Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.05.1964, Blaðsíða 16
HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRNARLÁN- IN OF LÁG OG VEITT OF SEINT ★ I gær slær dagbladið „yísir“ því upp á forsíðu, undir fjögurra dálka fyrirsögn, að ráð- stöfunarfé tryggigarfélaganua skuli notað til kaupa á íbúðar- lánabréfum Húsnæðismálastofn- unar ríkisins, en það ákvæði felst m.a. í stjórnarfrumvarpi til laga um ávöxtun fjár trygginga- félaganna, sem lagt var fyrir Al- þingi í fyrradag. ★ En eins og Geir Gunnars- son benti á í athugasemdum sínum við svör Emils Jónssonar um húsnæðismálalánin í samein- uðu þingi sl. miðvikudag er hér aðeins um 20 milljónir að ræða og þær ekki hrein aukning við tekjustofn Húsnæðismálastjórnar, þar sem hún hefur á undanförn- um árum fengið hlut af þessu ráðstöfunarfé tryggingafélaganna. ★ Þessi upphæð, ásamt vænt- anlegri hækkun á skyldusparn- aði, var þó eina nýja tekjuöflun- arleiðin sem félagsmálaráðherra gat gefið vonir um til íbúðalána á árinu, en Iáta mun nærri að til þess að þeir sem nú eiga óaf- greiddar umsóknir hjá Húsnæðis- málastjórn fái einhverja fyrir- greiðslu, þurfi hátt í þrjú hundr- uð miljónir króna til ráðstöfun- ar. Þjóðviljinn sagði í gær frá fyrirspurnum Geirs Gunnars- sonar um ástandið i þessum málum og svörum Emils Jóns- sonar félagsmálaráðherra. Er ráðherra hafði lokið máli sínu kvaddi Geir sér aftur hljóðs, þakkaði ráðherra svör- in sem hann sagði þó, að ekki hefðu verið mjög uppörvandi fyrir húsbyggjendur, þar sem allar líkur eru á, að auk þess sem seinna verður úthlutað í ár en að undanförnu, verði upphæðimar stórum lægri nú. Kostnaður 15% hærri 1 fyrra var úthlutað 30 millj- jónum króna en síðan í fehrú- ar 1963 hefur byggingarkostn- aður við íhúð af meðalstærð hækkað um 15% eða um það bi'l 75.000 krónur en söluverð hefur þó hækkað mun meira. Þesa vegna, og þó að ekki væri nema vegna þessarar hækkunar sagði Geir, er orðin brýn þörf á að hæk'ka verulega einstök lán, sem nú eru miðuð við 150 þús. krónur á íbúð. En auk þess má benda á að 75.000 króna hækkunin sem getið var er þó ekki nema hluti af þeirri hækkun sem almennt hefur orðið á byggingarkostnaði sið- an lánaupphæðin var bundin við 150.000 króna hámark. En eigi að hæk’ka einstök lán þá þarf heildarupphæð sú sem byggingarsjóður hefur til ráð- stöfunar að hækka mikið frá því sem hún var í fyrr?. Þarf ekki að rekja, hélt Geir áfram, hversu erfið er orðin aðstaða þeirra sem basla nú við að koma sér upp húsnæði eða lýea því neyðarástandi sem víða er að skapast hjá þeim sem ekki eiga íbúðir og þurfa að keppa hver við annan um leiguhúsnæði á upp- sprengdu verði. 2200 bíða 2200 umsækjendur bíða nú eftir 150 þúsund króna lánum húsnæðismálastjórnar og vita ekki hvemig umsóknum þeirra kann að reiða af. En á sama tíma og lánin eru bundin við 150 þúsund króna hámark hefur bygging- arkostnaður við 350 m,:! íbúð hækkað um nálega 370 þúsund krónur. Þetta þýðir, að hækkun byggingarkostnaðar nemur nú tvöfaldri hámarksupphæð lána sem heimilt er að veita ein- stökum umsækieridum. H4 Framhald á 11 síðu. Bandalag íslenzlcra listamanna gengst fyrir FJÖLBREYTTRI LISTAHÁTÍÐ Á 20 ÁRA AFMÆ Ll LÝÐVELDISINS Bandalag íslenzkra listamanna efnír til fjölbreyttrar listahátíð- ar í sambandi við 20 ára afmæli j lýðveldisins. Hefst hún 7. júní I og lýkur hinn 19. Á dagskrá eru meðal annars fyrsta ís- lenzka óperan sem samin hef- ur verið, tvö ný leikrit íslenzk og Iistdanssýning. Fyrir tæpum tuttugu árum, 1945 gekkst Bandalag íslenzkra listamanna í fyrsta sinn fyrir slíkri hátíð, sem þá var nefnd Listamannaþing, og var Páll Is- ólfsson einn helztur hvatamað- ur að þessu fyrirtæki. Mark- mið listamannaþings var að sýna hvar íslenzk list væri á vegi stödd og að verða listalífi land nu nokkur lyftistöng. Síð- an voru haldið tvö þing sams- konar, og hið síðara í sam- bandi við opnun Þjóðleikhúss árið 1950. Síðan hefur þessu máli verið hreyft næstum því árlega i Bandalagi listamanna en ekki orðið af framkvæmd- um fyrr en nú. Formaður bandalagsins. Jón Þórarinsson og Ragnar Jónson, sem verður framkvæmdastjóri hinnar væntanlegu listahátíð- ar, skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. Þeir sögðu, að há- tíðin yrði sett í samkomusal Háskólans sunnudaginn 7. júní. Þar flytur Halldór Laxness að- alræðuna, en auk þess verður minnzt látinna listamanna og þeirra sem stórafmæli eiga á þessu ári. og flutt verða tón- verk eftir Jón Leifs og Pál Is- ólfsson. Næstu daga t.d. 17. júní, verða daglega tónleikar bók- menntakvöld og leiksýningar. Bókasýning verður í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sýning á byggingarlist í húsakynnum Byggingaþjónustunnar á Lauga- vegi 26. Á hátíðinni verða flutt tvö ný íslenzk leikrit: ..Brunnir Kolskógar" eftir Einar Pálsson, sem sýnt verður hjá Leikfélagi Rvíkur undir leikstjórn Helga Skúlasonar, og einþáttungurinn Amelía eftir Odd Björnsson sem Tilraunaleikhúsið Gríma sýnir. Þjóðleikhúsið sýnir leikrit eftir Strindberg sem nefnist „Kröfu- hafar“ og er Loftur Guðmunds- son að þýða það. Þar verður einnig hátíðasýning á „Sardas- furstinnunni" eftir Kalman. Fé- lag íslenzkra listdansara sýnir ballettinn .,Les Sylphides". Og frumflutt verður fyrsta íslenzka óperan sem Þorkell Sigurbjörns- son hefur samið. Einnig verður flutt einskonar „myndabók“ úr Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar. Lárus Pálsson leikari og Bjarni frá Hofteigi búa það efni til flutning og mun Lárus stjóma honum. Listahátíðinni lýkur með sam- kvæmi að Hótel Sögu 19. júní og flytur þar aðalræðuna Tóm- as skáld Guðmundsson. Erlendir gestir koma til þess- arar hátíðar og er þegar vitað um Vladímír Asjkenazí, sem kemur fram á tónleikum með Kristni Hallssyni, og söngkon- una Ruth Little sem heldur ljóða- kvöld. En bæði eru þau gift Framhald á 11. síðu. Erlíngur Axelsson hann vann að meðaltali nítján klukkustundir í sólarhring síð- ustu viku og var vikukaupið rúmlega sjö þúsund krónur. Þetta er eins og í helvíti. Vinnutíminn eins og í fornöld. Verkafólk er lægst launað í landinu við fisk- vinnu. Bráðum fá þeir ekkert fólk. Myndir og texti G. M. Skiptast ekki á fulltrúum 1. maí PEKING og MOSKVU 30/4 — Kínverjar hafa á- kveðið að senda ekki full- trúa á 1. maí hátíðahöldin í Moskvu á morgun, Sov- ézku verkalýðssamtökin munu heldur ekki eiga fulltrúa í Peking. Hérna eru þær stöllurnar Guðbjörg Agústsdóttir úr Bústaðahverfinu og Margrét Pálsdóttir búsett á Seltjarnarnesinu. Þær eru seytján ára og sextán ára og vinna í fiski þetta vorið. Hérna eru þær stöllurnar María Kristjánsdóttir og Guðrún Steindórsdóttir. Við erum nú ciginlega embættiskonur hér og lítum eftir gæðunum á fiskinum áður en hann fer inn í frystiklefana. ■ Tvö hundruð og fimm- tíu manns vinna hér í frysti- húsinu og það er mikið verk, sem liggur að baki hjá þessum vinnusama hóp. Að- gerðarménnirnir hafa marg- ir unnið þetta fimmtán til nítján tíma í sólarhring. — Stúlkurnar vinna margar fimmtán tíma. ■ Við höfum ekki ákvæð- isvinnu hér. Hér eru nokkrir strákar úr Isbirninum og vinna þeir í tækjaklefum frystihússins. Það er stundum kalt á þeim enda þarf stundum að kæla í þeim blóðið, sagði Páll verkstjóri. Nöfn skipta ekki máli, sögðu strákarnir. Við erum óþekktir cnnþá á hæ rrí stöðum. En kannski kannast einhver við kappana. f JT ■ Það er eins og maður sé kominn allt í einu út í friðsælt og rólegt sjávar- þorp, þegar maður ekur með strætisvagninum út á Sel- tjarnarnes. ■ Þetta var gamall og hávaðasamur strætisvagn, en ganghljóðið varð blítt og ró- legt, þegar hann ók yfir mörkin og allir vörpuðu önd- inni léttar, þegar hraði og fyrirgangur hins reykvíska borgarlífs var að baki. ■ í grænu túni rís hvít og þrifaleg bygging, þar sem er Hraðfrystihúsið Isbjörn- inn og mikið var sólskinið hvítt og fallegt á Nesinu í gær. ■ ' Mikið annríki hefur verið í ísbirninum núna síð- ustu vikur eins og 1 öðrum frystihúsum hér á suðurslóð- Öskar Sigurðsson — ég á að heita verkstjóri hér og hef unnið sem slíkur í þrjátíu ár. Þetta er mesta aflahrota, sem ég hef upplifað og hefur aldrei verið tekið á móti eins miklu magni af fiski hér. HEIMSÓKN I ISBJORNINN um og leggja sextán bátar upp afla sinn í þessu frysti- húsi, sagði Guðmundur verk- stjóri. ■ ísbjörninn hefur aldrei tekið við annarri eins afla- hrotu eins og núna kring- um sumarmálin og náði þessi hrota hámarki sínu síð- astliðna viku. ■ Við tókum þá á móti tólf hundruð tonnum eða að meðaltali tvö hundruð tonnum á sólarhring. Sigurbjörg Hallvarðsdóttir — Ó, — já, — ég er nú orðin 84 ára gömul og vinn ennþá i fiski. Ég er létt og kát allan daginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.