess að standa í rkjóli verðbólgugróða og geng- islækkana, þess vegna ættu allir þeir, sem vilja gera sjáv- arútveginn, undirstöðu íslenzks atvinnulífs, að öruggum at- vinnurekstri, að skilja það að þeir eiga að berjast með verkalýðshreyfingunni fyrir heilbrigðri þróun án hættu- legrar verðbólgu. (Hæg, mjög hæg verðbólga er hins vegar svo að segja lögmál í efna- hagslífi auðvaldsskipulags og eðlileg). Annað atriðið er sérstaða fslands meðal auðvaldslanda. Af hverju hindra auðmanna- stéttir Englands og annarra landa slika óðaverðbðlgu, sem auðvald fslands elur á hér? Af því hið ráðandi auðvald þessara landa er fjármálaauð- valdið, sá samruni banka- og iðnaðarauðmagns sem á er- lendu máli kallast „finans- kapital". Þróun auðvaldsskipu- lags er venjulega sú að á fyrsta skeiði Qg hinu frumstæðasta. er verzlunarauðmagnið ráð- andi, á öðru skeiði iðnaðar- auðmagnið, en á þriðja og síA. asta skeiði f.iármálaauðmagnlft, sem einkennist af hinum vold- ugu samsteypum auðhringa, sem drottna í senn ýfir stór- bönkunum og stóriðjunni. Hið volduga hringaauðvald einkabankanna vill fá álíka góð pund eða aðra peninga tfl baka og það lánar út. Þaft reynir því að koma I veg fyT- ir verðbólgu eða draga úr henni. Hið volduga auðmagru ábyrgt fyrir sínu eigin fé, hef- ur því þau áhrif að festa gjald- miðil auðvaldsþjóðfélags stas í sessi. Hór á landi — þar sem all- ir aðalbankarnir eru eign rik- isins, en ekki einstakra auft- manna — hafa hins vegar verðbólgubraskararnir orðift ráðandi aðilar í auðvalds- skipulaginu. Þeir hafa í krafti valds og fylgis fésýsluflokka sinna ráðið ríkisvaldinu og raunverulega rænt með þjófa- lykli verðbólgunnar jafnt rik- is-bankana, sparifjáreigendur sem launþega. Auðvitað hafa fleiri notið verðbólgunnar en þeir, en pólitíska valdið, sem gerir þessa óðaverðbólgu mögu- lega eru þessir verðbólgubrask- arar auðmannastéttarinnar. Eigi að vera hægt að skapa festu í efnahagsþróunina á fs- landi, þá er höfuðaflið til þess í fyrsta lagi verkiýðshreyftag- in, en í öðru lagi þau öfl inn- an atvinnurekendastéttarinnar, sem hafa hagsmuni af eða skilning á nauðsyn þess að skapa festu í gialdmiðilinn og efnahagsþróun íslands. Þriðja atriðið er þá að at- huga möguleikana á að breyta þessu innan íslenzka auðvalds- skipulagsins, því sem stendur verður það ekki afnumið aft óbreyttum pólitískum valda- hlutföllum. Fyrsta skilyrðið til þess að stöðva óðaverðbólguna er, sem fyrr segir, eining verklýðs- hreyfingarinnar: 1) Samvinna innan verklýðssamtakanna aft þessu marki og 2) samstarf verklýðsflokkanna á stjórn- málasviðinu. Hagsmunir verkalýðs og allra annarra launþega, — en þeir eru 75% þjóðarinnar, — eru þeir að samtímis því að verðbólgan sé stöðvuð, séu a. m.k. gerðar eftirfarandi ráð- stafanir á efnahagssviðinu, til; þess að koma i veg fyrir að stöðvun verðbólgu leiði af sér atvinnuleysi og kreppu, en tryggi varanlega kauphækkun:. 1) Tryggð sé allt að 5%. raunveruleg kauphækkún á ári, mestmegnis í beinni hækk- un á kaupgjaldi, en ef til vill líka í þjóðfélagslegum fríðind-. um. 2) Komið sé á heildarstjóm á þjóðarbúskapnum, alvfg sér-. staklega á fjárfestingunni, er í tryggi a.m.k. 5 % aukningu | þjóðarframleiðslunnar árlega. 3) Gerðar séu ráðstáfanir! til skynsamlegri skipulagning- ar á atvinnu- og verzTunarlíf- inu og réttlátarí tekjuskipting- ar. yv *__lcymXotdímw PEBONNA w sfi. u5 reeS H8S- wotrni. h.tw -múlaam PEMONNA ■WO 4 nnaw «ln«t> UsSl BSOT mn ÍMÍONHA , > ra SlMAR i)1H - 11294.,.. » fróbœru nýju PEKSONNA rakbloS úr „sfaín. fns alMt* «0 nð lolains fóonleg hór 6 landL Siwrtfa iVrtfiB f þróun rokblaSo fró þvl aS frarp- Þelrro hóftí. fERSONNA rokbloSIS heldur flwflbill fiú fynia tð líSmto sa Ifi. ralutim. HtllDSOLUBIRSOIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.